Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 6. mars 1996 tPWÍHIili 11 Tvö spennandi íslandsmót í sveitakeppni fóru fram á dög- unum. Annars vegar var um aö ræ&a íslandsmót kvenna og hins vegar yngri spilara, en mótin fóru fram á sama tíma í Bridshöllinni, Þönglabakka. Þegar upp var sta&i& vann sveit Skúla Skúlasonar frá Ak- ureyri titilinn í yngri flokkn- um, en sveit Stefaníu Skarp- hé&insdóttur haföi yfirburöi í kvennaflokknum. Keppnin um fyrsta sætið varð nánast aldrei spennandi, þvílík- ir voru yfirburðir sveitar Stefan- íu. Sveitin skoraöi 228 stig í 11 leikjum, eða 20,7 vinningsstig í leik, en næstu þrjár sveitir voru jafnar að stigum meö 176 stig. Sú staða hefur sennilega aldrei komiö upp áður á Islandsmóti og tafðist verðlaunaafhending- in nokkuð vegna þess að rýna þurfti í reglugerðir til að reikna út röð sveitanna þriggja. Endan- leg niðurstaða varð sú, að sveit Unu Árnadóttur hlaut annað sætið, Liljur urðu í þriðja og sveit Þriggja Frakka varð fjórða. í sigursveit Stefaníu spiluðu Stefanía Skarphéðinsdóttir, Gunnlaug Einarsdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Ni- elsen ogjakobína Ríkharðsdótt- ir. í flokki yngri spilara var stað- an jöfn og spennandi allt fram að lokauppgjöri. Sveit Skúla Skúlasonar átti góðan enda- sprett og sigraði að lokum sann- færandi með 134 stig, sveit Tím- ans lenti í öðru sæti með 117 stig og sveit Þriggja Frakka jr. hreppti þriðja sætið. í sigur- sveitinni spiluðu, auk Skúla, Magnús Magnússon, Sigurbjörn Haraldsson og Steinar og Ólafur Jónssynir frá Siglufirði. Hinir þrír eru frá Akureyri. Tíminn fylgdist með lokaum- ferð yngri spilaranna og varð þar vitni að „hrikalegu slysi" í spili 9. Norður/enginn 4 D9732 ¥ Á4 ♦ G83 * T98 ♦ 84 V 7 ♦ DT97642 ♦ D65 N V A S 4 GT5 * G862 * ÁK5 * G73 * ÁK6 ¥ KDT953 ♦ - * ÁK42 Eins og sjá má standa 7 spað- ar í NS, en algengasti samning- urinn mun hafa verið 6 spaðar. Sagnir Inga Agnarssonar og Snorra Karlssonar voru t.d. ein- faldar og stílhreinar: Stefanía Skarphéöinsdóttir, lengst til vinstri, var harla ánægö meö frammistööuna á mótinu, enda yfirburöir sveitarinnar miklir. Ásamt henni í sveitinni spiluöu Cunnlaug Einarsdóttir, jakobína Ríkharösdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir og Ragnheiöur Nielsen. Tímamyndir Björn Þorláksson íslandsmót kvenna og yngri spilara: Sveitir Stefaníu og Ljosbra Baldursdottir fylgist spennt meö samanburöi sinna manna eft- ir lokaumferöina. Skúla höfbu Sveit Skúla Skúlasonar, íslandsmeistari í sveitakeppni yngri spilara. Frá vinstri Steinar jónsson, Ólafur jónsson, Skúli Skúlason, Magnús Magnús- son og Sigurbjörn Haraldsson. einu borðanna að láta sér nægja hálfslemmuna. 1020 voru skrif- aðir í dálk NS í lokaða salnum og bættust 150 við það í þeim opna. Þannig var sagt: 1 hjarta 1 spaði 3 lauf 3 grönd! pass! allir pass. Steinar Jónsson átti útspil í austur og lagði niður tígulás. „Nú, veikleikinn fundinn í blindum," sagði Steinar og fylgdi eftir með kóng og litlu. Bróðir hans Ólafur sá um næstu 5 slagi og var dyggilega „verð- launaður" fyrir að þegja yfir Norbur Ingi Austur Subur Snorri Vestur pass pass 2 lauf pass 2 spaðar pass 3 spaöar pass 4 grönd 6 spaöar pass allir pass 5 lauf pass Vissulega er hægt að finna alslemmuna eftir ákveðnum leiðum, en það gaf ekkert út á BRIDGE BJÖRN ÞORLÁKSSON tígullitnum. Dæmi í lokin: Hægri handar andstæðingur opnar í fyrstu á einum tígli og þú heldur á ÁKDG94-AT8-82-G4. Hvað vill lesandinn segja? Flestum reynd- ari spilurum finnst blasa viö að segja einn spaða, en a.m.k. tveir yngri spilaranna dobluðu (vegna styrks?). Það var fremur dapurlegt að heyra síðan vinstri handar andstæðing ræna litn- um með einum spaða og upp úr því kom upp vandræðastaða í sögnum. Suður átti áttuna fimmtu í spaða, kóng þriðja, ás, drottningu þriðju og 2 hunda. Allt sem sagt var yfir 2. sagnstig- inu er doblað og afraksturinn 300-500 með bestu vörn. Aron Þorfinnsson leysti hins vegar dæmið með því að segja einn spaða og hækka í tvo í næsta sagnhring. Hann fékk aö spila samninginn doblaðan, slétt unnið. Þannig var allt spilið: 4 7 ¥ G2 ♦ K76543 * ÁKT7 4 T ¥ D7643 ♦ GT 4 D9652 N V A S 4 ÁKDG94 * ÁT8 ♦ 82 * G4 4 86532 ¥ K95 ♦ ÁD9 + 83 Aðalsveitakeppni BR: VÍB og Landsbréf standa best Síðasta umferð aðalsveita- keppni BR fer fram í kvöld. Fjór- ar sveitir berjast um sigur, en þær eru VÍB, Landsbréf, Sam- vinnuferðir-Landsýn og Búlki. VÍB vann Búlka 20-10 í fyrstu umferð og Landsbréf sigruöu Samvinnuferðir með 19 stigum gegn 11. Næsta mót á vegum fé- lagsins er þriggja kvölda Hip- Hop tvímenningur. Silfurstigamót SÁÁ um helgina Næstkomandi laugardag heldur Bridgefélag SÁÁ árlegan silfurstigatvímenning. Spilaður verður barómeter og verða spil- uð 42-60 spil. Þátttökugjaldi er stillt í hóf, aðeins 1200 kr. á spilara og eru allir velkomnir til þátttöku. Tekiö er við skráningu á spilastað, Úlfaldanum, Ar- múla 17 A, í síma 568-3188. Níu tónverk Skúla Nú á þorranum kom út nýr hljómdiskur með 9 tónverkum tónskáldsins Skúla Halldórssonár, sem nefnist „Bláir eru dalir þínir". Skúli tók lokapróf í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1947 og hefur verið afkasta- mikið tónskáld æ síðan. Mörg sönglaga hans eru löngu orðin þjóðfræg, en Skúli hefur einnig samið píanóverk og hljómsveitar- verk og koma nokkur þeirra nú út í fyrsta sinn á þessum hljómdiski. Meðal hljómsveitarverkanna skal fyrst tilgreina „Gos í Heimaey". sem Skúli samdi til að minnast hinna óvæntu atburða sem urðu þegar hraunsprunga opnaðist á Heimaey 23. janúar 1973. Einnig má nefna annað sögulegt hljóm- sveitarverk, „Pourquoi Pas?", sem GEISLAPISKAR samið er við samnefnt ljóð Vil- hjálms frá Skáholti og fjallar um afdrif franska hafrannsóknar- skipsins Pourquoi Pas? sem fórst við Mýrar árið 1936. Þá þykir mikill fengur í Sinfóníu nr. 1, „Heimurinn okkar", sem hljóðrit- uð var áriö 1985, en þessi sinfön- ía hefur ekki verið gefin út áður. Skúli er sennilega kunnastur fyrir hin auðlærðu sönglög sín, sem hvert mannsbarn þekkir. Honum lætur einkar vel að semja sönglög við ljóð helstu skálda okkar og þar em ljóö skáld- mæltra forfeðra hans engin und- antekning. Á þessum hljómdiski má til að mynda finna lag Skúla við ljóðið „Stúlkan mín" eftir langafa hans Jón Thoroddsen, sem og lag við ljóðið „Að vestan" eftir ömmu hans Theódóm Thoroddsen. Einnig má geta tveggja annarra laga, „Við svala lind" við ljóð Páls J. Árdals og „Hörpusveinn" við ljóð Jóhann- esar úr Kötlum. Þá hefur Skúli samið lög við þrjú ljóða Hannes- ar Pémrssonar skálds, en þaö em ljó&in „Söngvarinn er horfinn", „Skeljar" og titillagið „Bláir em dalir þínir". Það er einvalalið söngvara sem kemur við sögu á hljómdisknum, þ.e. Kristinn Hallsson, Ásta Thor- steinsson, Magnús Jónsson og Sigríður Gröndal. Skúli Halldórs- son annast sjálfur undirleik í öll- Skúli Halldórsson. um sönglögunum, en Sinfóníu- hljómsveit Islands leikur hljóm- sveitarverkin undir stjórn Páls P. Pálssonar og Jean-Pierre Jacquill- at. Allar upptökurnar vom gerðar af tæknimönnum Ríkisútvarps- ins á rúmlega tveggja áratuga tímabili. Hljómdiskurinn „Bláir em dal- ir þínir" gefur fróðlega svipmynd af tónsmíðum Skúla Halldórs- sonar í gegnum tíðina og kemur hann út í beinu framhaldi af hljómdisknum „Út um græna gmndu" sem kom út á síðasta ári. Við vinnslu hljómdisksins naut Skúli dyggrar aðstoðar Mána Sigurjónssonar og Hreins Valdimarssonar hjá Ríkisútvarp- inu. Skúli valdi sjálfur þá tónlist sem finna má á disknum og það var Jónatan Garðarsson sem hafði umsjón með útgáfunni í fé- lagi við tónskáldið. Umslagið var unnið hjá Prisma, en Sony DADC annaðist framleiðslu og prentun. Þaö er Skúlaútgáfan sem • gefur út hljómdiskinn „Bláir em dalir þínir", en Spor h.f. annast dreif- ingu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.