Tíminn - 08.03.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.03.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. mars 1996 Neytendasamtökin biöla til neytenda um ab ganga til libs vib samtökin. Formabur: Stjórnvöld ættu aö kosta kvörtunarþjónustuna að fullu Rúmlega 19.000 félagsmenn eru nú í Neytendasamtökun- um og ná þau því til um 20- 25% fjölskyldna í landinu, enda segist Jóhannes Gunn- arsson, formaöur Neytenda- samtakanna, geta verib nokkuö sáttur vib fjöldann. Mibab vib hina títtnefndu höfbatölu eru þetta stærstu neytendasamtök í heimi. En betur má ef duga skal og standa Neytendasamtökin nú fyrir átaki til ab fá fleiri neytendur til ab ganga til libs vib samtökin. Vanda- málib sé þó hve fáir búi á þessu landi og því þurfi hærra hlutfall landsmanna ab standa á bak vib samtökin en hjá stærri þjóbum, svo hægt sé ab vinna þab starf sem Jóhannes telur ab sam- tökin þurfi ab inna af hendi. Samtökin hafa fundið fyrir erfiðu árferði líkt og aðrir, en félagsmönnum hefur fækkað nokkuð síðastliðin 3 ár. Þegar ráðstöfunartekjur minnka, sparar fólk almennt fyrst í áskriftar- og félagsgjöldum. „En við erum oft með upplýs- ingar í okkar blaði, sem sent er til félagsmanna, sem við telj- um að spari heilt árgjald eða jafnvel meira en það." Félags- gjald samtakanna er 1950 kr. á ári og nema félagsgjöldin rúm- lega 80% af tekjum Neytenda- samtakanna. Restin kemur frá ríki og örfáum sveitarfélögum. Til samanburðar má geta þess að 70% af tekjum dönsku neytendasamtakanna eru rík- isframlag. „Samt rekur danska ríkið líka . neytendastofnun með fjölmörgum starfsmönn- um," segir Jóhannes, en hann er afar ósáttur við lítið framlag ríkis til þessa málaflokks. Jóhannes bendir á að fram- lag stjórnvalda á Norðurlönd- um sé mun hærra til neyt- endamála en hér. Þar leggi Jóhannes Cunnarsson. stjórnvöld 95-142 kr. á íbúa fram til neytendamála, en hér er framlag ríkisvalds áætlað tæpar 40 kr., þar af fara 13,50 kr. til Neytendasamtakanna. Það sem eftir stendur fer til reksturs Neytendamáladeildar Samkeppnisstofnunar, sem hefur tvo starfsmenn og er ætl- að að framfylgja lögum um óréttmæta viðskiptahætti og neýtendavernd. „Á Norður- löndunum hafa stjórnvöld lit- ið svo á að ef byggja á sem jafnasta stöðu neytenda ann- ars vegar og framleiðenda og seljenda hins vegar, þá þurfi stjómvöld að koma myndar- lega inn í neytendamálin." Ætti ab vera hlut- verk ríkis „Eins og málum er háttað í dag, þá þurfum við að nota stóran hluta af okkar starfs- fólki einvörðungu í kvörtunar- og leiðbeiningaþjónustu til þess að sinna þeirri eftirspurn sem er eftir þeirri aðstoð. Á öðrum Norðurlöndum, og raunar víðar, er litið á þessa þjónustu sem hluta samfélags- þjónustu og þar eru það ýmist stjórnvöld, ríkisvald eða sveit; arfélög sem sinna þessu eins og hverri annarri félagslegri þjónustu," segir Jóhannes og telur að Neytendasamtökin séu í mörgum tilvikum að sinna hlutverki sem stjórnvöld ættu að sinna hér á landi. „Við ætlumst til að stjómvöld greiði fyrir þá starfsemi, þar sem við í raun erum að reka þjónustu fyrir hið opinbera." Aðspurður hvaða þætti Neytendasamtökin hafa þurft að vanrækja vegna fjárskorts, segir hann samtökin þurfa að fylgjast betur með, gera gæða- kannanir, upplýsa fólk um fjármálamarkaðinn, fjármál heimila og öryggi neysluvöru, svo eitthvað sé nefnt. „Raunar er þetta svo óþrjótandi verk- efni að ég gæti haldið langan fyrirlestur um það. En við stöndum frammi fyrir því vandamáli að við verðum sí- fellt að velja og hafna." Jó- hannes segir það jafnvel koma fyrir að vísa þurfi neytendum frá með mikilvæg mál, vegna þess að ekki sé til mannafli eða fjármagn til að skoða málið til hlítar. Almenningur getur leitað eftir upplýsingum hjá Neyt- endasamtökunum og fengið svar, en vilji neytandi að starfsmenn samtakanna leggi vinnu í að knýja fram rétt hans, þarf hann að gerast fé- lagsmaður. Öll lögfræðileg ráðgjöf er innifalin í félags- gjaldinu. Hins vegar sækja samtökin afar sjaldan mál fyrir dómstólum og eingöngu í þeim tilvikum þegar talið er að um stefnumarkandi mál sé að ræða, sem nýtist neytendum í heild. „Þegar það liggur ljóst fyrir að neytandinn á rétt, þá bakka flest fyrirtæki sem betur fer," sagði Jóhannes. Að sögn Sigríðar Arnardótt- ur, lögfræðings Neytendasam- takanna, nægir oft fyrir við- skiptavin að nefna nafn Neyt- endasamtakanna til þess að fyrirtæki gangi að kröfum hans um endurgreiðslu, við- gerð eða annað sem við á. Enda sé ákveðin hætta fólgin í því að fallast ekki á réttmæta kröfu, því þegar mál fá óviðun- andi meðferð hjá seljanda er fjallað um þau mál í Neyt- endablaðinu, sem geti augljós- lega komið seljendum illa. LÓA FOSTUDAGS- PISTILL Björgum Miðbæjarskólanum Senn vorar. Jafnvel bölsýnustu mönnum dylst ekki, að hér í Reykjavík er grasið tekið að grænka dulítið í skjóli sumra húsa. En vorið dvelur víðar en í náttúrunni. Líkt og aðrar árstíð- ir á það sér einnig vísan stað í hjörtum fólks. Við getum sem hægast kallað þetta árstíðaspil sálarinnar menningu. Þegar haustið hélt innreið sína í náttúruna á liðnu ári, virtist svo sem kaldur vetrarhrammur mundi ná að binda eitt af kenni- leitum reykvískrar menningar klakaböndum. Hér á ég við þeg- ar Ásmundarsalur haföi næstum verið gerður að barnaheimili. Eftir því sem mér skildist þá á einum af hinum pólitísku for- ystumönnum borgarinnar, voru forsendurnar m.a. þær, að á barnaheimilum væri bæbi teiknab og litab. Því yrði sögu- legt samhengi Ásmundarsalar sem myndlistarhúss ekki rofið þótt honum yrði breytt í barna- heimili. Gott ef ekki þvert á móti. Á síöustu stundu greip borgarstjóri í taumana, góbu heilli. En nú, þegar vorib er í þann veginn að kveðja sér hljóðs í ríki náttúrunnar, næða enn kaldir vetrarvindar um menningu borgarinnar. Að þessu sinni ætl- ar Vetur konungur að blása í skafla við Tjörnina og breyta Miðbæjarskólanum úr lifandi fræðasetri í snjóhús yfir freðinn tæknikratisma. Miðbæjarskólinn á sér langa sögu, sem rekja má til loka síð- ustu aldar. Upphaflega var hann eini barnaskóli bæjarins og kall- aðist þá einfaldlega Barnaskól- inn. í u.þ.b. sjö áratugi fór þarna fram barna- og unglingakennsla á skyldunámsstigi. Síbar, þegar börnum í mið- bænum fór fækkandi, var Menntaskólinn við Tjörnina starfræktur í þessu húsi. Eftir að hann hafnaði inn við sundin bláu, eins og komið getur fyrir besta fólk, fengu Námsflokkarn- ir inni í þessu gamla húsi, sem og einkareknir barnaskólar. Mikið ef Kvennaskólinn hefur ekki einhverja aðstöðu þarna líka. Meðal annarrar kennslu, sem þama fer fram á vegum Náms- flokkanna, er ablögun aðfluttra SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON útlendinga að íslensku samfé- lagi. Að vísu munu Námsflokkarnir fá að vera þarna áfram enn um sinn, eftir því sem sagt er. En fyrirbæri eins og fræðsluskrif- stofur hafa tilhneigingu til að þenjast út, og er þá hætt við að það, sem næst þeim er, verði að víkja. Er þá ekki að vita nema Námsflokkarnir hafni austur í Mjódd, eins og raunar hefur ver- ið gefið í skyn. Væri það ómæld- ur skaði, enda aðkomufólk betur komið þar sem hjarta borgarinn- ar slær heldur en í útjöðrum mannlegs samfélags. Amma mín og fóstra var Reyk- víkingur allar götur aftur til Inn- réttinganna. Hún trúbi mér fyrir því ungum, að það væri ógæfa að búa austan Rauðarár. Ég skal ekki segja hvað hæft er í þeirri kenningu. Hitt veit ég, að ungir Reykvíkingar virðast vera á þess- ari skoðun. Að minnsta kosti vilja þeir helst búa í Miöbænum, eða sem næst honum. Hann mun því aftur „óma af bernsku- glöðum hlátri", svo slegið sé lán úr sjóði Tómasar. Og þá verður enn á ný þörf fyrir gamla, góða Miðbæjarskólann sem almenn- an barnaskóla, eða grunnskóla eins og það heitir víst á hunda- þúfuíslensku. Þegar þar að kem- ur þarf að finna Námsflokkun- um hentugt húsnæði í nágrenni skólans. Þangab til á hann að fá að vera þar í friði. Tæpast þarf að rökstyðja það fyrir sæmilega siðmenntuðu fólki, hvílíkt ólán þab yrbi ef skólahald yrði aflagt í Miðbæjar- skólanum. Og þess skyldu þeir gæta, sem „hagkvæmnin" plag- ar úr hófi fram, ab þab mun kosta sitt ab breyta Mibbæjar- skólanum, fyrst í kontórista- greni og því næst aftur í skóla innan fárra ára. ASGEIR - HANNES í FJÖTRUM KVEN- FRELSIS Frelsi og fjötrar eru afstæð hugtök. Víbáttumikib frelsib á heibinni í sögu skáldsins um Sjálfstætt fólk hneppti líka persónur sögunnar ífjötra. Frels- ið er afstætt. Hreyfingin að baki Kvennalistan- um átti upptök síh á jafnréttissíðu Þjóðviljans seint á áttunda áratugn- um. Kvennaframboðin fengu strax kjörna fulltrúa bæði í borgarstjórn ár- ið 1982 og á Alþingi ári seinna. Snemma beygbist krókurinn í mál- flutningi þessara nýju kvenkynsfrels- ara og þeir sem bjuggust við alhliða umbótastefnu urðu fyrir vonbrigðum með hálfómerkilegar áherslur listans og þrútnar af vanmetakennd. Kvennasiðfræðin hefur leikið jafn- réttið mun sárar en nokkurn mann gat órað fyrir og hvergi nema í Suð- ur-Afríku var boðið upp á jafn ein- hliða jafnrétti og hjá Kvennalistan- um. ístað þess að bjóða kjósendum faðminn eins og opin rós á sólskins- morgni, greri listinn inn ífótinn á sér eins og hver önnur kartnögl. Hnipr- aði sig saman úti í horni og lét ver- öldina halda framhjá sér óáreitta. Kvennalistinn er einu stjórnmálasam- tök sögunnar sem eiga fulltrúa bæði á þingi og í byggðastjórnum án þess að hafa nokkurn tíma tekib þátt í stjórnmálum. Svoköllub kvennafræbi hafa abeins eitt markmib: karlmenn. Ekki svo ab skilja ab kvennalistakonur gangi á eftir karlpeningi meb grasib í skón- um, heldur leggja þær karlkynib í einelti. Febur sína og bræbur, jafnt sem syni. Baráttan snýst um ab ná verbmætum eba réttindum frá karl- mönnum. Veraldlegum og andleg- um. Raunverulegum eba ímynduð- um. Til að hnykkja á atlögunni hefur Kvennalistinn slegið eign sinni á nokkra óviðkomandi málaflokka og í þeim hópi er kynferðisleg áreitni. ísvo neikvæbu andrúmslofti vaxa úr grasi klappstýrur á borb vib Gub- rúnu Jónsdóttur, forstöðufrú Stíga- móta. Alin upp við aðskilnað kynj- anna og hert íeinlægri andúð á karl- fólki heimsins. Forstöðufrúin lét meira að segja hafa eftir sér á sínum tíma að hún hefði verið kynferðislega áreitt í borgarstjórn Reykjavíkur og hváðu fleiri en pistilhöfundur við þau tíðindi. Nánar spurð um atburðarás- ina sagði frúin gerandann vera eng- an annan en Albert Cuðmundsson og trúi því hver sem vill. Hér hefur stórmannlegri hlýju Alberts heitins verið snúið upp á kvennafræðin og mega nú venjulegir afar passa sig að faðma afabörnin ífjölmenni. En hér fara engin gamanmál: Undan pilsfaldi forstöðufrúarinnar hefur grímuklætt fólk vegið að bisk- upi Islands úr launsátri. Sjálf hefur frúin rofið trúnað við Stígamót með því að nafngreina fólk sem kemur við sögu samtakanna. Ljóst er að Stíga- mót hafa sett verulega niður við þennan trúnaðarbrest, en vonandi ríburfrúin samtökunum ekki að fullu. Stígamót eru bráðnauðsynlegt at- hvarf í þjóðfélaginu og yfir það hafin ab vera notub til að hrinda laskabri hugmyndafræbi í framkvæmd. Hitt er svo annab mál að eftir ab hafa horfst í augu við forstöðufrú Stígamóta dreymir fáa um kynlíf þann daginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.