Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 4
 Mibvikudagur 13. mars 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf5210, 125Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Síðasti formaðurinn Sóun offjárfest- inganna Útlánatöp ríkisbanka og opiriberra sjóöa eru nán- ast hrikaleg. Lítiö er gefiö upp um hvar þessum miklu verðmætum er gloprað niður, en vafalaust má rekja töpin til offjárfestinga og vanhugsaðra framkvæmda. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra upplýsti á Alþingi að á árunum 1990- 94 hafi 22 milljarðar króna tapast vegna þess að lán hafa ekki verið end- urgreidd. Hann var að svara fyrirspurn frá Magn- úsi Stefánssyni um útlánatöp ríkisbanka og opin- berra sjóða. Um útlánatöp á síðasta ári liggja eng- ar upplýsingar fyrir. Töpin urðu hjá ríkisbönkunum og opinberum sjóðum sem tengjast atvinnuvegum. Engin út- lánatöp urðu hins vegar hjá sjóðum sem lána ein- staklingum, svo sem Lánasjóði íslenskra náms- manna og húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Leiða má getum að því að í ríkisbönkunum hafi ekki orðið mikil útlánatöp af lánum til einstak- linga, enda baktryggja bankarnir sig í sambandi við slík lán og heimta ábyrgðarmenn, sem gengið er að með hörku ef lán fellur. En hins vegar sýnast þeir lána villt og galið til hvers konar ævintýra- mennsku í atvinnurekstri án þess að viðhlítandi tryggingar séu fyrir hendi. Og þótt tekin séu veð í offjárfestingu eða loftköstulum, þá gera þau litla stoð þegar gjaldþrotin dynja yfir. Til að mæta vanhugsuðum útlánum leggja lána- stofnanirnar stórar fúlgur inn á afskriftareikninga og geta skilað hagstæðum ársreikningum, sem eiga að sýna hagríað og góða stjórnun. Spyrja má hvaðan tugir milljarða í afskriftar- sjóðum koma. Eitt sinn svaraði bankastjóri svip- aðri spurningu með því að enginn þyrfti að borga mikla Seðlabankabyggingu, því peningarnir yrðu til í bankanum. Að sjálfsögðu verða afskriftasjóðirnir til í bönk- unum og lánastofnunum. En álíta verður að þeir fáist aðeins með þeim tekjum sem svona stofnan- ir lifa á, vaxtamun og þjónustugjöldum. Hin miklu útlánatöp hljóta því að vera ein af or- sökum hárra vaxta og þjónustugjalda. Með skyn- samari og varkárari útlánastefnu ætti að vera hægt að halda vöxtum niðri, sem kæmi atvinnuvegum ekki síður vel en hóflaus lán til vonlausra fyrir- tækja. Það hefur löngum verið viðkvæðið að vísa nær einhliða til fiskeldis og loðdýraræktar, þegar opin- berar lánastofnanir eru beðnar um svör við mikl- um útlánatöpum. En víðar hefur verið offjárfest og haldbetri skýringar hljóta að vera tiltækar, ef eftir er leitað. Þá má velta fyrir sér hver sé munurinn á útlána- töpum opinberra lánastofnana og annarra, og hvort sjálfstætt reknar lánastofnanir og fjárfest- ingafyrirtæki geti leyft sér þau vinnubrögð sem stjórnendur hinna opinberu temja sér í útlána- stefnu. Lán til litla mannsins eru tryggð með öruggum veðum eða ábyrgðarmönnum og hann greiðir háu vextina. En sóunin í offjárfestingarnar er næsta ábyrgðarlaus. Jón Baldvin Hannibalsson segir í af- mælisvibtali vib Tímann í gær ab ábur en hann hætti sem formabur í Alþýbuflokknum eigi enn eftir ab koma bobhlaupskefli jafnabar- mennskunnar í hendurnar á nýrri kynslób, sem sé ekki mörkub af ágreiningsefnum fortíbarinnar. I vibtalinu kemur fram hjá Jóni, ab hann er sem aldrei fyrr ab gæla vib sameiningu jafnabarmanna í einn flokk. Fram kemur í fyrsta sinn ab hann er tilbúinn til ab leggja nibur Alþýbuflokkinn eins og vib þekkj- um hann í dag til ab búa til breib- fylkingu jafnabarmanna úr ýmsum flokkum og stofna nýjan flokk. For- maburinn er meira ab segja tilbú- inn til ab gefa eftir ab nýr jafnabar- mannaflokkur þurfi ab heita Al- þýbuflokkur, en ab gefa eftir nafnib á sínum gamla flokki er stærra framlag til sameiningar en nokkur annar jafnabarmaður hefur til þessa komib fram meb. Satt ab segja hefur Jón nú gefib mjög sterklega til kynna ab jafnabarmenn standi á tímamótum hvab sameininguna varbar og ab þab muni rábast núna, í stjórnarandstöbu vib sitjandi ríkisstjórn hvort takist ab koma saman flokkinum eina og sanna. Þarf ekki ao heita Alþýbuflokkur Garri getur ekki skilib orb Jóns Baldvins Hanni- balssonar á annan hátt en ab hann telji talsverbar líkur á ab hann verbi síbasti formabur Alþýbuflokks- ins í núverandi mynd því hin nýja kynslób sem hann réttir bobhlaupskeflib muni sameinast í nýj- um flokki. „Sá flokkur þarf ekki ab heita Alþýbu- flokkur. Hver verbur útvalinn til ab leiba þab verk veit ég ekki. Þab verbur annara ab gera þab," segir Jón Baldvin í Tímavibtalinu í gær. Það hljóta því ab teljast tíðindi ab á áttræbisaf- mæli Alþýöufíokksins skuli formabur flokksins lýsa því yfir að hann hyggist leggja flokkinn niður á þessu kjörtímabili, skipta um nafn á honum og verða sjálfur síðasti formaðurinn. Ekki verður Jón Baldvin þó sakaður um niðurrifsstarfsemi enda má segja að hugsjón hans snúist um að láta flokkinn ganga í endurnýjun lífdaga og fæðast að nýju til GARRI stórra framtíbarverka. Þab sem séistaka athygli vekur í þessari kratísku endúrholdgunarhyggju er ab formaburinn virbist hafa dregib verulega í land meb þá miklu móður sem hann hafði áð- ur lýst yfir að væri kjörin til að gæta hins kratíska ungviðis fram- tíðarinnar. Sú móbir er Ingibjörg Sólrún borgarstjóri og í Tímavið- talinu svarar Jón Baldvin eins og véfréttin í Delfí þegar hann er spurður hvort hann sjái hana fyrir sér í forustu flokksins endurbor- ins. Fyrir nokkrum vikum virtist Jón þvert á móti telja Ingibjörgu Sólrúnu mjög líklegan forustu- mann í stó.rum krataflokki og gaf út yfirlýsingar um það. Nú kveður við nokkuö annan tón, þó það veki eftir sem áður athygli að Ingibjörg mun ávarpa afmælissamkomu flokksins um helgina. Hvab meo Ingibjörgu? Hefur eitthvað slest upp á vinskapinn? Um það hljóta menn að spyrja. Hefur Ingibjörg Sólrún e.t.v. ekki taliö sér samboðið sem raunverulegri pólitískri prímadonnu miöju- og vinstrimanna að taka við „illa rekinni sjoppu" sem sumir kalla Alþýðuflokk- inn eftir fræga samlíkingu Jóns Baldvins um samein- ingu sjoppunnar og hins gjaldþrota pysluvagns Þjóðvaka! Eða er einfaldlega ekki tímabært fyrir Ingi- björgu ab taka vib bobhlaupskeflinu úr hendi Jóns fyrr en eftir ab ljóst er hvernig borgarstjórnarkosn- ingar næstu fara? Sjálfur velkist þó Garri ekki í vafa um að fullkomlega ótímabært er fyrir öll foringja- efni framtíðarinnar ab bjóba sig fram til forustu í endurholdgubum jafnabarmannaflokki. Þab á jafnt vib um borgarstjórann og abra. Þab er nefnilega pól- itísk útsjónarsemi að efast eins og Tómas forbum, að þreifa á naglasárunum í lófanum áður en menn láta sannfærast um að hugjónin um stórkrataflokk hafi holdgerst. Því þrátt fyrir að Jón Baldvin sé tilbúinn til ab tímasetja nafnbreytingar og endalok hins gamla Alþýbuflokks þá þurfa fíeiri jafnabarmenn ab sameinast en hann. Þar getur þrautin reynst þyngri. Garri Flækjur stjórnmálalífsins A víbavangi Skólamálin eru ab verba erfibari og flóknari vibureignar en heil- brigbismálin og er þá mikib sagt. Ab færa grunnskólann frá ríkinu til sveitarfélaga er ab verba álíka óýfirstíganlegt verkefni og ab komast ab niburstöbu um hverjir eiga ab fá ab lækna sjúklinga, læknar, sérfræbingar eba hátækn- imaskínur, og hvab mikib má boiga fyrir. Ab flytja grunnskólann mun ekki merkja að flytja eigi skóla- hús og búnað, heldur á aðeins að flytja kostnaðinn frá ríki til sveit- arfélaga. En ríkib ætlar svo ab skaffa sveitarfélögunum peninga tll ab reka skólana. Þetta er pólitík og þýbir hvorki ab reyna ab skilja né útskýra. Miklir samningar hafa stabib lengi yfir um þenn- an merkilega flutning og aubvitab deilur. Ábúbar- miklir rábherrar skýra frá því á fundum ab sveitar- félögin þurfi ekkert að óttast að þau fái ekki nóga peninga til ab halda úti skólastarfi. Enn ábúbar- meiri sveitarstjórnarmenn segja byggbarlög sín fara á hausinn af því ab ríkib ætli ab hlunnfara þá og láta þá sjálfa borga menntun krakka sinna. Hvernig skal ríkio borga Einhvern veginn svona hefur þetta gengið um langa hríð og loks þegar skilja má á gríðarlega margbrotnum fréttaflutningi og greinaskrifum og ræbuhöldum aö samningar séu að takast um ab sveitarfélögin borgi skólahald og fái til þess pen- inga frá ríkinu, uppdaga kennarar allt í einu ab nú eigi þeir aö verða bæjarstarfsmenn og hætta að vinna hjá ríkinu, og þá fer allt í stikk og sto. Eru nú allar horfur á ab sveitarfélögin hætti vib ab taka vib peningum frá ríkinu til ab greiba skólakostnabinn og ríkib haldi áfram ab borga hann beint. Þar meb kemst öll skólamenntun í stórhættu eins og hver mabur hlýtur ab sjá. Eba hvab? Ofan í þær hremmingar ab kennarar skuli sætta sig vib ab verða bæjarstarfsmenn er ríkistjórnin að hræra upp í lífeyrissjóðakerfinu og þá er kennarasamtökunum að mæta. Stjórnvöld segja að lífeyris- réttindi opinberra starfsmanna verði ekki skert en Ögmundur, Páll og Eiríkur segja það firru og lygi og nú sé kominn tími til aðgerða. Látio þaö bara danka Og aðgerðirnar eru hrobalegar. Þeir félagar tröllríða fjölmiblunum og raddir þeirra og andlit eru í hverjum útsendingartíma Ríkis- frétta, sem útvarpsstjóri segir í yndislegri Moggagrein í gær, ab „njóti þeirrar sæmdar, ab allur ' þorri landsmanna eignar þeim meiri hlutlægni en öbrum fjölmiblum. Slíkt er þakkarefni og vekur hógværa og einlæga glebi í hugum okkar, sem hjá Ríkisútvarpinu vinnum." Svona láta þeir hjá sjálfhælnustu stofnun lands- ins. Nú, en Eiríkur og félagar vinna sitt stríb meb góbri abstob Ríkisfrétta og gengib verbur ab öllum þeirra kröfum þegar landslýbur þolir ekki lengur vib og bibur sér griða og ab fréttum linni af flutn- ingi grunnskóla og kjaramálum opinberra starfs- manna. Svo vel hefur tekist til að búið er ab flækja saman flutningi grunnskóla og endurskobun lífeyrissjóöa og voru bæði málin nógu flókin fyrir. Svo berast af og til fréttir af skólamálum í Mývatnssveit og þá fer nú loks að reyna á skilning þeirra sem ekki eru inn- vígbir í skóla- og sveitarstjórnarmál fyrir alvöru. Nú væri ráb ab annabhvort verbi skrúfab fyrir alla fjölmiðaumfjöllun um þessi flæktu mál eða hætta við flutning grunnskólans, sem skiptir engu máli hvernig ríkið borgár, og láta lífeyrismálin í fribi. Alþingi hefur hvort sem er látib þau danka í ára- tugi og þau eru fyrir löngu síban komin í algjört óefni og þau ættu ab geta verib þab nokkur kjör- tímabil enn. Svo eru þau svo hagstæb fyrir þing og alla þá op- inberu starfsmenn sem eitthvað kveður ab. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.