Tíminn - 12.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.03.1996, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 12. mars 1996 ^ÍÍMÉSIfiSÍ STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 56B1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík , Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Áttatíu ára baráttusaga Áriö 1916 var viðburðaríkt í íslensku stjórnmálalífi og markaði í rauninni tímamót og upphaf þess flokkakerfis, sem er við lýði enn þann dag í dag. Þann 12. mars það ár var stofnþing Alþýðuflokks- ins og ASÍ sett. Með því var markað upphaf skipu- legra landssamtaka verkafólks á íslandi sem liður í nýrri þróun í stjórnmálum. Skipulagstengsl Al- þýðuflokksins og ASÍ héldust í rúmlega tvo ára- tugi, eða til 1940. Þann 12. desember árið 1916 var svo Framsókn- arflokkurinn stofnaður. Hann sótti fylgi sitt til samvinnumanna, sem létu til sín taka í dreifðum byggðum landsins. Hugmyndafræðingurinn á bak við þessa þróun alla var Jónas Jónsson frá Hriflu og ætlaði hann þessum flokkum frá upphafi ákveðið hlutverk í þeirri þróun að umbylta flokkakerfinu og stjórn landsins í þágu alþýðu manna. í dag eru því liðin 80 ár frá stofnun Alþýðu- flokksins og saga hans þennan tíma er saga átaka, sigra og vonbrigða eins og gerist um stjórnmála- flokka, eðli þeirra er barátta. Barátta Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins, sem rekja upphaf sitt til sömu deiglunnar í stjórnmálum fyrir 80 árum, hefur verið hörð, þótt leiðir þessara flokka hafi ít- rekað legið saman í stjórnarsamstarfi og kosninga- bandalagi á sjötta áratug aldarinnar. Hörð stétta- barátta og uppgangur sósíalista á fjórða áratugn- um urðu til þess að leiðir á vinstri vængnum skild- ust. Alþýðuflokkurinn hefur ekki náð þeirri stærð sem jafnaðarmannaflokkar nágrannalandanna hafa, en eigi að síður hefur hann haft mikil áhrif í íslenskum stjórnmálum með þátttöku í sam- steypustjórnum, ekki síst með Sjálfstæðisflokkn- um. Nú er Alþýðuflokkurinn í stjórnarandstöðu og hefur gengið í gegnum erfitt átakaskeið eins og svo oft áður. Hins vegar er ekki sanngjarnt annað en segja að undir stjórn núverandi formanns hefur flokkurinn skýra stefnu, hvort sem menn eru henni sammála eða ekki. Flokkurinn hefur nokkra sérstöðu, sem fólgin er í eindregnari alþjóða- hyggju og stuðningi við Evrópusamrunann en í öðrum flokkum. Vafalaust hafa mikil tengsl við jafnaðarmannaflokka nágrannalandanna, sem þróast hafa um langt árabil, styrkt þessa afstöðu innan flokksins. Jafnframt þessu hefur flokkurinn ákveðna markaðshyggju að leiðarljósi. Stjórnmálaflokkarnir eru ein af undirstöðum samfélagsins og lýðræðisþjóðfélags. Hlutverk þeirra er oft afflutt og vanmetið. Ekki hefur þó ver- ið bent á aðrar vænlegri leiðir til þess að hafa áhrif með lýðræðislegum hætti. Hugsjónagrundvöllur jafnaðarmanna er sá aö tryggja rétt allra í samfélaginu. Alþýðuflokkurinn er ekki einn um þetta stefnumál, en flokkana greinir á um leiðir og aðferðir, og svo mun ætíð verða. Tíminn færir Alþýðuflokknum afmæliskveðjur. Hvað sem framtíðin ber í skauti sér um stjórn- málaþróun, fyrnast ekki hugsjónir jafnaðarstefn- unnar. Þær eiga erindi til nútíma samfélags ekki síður en fýrir 80 árum. E-pillan og Endurvinnslan Ljósvakamiðlar fluttu um helgina skringilega frétt um uppsögn konu sem vann hjá Endurvinnsl- unni hf. Fréttin gekk út á það að konan hafði til- kynnt lögreglu um að vinnufélagi hennar hafi sí og æ verið að bjóða henni til kaups E-töflur í vinnunni. Fyrir þetta var konan síöan rekin úr starfi fyrirvaralaust og henni meira að segja til- kynnt að ekki væri ætlast til að hún ynni út upp- sagnarfrestinn. I ljós kom að konan hafði, eft- ir langvarandi „áreiti" af hálfu vinnufélaga sem sífellt var að reyna að þröngva upp á hana E- töflum, haft samband við fíkni- efnalögregluna, óskað nafn- leyndar og sagt sólarsöguna um þennan mann sem væri að reyna að selja eiturlyf. Sam- kvæmt fréttunum brásl lögregla hratt við, mætti á vinnustað daginn eftir og tók manninn til yfirheyrslu. Hann hins vegar neitaði sakargiftum og sagðist hafa verið að grínast við konuna, hann væri alls ekkert að selja eiturlyf. í framhaldinu fær konan uppsagnarbréfið og nokkru síðar er vinnufélaginn látinn fara líka, en ekkert hefur frést um hverjir uppsagnarskilmálar hans eru. VR ekki meb í ráðum Ekkert hefur frekar frést um þetta mál, nema hvað Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur vís- að á bug ásökunum um aö hafa aöstoðað fyrir- tækið viö að reka stúlkuna fyrir að tala við lögg- una. Raunar hefur framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins komið fram í fjölmiðlum og sagt að konunni hafi verið sagt upp vegna samstarfsörðugleika! Menn hljóta að spyrja hvort það hafi veriö eitt- hvað umfangsmeiri samstarfsörðugleikar en felast í því að vilja ekki kaupa dóp í vinnunni. Og hvers konar samstarf er í gangi á vinnustað þar sem húmorinn felst í því ab bjóða vinnufélögum eit- urlyf? Eflaust þykir stjórnendum Endurvinnslunnar aö eðlilegast hefði verið hjá konunni að kvarta við yfirmenn á vinnustaðnum undan þessu áreiti samstarfsmannsins og í sjálfu sér er hægt að fall- ast á að það hefði verið það sem flestir hefbu byrj- að á að gera. Hins vegar er hér á ferðinni lögreglu- mál, og því heldur ekkert skrýtið að talað sé við lögregluna um það. Það er þó tvennt í þessu máli sem vekur athygli. Það fyrsta er að sjálfsögðu viðbrögb Endurvinnsl- unnar, sem eru fáheyrö og hljóta að valda talsverðum áhyggjum í sívaxandi fíkniefnaumhverfi á íslandi. Skyldu mörg fyrirtæki telja það innanhússmál hjá sér, ef fíkniefnaviðskipti eru stund- uð á vinnustab? Ef svo er, má búast við að heldur þyngist rób- urinn í fíkniefnavörnum. Nafnleynd hjá fíknó Hitt atriðið snýr að lögregl- unni og vekur í rauninni tals- verða furðu að það skuli ekki hafa verið tekið sérstaklega fyrir í fjölmiðlum. Konan hringir í lögregluna og óskar eftir nafn- leynd. Fram hefur komib að sú nafnleynd skiptir ekki nokkru máli og lögreglan rýkur beint á stað- inn til ab handtaka manninn og yfirheyra meb tilvísun til framburöar konunnar! Er þetta það sem menn hjá fíkniefnalögreglunni eiga við, þeg- ar þeir taka við ábendingum frá fólki sem óskar eftir nafnleynd? Það að veita fíkniefnalögreglunni upplýsingar um mál fer að verða álíka opinber at- burbur og að hitta að máli sóknarprest í viðtals- tíma! Ekki eru líkur til að menn gefi lögreglunni upp- lýsingar eftir að þeir hafa heyrt sögu þessarar konu, sem nú stendur uppi atvinnulaus fyrir að neita að kaupa E-pillur og segja fíkniefnalöggunni frá því, undir nafnleynd. Hin atvinnuskapandi lexía, sem þessi kona hefur nú lært, er ab segja alls ekki löggunni frá því sem þú kannt að vita um eit- urlyfjaviðskipti og helst ekki neita að taka þátt í þeim viðskiptum sem fara fram á þínum vinnu- stað. Garri Stórtíðindi af skrímsli Mikið hefðu Jóni Grunnvíkingi Ólafssyni þótt frásagnir bæjar- stjórnarinnar á Egilsstööum af Lagarfljótsorminum stórfeng- legar. En eins og allir læsir menn muna þóttu honum fréttir af skrímslum og fljúgandi furðu- hlutum öðrum merkilegri og var ólmur í fróðleik af því tagi. Þá mundi Þórbergur Þórðarson ekki hafa fúlsað við þeim stórtíðind- um sem nú berast af skrímslinu mikla í Lagarfljóti. Áreiðanlegur maður og sannsögull segir í blaða- viðtali og tekur vitni að því í DV annó 1996, að þeir hafi séð orminn úti í miðju fljóti og var hann eins og hvalur, en miklu lengri. Hann kom upp meö kryppur margar og náði ormurinn yfir mörg hundruð metra. Hann er sem sagt ekki öðrum skepnum líkari en sjálfum Mið- ---------------------------- 8aCStai,in„ á stabnum hef. A Vl'ða Vangí ur að vonum vísindalegan áhuga á orminum mikla og lýsir því yfir aö fá að sjá hann sé eins og fyrir kristinn mann að sjá sjálfan Jesú Krist. Er nú farið að blanda trúarbrögðum saman viö jarðnesk vísindi. Á vib ab sjá jesú Krist Það boðar hverjum þeim sem sér skrímslið í Lagarfljóti mikla hamingju, en þeim sem neita tilvist hans hiö gagnstæða, og eru þaö heldur ill tíðindi fyrir vantrúaða. Annars eru allar fréttir af Lagarfljótsormi af hinu góða og bestar fyrir þá sem ná að smella af honum trúveröugri mynd, þegar hann byltir sér í vatnsskorpunni úti á miðju fljóti. Sá á nefnilega von á vænni peninga- fúlgu fyrir slíka gersemi, sem þar að auki veröur hengd upp í fundarsal bæjarstjórnar á Egilsstöð- um. Af þessum miklu tíðindum eru fjölmiðlar að birta miklar fréttir þessa dagana, og eru vandaðir og trúverðugir menn bornir fyrir þeim eins og öll- um góðum skrímslasögum. Litlum sögum fer af því hve lengi ormurinn óg- urlegi hefur kúrt í fljótinu og hvað hann er að gera þar. En sé litið í gamlar sagnir, sem ekki eru síður trúverðugar en frásagnir nútímamanna af Lagarfljótsormi, þá á hann sér samsvörun og hana ekki slor- lega. Fáfnir og Lagar- fljótsormur Ormurinn Fáfnir lá á gulli Ása niðri í Rín og var það sjóður eigi alllítill. Sá brá sér í fleiri kvik- inda líki og var ekki alltaf á bóla- kafi í fljótinu. Margir ágirntust gullið, en ormurinn lá á því og varð því ekki haggað fremur en inneignum Aðalverktaka og tangarhaldi Kolkrabbans á stóru flutningafyrir- tækjunum. Það var ekki fyrr en kappinn Sigurður Fáfnisbani drap orminn, að gullið lá á lausu og voru þar mikil gersemi. Jafnvel miklu meiri en vinningarnir í lottóunum. Sé sú tilgáta rétt, að ormurinn í Lagarfljóti liggi á gulli, eins og forfeðurnir trúðu að ormar í fljótum gerðu, þá væri kannski tilvinnandi að gera út kappa til að drepa skrímsl- ið og ná gullinu. Ekki sér maður fyrir sér vasklegri menn úr hópi fyrirmanna austur þar en Egil á Seljavöllum, né líklegri til frægöarverka. Fyrir austan segja þeir að það sé ógæfumerki aö afneita Lagarfljótsormi og að sjá hann boði svip- aða hamingju og að standa frammi fyrir Jesú. Það að ná gullinu hlýtur því að boða hamingjusama auðsæld. En þá kvikna náttúrlega þær spurningar hvaða landeigendur eiga gullið sem Lagarfljótsormur liggur á. Hvernig skattleggja á fjársjóðinn. Hvaða rétt sveitarstjórnir eiga til auðsins og hvort hann muni ekki tefla rétttrúnaðinum um jafnvægi í byggð landsins í hættu. Að þessu athuguðu er líklega réttast að leyfa Lagarfljótsormi að liggja á sínu gulli og vera ekki að tefla í neina tvísýnu um hvort hann sé sama eölis og Fáfnir eða bara rólegheitaskepna, sem vill fá að dorma í friði á botni fljótsins. Svo getur líka verið gott upp úr því aö hafa að fá forvitið fólk á bakkana og bíða eftir því að sjá orminn langa. Og þótt fáum takist það, mun fegurð héraðsins eng- an svíkja, sem varla er síöur eftirtektarvérð en skrímslið sem héraðsdýralæknirinn sá og trúir á. ‘ OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.