Tíminn - 09.03.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.03.1996, Blaðsíða 8
8 Wvrr &ráM3íMjL%Wú,Wl Laugardagur 9. mars 1996 Úr Trollakirkju. Kunna íslenskir höfundar ekki að skrifa leikrit? — eba hrœöast þeir sláturþörf gagnrýnenda? Islensk leiklistarsaga hef- ur lengi vel ekki veriö rakin langt aftur í tím- ann, þó nú séu reyndar hugmyndir uppi um aö hin fornu Eddukvæöi hafi verib leikin hér á landi. Hvab sem því líöur, þá er ljóst aö í íslenskri bókmenntasögu er eyöa í leikritun, sem teygir sig til áranna um aldamótin 1800. Leikritun er því ung grein ritlistar hér á landi, en í raun má segja þaö sama um skáldsagnagerö og ljóöagerö, því þótt hún byggist á þeirri hefb sem varbveist hefur í handritum þá er eiginleg skáldsagnaritun t.d. einungis um 150 ára gömul. Fjöldi íslenskra bókmennta- verka kemur út á hverju ári, en íslensk frumsamin leikrit eru fremur sjaldséð á sviði. Hins vegar er það nánast fastur passi í verkefnavali stóru leikhúsanna hér í höfuðborginni aö sýnd eru leikrit sem hafa verið samin upp úr íslenskum skáldverkum. Þessa dagana er t.d. verið aö sýna leikgerð af skáldsögunni Tröllakirkju eftir Ólaf Gunnars- son, íslensku mafíunni upp úr skáldsögum Einars Kárasonar, og leikgerðin Hið ljósa man upp úr íslandsklukkunni veröur frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld. Á sama tíma eru tvö frumsamin íslensk leikrit á fjöl- um stóru leikhúsanna: Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson í Þjóðleikhúsinu og Konur skelfa eftir Hlín Agnarsdóttur í Borgar- leikhúsinu, sem réyndar er ekki á vegum Leikfélagsins heldur Alheimsleikhússins. Svo virðist sem íslenskir áhorfendur taki þessum ís- lensku leikritum fagnandi, því uppselt hefur veriö á nánast hverja sýningu á Konur skelfa og einnig má geta þess að sýn- ingin Himnaríki í Hafnarfjarð- arleikhúsinu hefur gengið vel í allan vetur. Samt sem áöur virð- ist eitthvað fæla þá fjölmörgu íslensku rithöfunda sem starf- andi eru — þeir eru um 330 í Rithöfundasambandinu — til að skrifa fyrir leikhús. í leik- dómi Sigurðar A. Magnússonar um Tröllakirkju í útvarpi kom fram sú skoðun að þessar ís- lensku leikgeröir, upp úr viður- kenndum skáldsögum, væru að einhverju leyti misheppnaðar, að ekki tækist að búa til rismikil stykki sem tækni og þekking leikhúsfólks gætu blásið í lífi á fjölunum. Þá hefur einnig verið dregin sú ályktun að fjöldi leik- gerðanna sé á kostnað frum- samdra leikrita. í viðtali við Bríeti Héðinsdóttur í Tímanum í vikunni sé vísbending um að okkur vanti fleiri góð frumsam- in leikrit. Það sé til svo miklu meira af góðum skáldsögum en góðum leikritum og því sæki leikhúsið alltaf inn á þetta svið. Aldrei tekist ab gera almennilegt leikhúsverk „Skáldsögur lúta náttúrlega allt öðrum lögmálum en leikrit- un. Það hefur aldrei tekist að búa til almennilegt leikhúsverk úr skáldsögunni. Þetta hafa ver- ið svona myndasýningar, svip- myndir úr sögunum sem eru meira eða minna samfelldar," sagði Sigurður A. í samtali viö Tímann. Hann álítur að leik- gerðahöfundar hafi verið of trú- ir hinum skrifaða texta og fylgt skáldsögunum of náið. „Leik- húsverk hefur alveg sérstaka byggingu, sem mér finnst alltaf vanta í þessar leikgerðir, og ég er orðinn dálítið hissa á því hvað það er orðið mikiö um þetta. Ég veit ekki til þess að þetta sé gert að neinu ráði ann- ars staðar í heiminum, við erum alveg sér á báti á þessu sviði." Miðað við þennan fjölda leik- gerða segist Sigurður sérstaklega undra sig á því hve lítið er til af nýjum íslenskum leikritum, sem eru beinlínis samin fyrir leikhús. „Þaö er merkilegt af því að sagnaskáldskapur er á það háu stigi, og raunar ljóðagerö og yfirleitt allar listgreinar, að leikritun skuli vera í þessari lægð." Aðspurður um hvað sé til ráða, segist Sigurður trúa því að Höfundasmiðjan, sem nú er starfrækt í Borgarleikhúsinu og Hlín Agnarsdóttir stendur fyrir, sé stórt og mikilvægt skref til þess að leikhúsin fái frumsamin leikrit í meira mæli en áður. — Nú er nokkuð einkennandi fyrir þessar leikgerðir að þcer eru samdar uþp úr vel seldum skáld- sögum eftir virta höfunda. Sýnir þetta skort á djörfung í efnisvali hjá þeim sem stjóma verkefnaval- inu í leikhúsunum — að taka nán- ast eingöngu þau sem hafa þegar fengið góða auglýsingu? „Maður hefur grun um aö það sé höfð hliðsjón af því að skáld- sögur hafi vakið athygli þegar verkin eru valin og ab þær kunni að draga að áhorfendur í krafti þess að þær hafa verið lesnar. Fólk hefur gaman af því að sjá eitthvað sem það þekkir í nýju formi á sviði. Ég geri ráð fyrir að það kunni — þó ég vilji ekki fullyrða þab — að spila inn í þessa stefnu leikhúsanna. En mér finnst þetta ekki hafa heppnast. Mér finnst þessar leikgerðir yfirleitt ekkert hafa meb leikhús sem slíkt að gera." Aðspurður hvort þessi galli loði líka við erlendar leikgerðir af skáldsögum, segir Sigurður að / leikdómum um Tröllakirkju hefur leik- gerb skáldsögunnar þvœlst fyrir gagnrýn- endum og þeir verib mishrifnir af hvernig stemning bókar kemst til skila á svibi. Einn þeirra taldi leikgerbir upp úr íslenskum skáldsögum almennt misheppnabar. Þau ummceli og fleiri hafa vakib upp spurningar um skort á góbum ís- lenskum leikritum og hvort íslenskir leikhús- stjórar mœttu sýna meiri djörfung í efnis- vali? erlendir höfundar fari frjálslegar með sinn efnivið. „Það er auð- vitað allt í lagi ab nota efni úr skáldsögu, ef menn geta' bara búið til sjálfstætt og heildstætt leikhúsverk úr því." Ekkert ómerkilegra en frumsömd leikrit Stefán Baldursson þjóöleik- hússtjóri vill ekki alhæfa um gæði íslenskra leikgerða, þær séu eins misjafnar og höfund- arnir eru margir. „Mér finnst þetta oft hafa tekist vel og er fyllilega ósammála þeim sjónar- miöum, sem aðeins hafa skotið upp kollinum núna á síðustu mánuöum, að það sé eitthvað óæskilegra eða ómerkilegra að vinna leikgerð eftir skáldsögu en frumsemja leikrit. Því ef leik- sýning tekst vel, þá skiptir það alls ekki meginmáli hvort verk- ið er samið sem leikrit upphaf- lega eða hvort það byggir á öðru skáldverkþ" Stefán segir að nokkuð hafi verið sett upp af svona verkum hér á landi, en er ekki sammála Sigurði um að þetta sé sérís- lenskt fyrirbrigði. Hann bendir á að til séu mjög þekktir og virt- ir leikstjórar og leikhópar, sem vinni svo til eingöngu út frá leikgerðum byggðum á skáld- sögum. „Þannig að mér finnst það mikil einföldun þegar menn em að segja að þab sé eitthvað ómerkilegra leikhús." — Ertu þá ekki sammála því að höfundum íslenskra leikgerða hafi ekki tekist að losa sig undan álög- um textans og því heppnist ekki að búa til fullgilt leikverk? „Það er vissulega rétt ab stundum hafa þessar leikgerðir þrætt sig of bókstaflega í gegn- um tíma og atburöarás skáld- sagnanna, en það er alls ekki alltaf. Það eru nokkrar leikgerðir sem mér finnst virkilega hafa lukkast sem leiksýningar og þar sem leikgerðirnar hafa fúngerað mjög vel," sagði Stefán og nefndi máli sínu til stuðnings Sannar sögur af sálarlífi systra, upp úr bókum Guðbergs Bergs- sonar, Ég heiti ísbjörg ég er ljón, upp úr samnefndri skáidsögu Vigdísar Grímsdóttur og Djöfla- eyjuna upp úr bókum Einars Kárasonar. Gagnrýnendur slátra ungum leik- skáldum „Svo er annar punktur í þessu sem er alveg íhugandi þegar svona gagnrýni kemur fram. Sigurður A. er eiginlega að harma að ekki skuli koma fram meira af nýjum leikritum, og þá fer maður líka ab hugsa ab þess- ir ágætu gagnrýnendur okkar hafa verið óskaplega lítið um- burðarlyndir gagnvart nýjum íslenskum frumsömdum leikrit- um, þannig að það er kannski ekkert skrýtiö að menn veigri sér við að vera mikið að semja þetta. Það er alveg ótrúlegt hversu grimmilega þeir hafa oft fjallað um ný íslensk leikrit eftir jafnvel ekki ómerkari höfunda en Jökul Jakobsson, Birgi Sig- urðsson eða Guðmund Steins- son, svo einhverjir séu nefndir. Þessir íslensku tiltölulega alltof fáu leikritahöfundar hafa orðið að sæta miklu harðari gagnrýni, finnst mér, heldur en t.d. skáld- sagnahöfundar." — Heldurðu að það séu gagn- rýnendur sem hreki íslenska rit- höfunda frá því að skrifa fyrir leik- svið? „Ég myndi halda að það væri alls ekki aöalástæðan. Ég vona að þeir séu hugaðri en svo, en auðvitað spilar þetta inn í." Þjóöleikhúsið fær 40-70 handrit á ári — En nú fáið þið mikið affrum- sömdum handritum til ykkar í Þjóðleikhúsinu? „Við fáum nú ekki mjög mik- ið. Þab skiptir gjarnan nokkrum tugum á ári, yfirleitt milli 30 og 50." — Eru þau ekki nógu góð? „Nei, það eru því miður alltof fá þeirra sem eru nýtileg. Við reynum náttúrlega að vinna skynsamlega úr þessu, en sum eru kannski í því formi að það er ekki annað að gera en að til- kynna höfundum að þessum handritum sé mjög ábótavant." Ekki fá allir höfundar þessi skilaboö frá leikhúsinu. Sunrum þeirra er boðið upp á aðstob leiklistarráðunauts og stundum eru leikrit þeirra leiklesin og fá höfundar þá að vinna með leik- ara og leikstjóra í viku til 10 daga. Þetta er þó óháð því hvort leikritin verða tekin til sýninga og því ekki víst að leikhúsgestir hafi orðið varir við þessa vinnu. Sum handritanna hafa þó þró- ast og komist upp á svið, en alltjent segir þjóðleikhússtjóri þessa aðstoð hafa mælst mjög vel fyrir hjá höfundum. Ab sögn Stefáns er haldið sambandi við marga höfunda og síðastliðin 3-4 ár hafi alltaf verið höfundur á starfslaunum hjá leikhúsinu, yfirleitt um 1-3 mánuði í einu. „Maður er nátt- úrlega að reyna að ýta við góðu fólki, sem maður hefur trú á ab geti skrifað fyrir leikhús." Stefán segist samt vera sam- mála því að skortur sé á góbum frumsömdum íslenskum leikrit- um. „Það eru ýmsir að reyna við þetta, en þab er svo ótrúlega vandasamt að skrifa gott leikrit. Leikrit lýtur allt öbrum lögmál- um en flestur annar skáldskapur og þetta gerist ekki sjálfkrafa hjá höfundum. En sem betur fer eru dæmi þess að fólk hefur skólast í leikrituninni." Að lokum skal vitnað í orð Bríetar Héðinsdóttur, sem ný- lega hefur samið leikgerð upp úr íslandsklukku Laxness. Hún tel- ur skort á góðum leikritum ekki einskorðast við okkar úthafs- sker, heldur séu yfirhöfuð miklu færri stórkostlegir leikritahöf- undar en skáldsagnahöfundar í heimsbókmenntasögunni. „Það er til fullt af fólki sem getur sett saman einhver leikverk, en svona alvöru virkilega flottir dramatíkerar, þeir eru aldrei margir."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.