Tíminn - 08.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.03.1996, Blaðsíða 4
 Föstudagur 8. mars 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Tímamót hf. Jón Kristjánsson Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Sfmi: Símbréf: Pósthólf5210, Brautarholti 1, 105 Reykjavík 563 1600 55 16270 125 Reykjavík Setning og umbrot: Mynda-, plötugerð/prentun: Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 150 kr. m/vsk. Er verib ab áreita alþingismenn? Hlutverk búgreina- félaganna Umræður um innri málefni Bændasamtakanna setja nokkurn svip á Búnaðarþing, sem nú er ab störfum. Ber þar hæst hvert hlutverk einstakra búgreinafélaga eigi ab vera og á hvern hátt skapa megi ákvebna verkaskiptingu milli þeirra og móburskipsins Bændasamtaka íslands. Þetta er mál sem Bændasámtökin tóku í arf frá Stéttarsam- bandi bænda vib sameiningu þess vib Búnabarfélag ís- lands, því allt frá stofnun búgreinafélaganna hefur starfs- vettvangur þeirra verib óljós og skarast vib starfsemi heild- arsamtakanna. Hugmyndir bænda ab baki búgreinafélögunum voru þær ab hver búgrein ætti sér sjálfstæban vettvang til þess ab berjast fyrir eflingu vibkomandi greinar og bættum hag sinna umbjóbenda. Þessi félög hafa vissulega náb árangri á ýmsum svibum. En hefbi starfsvettvangurinn verib betur afmarkabur í upphafi, má gera ráb fyrir ab sá árangur hefbi orbib meiri. Ljóst er að ekki er nein þurrb á verkefnum fyrir heildar- samtök bænda og búgreinafélögin í landinu. Ekki hefur séb fyrir endann á löngu samdráttarskeibi í landbúnabi, auk þess sem starfsskilyrbi hafa verið ab breytast og eiga eftir ab taka enn róttækari breytingum í framtíðinni. Landbúnaburinn verbur því ab losna úr vibjum mibstýr- ingar og taka í auknum mæli upp þá starfshætti sem hinn frjálsi markabur býbur. Meb nýlega gerbum búvörusamningi um saubfjárfram- leibsluna voru stigin ákvebin skref í þá átt og nú liggur fyr- ir ab gera nýjan samning um mjólkurframleibsluna í land- inu. Búnabarþingsfulltrúar ræba nú gerb þess samnings og einnig eru á borbum þeirra hugmyndir um samning vib ríkisvaldib um starfsskilyrbi í landbúnabi. Svo virbist sem Búnabarþing muni ekki leggja til róttækar breytingar á bú- vörusamningi um mjólkurframleibslu. Þar hefur nokkurs jafnvægis gætt og á búnabarþingsfulltrúum er þab ab skilja ab þeir óski eftir lítib breyttum samningum, nema ab takmarkabir verði möguleikar bænda til þess ab eiga vibskipti meb framleibslukvóta, þar sem abrir abilar en bændur hafi komib ab þeim málum. Er þar trúlega átt vib sveitarstjórnir og jafnvel kaupfélög, sem í sumum tilfell- um hafa stutt vib bak bænda til þess ab afla sér lífvænlegra rekstrarskilyrba. Meb þessum hugmyndum eru búnabarþingsfulltrúar ab leggja til ab stigib verbi skref til baka. Þeir eru ab færa sig um fet frá þeirri leib til markabarins, sem mörkub var meb búvörusamningi um framleibslu saubfjárafurba, á sama tíma og allar framleibslugreinar þurfa ab horfast í augu vib aukna samkeppni og öflugra markabsstarf. Framtíb landbúnabarins felst ekki í mibstýringu og rík- isforsjá. Framtíb landbúnaðarins felst í því að bændum takist ab framleiba góbar vörur og vinna þeim gengi á markabi. í ljósi þess munu markabsmálin setja meginsvip á félagsstarf bænda á næstu árum, og í því efni mun reyna mikib á búgreinafélögin. í drögum ab samstarfssamningum á milli Bændasam- taka íslands og búgreinafélaganna, sem nú eru til umf jöll- unar á Búnabarþingi, er mebal annars lagt til ab búgreina- félögin taki ab sér markabsmál vibkomandi búgreinar, auk þess ab taka aukna félagslega ábyrgb á sínar herbar. Verbi þær hugmyndir ab veruleika, verbur ekki abeins skorib úr vafa um verksvið hvers aðila, heldur mun þetta skipulag efla viðkomandi búgreinafélög og samtök bænda í heild í baráttunni fyrir ablögun landbúnabarins abbreyttum tím- um. Menn mega ekki líta svo á ab m'eb þessu sé verib ab rýra starfssvib Bændasamtaka íslands. Þau verba eftir sem ábur höfubvettvangur landbúnabarins, en með auknum verkefnum búgreinafélaganna er verið að kalla fleiri til starfa að þeim mikilvægu verkefnum, sem framundan eru. Enn dregst að umræðan um kynferðislega áreitni fari fram á Alþingi. Þó er um- ræðubeiðandinn, Guðný Guðbjörnsdóttir, komin heim frá Norðurlandafund- inum í Köben og tæknilega ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði málið. Það eina, sem í raun tefur fyrir umræð- unni, er að Guðný krefst þess að Dayíð Oddsson forsætis- ráðherra verði viðstaddur umræðuna. En Davíð er heima veikur og hefur því ekki mætt á þingfundi. Þab hefur komið fram í umræðunni að þingmenn eru eitthvað tregir til að fara að ræða um kynferöislega áreitni af miklum ákafa núna. Mörgum þeirra þykir það ekki við hæfi eða þjóna nokkrum tilgangi að halda þjóðþingi íslendinga uppi á snakki um þetta mál, í ljósi þess að fram eru komnar ásakanir á hendur biskupi, sem nánast ógerningur er að bregðast við með vitrænum hætti og verða hvorki sannaðar né afsannaðar. Ekkert hik Garri heyrir menn líka velta því fyrir sér hvort veikindi Davíðs megi að hluta rekja til þess að hann vill verða mjög vel frískur áður en Hann fer á stjá, og að honum myndi ekki þykja það verra ef Guðný væri búin að ljúka sér af varðandi þessa umræðu áður en hann kæmi til starfa. Sé það rétt, hlýtur forsætisráðherra að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ummæli Guðnýjar í Alþýðublaðinu í gær, en þar segist hún hvergi ætla að hika í ósk sinni um þessa umræðu og það að Davíð verði viðstaddur hana. „Það er ekkert hik á mér og það skiptir mig engu máli hvort umræðan frestast fram í GARRI næstu viku," segir Guðný í þessari frétt. Það er því greinilegt að Davíð Oddsson kemst ekki hjá því að hlusta á Guðnýju tala um kynferðislega áreitni á Alþingi. En í ljósi þess að breskir lögfræðingar eru nú farnir að skilgreina kýnferðislega áreitni í sínum röðum þannig, að hún geti auðveldlega falist í orðræðu eða tali („verbal sexual ha- rassment"), eru menn nú farnir að spyrja sig hvort þessi viðvarandi krafa Guð- nýjar að Davíð sitji gegn vilja sínum undir ræðu hennar um kynferðislegt áreiti geti ekki talist vera ein útgáfan af kynferðislegu áreiti. Tal meb kynferbislegri tilvísun Klámbrandarar mælast mjög misjafnlega fyr- ir. Sumum finnst þeir skemmtilegir, en öðrum finnst þeir ógeðfelldir. Því er hins vegar haldið fram að þó í slíkum bröndurum felist ekki snerting eða bein líkamleg áreitni, þá geti þeir hins vegar talist til kynferðislegrar áreitni, vegna þess að þeir skírskota og vísa til þess sem er kynferðislegt. Umræðan sem slík um kyn- ferðislega áreitni getur því virkað á sama hátt á forsætisráðherra og klámbrandari á Guðnýju Guðbjörns. Það er jú óskemmtilegt að þurfa að sitja undir utandagskrárumræðu, sem hefur augljósa kynferðislega og jafnvel karlfjandsam- lega skírskotun. Það er því spurning hvort ekki sé komið til- efni fyrir Davíð, eða aðra þá þingmenn sem finnst utandagskrárumræða um kynferðislega áreitni' á þessum tíma virka á sig eins og klám- brandari, að saka kvennalistaþingkonuna um kynferðislega áreitni á vinnustað. Garri Gullmoli í kvikmyndaflóbinu Kvikmyndin fylgir nútímamanninum eins og skugginn, og er fyrir löngu orðin algengasta af- þreying sem honum stendur til boöa. Kvik- myndir eru á boðstólum í sjónvarpi, á vídeóleig- um og í kvikmynda- húsum, sem halda velli þrátt fyrir að all- ir hafi sitt einkabíó heima. Kvikmyndaiðnað- urinn er fjölþjóðlegur og Bandaríkin eru þar fremst í flokki. Þaðan kemur óstöðvandi elfa af kvikmyndum. Ég verð að játa að í öllu þessu flóði er það að verða æ sjaldgæf- ara að sjá í sjónvarpi mynd sem maður nennir að horfa á til enda. Mín sérviska vex með ári hverju og ég er orðinn ansi leið- ur á spennumyndum sem bjóða upp á morö og of- beldi á nokkurra mínútna fresti. Hryllingsmyndir hef ég hvorki taugar né smekk fyrir að horfa á, og myndir sem gerast úti í geimnum eða í fram- tíðinni „fíla" ég bara alls ekki. Á víbavangi götuna upp að einbýlishúsinu þar sem útlægt nóbelsskáld frá Chile, Pablo Neruda, býr í út- legð, með útsýni yfir hafið. Myndin greinir frá kynnum hans og næmgeðja ungs manns, sem ber honum póstinn hans. Kynni þeirra og samræður um . skáld- skap * opna þessum ómenntaða og frum- stæða manni nýjar víddir. Inn í söguþráð- inn fléttast svo örlítil ástarsaga, en öll hefur myndin gamansamt yfirbragð í allri alvör- unni. Þeir, sem unna ljóð- rænu, ættu ekki að láta þessa mynd framhjá sér fara, en af henni er nóg bæði. í umgjörð myndarinnar og sam- tölum persónanna. Það er þó langt í frá að ekki sé hægt að njóta myndarinnar fyrir þá sem ekki eru með Ijóðabækur í höndun- um hversdags. Bíóferb Hins vegar er efni þessarar hugleibingar að um síðustu helgi létum' við hjónin verða af því að fara í bíó, sem er reyndar orðið allt of sjaldgæft. Myndin, sem valin var til að horfa á, heitir „II Postino" og er sýnd í Bíóhöllinni, en heitið út- leggst „Bréfberinn" á íslensku. Ég varð svo hrif- inn af þessari mynd að ég get ekki orða bundist ab ráðleggja fólki, sem kynni að lesa þessar línur, að sjá hana, ef þess er kostur. Það er enginn drep- inn í þessari mynd og í henni er ekki tiltakanleg spenna, þótt endirinn sé hálf sorglegur. Þetta er mynd sem gerist á lítilli eyju skammt frá Napólí á Italíu og sýnir hið frumstæða líf sem þar er lifað. Söguþráðurinn er bundinn við torg- ið og krána í litlu þorpi, uppsátur fiskimanna og Tilbreyting í áreitinu Ég les í blöbum að þessi mynd hefur fengið margar útnefningar til Oskarsverðlauna og er það vel, og sýnir að þessi tegund kvikmynda á enn upp á pallboröið. Hún er að mínum dómi lítill gullmoli í því mikla áreiti sem allur kvikmyndaiðnaðurinn er. Þótt upphaf greinar minnar þyki heldur nei- kvætt í gerð kvikmyndaiðnaðarins, má ekki mis- skilja mig, því að mikill fjöldi kvikmynda er hin besta skemmtun. Margar gífurlega góðar kvik- myndir eru gerðar, þar á meðal hér á landi. Þab breytir því ekki aö það er alveg óskaplegt áreiti af lélegum kvikmyndum og mér finnst þab koma fram í sjónvarpsdagskránum og fjölgun rásanna hefur ekki orbib'til þess að bæta úrvalið. Hins veg- ar tala ég abeins fyrir mig og smekkurinn og áhuga- málin eru misjöfn, sem setur sitt mark á afstöðuna á þessu sviði. Eg geri mér grein fyrir þyí. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.