Tíminn - 08.03.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.03.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 8. mars 1996 Wt$mmm 9 1 UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLOND. .. UTLOND . .. UTLOND . .. UTLOND . . . UTLOND . .. UTLOND . .. J Harkalegar abgeröir lögreglunnar í Palestínu viö leit aö hrybjuverkamönnum: „Þetta er bara byrjunin" Setningarræöa Jassers Arafats á löggjafarþingi Palestínu- manna í gær féll ab mestu í skuggann af abgerbum palest- ínsku lögreglunnar og ísraels- manna sem stefnt var gegn skæruliöum Hamas-hreyfing- arinnar. Yfir þúsund lögreglumenn kembdu m.a. Sajaiha-hverfi í Gazaborg í fyrrinótt í leit aö meðlimum Hamas, sem ber ábyrgö á sjálfsmorðsárásunum fjórum í ísrael sem orðið hafa 57 manns að bana. „Það er nóg hjá okkur að gera þessa nótt," sagði einn yfirmaður í lögregl- unni á meðan undirsátar hans voru að rífa ungmenni upp úr rúmum sínum. Ghazi al-Jabali, lögreglustjóri í Gaza, sýndi fréttamönnum vopn sem hann sagði að hefðu verið gerð upptæk í næturað- gerðunum á Gazasvæðinu og Vesturbakkanum í fyrrinótt. Hann sagði að lögreglan hefði handtekið yfir 500 manns, sem Tyrkland: Yasar Kemal dæmdur Dómstóll í Istanbul í Tyrk- landi dæmdi í gær tyrkneska rit- höfundinn Yasar Kemal í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna tveggja greina sem hann skrifaði þar sem hann gagnrýnir m.a. stefnu Tyrklands gagnvart Kúrdum. -GB/Reuter væru meðlimir í Hamashreyf- ingunni eða Jihad, sem er mun smærri hópur. „Þetta er bara byrjunin," sagði hann við fréttamenn, og bætti því við að 10 meðlimir í Qassam, sem er hernaðararmur Hamas, hefðu gefið sig fram sjálfir. í yfirlýsingu frá Qassam- her- deildunum var-það staðfest að sumir meðlimir hreyfingarinnar hefðu gefið sig fram við palest- ínsku lögregluna. Arafat hefur verið undir gífur- legum þrýstingi frá ísraels- mönnum og Bandaríkjamönn- um um að ráðast til atlögu gegn Hamas og handtaka yfirmenn í Qassam. Eftir aðgeröirnar í fyrri- nótt sagði Shimon Peres að Ara- fat hefði gert meira en nokkru sinni fyrr, „en ég verð ekki ánægður fyrr en hann kemur með yfirmenn í hernaðararmi Hamas." Eins og gefur að skilja hafa að- gerðirnar valdið töluverðum usla meðal Palestínumanna, og sýnist sitt hverjum. „Þeir eru bara að handtaka krakka. Þeir ná ekki til æðstu mannanna," sagði Iyad Omar, sem er tvítug- ur, en honum tókst að laumast út úr íbúð sinni í Gazaborg rétt áður en lögreglan handtók bróður hans, Nihad, sem er 17 ára. í setningarræðu sinni í lög- gjafarráði Palestínumanna hvatti Arafat til þess að haldinn verði alþjóðafundur æðstu ráða- manna um hvaða aðferðir séu vænlegastar til árangurs í barátt- unni gegn hryðjuverkum um allan heim. -CB/Reuter PCSSI tQÍVQriSkl hCrtHQÖUTfylgistgrannt meb þvísem er abgerast á sundinu milli Taívans og Kína, þar sem hann stendur vörb í virki á eyjunni Matsu í abeins 5,5 sjómílna (9,2 km) fjarlœgb frá risanum í norbri. Kínverjar lýstu því yfir á þribjudag ab vibamiklar heræfingar myndu hefjast á haf- inu íkringum Taívan ídag, fimmtudag, og standa yfiríeina viku, mebþab íhuga abprófa sérstaklega þau flug- skeyti sem kínverski herinn hefur yfir ab rába. Reuter Aþjóbaheilbrigbismálastofnunin: Smitsjúkdómar aukast í A-Evrópu Alþjóbaheilbrigbismálastofn- unin (WHO) vill rekja þab til hruns kommúnismans ab út- breibsla smitsjúkdóma á borb vib kóleru og barnaveiki hefur aukist verulega ab undanförnu, einkum í Austur-Evrópu. "Það sem við erum að sjá í dag er ótrúleg endurkoma smitsjúk- dóma sem við töldum okkur hafa unnið bug á," sagði Jo As- wall, framkvæmdastjóri WHO í Evrópu. Verulega aukningu hef- ur mátt greina á útbreiðslu kól- eru, barnaveiki, berkla og kyn- sjúkdóma á borð við syphilis í Austur-Evrópu eftir að Sovét- veldið hrundi. WHO telur að það myndi að- eins kosta um 20 milljónir doll- ara, eða um 130 milljónir ísl. króna, að hrinda af stað bólu- setningarherferð sem myndi nægja til þess aö halda þessum sjúkdómum í skefjum, en um- heimurinn væri ekki enn farinn að gefa þessum vanda gaum. -CB/Reuter Austurríki: Ný ríkisstjórn Tveir stærstu stjórnmálaflokkar Austurríkis, Sósíaldemókrata- flokkurinn og Þjóbarflokkur- inn, hafa myndab samsteypu- stjórn eftir langar og strangar stjórnarmyndunarvibræbur, og er þab í 14. sinn frá stríbslokum sem þessir tveir flokkar starfa saman í stjórn. Bæbi Franz Vranitzky, leiðtogi sósíaldemókrata og kanslari Austurríkis, og Wolfgang Schussel, leiðtogi Þjóðarflokks- ins, sem er flokkur íhaldssamra, lýstu sig ánægöa með stjórnar- sáttmálann. En stjórnarand- staðan hét því að berjast af alefli gegn sparnaðaráformunum sem eru kjarninn í sáttmálanum. -CB/Reuter Náttúruverndarsamtök aö blekkja sjálfa sig og aöra meö þvíaö bjarga sjávarfuglum úr olíumengun? Flestir fuglanna deyja skömmu eftir „björgun" Þegar alvarleg mengunarslys verba í hafi og olíubrák berst upp á nálægar strendur fylgja því jafnan myndir í fjölmiblum af máttförnum sjávarfuglum ab berjast um í olíunni, hröktum og hræddum. Og síban er sýnt frá því þegar starfsmenn nátt- úruverndarsamtaka bjarga þessum greyjum, hreinsa af þeim olíuna og lilúa ab þeim eftir bestu getu ábur en þeim er síban sleppt frjálsum ab nýju. Vísindamenn hafa nú gert i rannsóknir á lífslíkum þeirra fugla sem lenda í slíkum hremm- ingum, og niðurstöðurnar eru ekki uppörvandi. Flestir fuglanna verða fyrir alvarlegu áfalli þegar mannshöndin meðhöndlar þá svo rækilega sem gera þarf í slík- um tilvikum, jafnvel þótt til- gangurinn sé góður og farið sé af eins mikilli nærgætni að þeim og frekast er unnt. Þar á ofan hafa þeir yfirleitt orðið fyrir alvarlegri eitrun af olíunni, sem ekki bara hefur þakið líkama þeirra um langa hríð heldur hafa þeir inn- byrt töluvert magn af henni þeg- ar þeir eru að reyna að hreinsa sig sjálfir. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknanna deyja flestir þessara fugla innan 10 daga frá því að þeim er sleppt lausum að hreins- un lokinni. Aðeins einn af hverj- um 10 lifir lengur en í eitt ár, og litlar líkur eru á að þeir sem lifa eignist nokkurn tíma afkvæmi. Það er breskur vísindamaður, Brian Sharp, sem hefur séð um framkvæmd þessara rannsókna. Hann starfar í Bandaríkjunum og hefur farið í gegnum bandarísk gögn um afdrif sjávarfugla sem bjargað hefur verið síðustu 30 ár- in. Hann komst að því að 97% þeirra deyi annað hvort á meðan verið er að hreinsa þá eða stuttu eftir að þeim er sleppt aftur frjáls- um. Líkurnar á því að fuglar sem Hraktir og hrœddir fuglar sem lent hafa íolíumengun lifa yfirleitt ekki lengi eftir ab sjálfbobalibar á vegum náttúruverndarsamtaka hafa farib líknandi hóndum sínum um þá. lent hafa í olíumengun deyi skömmu eftir björgun eru hundr- aöfalt meiri en líkurnar á því að það gerist hjá fuglum, sem bjarg- að hefur verið úr annars konar hremmingum. Sharp hefur sakað þau náttúru- verndarsamtök sem staðið hafa fyrir björgunaraðgerðunum um að vera að blekkja sjálf sig, og þar með um leið stuðningsaðila sína sem þau leita eftir fjármagni til. „Ég held að þetta sé allt saman vel meint," segir hann. „En á hinn bóginn tel ég að þarna sé verið að blekkja almenning á grimmilegan hátt og sömuleiöis sjálfboðaliðana sem af lífi og sál leggja gífurlega mikið af mörkum til þess að lina þjáningar fugl- anna." Sharp óttast að olífélögin hafi komið sér upp „þægilegu sam- bandi" við náttúruverndarfélög- in sem vinna að því að bjarga fuglum úr olíumengun. Olíufé- lögin gefa fé til hreinsunarað- gerðanna og bæta þar meb ímynd sína út á vib, en þab sé í hæsta máta villandi og beini at- hygli almennings frá þeim vanda sem raunverulega er vib ab glíma, sem er ab koma í veg fyrir olíu- mengunina. -GB/TheSundayTimes

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.