Tíminn - 08.03.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.03.1996, Blaðsíða 16
Hfflftf Föstudagur 8. mars 1996 Vebrlb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland til Vestfjarba: Sunnan hvassvibri e&a stormur fram eft- ir á morgni en síbdegis dregur heldur úr vindi. Súld eba rigning víbast hvar. Hiti verbur á bilinu 2 til 9 stig. • Strandir og Norburland vestra: Sunnan hvassvibri eba stormur og rigning framan af. Heldur minnkandi sunnanátl og skúrir síbdegis. Hiti 4 til 9 stig. • Norburland eystra til Austfjarba: Allhvöss eba hvöss sunnanátt. Skýjab meb köflum en vibast þurrt. Hiti 5 til 10 stig. • Subausturland: Subaustlæg átt, stinningskaldi eba allhvasst víbast hvar en hvassvibri á stöku stab. Pokusúld eba rigning meb köflum. Hiti 5 til 8 stig. Hvalfjarbargöng. Byrjaö ab grafa: Blöndal gegnum göngin rétt fyrir kosningar 1999? „Vib erum ab byrja abeins ab grafa, fyrst pnifuholur, og er- um ab konia aðstöðunni okkar fyrir," sagbi Loftur Árnason verkfræbingur hjá ístaki hf. Fyrirtækib mun næstu þrjú ár- in vinna dag og'nótt og flesta daga vib ab grafa göngin undir Hvalf jörb. í mars 1999 mun þá- sitjandi samgöngurábherra, án efa Halldór Blöndal, aka fyrst- ur manna gegnum göngin, alla vega opinberlega. Þá verbur væntanlega stutt til Alþingis- kosninga. Loftur Árnason gefur lítið út á úrtöluraddir í lesendadálkum dagblabanna. „Vib hjá ístak mundum aldrei fara út í þetta verk öbru vísi en ab vera vissir um ab komast klakk- laust í gegn. Menn átta sig greini- lega ekki á því hvab um er að ræba. Þarna verbur borab, hlabib og sprengt — og mokab út. Síban er eitt aðalmálið ab þétta göngin, þar sem þess gerist þörf," sagði Loftur. í stuttu máli er ferlib vib gröft- inn þetta: Byrjab er á ab gera prufuholur framfyrir sig til ab kanna þéttleika bergsins. Ef berg- ib er lekt, þá er það þéttab meb dælingu á sementi, sem myndar skjöld. Síban er sprengt út úr þessum skildi. Alltaf er ákvebib svæði fyrir framan, öryggissvæði, skilib eftir. Menn eiga því alltaf að vita hvað framundan er. Mikil áhersla er lögð á að missa ekki vatn inn á vinnusvæðið, þab skapar ab sjálfsögðu óþægindi við vinnuna og þéttingin mundi verða erfiðari í framkvæmd eftir á. Loftur sagði að vatnsþrýsting- ur í Hvalfjarðargöngum mundi verða minni en hann var í Vest- fjaröagöngunum. Mesta dýpt ganganna verður í 160 metrum. Fyrir vestan fóru menn djúpt í jarðlögin og dýpra í grunnvatn- ið. Hvalfjarðargöng verða 5,7 Framkvœmdasvœbib sunnan megin vib Hvalfjörb. Byrjab er ab leggja veglínuna ab vœntanlegum gangamunna. Vmamynd: CVA kílómetrar á lengd. Unnið verður beggja vegna frá og mæst meö endana úti á firðinum. Unnið verður allan sólarhringinn á vöktum. Verkið á að taka 3 ár samkvæmt áætlunum. Kostnað- ur er áætlaður 4 milljarðar króna. Loftur óttast ekki, eins og margir greinahöfundar blað- anna, að verkið gangi ekki upp og gerir lítið úr þeim úrtölurödd- um sem heyrast. Hann segir að slíkir menn séu aðallega að vekja athygli á sjálfum sér. „Ef menn lifa með það að augnamiði að allt sé hundrað prósent öruggt, þá færi enginn nokkm sinni úr húsi. Það er eng- •in ástæða til annars en ab vera bjartsýnn. Þetta er ekki mikil áhætta og framkvæmdin á eftir að sanna giidi sitt hér eins og Vestfjarðagöngin gera nú," sagði Loftur Árnason. -JBP Bankar sakabir um ab túlkg brot á starfsreglum ákaflega strangt til aö fœkka starfsmönnum. SÍB: Uppsögnum í bönkum fjölgar vegna brota „Málib er fyrst og fremst þab ab bankarnir þurfa ab fækka hjá sér starfsfólki og til þess nota þeir allar mögulegar abferbir. Fólki má ekkert verba á og þab sem ábur var leyfilegt er núna brot í starfi," segir áhrifamabur innan bankamanna sem ekki vill láta nafns síns getib. í grein sem Helga Jónsdóttir, fyrsti varaformabur SÍB, skrifar í síðasta tölublað Sambands ísl. bankamanna kemur m.a. fram að „borið hefur á uppsögnum hjá SÍB félögum þar sem bankarnir hafa túlkað „brot í starfi" ákaflega Brynjólfur Sandholt yfirdýralœknir ósáttur viö umrœbuna um salm- onelluna. íslensk egg laus vib enteritidis-sfkil: Eggin eru ekki sökudólgur Salmonellusýkingar í rúmlega 70 manns í þab minnsta stafa ekki frá eggjum sem notub voru í bollubaksturinn hjá Samsölubakaríinu. Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir tjábi Tímanum í gær ab ekkert benti til ab svo væri sam- kvæmt þeim rannsóknar- gögnum sem'embættib hefur aflab sér undanfarna daga vegna salmonellufaraldurs- ins. Brynjólfur kvebst ekki fyllilega sáttur vib hvernig umræban hefur snúist upp á eggin sem sökudólga. „Þær niburstöður sem við höfum undir höndum benda ekki til sýkingar. Sýni voru tekin úr hænum á eggjabúinu, þab var allt neikvætt. Þab voru tekin sýni af broteggjum sem eftir voru í bakaríinu frá þessu eggja- búi, einnig það var neikvætt, engin sýking," sagði Brynjólfur Sandholt. Brynjólfur sagði að aldrei hefði fundist salmonella ente- ritidis í hænum hér á landi, en sá sjúkdómur veldur illvígum magasjúkdómi. Varphænur hér á landi eru frá Noregi, hálfs ann- ars árs gamall stofn. Vel hefur verið fylgst með heilbrigbi hænsnastofnsins og ekkert komib fram sem bendir til sjúk- dóma. Egg á íslandi eiga að vera hrein og óhætt að neyta þeirra hrárra, til dæmis í frómasi, majonesi eða sem eggjarauðu ofan á buff tartar, ab ekki sé tal- ab um til baksturs. „Þetta er mikið vandamál sem við erum að kljást við þegar ekk- ert finnst og allt er vaðandi í getgátum og hver bendir á ann- an. Núna fer fram skipulögð leit í eggjabúum um landið allt, þó ekki væri til annars en að fría fólk við ótta við eggin," sagði Brynjólfur Sandholt. Hann sagði aö í raun væri búið að skoða 70% af varpfuglastofnin- um í næstu viku. -JBP strangt." Af þeimsökum hvetur Helga félagsmenn til að kynna sér vandlega og virða starfsreglur vinnustaba sinna þar sem brot á starfsreglum getur leitt til brott- rekstrar fyrirvaralaust. Helga segir að þaö hafi hvarflað að sér að hert túlkun bankanna á því hvað telst vera brot á starfs- reglum sé gerb til þess ab auð- velda bönkum að fækka við sig fólki. Hún vill hinsvegar ekkert fullyrða um það en vissulega hafi stjórn SÍB verulegar áhyggjur af því að félagsmönnum er æ oftar sagt upp af þeim sökum, auk þess sem launagreibsla fellur strax nið- ur. Helga leggur m.a. áherslu á að bankamenn hugi vandlega ab því að umboð þurfa að liggja fyrir við allar úttektir og millifærslur öðr- um en eigin t.d. fjölskyldumeb- lima og vina. Þá þaif ab með- höndla öll atriði sem snerta starfsmanninn eöa aðila honum tengdum eftir ýtrustu starfsregl- um. Ef það er hinsvegar hlutverk starfsmanns að sjá um slík mál, þá eigi hann að fá yfirmann sinn til að staðfesta verk sín í þessum málum. Auk þess Hggur fyrir Hæstaréttardómur frá 1977 að sjálfsafgreiðsla er bönnuð í bönk- um. -grh Salmonella fannst á hrærivél bakarísins Þegar Tíminn var ab fara í prentun í gærkvöldi barst fréttatilkynning þar sem stabfest er ab greind hefur verib salmonella enterit- idis í sýnum sem Heil- brigbiseftirlit Reykjavíkur tók hjá framleibanda rjómabollanna sem neytt var á bolludaginn njá Ríksispítölunum og vibar. Um var ab ræba svokallab skafsýni, tekib af hrærivél, sem notub er við vinnslu á deigi og rjóma. Salmonella hefur ekki fundist í hráefn- um sem tekin voru til rann- sókna og liggur því ekki fyr- ir hvernig mengun þessi hefur borist inn í fyrirtæk- ib. Stabfest er ab rannsókn á eggjum hefur reynst nei- kvæð, hún hefur ekkert leitt í ljós. Sama er að segja af sýnum úr varphænum þriggja hænsnabúa. Engu að síður telja Holl- ustuvernd og embætti yfir- dýralæknis ab ástæba sé til ab kanna betur meðferð á eggjum og hvort setja eigi reglur um hitameðhöndlun eða aðra meðhöndlun á eggjamassa, sem dregið geti úr líkum á örverumengun. Eftirlit með varphænum mun einnig verða aukið. Heilbrigðiseftirlit hefur tekið fleiri sýni hjá bakarí- inu og hefur gert kröfur um úrbætur í fyrirtækinu. Um 80 manns hafa verið greindir meb sýkingu af völdum Salmonella enterit- idis. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.