Tíminn - 07.03.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.03.1996, Blaðsíða 1
m ¥>*þ EINARJ. SKÚLASONHF ^^ STOFNAÐUR 1917 Þaö tekur aðeíns PÓSTUR OG SÍMI 80. árgangur Fimmtudagur 7. mars 47. tölublað 1996 Spurt um meöferö trún- aöarupplýsinga á þingi: Engin sér- stök lög Engin sérstök lagaákvæbi gilda um mebferb trúnabar- upplýsinga hér á landi. Hins vegar er aö finna í ýmsum lagagreinum fyrirmæli um hvort og hverjum skuli veita upplýsingar um persónuleg málefni fólks. Má þar meöal annars nefna lög um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna þar sem þeim er gert skylt ab gæta trúnab- ar. Þetta kom fram í svari Þorsteins Pálssonar dóms- málarábherra vib fyrirspurn frá Lúbvík Bergvinssyni á Alþingi. Lúbvík vitnaði til atviks þar sem maður sem leita vildi rétt- ar síns gagnvart hinu opinbera hafi komist að því að í máli hans hafi meðal annars komið fram upplýsingar um forraeðis- deilu er hann hafi átt í og ekki átti skylt við þau mál er hann leitaði réttar í. Lúðvík spurði dómsmálaráðherra í framhaldi af því hvort einhver sérstök lagaákvæði væru um meðferð trúnaðarupplýsinga og hvort til stæði að setja sérstaka lög- gjöf um slíkt. Þorsteinn Páls- son, dómsmálaráðherra sagði að ekki hafi komið til tals að setja slíka löggjöf þar sem með- ferð trúnaðarupplýsinga væri tryggð í ýmsum gildandi laga- greinum. -ÞI Grásleppuvertíöin: Góðar horfur Örn Pálsson framkvæmda- stjóri Landssambands smá- bátaeigenda segir ab sölu- horfur á komandi grásleppu- vertíb séu góbar, en vertíbin hefst þann 20. mars nk. Þá verður heimilt að stunda veiðar frá Grindavík og Sand- gerði og austur og norður um að Skagatá. Þá hefur verð fyrir hrognatunhuna hækkað úr 1600 í 1700 þýsk mörk sem þýðir að skilaverð til sjómanna verður rúmar 70 þúsund krón- ur fyrir hverja tunnu. Auk þess hafa kaupendur skuldbundið sig til að sjá grásleppukörlum fyrir tunnum, salti og rotvarn- arefnum þeim að kostnaðar- lausu. -grh Söguleg stund er stjórnir og formenn aöildarfélaga BHMR, BSRB og KÍ funduöu í fyrsta skipti saman ígœr: Samninga eða átök „Ef ríkisstjórnin dregur ekki frumvörpin til baka og leitar samninga vib samtök opin- berra starfsmanna um þessi mál, þá munu samtökin snúa sér ab því af alefli ab verja öll gildandi réttindi félagsmanna og félagslega stöbu stéttarfé- laganna meb öllum tiltækum rábum," segir ályktun sem samþykkt var á sameiginleg- um fundi stjórna og for- manna abildarfélaga BHMR, BSRB og KÍ í gær. Þar kerriur einnig fram ab forsendan fyrir viöræðum við stjórnvöld um framtíðarfyrir- komulag á réttindum og réttar- stöðu opinberra starfsmanna er að niðurstaðan feli m.a. í sér óskertan samningsrétt stéttar- félaga, óskert áunnin réttindi einstaklinga og óskert heildar- kjör einstaklinga til framtíðar. Hátt í 200 manns höfðu þátttökurétt á þessum sögulega fundi, en þetta mun vera í fyrsta skipti svo vitað sé að stjórnir og formenn aðildarfé- laga samtaka opinberra starfs- manna koma saman til fundar. Þá er ekkert lát á sameiginlegri Spurt um nauman kvóta á skoöunum í fyrra: Á sjötta hundrað ómskooanir Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigbis- og tryggingamálaráb- herra, sagbi í fyrirspurnartíma á Alþingi ab fjöldi ómskobana sé hluti af kjarasamningi sér- fræbinga vib TryggingaStofnun ríkisins og á síbasta ári hafi verib framkvæmdar nokkub á sjötta hundrab ómskobanir samkvæmt því samkomulagi. Kristín Astgeirsdóttir, þingkona Kvennalista, spurði heilbrigðis- og tryggingamálaráherra um fjölda ómskoðana á liðnu ári og kvað þann kvóta er væri á f jölda slíkra skoðana það nauman að hann sé uppurinn á miðju ári. Hún kvaðst efast um sparnað af takmörkun á slíkum skoðunum þar sem þær geti komið í veg fyrir dýrari aðgerðir. Þá sagði Kristín að komið hafi fram að læknar telji fjölda þessara skoðana það lítinn að hann dugi varla til þess aö halda læknum er við þær fáist í þjálfun. í umræðum um máliö deildi Össur Skarphéöinsson hart á að f jöldi ómskoöana skuli vera samningsatriði í kjarasamningum við viðkomandi sérfræöinga. -ÞI fundaherferð samtakanna til að upplýsa félagsmenn sína um hvað vakir fyrir stjórnvöld- um í framkomnu frumvarpi um réttindi og skyldur og í væntanlegum frumvörpum um lífeyrismál ríkistarfsmanna og sáttastörf í vinnudeilum. í dag, fimmtudag, verða stór- fundir m.a. á Landsspítala, í Háskólabíói, á Akureyri, Húsa- vík, í Eyjum og á Selfossi. Búist er við að fundaherferðinni ljúki í næstu viku, en þá er tal- ið að hátt í 10 þúsund manns hafi hlýtt á boðskap forystu- manna opinberra starfsmanna frá því fyrstu fundirnir voru haldnir í seinnihluta sl. mán- aðar. í ályktun fundarins krefjast samtökin þess að ríkisstjórnin hafi raunverulegt samráð við opinbera starfsmenn um þær breytingar sem hún vill koma fram. Minnt er á ab lög um rábningarréttindi, lífeyrisrétt- indi og samningsrétt séu af- rakstur samninga á milli abila. Þá er í ályktuninni bent á að ríkisstjórnin reyni að firra sig ábyrgð á samskiptareglum vib starfsmenn sína í skjóli laga- setningar. -grh Samband ísl. banka- manna hefur óskab eftír endurskobun á launalib kjarasamnings: ist 2% launahækkunar Samband íslenskra bankamanna hefur óskab eftir því vib vibsemjendur sína ab launalibur í kjara- samningi bankamanna frá 8. júní sl. verbi endur- skoðaður. Bobab hefur verib til samningafundur um málib nk. mánudag, en talib er ab bankamenn geri kröfu um minnst 2% launahækkun. Helga Jónsdóttir fyrsti varaformabur SÍB segir að ástæðan fyrir þessu sé vegna þess að í ljós hefur komið að viðmiðunarhópar bankamanna innan HSRB og BHMR hafa fengið meiri launahækkun en banka- menn. Hún segir að á sama tíma og launaliður í kjara- samningi bankamanna hækkar um rúm 8% á nú- verandi samningstímabili, þá hækka viðmiðunarhóp- ar þeirra um allt aö 14%- 20% á sama tímabili. Hún sagðist í gær ekki vilja gefa upp hver krafa banka- manna væri, en heimildir herma að þeir geri kröfu um minnst 2% hækkun launa. Helga segir að frá því bankamenn fengu samn- ingsrétt árið 1976 hefðu þeir tvisvar sinnum notað heimild i kjarasamningi um endurskoðun á launalið. í bæði skiptin náðust ekki samningar og fór málið fyr- ir gerðardóm. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.