Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 13. mars 1996 WtZmMu 7 Starfshópur framsóknarmanna um heilbrigöismál: Sameining hátœknisjúkrahúsanna nauösynleg: Landspítali og Borgarspítali meb 40% heilbrigöisframlaganna „Um 40% rekstrarkostna&ar heilbrigöiskerfisins fer tii reksturs Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hagræöing sem næst á þess- um sjúkrahúsum skiptir því sköpum". Þetta er meöal þess sem hafa þarf aö Ieiöar- ljósi viö nauösynlega hag- ræ&ingu innan heilbrigöis- kerfisins samkvæmt ályktun starfshóps framsóknar- manna um heilbrigöismál. í annan staö er nauðsynlegt aö samræma og sameina rekst- ur hátæknisjúkrahúsanna aö mati starfshópsins. Enda sé þaö afar óhagkvæmt þjóö- hagslega séö aö 265 þúsund manna þjóð reki tvö hátækni- sjúkrahús í samkeppni á ýms- um sviðum í aðeins 2:600 metra fjarlægð hvort frá öðru. Tími sé til kominn aö vinna markvisst aö því stóra stjórn- unarlega hagræðingarátaki, sem í því felst að reka eitt öfl- ugt hátæknisjúkrahús. Tilfinn- ingarleg viðkvæmni vegna uppruna þessara sjúkrahúsa megi ekki villa mönnum sýn, enda greiði ríkissjóður allan rekstur þessara stofnana. í þriðja lagi þurfi að tryggja að sparnaðartillögur feli í sér raunverulegan sparnað en ekki sé um það að ræða að kostnaði sé velt yfir á aðra rekstraraðila, sem ríkissjóður kostar einnig. Til að draga úr kostnaði og forðast biðlista, t.d. vegna smærri aðgerða, sé nauðsyn að auka og bæta skipulag og samræmingu inn- an heilbrigðiskerfisins. Síðast en ekki síst þurfi aukna áherslu á forvarnir og almenna heilsueflingu. Þar með talið aukna ábyrgðartil- finningu einstaklinga gagn- vart eigin heilsu. Útgjaldaþensla innan heil- brigðiskerfisins, m.a. vegna hækkandi meðalaldurs þjóðar- innar, nýrrar og kostnaðar- samrar hátækni til aðgerða og rannsókna og nýrra, mjög dýrra lyfja, er að mati starfs- hópsins meginástæða þeirra aðhaldsaðgerða sem gripið hefur verið tik Hópurinn lýsir yfir fullum stuðningi við þær aðgeröir heilbrigðisráðherra, Ingibjargar Pálmadóttur, sem miða að aukinni rekstrarhag- kvæmni og bættri nýtingu fjármagns á sviði heilbrigðis- mála og almannatrygginga. ■ Lœkkandi rekstrarstyrkur frá borginni hefur áhrifá afkomu Lúbraveitar Reykjavíkur: Reksturinn í járnum A&alfundur Lúörasveitar Reykja- víkur fór nýlega fram í Hljómskála- um við Tjörnina. Þar kom fram að rekstur sveitarinnar stendur í járn- um vegna minnkandi eftirspurnar og lækkandi rekstrarstyrks frá Reykjavíkurborg. Ný stjórn var kosin á aöalfundin- um undir forsæti Kristófers Ás- mundssonar. Síðastliðiö haust var gengið frá ráðningu nýs stjórnanda til sveitar- innar, Jóhanns Ingólfssonar, tón- listar- og stærðfræðikennara. Þar með hófst nýr kafli að mati fundar- ins í sögu sveitarinnar, sem mun einkennast af uppbyggingarstarfi fyrir árið 1997 en sveitin verður 75 ára á næsta ári. Ætlunin er að halda upp á þau tímamót með viðeigandi hætti, og m.a. stefnt að því að spila erlendis. ■ Opinber nær- fataleiga Islendingar mega þakka fyrir sinn heilbrigðisráðherra en honum hefur víst enn ekki dottið í hug að taka af sjúk- lingum vorum gjald fyrir af- not af nærfötum spítalanna. En á elliheim- ivtch;cm i Híufauad. nlheukMtawcr mSnedcn i im hvu dc Ílum í Hauge- Alders- oq svkehlem i Hauoesund: sund í Noregi er sjúkum og öldr- uðum gert að greiða 65 krón- ur norskar í leigu fyrir afnot af nærfötum og náttfötum í eigu stofnan- anna. Þegar heimild til að innheimta leigu af þessum klæðnaði var fyrst sett fyrir einhverjum árum áður en heimiidin var gefin frjáls," segir Inger K. Mæland. Torgrim Eide telur leiguna aft- ur á móti fullkomna vanvirðu við eldra fólk og hann neitar að greiða leigu fyrir afnot föður ____________síns af nærföt- um í eigu bæj- arfélagsins. Þó að Eide hafi aldrei skrifað undir leigu- samning um af- not af nátt- og nærfatnaði fyrir hönd föður síns, sem býr á einu elliheimila bæjarins, þá var -honum fyrir skömmu send- ur reikningur fyrir tímabilið Nekter á farens re voru ymsir sem mótmæltu gjaldtökunni. í fyrra var leiga á nær- og nátt- fatnaði hins vegar gefin frjáls og hafa mótmæli bæjarbúa því hjaðnað. Hjúkrunardeildarstjóri hjá bæjarfélaginu telur nærfata- leigu eiga rétt á sér en um 90% vistmanna heimilisins nýta sér þessa þjónustu. „Haugesund er fátækt bæjarfélag sem neyðist til að fjölga tekjustofnum til að fjármagna reksturinn. Ég gat hins vegar skilið mótmæli fólks Alvheim: mars- desember á síðasta ári upp á rúmar 65.000 krónur íslensk- ar. Torgrim segir það í raun ekki upphæðin sem hann sé að mót- mæla heldur sé þetta spurning um grundvallaratriði. „Bæjarfé- lagið hefur efni á aö eyða stór- um summum árlega í kvik- myndahátíðina í Haugesund. Samt sem áður tala þeir um fjár- skort og fátækt. Á sama tíma krefjast þeir leigu af nærfötum þeirrar kynslóðar sem hefur séð til þess að við höfum þaö svo gott í þessu landi." ■ Sjálfsafgreibsla á braubi í stórmarkabi. Bakarameistarfélag íslands: Gæti orðið verra Bakarameistarafélag ísiands var- ar eindregiö viö þeirri þróun sem átt hefur sér stab vegna leyfisveit- inga á fyrirkomulagi sjálfaf- greiðslna á stórmörkubum og á bensínstöbvum meb braub og kökur. í frétt frá félaginu vegna umfjöll- unar um salmonellu og smitleiðir hennar er m.a. bent á nauðsyn þess að vörur séu ekki seldar óvarðar og án pakkninga. Sérstaklega þegar í ljós hefur komið að „smit getur bor- ist mun auðveldar en áður var hald- ið," eins og segir í tilkynningu fé- lagsins. Þetta atriði hefur félagið m.a. bent á í viðræðum við Holl- ustuvernd ríkisins og framkvæmda- stjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur í seinnihluta janúar sl. í tilkynningu félagsins kemur einnig fram að það slys sem varð vegna salmonellusmits í rjómaboll- um sé aðeins ábending um það sem gæti gerst með smiti á aívarlegri sjúkdómum. -grh Heilbrigöiseftirlit Reykjavíkur: Allt reynt til aö finna uppruna salmonellunnar Maöur einn í Reykjavík sem lagöist á sjúkrahús vegna matareitrunar og greint var frá í blaöinu í gær, reyndist ekki hafa sýkst af völdum salmonellu. Sýni sem tekið var reyndist „neikvætt", eng- in salmonella ræktaöist. Maö- urinn taldi sennilegt aö hann hef&i sýkst af eggjum og hélt a& um salmonellusýkingu væri aö ræöa. Ágúst Thorstensen, matvæla- fræöingur hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, sagði í samtali við Tímann í gær aö eftirlitið ynni sér engrar hvíldar í að reyna aö fá upplýst hvar uppruni salm- onellasýkingar á Ríkisspítölum er. Afar mikilvægt væri að upp kæmist hvaðan sýkillinn barst til brauögerðarinnar á dögun- um. Ágúst sagði að ekkert hefði fundist athugavert í eggjum eða í hænsnabúum. Rannsókn væri þó ekki lokiö. „Áætlun um hreinlæti verður að vera fyrir hendi í hverju ein- asta matvælafyrirtæki og ein- hver starfsmaður fullkomlega ábyrgur fyrir aðgerðunum. Víð- ast hvar er ástandið mjög gott og menn áhugasamir að viðhafa fullkomið hreinlæti," sagbi Ág- úst. -JBP Landssamband kúabœnda: Vill óbreyttan búvörusamning Búnabarþing hefur falib stjóm Bændasamtakanna og Lands- sambands kúabænda ab vinna ab áframhaldandi samningum vib ríkisvaldib um mjólkur- framleibsluna og verbi samn- ingurinn í iítib breyttri mynd frá Jjeim sem nú er í gildi. Hug- myndir um nýjan búvörusamn- ing um mjólkurframleibsluna em byggbar á tillögum Lands- sambands kúabænda þar að lútandi. Landssamband kúabænda telur að áfram eigi að beita fram- leiöslustýringu í framleiðslu mjólkur og viðhalda opinberri verðlagningu. Hlutfall bein- greiðslna til bænda verði óbreytt en það er nú 47,1% af því verði sem þeir fá fyrir framleiðslu sína. Stjórn landsambands kúabænda leggur til að kaup og sala greiðslu- marks verði áfram heimil og að þróunarsjóði nautgriparæktar verði tryggðir fjármunir auk þess sem afleysingasjóði kúabænda verði tryggð starfsskilyrbi. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.