Tíminn - 08.03.1996, Page 6

Tíminn - 08.03.1996, Page 6
6 mmitm Föstudagur 8. mars 1996 Miöskólinn og Námsflokkar Reykjavíkur eiga ekki vel saman í nábýli, segir borgarstjóri: „Það á ekki að rústa neinu" „Þaö er verib aí) fjalla um þetta mál í skólamálaráöi og borgarráöi og þaö er alveg ljóst aö engu veröur rústaö í Miöbæjarskóla. Þaö er alveg ljóst aö þessari starfsemi fræöslumiöstöövar þarf aö koma þama inn. Og þaö þarf aö gera verulegar endurbætur á húsnæöinu, hjá því veröur ekki komist, hvort sem þaö veröur núna eöa á næsta ári," sagöi Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri í gær. Borgarstjóri sagöi þaö rangt þegar talaö væri um aö „rústa" gamla Miðbæjarbarnaskólan- um, en einmitt þar fékk borgar- stjóri sína fyrstu menntun. Ingibjörg sagöi að hér væri ver- ið að ræða um svipaða endur- reisn og varð á gamla Kennara- skólanum við Laufásveg. Eins og Tíminn hefur greint frá, hafa um 2.000 manns mót- mælt framkvæmdum í Miðbæj- arskóla. Ingibjörg Sólrún bendir á aö húsið, sem var byggt rétt fyrir síðustu aldamót, þurfi á veru- legum endurbótum að halda, til dæmis vegna brunavarna og eins vegna aðgengis fyrir fatl- aða. Námsflokkarnir bjóða upp á námskeið fyrir fatlaða, en hús- næðið í dag er vart bjóðandi þeim hópi fólks. Gert er ráð fyrir kostnaði við breytingar vegna aðgengisins eins upp á 40 milljónir króna, breytingar sem verður að gera. Auk þess er talið að þurfi 30 milljónir króna til viðbótar vegna fræðslumiðstöðvarinnar, að sögn borgarstjóra. „Við erum ekki að tala um að rífa niður menningarverðmæti, það á ekki að brjóta neitt niður. Það þarf að setja skilrúm í stof- urnar og það verður gert í sam- ráði við húsafriðunarnefnd og okkar eigin húsverndunar- nefnd," sagði borgarstjóri. Námsflokkar Reykjavíkur verða áfram í húsinu og fá suð- urálmuna alla og kjallarann. Skrifstofur fræðslumiðstöðvar verða í miðálmunni og norður- álmunni. Ingibjörg sagði að Miðskól- inn yrði ekki í Miðbæjarskólan- um. Það væri sín skoðun að sambýli Miðskólans og Náms- flokka gengi ekki, fullorðins- fræðsla og barnafræðsla. Sam- býli þessara tveggja hefði ekki gengið vel og mikið verið kvartað undan því. Miðskólann hefði þurft að flytja annað hvort eð var. -JBP Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Deilt um framtíö Miöbœjarskólans á fundi borgarráös: Lágmarkskostnaður við flutning 70 milljónir Á fundi borgarráös í vikunni voru lagöir fram undir- skriftalistar foreldrafélags Miöskólans þar sem mót- mælt er fyrirhuguöum breyt- ingum á Miöbæjarskólan- um. Viö þaö tækifæri ítrek- uöu sjálfstæöismenn þá af- stööu sína aö Miöbæjarskólinn veröi áfram nýttur sem skólahús- næbi fyrir þær fjórar skóla- stofnanir sem nú hafa þar aöstöbu. Sjálfstæðismenn segja í bók- un sinni aö lágmarkskostnað- ur við að breyta Miðbæjarskól- anum í skrifstofuhúsnæöi verði 70 milljónir, en á sama Mibbœjarskólinn. tíma standi sérhannað skrif- stofuhúsnæði autt um alla borg, þ.ám. í eigu Reykjavíkur- borgar. í svari fulltrúa Reykjavíkur- listans kemur fram að kostn- aður vegna breytinga á Mið- bæjarskólanum vegna flutn- ings Fræðslumiðstöðvar sé áætlaður 30 milljónir króna, en annar kostnaður við breyt- ingar á skólanum 40 milljónir. Það séu breytingar sem lúti m.a. að auknum brunavörn- um og aðgengi fatlaðra, sem þurfi að gera hvort sem til flutnings kemur eða núver- andi starfsemi verði þar áfram. Á gatnamótum Bergstaðastrætis og Bjarg- arstígs standa tveir gamlir steinbæir. Annar þeirra, Bjargarsteinn, númer 24 við Bergstaðastræti, stendur sunnan Bjargarstígs; um Bjargarstein verður fjall- aö í þessari grein. Hinn bærinn, Berg- staöastræti 22, sem áður hét Miögrund, veröur til umfjöllunar á næstunni. Þann 31. janúar 1884 fær Jóhann Páls- son leyfi til að byggja bæ í Þingholtun- um, með steinveggjum og timburgöflum. Ári síöar er lóö Jóhanns mæld út, þannig aö öll lóö hans, byggö og óbyggö, verður 32 1/2 x 30 álnir. A byggingarárinu eru gerðar þær breytingar aö gluggar voru settir á hliðarveggi, því var bústaðurinn kallaöur hús en ekki bær. Þaö kviknaði í húsinu áriö 1888, skemmdist þaö tölvert af eldi. Sú saga gekk aö eigendur heföu kveikt í til að ná út tryggingarfé. Sama ár, 10. maí, var Bjargarsteinn seldur á upp- boöi. Þá kaupir H.Th. Thomsen húsiö. Hann selur eignina 1903 Páli Stefánssyni. Sama ár, nánar tiltekiö í júní, byggir Páll skúr austan viö húsiö, aö stærö 3x3 áln- ir, og annan skúr viö vesturhliö hússins, 4x4 álnir. í ágústmánubi sama ár fær Páll leyfi til að byggja geymsluskúr á lóö- inni austan viö húsið, en sá skúr er ekki lengur til. Páll Stefánsson selur Bjargarstein 1905 Gubfinnu Jónsdóttur, en hún á eignina ekki nema í tvo mánuði. Krist- ján.Kristjánsson tómthúsmaöur kaupir af henni. Hann gerði einhverjar breyt- ingar á húsinu, en eftir þaö hefur því ekki veriö breytt. Húsið er því veröugur fulltrúi byggingarstíls frá þeim tíma sem það var reist. Áriö 1905 búa á Bjargarsteini Kristján Kristjánsson, Anna Sigríöur Þorsteins- dóttir, Júlíana Fanney Kristjánsdóttir, Jónas Jónasson vinnumaöur ogjón Ág- úst Teitsson, vinnumaður og skósmið- ur. Jón E. Jónsson kaupir Bjargarstein í apríl 1912. Jón var prentari og starfaði lengst af hjá Gutenberg. Hann fæddist 5. október 1868 í Vesturkoti í Leiru. Þá eru á heimilinu, auk Jóns, kona hans Sigurveig Guömundsdóttir, fædd 19. febrúar 1864 í Reykjavík, og börn þeirra Jón Guðmundur, Ragnhildur, Sigríður Gubný, Jóhannes Loftur, Einar og Sveinn, sem öll em fædd eftir aldamót- Bergstaðastræti 24 (Bjargarsteinn) in. Þá bjó önnur fjölskylda í húsinu, ekkjan Steinunn Jónasdóttir og börn hennar tvö bæði á unglingsárum, Jón Ragnar Þorsteinsson og Guörún Jóns- dóttir. Sigurveig, kona Jóns, var til margra ára meö verslun í noröurstofunni á Bergstaðastræti 24. Gengið var inn í verslunina beint af götunni. Þar vom seldar mjólkurvömr, brauð, kökur og sælgæti. Verslunin haföi á sér gott orö og haföi drjúgan hóp viðskiptavina. Oft var þarna þröngt á þingi, þó aö ekki væri alltaf verslaö fyrir háar fjárhæöir. En þarna var gott aö koma og gaman að blanda geöi viö kaupkonuna og þá sem áttu erindi í verslunina. En allt hefur sinn endi, árib 1934 lést Sigurveig og þá var verslunarrekstri hætt í húsinu. Árið 1920 bjuggu í húsinu Jón E. Jónsson, Sigurveig kona hans og þrír yngstu synirnir: Jóhannes, Einar og Sveinn. Þá em í húsinu meö sér- heimili Jón Guðmundur, elsti sonurinn, og kona hans Sigríður Lára Nikulásdótt- ir. Á þriöja heimilinu vom Ragnhildur, dóttir Jóns og Sigurveigar, maöur henn- ar Einar Tómasson og börn þeirra tvö, Elín fædd 1917, og óskírö dóttir fædd 1920. Þarna vom sterk fjölskyldubönd og börnin byrjuðu búskapinn heima á æskuheimilinu. Áriö 1921 byggöu á lóðinni myndar- legt steinhús, eldri heimasætan Ragn- hildur Jónsdóttir og maður hennar Ein- ar Tómasson. Þaö hús er Bergstaöastræti 24 B, í því býr dóttir þeirra Inga Einars- dóttir. Eftir lát Sigurveigar bjó Jón E. Jónsson áfram í húsinu og leigöi út neöri hæöina. HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR Einar Jónsson, næstyngstur barna Jóns og Sigurveigar, fetaöi í fótspor föö- ur síns og nam prentiðn. Hann starfaði lengi hjá Gutenberg. Hann kaupir húsiö af fööur sínum 1949 og flytur þangað meö fjölskyldu sína. Faöir hans bjó áfram í húsinu í skjóli sonar síns og konu hans, Jórunnar Þóröardóttur og barna þeirra: Þóröar, Siguröar Arnar, Sesselju Eddu og Sigurveigar Jónu. Jón lést í apríl 1959. Árib 1975 seldi Einar og fór þá Berg- staðastræti 24 (Bjargarsteinn) úr eigu ættarinnar. Einhver eigendaskipti áttu sér staö áöur en Þórir Kristjánsson kaup- ir 1978. Sama ár voru geröar endurbæt- ur á húsinu innandyra. í brunaviröingu frá árinu 1935 er húsinu lýst þannig: „íbúðarhús, byggt af steini aö veggj- um til, en stafnar af timbri og járnvarö- ir. Á þakinu er járn á borðsúö. Niöri í húsinu eru 3 íbúðarherbergi, eldhús, gangur og 1 fastur skápur, sem allt er þiljaö og málaö. Uppi eru 4 herbergi og gangur, þiljað og málað. Stærö: L. 7,5 m, br. 5,7 m, h. 2,5 m, ris 1,6 m. Við vesturhlið hússins er inngöngu- skúr. Hann er úr bindingi, klæddur utan meö boröum og járni þar yfir á þaki og veggjum. Þiljaður og málaöur. Stærð: L. l, 9 m, br. 1,9 m, h. 4,4 m, skáþak. Geymsluskúr við austurhlið hússins byggöur úr bindingi, járnklæddur á veggi og þaki, þiljaður og málaður aö innan. Stærö: L. 3,3 m, br. 2,5 m, h. 2,4 m, skáþak." í mati frá árinu 1978 kemur fram aö miklar endurbætur hafi átt sér staö frá mati sem var gert 1951. Þá er búiö aö viðarklæða veggi, setja nýtt gólf og nýja raflögn, en húsiö óbreytt aö stærö. Eigendur þessa skemmtilega húss hafa átt þaö sameiginlegt aö hafa borib viröingu fyrir byggingu gamalla húsa. Þau hafa lagt kapp á ab halda því vel viö og í uppmnalegum stíl þess. Árið 1987 kaupir Sæunn Grímsdóttir hjúkrunarfræðingur húsið. Hún hefur gert mikið fyrir það og látið það halda uppmnalegu útliti sínu. Uppi em 3 svefnherbergi, gangur og snyrting. Niðri tvær stofur og eldhús. I húsinu er lítið háaloft sem er notað fyrir geymslu, einnig er geymsla í kjallara. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.