Tíminn - 13.03.1996, Side 2

Tíminn - 13.03.1996, Side 2
2 tRwtan Miövikudagur 13. mars 1996 Tíminn spyr... Jón Baldvin stakk upp á því í útvarpsvibtali í gær ab þing- menn Þjóbvaka kæmu í afmæl- isveislu Alþýbuflokksins um næstu helgi og sameinubust flokknum, enda væri nánast enginn hugsanaágreiningur þarna á milli. Hyggstu verba vib áskorun formanns Alþýbu- Svanfríbur Jónasdóttir, alþingismabur Þjóbvaka: Ég get vel hugsab mér ab mæta í afmæli Alþýbuflokksins, enda finnst mér saga hins 80 ára gamla Alþýbuflokks þannig aö þab sé ekki óeblilegt ab hann efni til nk. nibja- móts. Ég lít svo á ab Þjóövaki sé einn af niðjum þessa aldna flokks sem hefur getib nokkur afkvæmi eins og menn þekkja. Hvort þessi tímamót eru rétti tíminn fyrir sam- einingu flokka tel ég þó óvíst. Samt vil ég gjarnan að við jafnaðarmenn setjumst niður og skoöum hvernig við getum átt sameiginlega framtíð. Mörbur Árnasor. varaþingmabur Þjóbvaka: Ef hann er ab bjóba mér í veislu þarf ég að líta í dagbókina. Mér finnst þó að það hefði átt að halda upp á afmæli Alþýðuflokksins öðruvísi en að hafa þar aðeins nú- verandi flokksmenn. Afmæli Al- þýðuflokksins er merkilegt vegna allrar sögu jafnaðamannahreyfing- arinnar á íslandi. Ég held líka, þótt það veröi ekki gert við skál, að Al- þýðuflokkurinn og Þjóövaki eigi samleib. Ég vona aö þaö geti orðib á næstunni en fleiri þyrftu aö vera í þeim hópi. Jóhanna Sigurbardóttir, formabur Þjóbvaka: Ég held að afmælisveisla Alþýðu- flokksins ráði engum úrslitum um sameiningarmálin. Við höfum rétt út hönd til Alþýðuflokksins en við höfum viljað skoða sameininguna í miklu víðtækara ljósi en Alþýðu- flokkurinn. Ég efast um að ég mæti í þessa veislu. Samningur Tryggingastofnunar ríkisins og sérfrœöilœkna: Kostnaður álíka og vib eldri samning greiöslur vegna rannsókna hf. Ágreiningi um þær verður með segulómtæki Læknis- vísað til gerðardóms. fræðilegrar myndgreiningar -GBK Afkoma Olís sú besta um árabil Formaður samninganefndar Tryggingastofnunar ríkisins segist sáttur eftir atvikum vib nýjan samning vib sér- fræbilækna. Hann segir samninginn munu kosta T.R. um einn milljarb á ári sem er svipub upphæb og fyrri samningur hljóbabi upp á. Helgi V. Jónsson, formaður samninganefndar T.R., segir að samningurinn sé í grund- vallaratriöum framlenging á bráðabirgðasamningi sem rann út um síðustu áramót. T.d. séu í nýja samningnum sett mörk á þann eininga- fjölda sem stofnunin greiði ár- lega, á svipaðan hátt og var í fyrri samningnum. Aðgangur nýrra sérfræði- lækna að samningnum er tak- markaður á þann hátt að sér- stök samráðsnefnd verður að leggja mat á umsóknir þeirra og samþykkja þær. Helgi segir það hugsanlega verða misjafnt eftir sérgreinum hversu greib- an aðgang nýir sérfræðingar munu hafa ab samningnum. Ekki náðist samkomulag um Olíuverslun íslands hf.: Olís seldi 127 þúsund tonn af eldsneyti á síbasta ári, sem er mesta árssala í allri sögu fé- lagsins og rúmlega 11% aukn- ing frá árinu ábur. Um 153ja milljóna hagnabur varb af rekstri félagsins (78 aurar af hverju eldsneytiskílói), sem er besta afkoma féiagsins um ára- bil. Markaðshlutdeild Olís jókst úr 28,2% í 30,2% milli ára og hefur ekki verið hærri um ára- tugaskeið, samkvæmt frétt frá félaginu. Af framangreindum tölum má ráða að eldsneytissala í landinu hefur aukist í kringum 4% að magni á síbasta ári. Rekstrartekjur Olís námu tæp- lega 6,1 milljarði króna í fyrra, sem var 6% aukning frá árinu áður. Starfsmenn félagsins voru ab meðaltali 298, þannig að segja má að 20,5 milljóna verb- mæti hafi aö jafnaði runnið um hendur hvers þeirra. Eigið fé Olís jókst um 148 milljónir á árinu í 2.030 millj- ónir kr. Eiginfjárhlutfallið var tæplega 45% í árslok og veltu- fjárhlutfall 1,67. Þessum góðu tíðindum hyggst Olís fagna með 800 hluthöfum sínum á aðalfundi þann 21. mars nk. Skólalíf src7ADs EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Já, amstrið var endalaust. Meira að segja of mikill vöxtur í gróðri í skólanum var nokkuð sem skólastjórinn sjálfur þurfti að skipta sér af. Bara að Steini hefði nú ekki verið settur skólastjóri um hríð! Hvað allt væri þá léttara. Bankastjórinn var eitt dæmið um dæmalaust vitiausa stjómunarhætti Steina. Og svo hafði þessi spengilegi, greindi, unglegi og allt of sjálfsöruggi deildarstjóri talaðum það hástöfum á kennarastofunni að hann vildi endilega að Sunna Pé, kona eins forfallakennarans og frænda Dodda, yrði sendiherra! Kona Uppsalabóndans! hugsaði Doddi og gat ekki skilið hvernig nokkrum manni dytti í hug að sá durgur gæti sómt sér í opinberum móttökum á erlendri grund. Hvílík vanvirða við hann sjálfan, sem all- ir vissu að væri að hugsa um djobbið! Svo voru þaö nemendamálin. Sópurinn hafði komið með þá ágætu hugmynd að gera léttara að losna við óæskilega nemendur, til dæmis þá sem hugðu á framhaldsnám í Póstmannaskólanum eða Fósturskólanum, og þá varð bara allt vitlaust. Nem- endurnir héldu fundi um allan skóla og voru með þvílík læti, að með eindæmum var. Og Dóra hjálpaði honum allt of lítið, að honum sjálf- um fannst. Var bara aö undirbúa þessa eilífu landa- fræðikennslu sína, búa til verkefni og kjafta við vina- hóp sinn. Hún var meira að segja svo lítið heima að hann hafði þurft að elda matinn og borða einn meira en annan hvern dag upp á síðkastið. „Æ, vonandi eru þetta bara helvítis timburmennirn- ir," hugsaði hann og laumaðist heim. (Aðgefnu tilefni skal tekið fram að persónur og atburðir íþessari sögu eiga sér ekki fyrirmyndir í raunveruleikanum. Öll samsvörun við raunverulegt fólk eða atburði er hrein tilviljun.) [Sagtvar... Búlb... „Ég get ekki svarað einhverju sem ég veit ekki hvað er. Ég verö fyrst að sjá hvort ég fæ eitthvert bréf... Ef Blaöa- mannafélagiö sendir mér bréf hug- leiði ég efni þess, búið." Segir Ragnar Abalsteinsson lögmabur í DV. Órjæfa vantrúabra „Eg hef margar ástæður fyrir því að það stafi ógæfa af því að viðurkenna ekki tilvist ormsins. Afstaða forfeðra minna var þannig. Eftir að menn fóru að líta á Lagarfljótsorminn sem gæfu breyttist allt." Samkvæmt þessum orbun Jóns Péturs- sonar, hérabsdýralæknis á Egilsstöbum, er þab nánast þvingab ab trúa á tilvist Lagarfljótsormsins. DV í gær. Norbmenn frekir „Það veröur að vera Ijóst að Norð- menn sjái ekki réttlætisglóru fyrir frekjunni í sjálfum sér. Tölum viö þá á því máli sem þeir skilja." Skrifar Albert Jensen í DV. Creitt meb höggi „Sendill sem fór með flatböku í hús í Grafarvogi á sunnudag, fékk högg í andlitið þegar hann krafðist greiðslu fyrir matinn." Mörg er raun pizzusendla. Mogginn í gær. Hógvær ábending „Fréttastofur Ríkisútvarpsins njóta þeirrar sæmdar, að allur þorri lands- manna eignar þeim meiri hlutlægni en öðrum fjölmiðlum. Slíkt er þakk- arvert og vekur hógværa en einlæga gleði í hugum okkar, sem hjá Ríkisút- varpinu vinnum." Skrifar hinn hógværi útvarpsstjóri Heimir Steinsson í Mogga. Kaball eba Bjálkakofi „Hvers vegna ætti fólk ekki aö mega kalla sig þeim nöfnum sem það óskar eftir. Einhvern tímann hét maöur Kaðall. Ef maður vill heita Bjálkakofi þá er það bara hans mál og kemur engum öðrum við." Segir Bubbi Morthens abspurbur um hans skobun á frumvarpi um manna- nöfn. Tíminn í gær. Nú gerast raddir um forsetaframbob Ól- afs Ragnars Grímssonar sífellt háværari. í pottinum fullyrba menn ab allt annab sé ab tala núna um þessi mál vib nánustu samstarfsmenn Ólafs heldur en var fyrir nokkrum vikum. Þessir stubningsmenn eru fúslega farnir ab Ijá máls á þessari umræbu á þeirri forsendu ab hún sé svo þrálát og útkoman í skobanakönnunum svo gób ab ekki sé hægt lengur ab hunsa hana. Þeir segja ab þó Ólafur Ragnar hafi í upphafi ekki tekib alvarlega uppá- stungur um sig sem forsetaframbjób- anda, þá sé þab vibhorf orbib talsvert breytt nú ... • ... á sama tíma virbist umræban um frambob Davíbs vera ab hjabna. I pottin- um skiptast menn í tvö horn meb skýr- ingar á því. Annars vegar fullyrba menn ab hann sé hættur ab gæla vib frambobs- hugmyndir því hann geri sér grein fyrir ab þab sé of áhættusamt. Abrir telja sig hafa þab eftir innanbúðarmönnum í Val- höll ab þab henti Davíb einmitt ab láta umræbuna hjabna í bili, en hann hyggist koma af krafti í næsta mánubi ef hann metur stöbuna sér hlibholla og möguleik- ana raunhæfa. Hann sé því síbur en svo hættur vib en bíbi færis... • Þab kann ab furba margan ab alir sem á einn eba annan hátt koma nærri Lang- holtskirkjumálum lenda upp á kant vib einhverja. Ekki var sá sómakæri hæsta- réttarlögmabur Ragnar Abalsteinsson fyrr búinn ab taka ab sér mál biskups þar en stjórn Blabamannafélagsins var farinn ab senda honum tóninn og hann ab svara í sömu mynt. í heita pottinum var gefin sú skýring ab vígbur mabur haldi því fram ab gub sneibi hjá kirkjunni og þá liggur í augum upp hver stjórnar Langholtsmálum. Gæti þeir nú ab sér Ragnar og Lúbvík formabur Blaba- mannafélags.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.