Tíminn - 09.03.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.03.1996, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 9. mars 1996 Hengingar lögöust ekki afí Skotlandi fyrr en á sjöunda áratug þessarar aldar: Síöasta heng- ing Skota 31. maí hringdu Margaret Guy- an og Henry Burnett í hafnaryf- irvöld þar sem þau fengu stab- fest aö skip Thomasar Guyan væri í höfn. Þar var þeim sagt að skipið myndi leggja úr höfn innan skamms, en án Thomas- ar. Margaret var ákvebin í ab hreinsa stöbuna í eitt skipti fyr- ir öll og bab Henry ab halda sig heima á meban hún gerbi út um málin vib eiginmann sinn. Tilgangur hennar var ab segja skilib vib hann. Óvænt niðurstaða Um klukkan þrjú daginn eftir sótti Margaret ástmann sinn heim, en það sem hún hafbi ab segja kom honum algjörlega á óvart. Henni hafði snúist hugur. Eftir samtal vib manninn sinn, auk vissunnar um ab hún bæri barn hans undir belti hafbi Marg- aret komist ab þeirri niburstöbu ab hún fyndi ekki hamingjuna án hans. Hún hugðist kveðja Henry hinsta sinni og yrbi framvegis í íbúð tengdamóður sinnar, sem bjó í hinum hluta borgarinnar, Jackson Terrace, en var á sjúkra- húsi. Henry Burnett vissi í raun fátt um eiginmann Margaretar, Thomas Guyan. Hann hafbi ab- eins séb hann á nokkrum ljós- myndum á heimili Margaretar. Þab eina sem hann vissi var hvar hægt væri a ð hafa uppi á Thomas, í Jackson Terrace. Ofsafengin viðbrögð Hann beinlínis brjálabist þegar hann gerbi sér grein fyrir að SAKAMAL Örfáum dögum eftir aö hún póstlagöi bréfiö fann hún aö hún var meö barni. Maöurinn hennar kom um svipaö leyti í höfn og vegna bréfsins baö hann um leyfi til aö hitta konuna sína. Honum var veitt heimild til þess. Henry john Burnett. ‘„vftrj' Qn verge of collapse at prison ftcr.noon to scc hcr son forUhc last|| sWent tells his parents dltfjtecision hangs ... , La»<. Úr umfjöllun dagblaba um málib. Tvítugt löjuþjálfafélag býst viö mikilli fjölgun félaga á nœstu árum: Iðjuþjálfum fjölgað um 620% á tveim áratugum Hope Knútsson, sem gegnt hefur formennsku ífélaginu frá upphafi, í tvítugsafmælinu meb samstjórnendum sínum. „Mibab vib þróunina erlend- is má gera ráb fyrir ab ibju- þjálfum fjölgi á næstu árum og þeir hasli sér völl víbar í þjóbfélaginu, jafnt í heima- húsum, skólum og annars stabar í atvinnulífinu." Þannig er m.a. framtíbarsýn í Ibjuþjálfafélags íslands í fréttatilkynningu, sem þab sendi í tilefni 20 ára afmælis síns þann 4. mars s.l. Fyrsti ibjuþjálfinn hóf störf hér- lendis árib 1945 og þeim fjölgabi fremur hægt næstu þrjá áratugina. ■ Starfandi ibjuþjálfar voru orbnir 9 vib stofnun félagsins, en hefur síban fjölgab í 65, hvar af einungis 7 starfa á lands- byggbinni. Iðjuþjálfar verða ab sækja nám sitt í erlenda háskóla og fara flestir til Norðurland- anna. Eitt helsta baráttumál félagsins er stofnun náms- brautar viö háskóla hér heima, sem ljúki með US-gráðu. Samkvæmt fréttatilkynning- unni vinna iðjuþjálfar hér á landi aballega hjá ýmsum heilbrigöisstofnunum, líkt og áður hafi tíökast í nágranna- löndunum. En þar hafi iðju- þjálfum nú fjölgab mjög utan stofnana. Abalfundur félagsins, sem nýlega var haldinn, mótmælti harðlega vinnubrögbum stjórnvalda viö gerð frum- varpa um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins og um sáttastörf í vinnudeil- um. Verði þau samþykkt, sé al- varlega vegið að mörgum áunnum réttindum sem veriö hafi grundvöllur kjarasamn- inga. Harry Allen naut þess vafasama heiburs ab vera böbull Henrys Burnett, þegar síbasta aftakan í Skotlandi var framkvœmd. Margaret var ósveigjanleg í af- stöbu sinni. Fyrst formælti hann henni, þá öskraði hann á hana og síðast dró hann upp hníf og réðst aö henni. Nokkrum sekúndum síöar lyppaðist Margaret blóðug niður i örmum hans. Henry að- gætti ekki hve alvarlegir áverkar hennar væru, heldur lét hana detta í gólfið og rauk síðan á dyr. Blessunarlega fyrir Margaret hafði hnífsblaðið ekki gengið langt inn í líkama hennar, en hún lá með- vitundarlaus um hríð. Henry tók á rás og gekk um göt- ur bæjarins á meðan hann hugs- aði ráð sitt. Hann róaðist heldur við gönguna og ákvað að hitta eldri bróður sinn, Frank. Hann sagöi Frank hvað gerst hafði og Frank ráölagði honum að fara til lögreglunnar. Henry játti að það væri skynsamlegast og yfirgaf húsið við svo búiö. Haglabyssu stoliö Eftir að hafa eigrað um götur bæjarins í tæplega klukkustund bankaði hann aftur upp á hjá Frank, sem var farinn út. Eigin- kona hans kom til dyra og Frank bað hana að lána sér haglabyssu. Hún neitaði og sagði Frank hafa bannað sér aö lána byssuna nokkrum manni. Eftir nokkurt þref bað Henry leyfis að skreppa á salernið og leyfði mágkonan hon- um það. í stað þess að fara á kló- settið, læddist hann hins vegar inn í geymslu þar sem byssan var geymd, hrifsaði hana ásamt nokkrum skothylkjum og stakk af með byssuna án þess að mágkona hans yrði þess vör. Áfangastaður hans var Jackson Terrace. Margaret kemst ’neim Víkur nú sögunni aftur til Margaretar. Hún var ekki lengi að jafna sig eftir hnífslagið og tók strax leigubíl heim til mannsins síns. Thomas sat ásamt nokkrum spilafélögum, drakk bjór og spil- aði póker. Honum brá mjög er hann sá ásigkomulag konu sinn- ar. Eftir að hafa beðið kunningja sína að yfirgefa húsið sagði Marg- aret honum allt af létta og brást hann mjög reiður við. í fyrsta lagi hugðist hann hefna fyrir að Henry hefði kokkálað hann og reynt að stela frá honum eigin- konunni. í öðru lagi hafði Henry ógnað Margaret og veitt henni töluverða áverka. Morölö En fátt varö um hefndir. Um það bil klukkustundu síðar var útihurðinni þeytt upp og Henry stóð þar grár fyrir járnum með hlaðna haglabyssu. Án þess aö segja orð sté hann tvö skef inn í forstofuna og hleypti af í andlit Thomasar, sem var aðeins í 3ja metra fjarlægð. Thomas lést sam- stundis. Margaret hrópaði upp yfir sig og kastaði sér yfir eiginmann sinn, en Henry reif hana upp á hárinu og dró út úr húsinu. Bíll ók framhjá í sama mund og stöðvaði Flenry hann og neyddi bílstjórann með haglabyssunni til að láta sig hafa bílinn. Henry ók með gísl sinn norður í átt að Ab- erdeen, en var stöðvaður við veg- artálma eftir um klukkustundar akstur, enda gerði bíleigandinn lögreglunni viövart. Henry hafði nokkrar mínútur til að bregðast við og spurði Margaret hvort hún myndi ekki vitna með sér gagnvart réttvís- inni. Hún laug að hún myndi gera það. Þegar lögregluþjónn stöðvaði bílinn hljóp Margaret út úr bíln- um og hrópaöi: „Hann drap manninn minn." Engin miskunn Mál Henrys Burnett var tekið fyrir í júlí árið 1963. Sakargiftir hans voru margfaldar: morðtil- raun, morð, bílstuldur o.fl. Verj- andi hans reyndi að bera við geð- veiki um stundarsakir í skjóli ástríðu, en það hlaut ekki hljóm- grunn. Henry var fundinn sekur um öll ákæruatriði og dæmdur til dauöa. Systir hans var leidd öskr- andi út úr dómhúsinu þegar dómurinn var lesinn upp, en eng- in svipbrigði sáust á Henry. Hann var fluttur í alræmda „dauðageymslu" Craiginches- fangelsisins. 15. ágúst 1963 var Henry leidd- ur í snöruna. Hann sýndist mjög yfirvegaður og neitaði viskílögg áður en dómnum var fullnægt. Klukkan átta um morguninn féll hlerinn og einni mínútu síðar var líkami hans lífvana, en nafn hans varö ódauðlegt í skoskri réttar- sögu. Henryjohn Burnett var síð- asti maðurinn sem var hengdur í Skotlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.