Tíminn - 08.03.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.03.1996, Blaðsíða 8
Föstudagur 8. mars 1996 Samsœriskenningar vibvíkjandi morbinu á Palme eru í fullum gangi enn, þótt marg- ir telji líklegast aö ab- eins einn mabur hafí þar verib í rábum og ab verki Af morbum í Norbur- landasögu er morbib á Olof Palme (f. 1927), for- sætisráöherra Svíþjóbar og leib- toga þarlendra jafnabarmanna, líklega þab sem hvab mesta at- hygli hefur vakib. Palme var skotinn til bana seint ab kvöldi 28. febrúar 1986, á gatnamót- um Sveavágen og Tunnelgatan (sem nú heitir Olof Palmes gata) í Stokkhólmi. Palme var á heimleið gangandi ásamt konu sinni Lisbet, eftir ab þau höfðu horft á kvikmynd í bíói vib Sveavágen. Lífverbir voru ekki meb þeim. Meb 500 afbrot og glæpi á sakaskrá Af tilefni þess ab nú er áratugur liðinn frá morbi þessu, hefur nokkuð verið um það og Palme sjálfan fjallaö í fjölmiðlum und- anfariö. M.a. það að enn er ekki vitað hver morðið framdi. En einni heimild samkvæmt tekst að upp- lýsa um níu af hverjum tíu morð- um frömdum í Svfþjóð. Þetta hef- ur ásamt með öðru ýtt undir sam- særiskenningar viðvíkjandi morðinu á Palme. Leyniþjónustur Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Chile, írans og Pakistans hafa þar verið til nefndar, svo og P2, ill- ræmd leynistúka ítölsk, Verka- mannaflokkur Kúrdistans (PKK), aðilar í sænsku lögreglunni og sjóhernum, hægriarmi jafnaðar- manna og jafnvel Lisbet Palme sjálf hefur ekki alveg sloppið í því samhengi. Christer Pettersson, fíkniefna- neytandi og alkóhólisti, komst undir grun um morðið. Hann hafði þá þegar um 500 afbrot og glæpi á sakaskránni, þ.ám. mann- dráp, og hafbi að eigin sögn fram- ið um 700 rán. Það segir út af fyr- ir sig sína sögu um þá vernd, sem núverandi mannúðleg Vestur- landaríki veita þegnum sínum. Lisbet Palme, sem séb hafði fram- an í morðingjann, fullyrti að Pett- ersson væri hann, og Márten, sonur Palmehjóna, sagði að Pett- ersson hefbi fylgt foreldrum hans eftir frá kvikmyndahúsinu. Nokk- ur vitni báru ab þau hefbu séb Pettersson nálægt morðstaðnum þá um nóttina. Líka kom fram að Pettersson hafði skömmu eftir morðið brennt buxur og jakka á svölum íbúbar sinnar. A því gat hann ekki gefið neina skýringu. Eigi að síður var hann um síðir sýknaður vegna þess ab fyrirliggj- andi sönnunargögn þóttu ekki nægja honum til sakfellingar. Nú segir lngemar Krusell, áður annar æðsti maður í rannsóknar- hópi þeim, sem skipaður var yegna morðsins, að morðinginn hafi „annaðhvort verið Christer Pettersson eða tvífari hans". Und- ir þaö taka nú margir eða telja a.m.k. aö hér hafi aðeins einn maður verið ab verki, án nokkurs samráðs viö aðra. Sem sagt: ekkert samsæri. Nokkuo sérstæöur Allir vissu — eða gátu vitab — hvar Palme bjó, og hver og einn sem vildi hefði getab áttab sig á daglegri „rútínu" hans og því Palme: „hela manskligheten." tt Pettersson eða tvífari hans" Moröstaburinn: leyniþjónustur margra ríkja og abilar í lögreglu, herog flokki jafnabarmanna meb í samsæriskenningum. hvenær lífverbir hans voru í ná- munda við hann og hvenær ekki. Með því að viðhafa gætni hefði slíkt verið hægt án þess að vekja athygli lífvarða eða lögreglu á sér. Sá sem þetta ritar átti heima í Svíþjób síbari hluta Palme-tím- ans. Hann minnist þess að hafa heyrt talaö um Palme af einskon- ar hikandi virðingu, varla nokk- urn tíma af hlýleika, en hins veg- ar alloft með kulda hokkrum og BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON jafnvel í haturstón. Einnig af .þeim sem sögðust vera jafnaðar- menn eða hallast að þeim. Þaö var sérstakt, því að yfirleitt virtust Svíar ekki mjög snortnir af stjórn- málamönnum sínum sem per- sónum og jafnvel ekki hafa nema takmarkaðan áhuga á þeim. Palme var e.t.v. nokkuð sér- stæður af sænskum stjórnmála- manni á síðari hluta aldarinnar að vera. Hann var hásvíi í aðra ætt, af þýsk-baltneska ablinum í hina og allólíkur fyrri leiðtogum Svíþjóðar og jafnaðarmanna, Tage Erlander og Per Albin Hans- son, sem voru alþýbunnar menn. Yfirstéttar- og hægrifólk leit margt á hann sem stéttarsvikara. í hátterni og látbragði var hann ar- istókrat og beitti því kannski stundum dálítib óhlífið í kapp- ræðum við pólitíska andstæð- inga. Sumum mun hafa fundist sá stíll ögrandi. Á sjónvarpsöld, þar sem andlit stjórnmálamanna geta skipt miklu, kann það að hafa vakib ýmislegar kenndir. í umræðunni manna á meðal heyrðist sagt sem svo að Palme mætti hugsa abeins minna um „hela mánskligheten" (gervallt mannkynib) og aðeins meira um hagsmuni Svía sjálfra. Þeir Per Al- bin Hansson og Erlander urbu jafnabarmenn vegna reynslu sinnar af sænskum veruleika og vilja til ab bæta hann, Palme lík- lega frekar út frá ferbalögum til Asíu. Vinir hans segja ab Svíþjóð hafi verið „of lítil fyrir hann". Palme tókst að verða „stjarna" á alþjóðavettvangi, alllangt um- fram það sem algengt er um stjómmálamenn Norðurlanda, sérstaklega þó í þriðja heiminum. Vera kann ab eitthvab hafi skort á raunsæi í afstöðu hans til þeirra heimshluta. Einn vina hans segir: „Hann lét stiórnast af siðrænum viðhorfum fremur en pólitískum viðhorfum og skynsemishyggju." Honum kvað hafa þótt Vestur- Evrópa „leiðinleg og andstyggi- lega kaþólsk" og því vanrækt samböndin vib hana. Enn mikið tilfinn- ingamál Svo mjög hefur síbustu árin hallað á velferðarríkið Svíþjóð, e.t.v. besta samfélag sögunnar, að sumir líkja því við hrun. Nú gætir þess að vöntun á raunsæi af hálfu Palme og meintu kæruleysi hans um sænska hagsmuni sé kennt um þab. En margt stublabi ab því ab svo fór, t.d. þab hve efnahags- líf Svíþjóbar var háb efnahagslífi Evrópu og heimsins, örlæti sænska samfélagsins, sem næg fyrirhyggja var varla alltaf sam- fara og takmörkub abgæsla af hálfu velferðarkerfisins, sem margir misnotuðu. Örlæti það og aðgæsluleysi má trúlega að tals- verðu leyti skrifa á reikning Palme, en fráleitt er að kenna honum einum um það. Enn er Palme þjóð sinni mikið tilfinningamál og morðið á hon- um og ýmsar kenningar því við- víkjandi stuðla að því. Vera kann að það hafi hækkað hann í áliti, einnig meðal þeirra sem minnast hans af engri hlýju. Þeir segja sem svo að þrátt fyrir allt hafi hann verið umsvifamikill stjórnmála- maður og vakið athygli á Svíþjóð á alþjóðavettvangi. Þetta kann ásamt með öðru að halda í gangi samsæriskenningum viðvíkjandi endalokum hans. Hugsanlegt er að margir Svíar, bæði vinveittir og óvinveittir Palme, eigi erfitt með ab hugsa sér ab morbingi hans hafi bara verið hálfruglaður síbrotamabur meb engan í vitorbi meb sér. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.