Tíminn - 12.03.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.03.1996, Blaðsíða 1
EINAR J. SKÚLASON HF M STOFNAÐUR1917 80. árgangur Þriöjudagur 12. mars 50. tölublaö 1996 Kratar og ASI80 ára. Listasafn og plöntur í tilefni dagsins: Benedikt skálar í Færeyjum „í tilefni dagsins ætlum vib aö gera dagamun og stefnum t.d. aö því ab ganga frá kaup- samningi á nýju húsnæbi fyrir Listasafnib í Ásmundarsal. Til aö reyna aö tryggja framtíö- ina ætlum vib ab færa forseta íslands plöntur til gróbursetn- ingar í Vinaskógi," segir Bene- dikt Davíbsson forseti ASI. í dag, 12. mars, eru liöin 80 ár frá stofnun Alþýðuflokksins og ASÍ en í árdaga var flokkurinn og sambandið eitt og hið sama. ASÍ hyggst hinsvegar gera þess- um tímamótum í sögu sam- bandsins betur skil á þingi þess sem hefst í Kópavogi 20. maí nk. Þá eru litlar líkur á því að for- seti ASÍ skáli með forystumönn- um Alþýðuflokksins um næstu helgi þegar hin eiginlega afmæl- ishátíð flokksins verður haldin, því þá verður Benedikt, ásamt Birni Grétari Sveinssyni for- manni VMSÍ og Sævari Gunn- arssyni formanni Sjómanna- sambandsins, í Þórshöfn í Fær- eyjum þegar haldið verður uppá 70 ára afmæli færeysku verka- lýðssamtakanna. Hinsvegar munu kratar í for- ystu ASÍ taka þátt í hátíðahöld- unum um næstu helgi með fé- lögum sínum, eins og t.d. Her- var Gunnarsson annar af tveim- ur varaforsetum ASÍ. -grh Sjá einnig vibtal vib Jón Bald- vin Hannibalsson á blabsíbu 11 Endurskoöun laga Atvinnuleysistryggingasjóös: Á lokastigi í nefnd „Menn hafa verib ab reyna ab ná sem víbtækustu samkomu- lagi og þess vegna hefur þetta starf dregist á langinn," segir Hervar Gunnarsson annar af tveimur varaforsetum ASÍ um starf nefndar sem vinnur ab endurskobun laga um At- vinnuleysistryggingasjób og vinnumiblanir. Á fundi nefndarinnar í gær var stefnt að því að ljúka starfi hennar, en nefndin hefur fund- að töluvert frá því hún var skip- uð í ágúst í fyrra. Hervar sagði fyrir fundinn í gær að í fundar- lok mundu að öllum líkindum liggja fyrir helstu atriði sem nefndarmenn væru sammála og ósammála um. Hann segir að framkomin frumvarpsdrög séu sífellt að taka breytingum og því of snemmt að tjá sig um einstök efnisatriði. Auk þess sé það tölu- verð vinna að endurskoða lög sjóðsins og einnig lög um vin- numiðlanir. Fyrir tæpum hálfum mánuði eða svo voru drög að nýju frum- varpi um sjóðinn kynnt á fundi ASI, en um svipað leyti birti V*SÍ „óskalista" sinn um breytingar á lögum og starfsemi sjóðsins. En ríkisstjórnin stefnir að því að af- greiða frumvarp til laga um breytingar á sjóðnum og lögum um vinnumiðlanir á yfirstand- andi þingi. -grh «3 L\Z\l\l I UlLlj meblimur íBifhjólasamtökum lýbveldisins, segirab atvik eins og upp komu um helgina í Kaupmannahöfn og Osló, þegar meblimir Hells Angels drápu einn og scerbu fjóra ískotárás, ýti ávallt undir fordóma fólks gagnvart bifhjólasamtökum líkt og Sniglunum. Steini segir dönsku Vítisenglana alrœmd eit- urlyfjasamtök sem hafi nánast útrýmt öbru gengi fyrir nokkrum árum. Tímomynd: cva Halldór valdamikill Halldór Blöndal, sam- göngurábherra er valda- mikill þessa dagana því auk þess ab gegna emb- ætti samgöngurábherra þá gegnir hann einnig embættum forsætis- og fjármálarábherra. Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, hefur verið er- lendis vegna fundarhalda en hann hafði þá tekið að sér að gegna embætti fjár- málaráðherra í fjarveru Friðriks Sófussonar, fjár- málaráðherra, sem er í er- lendis í leyfi. Samkvæmt heimildum blabsins var Þorsteinn Pálsson, dóms-, kirkjumála og sjávarútvegs- ráðnerra, í veikindaleyfi þegar forsætisráðherra fór úr landi. -ÞJ Félagsmálaráöherra: Sjalfstætt starfandi munu fá atvinnuleysisbætur Páll Pétursson, félagsmála- rábherra, kvabst standa vib hvert orb sem hann hafi sagt í stjórnarandstöbu um at- vinnuleysisbætur til bænda og annarra sjálfstætt starf- andi einyrkja á borb vib vöru- bílstjóra og trillukalla. Hann sagbi ab abstæbur þeirra hvab þetta varbar væru óvibun- andi og kvabst myndi beita sér fyrir breytingum á lögum og reglugerb um þau efni. Steingrímur J. Sigfússon spurði ráðherrann hvað liði breytingum á reglum um at- vinnuleysisbætur til þessara að- ila þar sem þeir nytu nær engra réttinda þrátt fyrir að vera gert að greiða tryggingagjald í at- vinnuleysistryggingasjóð. Hann rifjaði upp ummæli Páls Péturssonar frá 2. mars á síðasta ári þegar Páll var þingmaöur í stjórnarandstöðu og sagði hann hafa kallað þessar bætur hundsbætur. Páll Pétursson kvaðst hafa skipað tvær nefndir til þess að endurskoða lög um atvinnuleysisbætur og hann vildi bíba eftir niburstöbum hennar ábur en teknar yrðu Páll Pétursson félagsmálarábherra. ákvarðanir um hvernig þetta yrði leyst. Steingrímur J. Sigfús- son taldi aumt hjá ráðherran- um ab skjóta sér á bakvið nefndastörf í þessu efni því brýnasta vandann mætti leysa með reglugerðarbreytingu sem hann hefbi í hendi sinni og væri þegar búinn að hafa í um átta mánubi. Páll Pétursson sagbi að þarna þyrfti að verba breyting á en hann hafi viljaö sjá hugmyndir nefnarmanna ábur en hann tæki ákvarbanir um til hvaba rába yrbi gripib. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.