Tíminn - 09.03.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 09.03.1996, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 9. mars 1996 ÚTBOÐ RARIK óskar eftir tilboöum í: I RARIK 96002 stækkun útivirkis aðveitustöðvar að Ey- vindará við Egilsstaði. Útboðið nær til byggingarhluta stöðvarinnar, þ.e. jarðvinnu og byggingar undirstöðu fyrir stálvirki. Útboðsgögn veróa seld á aðalskrifstofu RARIK, Laugavegi 118, Reykjavík, og Þverklettum 2, Egilsstöðum, frá og með mánudeginum 11. mars nk. Verð fyrir hvert eintak er 1.000 kr. Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK á Egilsstöðum fyrir kl. ! 4.00 þriðjudaginn 26. mars nk. Tilboðin verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska að vera nærstaddir. Þóknun fyrir gerð tilboða er engin. Verkinu á að vera að fullu lokið föstudaginn 31. maí 1996. | É Vinsamlega hafíð tilboðin í lokuðu umslagi, merktu: RARIK-96002 Eyvindaráraðveitustöð. k: RARIK Laugavegi 118 • 105 Reykjavík Slmi 560 5500 • Bréfasími 560 5600 VINNUSKÓU REYKJAVÍKUR LEIÐBEINENDUR í SUMARSTÖRF Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir eftirtöldum starfsmönnum til starfa sumarið 1996: 1. Leiðbeinendur til að vinna með og stjórna vinnuílokkum unglinga. 2. Leióbeinendur til að starfa með hópi fatlaðra ungmenna, sem þurfa mikinn stuðning í starfi. 3. Yfirleiðbeinendur sem hafa umsjón með ákveðnum verkefnum eða vinnusvæðum. 4. Starfsmaður til að undirbúa og stjórna sérstöku fræðslustarfi Vinnuskólans. Leiðbeinendur skulu vera 22 ára og æskileg er uppeldis-, kennslu- og verkmenntun. Starfstíminn er átta til tíu vikur frá júní til ágúst. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavíkur, Engjateigi 11, sími 588 2590. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til 22. mars n.k. Engjateigur 11 • 105 Reykjavík Sími 588 2590 • Fax 588 2597 ___________W_________________________ Allsherjarat- kvæðagreiösla Allsherjaratkvæbagrei&sla verbur vi&höfb vib kjör full- trúa á 38. þing Alþý&usambands íslands, sem haldib ver&ur í Kópavogi 20.-24. maí nk. Tillögur skulu vera um 15 fulltrúa og jafn marga til vara. Tillögum, ásamt meðmælum eitt hundrað fullgildra fé- lagsmanna, skal skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50, eigi síðar en kl. 11.00 fyrir hádegi föstudaginn 15. mars 1996. Kjörstjórn l&ju A EFTIR BOLTA KEMUR BARN "BORGIN OKJCAR OG BÖRNIN ( UMFERÐINNI" 1C VÍK Tímarit Máls og menningar: Eyjaskeggjar hafa orðið Tímarit Máls og menningar, 1. hefti 1996 er komið út. Efni þess er nú a& mestu skáld- skapur, sögur leikrit og ljób eftir íslenska og erlenda höf- unda sem langflestir eiga þaö sameiginlegt ab vera. eyja- skeggjar: frá íslandi, írlandi, úr gríska eyjahafinu e&a frá eynni Martinique í Karíba- hafi. Ljóbskáld sem birta efni í TMM nú eru Nóbelsskáldið Se- amus Heaney, Gabriel Rosen- stock, Gróa Finnsdóttir, Anna Lára Steindal, Margrét Lóa Jóns- dóttir, Ingibjörg M. Alfreðsdótt- ir, Jóhann Árelíuz, Desmond O'Grady og Cees Nooteboom, en þeir tveir síðastnefndu voru meðal gesta bókmenntahátíðar í septembermánuöi 1995. Enn annar höfundur hátíðar- innar, skáldsagnahöfundurinn Patrick Chamoiseau frá Mart- inique í Karíbahafi, frumbirtir grein um eyjamenningu þar sem hann ber m.a. annars sam- an viðhorf íbúa Karíbahafsins og íslendinga til þess að vera ey- búi. Chamoiseau þykir með at- hyglisverðustu höfundum franskrar tungu í seinni tíð og hlaut m.a. hin eftirsóttu Gonco- urtverðlaun fyrir skáldsöguna Texaco árið 1992. Aðrar greinar í TMM eru ítarleg kynning Martins Regal, lektors í ensku við H.Í.,. á Seamus Heanry, kynning á gríska skáldjöfrinum Alexander Papadíamandis, hug- leiðing Milans Kundera um list- málara frá Martinique og höf- und málverks á forsíðunni, Er- nest Breleur, grein eftir Egil Helgason um kanadískan tón- snilling sem dvaldist á íslandi um skeið, grein eftir Erling E. Halldórsson um það að þýða Málverk eftir Ernest Breleur frá árinu 7 989 prýöir forsíöu tímaritsins. Rabelais, og loks tvær snarpar ádrepur eftir rithöfundana Geir- laug Magnússon og Þorgeir Þor- geirson. Þrír höfundar birta smásögur í þessu fyrsta heftlársins, þau An- ton Helgi Jónsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir og ung- verski höfundurinn István Örkený. Loks er í tímaritinu frumbirt- ur nýr einþáttungur eftir Hrafn- hildi Hagalín Guðmundsdóttur, en hún vakti gríðarlega athygli fyrir leikritið Eg er meistarinn sem var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1990. Tímarit Máls og menningar, 1. hefti 1996, er 120 bls. TMM kemur út fjórum sinnum á ári og kostar ársáskrift 3.300 kr., auk þess sem það er selt í lausa- sölu í öllum skárri bókaverslun- um. Ritstjóri TMM er Friörik Noregskonunga- hinar nýju sögur NORCES KONCER eftir Veru Henriksen, Öjstein Rian, johan Hjort og Tim Creve. Útgefandi Cröndahl Dreyer, Ósló 1995, 296 bls. meb fjölda litmynda. Þó svo að Norömenn eigi sínar Konungasögur eftir Snorra, þá hafa margir konungar setið síðan, auk þess sem ýmislegt hefir kom- ið á daginn síðan þær voru skráö- ar, meðal annars myndefni. Höf- unda bókarinnar þekkja flestir ís- lendingar, en Vera Henriksen hef- ir meðal annars skrifað margar af sögum sínum um ísland og ís- lendinga, sbr. trílógíuna um Egil Skallagrímsson. Auk þess hefir hún skrifað „Víkingar í Austur- vegi". Þá má nefna bók hennar um Ólaf helga, „Heimstréð" um Ásatrúna og margar fleiri. Öjstein Rian er sagnfræðingur af yngri skólanum og kennir við Svæðisháskólann í Telemark. Vera Henriksen skrifar um þá konunga, sem er að finna í bók- um Snorra, en Rian tekur svo við þar sem Snorri hættir og rekur frá Magnúsi 5. Eiríkssyni og fram á 19. öld. Er hluti hans af bókinni sá langstærsti, frá bls. 78- 212. Vera Henriksen skrifar hinsvegar um konungana sem Snorri hafði áöur skrifað um, eða frá Óöni til Haraldar hárfagra og svo áfram um arftaka Ólafs helga, baráttuna um völd og pólitík í stjórnun NORSKAR BÆKUR SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON landsins og svona mætti lengi telja. Ekki eru ailtaf niðurstöður mála þær sömu og hjá Snorra. Kafli Rians, sem nefnist „Fra union til provins", segir frá hvernig Noregur varb svo hvað eftir annað hluti af öbrum Norð- urlöndum sitt á hvað, undir kon- ungi sem ýmist sat þar eða í Sví- þjóð, jafnvel í Danmörku. Segir hann í lokin á kaflanum: „Hinir tuttugu samveldiskonungar lögðu, til hins betra eða verra, sitt lóð á vogarskál hins sameiginlega þjóðararfs." Vandséö er að nokkru sinni hafi verið skrifað betur um þennan kafla norskrar þjóðarsögu. Sérstakur er kafli hans um listamanninn á kon- ungsstóli, Kristján 4. Hann var hylltur sem konungur Noregs þann 8. júní 1591 af nær því þús- und fulltrúum hinna ýmsu stétta Noregs og fjölda áhorfenda. Krýndur var hann svo í Kaup- mannahöfn 1596. Næst kemur svo kafli Johans Hjort lögmanns, sem er hæsta- réttarlögmaður og opinber verj- andi við lögmannsrétt Eidsiva- þings og hæstarétt. Kafli hans fjallar um „Det nye Norge". Frá ríkisfundinum eða þinginu á Eið- svelli áriö 1814, þar sem stjórn- málin og baráttan varð á milli samveldisflokksins og sjálfstæðis- flokksins, sem var í hreinum meirihluta. Hann rekur svo tím- ann frá Kristjáni Friörik, Karli Jó- hanni og Bernadottunum til kon- ungs fólksins og konunga vorra tíma. Eftir það tekur við Tim Greve, sem er magister í þjóðfélagsvís- indum, hefir starfab lengi í utan- ríkisþjónustunni, verið fram- kvæmdastjóri Nóbelstofnunar- innar og aðalritstjóri Verdens Gang, sem er stærsta blað Noregs. Greve tekur fyrir hið nýja kónga- hús, eins og Norðmenn nefna það, og rekur ættfræði þess kyrfi- lega. Glúcksborgararnir í föður- ættinni eru tíundaðir og öll önn- ur ættartengsl, sem eru í raun tengd inn í allar helstu ættir kon- unga í Evrópu. Hið mikla safn litmynda af listaverkum og stööum sögunnar gefur bókinni aukið gildi. Þarna er til dæmis einstaklega falleg mynd frá Þingvöllum í kafla þeim er Vera Henriksen ritar. Bókin er einstaklega vönduð ab efni, ritun, vinnslu og allri framsetningu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.