Tíminn - 12.03.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.03.1996, Blaðsíða 3
Þri&judagur 12. mars 1996 nsmxi&mlll 3 Formabur KÍ telur Samband íslenskra sveitarfélaga blanda sér í deilu kennara vib fjármálarábherra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Misskilningur hjá Eiríki „Ég tel aö afstaða hans sé ^yggö á misskilningi. Ég hefbi frekar kosiö aö heyra hann fagna því aö náöst hef- ur samkomulag sem gefur sveitarfélögunum þaö miklar tekjur aö þaö ætti aö tryggja aö viö getum byggt upp góö- an grunnskóla. Menn ættu þá ekki aö hnýta í einn lítinn liö sem snýr aö lífeyrissjóös- greiöslum," sagöi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaöur Sambands íslenskra sveitar- félaga, þegar hann var inntur eftir viöbrögöum viö um- mælum Eiríks Jónssonar, for- manns KI, sem telur sveitar- félögin taka afstööu meö fjár- málaráöherra í deilunni um frumvarp um breytingar á lífeyrisréttindum ríkisstarfs- manna. Vilhjálmur segir stjórn sam- bandsins hafa boöiö forsvars- mönnum kennarasamtakanna til fundar um efnisatriöi sam- komulagsins, sem samþykkt varaf fulltrúaráði sveitarfélaga um helgina, milli ríkis og sveit- arfélaga um kostnaðar- og tekjutilfærslu vegna flutnings grunnskólans. Allir fulltrúar studdu samkomulagið. Vil- hjálmur segir mikilvægt aö halda góöu samstarfi viö kenn- ara og aö lending þurfi aö nást í þessu máli. „Það er náttúru- lega mjög slæmt ef kennarar fá þaö á tilfinninguna að þaö séu bara allir á móti þeim, ríkið, sveitarfélögin og þjóöin." Vil- hjálmur telur aö ef ekki verði af flutningi grunnskólans þá yröi þaö alvarlegt bakslag fyrir skólakerfið. í fjórum libum Tillögur fjármálaráðherra um breytingar á lífeyrisréttindum ríkisstarfsmanna eru í fjórum liöum. Einn þeirra er meö í samkomulaginu milli ríkis og sveitarfélaga um kostnaö vegna flutning grunnskólans, þ.e. ákvæði um afnám svokall- aðrar eftirmannsreglu. í sam- komulaginu segir að ef þessi lagabreyting nær fram aö ganga þá þurfi aö hækka ið- gjald vinnuveitandans úr 6% í 10,5% til að standa við skuld- bindingar sínar, sem nemur um 160 milljónum á ári. Vil- hjálmur segir fulltrúaráðið skilja það svo að í tillögum kostnaöarnefndar komi ein- ungis fram sá viðbótarkostnað- ur sem hlýst af samtímagreiðsl- um iðgjalda en ekki eftir- ágreiddum lífeyrisgreiðslum. Gildandi regla veldur vanda „Þá er verið að vísa í það að breytt verði núgildandi við- miðunarreglu við útreikningu eftirlauna, þ.e. að reikna eftir- laun sem hlutfall af launum eftirmanns í starfi, og tekin upp í staðinn viömiðun við laun og verðvísitölu af því að gildandi viðmiðunarregla hef- ur oft valdið miklum vand- kvæðum í túlkun og felur í sér óvissu um framtíðarskuldbind- ingar. Við teljum að þetta at- riði, hvort sem það verður að raunveruleika eða ekki, hafi engin áhrif á kostnaðarútreikn- ing til sveitarfélaganna. Eiríkur Jónsson hefur ekki sannfært mig um að þetta valdi ein- hverri kostnaðarbreytingu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur telur fráleitt að ef til afnáms eftirmannsreglunn- ar komi að þá muni það lækka Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. lífeyrisgreiðslur til kennara eða hækka iðgjöld þeirra. „Þetta er bara ákveðið vinnulag." í samkomulagi ríkis og sveit- arfélaga felast meiri tekjur en menn þorðu aö gera ráð fyrir að sögn Vilhjálms. „Menn voru mjög ánægöir með sam- komulagið og við teljum að „Ég ætla aö halda tónleika fyrir þessa stelpu og safna peningum handa henni ef hún þarf að fara í lögfræðinga. Það var stofnaður stuðningshópur á laugardaginn og svo kalla þau bara í mig þegar tímasetning tónleikanna verbur ljós. Ef til vill verða fleiri músík- antar ef menn þora og vilja taka afstöbu," sagði Bubbi Morthens í samtali vib Tímann í gær. Tíminn spurði Bubba hvort með það hafi verið tekið tillit til nánast allra okkar óska. Við fá- um það viðurkennt að greiða þurfi sveitarfélögunum allan þann grunnkostnað sem nú er til staðar með inniföldum hækkunum vegna fjölgunar á kennslustundum, kjarasamn- inga, aukins rekstrarkostnaðar við einsetningu, mötuneytis- aðstöðu, aukins stjórnunar- kostnaðar, meira fjármagns í sérkennslu og sérfræðiaðstoð." Alls leggur ríkið fram 1325 millljónir á næstu árum vegna ofangreinds aukakostnaðar og jöfnunarsjóður sveitarfélaga leggur auk þess fram 135 millj- ónir á ári. Þannig nemur „óendurkræfur stuðningur vegna stofnkostnaðar grunn- skólans" rúmlega 2,1 milljarði á næstu 5-6 árum. Hámarksútsvar Þetta fjármagn er fyrir utan þann tekjustofn sem nýttur verður til að fjármagna þann hluta kostnaðar við rekstur þessu væri hann að lýsa beinum stuðningi við ásakanir Sigrúnar Pá- línu, en hún er ein þeirra sem borið hefur biskup sökum um tilraun til nauðgunar á meðan biskap þjónaði sem sóknarprestur fyrir 17 árum. „Ja, ég trúi orðum hennar og ég trúi innsæi mínu. Þar með er ég ekki að segja ab hún sé hreinn sannleikur og biskup hrein lygi en ég trúi stelp- unni." Ennfremur sagði Bubbi: „Þegar ég grunnskólans sem flyst til sveitarfélaga. Þær tekjur fást með 2,7% hækkun á útsvari. Þannig hækkar heimild til há- marksútsvars úr 9,2% í 11,9% þann l.jan. 1997 og í 11,95% l.jan. 1998. Um leið skuld- bindur ríkið sig til að lækka tekjuskatt til móts við hækkun útsvars. „Þeir munu lækka tekjuskattinn á sama tíma um 2,65%. Þannig að ef að öll sveitarfélögin hækka, sem ég geri ráð fyrir, útsvarið um 2,7% að þá er þarna bil upp á 0,05%." Þá gæti farið svo að þessi 0,05% kæmu til hækkun- ar á staðgreiðsluskatti. Þessi hækkun á staðgreiðslu myndi ná inn rúmlega 100 milljónum króna á ári og sagði Vilhjálmur að kalla mætti það framlag al- mennings til bætts skólakerfis. „Þetta er nú ekki stórfé í þessu dæmi sem er upp á rúma 7 milljarða sem er verið að flytja til sveitarfélaganna." Ekki náðist í Eirík Jónsson í gær til að fá álit hans á sam- komulaginu. -LÓA var á sjó í gamla daga og menn treystu ekki skipstjóranum, þá fisk- uöu menn ekki. Það var einfalt mál. Ef maður getur ekki treyst skipstjór- anum alveg 100%, þá „afmunstr- aði" maður sig og fann sér annan bát. Ég get ekki sætt mig við ab skip- stjóri siðferðisskútunnar á íslandi njóti þessa skelfilega vafa. Ég er trú- aður og í íslensku þjóðkirkjunni og ég vil aö biskupinn fari." -BÞ Bubbi Morthens stybur Sigrúnu Pálínu: Spila fyrir þessa stelpu Dönsku Vítisenglarnir alrcemdir fyrir ofbeldi— útrýmdu m.a. annarri klíku fyrir 12 árum. Sniglarnir íslensku segja svona mál alltafsverta almenningsálitiö: „Höfum þó meiri áhyggjur af reglugeroarbrjálæöingunum" steini TÓtU vib hjólib Sitt. Tímamynd: C VA Tíminn tók einn þekktasta Sni- gil landsins, Steina Tótu, tali í gær, en Steini þekkir dável til skandínavísku Vítisenglanna. Hann segir klíku þeirra fyrst og fremst vera eiturlyfjahóp sem merkilegt nokk gefi stórfé til líknarmála. Mótorhjólanotkun þeirra sé fyrst og fremst skálka- skjól. -Hvemig samtök em Hells Angels? „Þessi samtök eru fræg fyrir of- beldi. Vítisenglarnir eru eiturlyfja- hringur og hafa lítiö með mótor- hjól að gera en þau eru fyrst og fremst notuð sem skálkaskjól. Það eru aðeins örfáir tugir manna í þessum hringjum, enda þarf mikl- ar kvaðir og læti til að komast í hópinn." -Hvaöa skilyrbi þurfa menn aö uppfylla til þess? „Ég veit það ekki, þaö hafa t.d. engir íslendingar komist í hópinn. Ég veit um tvo eða þrjá sem hafa pælt í því en það hefur ekki geng- iö." -Sker þessi eini klúbbur sig þá frá öömm bifhjólasamtökum? „Já, Hells Angels eru sér á heims- mælikvarða. Þetta er lítiö öflugt og lokaö samfélag sem starfar með líkum hætti hvort sem er í Skand- ínavíu, Evrópu eða Ameríku. Þessi glæpahringur á alltaf í stríöi við aörar klíkur. Hins vegar eru sam- tökin sérkennileg hvað það varðar að þau nota stóran hluta eitur- lyfjagróðans til að styrkja góð mál- efni eins og líknarsamtök, mögu- lega til að halda friði við almúg- ann." -Sem sagt tvöfalt siferöi? „Alveg rosalega. Þetta er svona biskupssiðferði." -Kemur oft til átaka á milli mótor- hjólahópa? „Nei ekki oft, en það eru senni-. lega svona 12 ár síðan Hells Angels í Danmörku reyndu að útrýma öðrum flokki. Ég held að af 30 manna hópi hafi bara fjórir eða fimm lifað af." -En hvað ykkur snigla varöar, ýtir svona atvik undir fordóma gagnvart Bifiwlasamtökum lýðveldisins? „Já, svona hlutir hafa alltaf gert þaö. Það er reyndar ekki langt síð- an allur almenningur taldi mótor- hjólamenn vera svona. Þess vegna hafa Sniglarnir reynt aö dreifa upplýsingum til aö sýna aö við er- um bara venjulegt fólk. Það eru oröið tugir manna sem starfa í „bjúrókrasí", mest megnis til að uppfræða almenning." -Hvaöa leiöir hafiöi helstar til aö breyta aimenningsálitinu? „Viö höldum náttúrlega okkar striki þótt það séu alltaf einhverjar klíkur sem komi óorði á heildina, nokkrir tugir manna í hverju landi. Hópur eins og dönsku Vítis- englamir hafa sig hæga almennt, nema þegar þeir drepa hver annan í sambandi við eiturlyf. Við höfum samt meiri áhyggjur af reglugerð- arbrjálæöingum og embættis- mönnum en þessu tiltekna máli. Slíkt hefur miklu meiri áhrif á líf hjólamanna." -Til hvers ertu þá aö vísa? „Ég er að vísa til þess að fólk fer oft offari. Þaö eru mjög margir sem sífellt vilja hafa vit fyrir okkur, t.d. Samtök barnalækna sem hafa lýst því yfir að þeir vilji banna mótor- hjól almennt. Fjöldi kvenna í vest- urbænum er sama sinnis og vill losna við öll hjól úr umferö. Þetta fólk skilur ekki út á hvað bifhjóla- samtök ganga. Það er ekkert ósvip- að fjallgöngum, það er frelsisþörf- in sem knýr okkur áfram." -En fordómamir hafa fariö minnk- andi? „Já enda höfum við kerfisbund- iö unniö að því. Það eru rúmlega 1000 manns skráðir í samtökin þannig að þetta er stór hópur sem hefur hagsmuna að gæta." -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.