Tíminn - 13.03.1996, Page 9

Tíminn - 13.03.1996, Page 9
Mi&vikudagur 13. mars 1996 @Smíl$||Í BÚNADARÞINC 13 Vistvcent íslond til umfjöllunar á Bunaöarþingi: Myndi vekja mikla athygli víöa um heim Vistvænt ísland myndi vekja mikla athygli og hrinda af staö umfjöllun í fjölmiblum um allan heim án mikils tilkostnaöar. Þaö myndi skapa íslenskum bændum sterkari stööu gagnvart erlendri sam- keppni og iandinu viö- skiptasambönd á sérhæfö- um mörkuöum. Þá myndi þaö einnig skapa nýja möguleika fyrir feröaþjón- ustu á íslandi og auka verö- mætasköpun þjóöarbúsins. Þetta er megininntak draga ab stefnumótun á svibi vist- væns og lífræns búskapar, sem unnin hafa veriö á veg- um Aforms í samráöi vib stjórn Bændasamtaka ís- lands og lögö voru fram til umræöu á nýafstöbnu Bún- aöarþingi. í upphafi draganna eru dreg- in saman þau markmið sem tal- iö er að vinna þurfi eftir, eigi viðhlítandi árangur að nást í framleiðslu vistvænna og líf- rænna matvæla og sölu þeirra á erlendum mörkuðum. I mark- miðalýsingunni segir að land- búnað verði að stunda í sátt við umhverfið og að framleiðslu- möguleikum hverrar jarðar verði skilað í betra horfi til næstu kynslóðar. Að gert verði átak í endurheimt landgæða, meðal annars með aukinni landgræðslu og skógrækt, og að velferð búfjár verði sem áður höfð að leiðarljósi í búvöru- framleiðslu. Þá er lagt til að gæðastýringu verði komið á fót í landbúnaðarframleiðslu er nái til allra þátta framleiðsluferlis- ins, að hollusta og hreinleiki verði grundvallarmarkmið framleiöslunnar og að hlutur vistvænnar og lífrænnar fram- leiðslu verði aukinn með mark- vissum hætti. Einnig segir að í sveitum landsins veröi áfram lifandi samfélag menningar, at- vinnulífs og þjónustu og það fólk, sem að landbúnaði starfar, búi við lífvænlegar tekjur, góð- ar félagslegar aðstæður og at- vinnuöryggi sem þurfi til þess að gera starf bóndans eftirsókn- arvert. Efla verbur skilning þjóbarinnar á hlut- verki bóndans Til þess að þau markmið, sem lögð eru fram í drögunum, nái fram að ganga, segja höfundar þeirra að efla verði skilning þjóðarinnar á hlutverki bónd- ans sem vörslumanns lands og bjóða alla þá velkomna, sem njóta vilja íslenskrar náttúru og veita nauðsynlega þjónustu til þess að kynna fjölþætta kosti landsins og menningararf sveit- anna. Gera verði átak í hreinlætis- málum, sérstaklega frárennslis- málum og sorphirðu, og tryggja með eftirliti og vottun að stað- ið verði að framleiðslu land- búnaðarafurða í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Vekja þurfi markvissa athygli landsmanna á gæðum og hreinleika íslenskra landbúnað- arafurða og styrkja með því samkeppnisstöðu þeirra á heimamarkaði. Auka þurfi rannsóknir og leiðbeiningar og gera bændum þannig kleift með fræðslu að ná settum markmiðum, auk þess að stuðla að samræmingu og markvissum aðgerðum í sölu landbúnaðar- afurða á erlendum mörkuðum. Markabslögmál í stab verndar í upphafi draganna er bent á að miklar breytingar hafi oröið að undanförnu á starfsum- hverfi íslensks landbúnaðar. Vegna opnara viðskiptakerfis fari sú vernd, sem landbúnað- urinn hafi búið við undanfarna áratugi, minnkandi, en lögmál markaðarins verði ráðandi að sama skapi. Af þeim ástæðum standi íslenskur landbúnaður nú frammi fyrir aukinni sam- keppni bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Því sé áríðandi að íslenskum afurðum verði sköpuð sérstaða á markaði og að kaupendur geti treyst þeim gæðum sem þeim sé heitið. Bent er á mikilvægi „organic"-hugtaksins, sem merkir vistvænt og felur í sér stefnu sem flestir útflytjendur afurða og ferðaþjónustu á ís- landi eiga að geta nýtt sér. í drögunum er bent á að athug- anir hafi leitt í ljós að með auk- inni sölu á lífrænum og vist- vænum vörum vilji stórmark- aðir tryggja sér hlut í þessum nýja markaði. Einnig vilji þeir bæta ímynd sína með því að tengjast um- hverfisvernd og hafi nokkur fyrirtæki hér á landi lagt um- hverfismálum liö með einum eða öðrum hætti. Lífrænar vörur selja sig ekki sjálfar í drögum að stefnumótun á sviði vistvæns og lífræns bú- skapar segir að í sjálfu sér gildi það sama um aö setja lífrænar afurðir á markað og um hvern annan varning. Margir, er það hafi reynt, hafi hins vegar ekki gætt nægilega vel að útliti vör- unnar og hafi það komið þeim í koll. Lífrænar vörur selji sig ekki sjálfar frekar en annað, og því þurfi að vanda alla mark- aðssetningu þeirra, frágang og útlit og einnig verði að tryggja stöðugleika á framboði. Lífræn- ar vörur feli í sér þá ímynd að þær séu fyrir ungt og hraust fólk, er láti sér annt um líf sitt og heilsu, en einnig náttúruna og búfénað. Einnig segir að markaðshlutdeild vistvænna og lífrænna afurða fari stöðugt vaxandi í Evrópu og Bandaríkj- unum og nú sé talið að hlutur þeirra nemi um 4 til 6% af heildarneyslu matvæla og muni hún vaxa í allt að 25% til ársins 2005, ef miðað sé við Þýska- land. Stórmarkaöir komi sér í vaxandi mæli upp básum þar sem boðið er upp á lífrænar og vistvænar landbúnaðarvörur, en vandi flestra þeirra sé að þær fái þó ekki nægilegt magn af vörum sem vottaðar eru sem lífrænt ræktaöar og hafi því val- ið þann kost að auka hlutdeild vistvænna afurða sem millistig á meðan fleiri bændur ná að breyta búskaparháttum í átt til lífrænnar framleiðslu. Nýtt fjós á Hvanneyri Efling búnaðarfræöslu var á dagskrá nýafstabins Búnaðar- þings. í því efni taldi þingið tímabært ab taka búfræðslu- lögin frá 1978 til endurskoð- unar og vinna að rammalög- gjöf um starfssvið og tilgang þeirra skóla sem undir lögin heyra. Endurmeta þurfi skip- an skólanefnda og stabfesta verkaskiptingu á milli skóla, þannig að tryggt verbi ab námsbrautir og kennsla falli sem best að öðrum hlutum ís- lenska skólakerfisins. Þá taldi þingið nauðsynlegt að efla Bændaskólann á Hvann- eyri og að séð verði til þess að þar verði fullnægjandi kennslu- aðstaða í nautgriparækt með sérstakri áherslu á kennslu í mjöltum og mjólkureftirliti. í greinargerð frá Búnaðarþingi segir að fjósið á Hvanneyri, sem byggt hafi verið 1929, upp- fylli á engan hátt þær kröfur sem gera verði til slíkra bygg- inga. Því sé nauösynlegt að hefjast þegar handa um bygg- ingu kennslufjóss í tengslum við bændaskólann. í greinar- geröinni kemur einnig fram að fyrirsjáanleg sé endurnýjun mjög margra fjósa í landinu og því sé æskilegt aö fyrirmynd að fjósbyggingum sé fýrir hendi á þeim stað þar sem kennsla í bú- greininni fari fram. -ÞI Bændabýli og af- urbastöövar opnar almenningi Víða er komið við í þessum yfirgripsmiklu drögum um vist- vænan og lífrænan landbúnað. Þannig er þáttur afurðastöðva landbúnaðarins ekki undanskil- inn. Þar segir að bændabýli og afurðastöðvar eigi að vera opn- ar fyrir almenningi eftir því sem unnt er, og láta neytend- um í té upplýsingar um við- komandi fyrirtæki og fram- leiðsluaðferðir. Þar segir einnig að nútíma neytendur hafi tak- markaða þekkingu á fram- leiöslu búvara og einungis með auknum upplýsingum og þekk- ingu verði unnt að ná fram markmiðum um „vistvænt ís- land". -ÞI tfí VALMET VISSIR ÞÚ að VALMET dráttarvélin er mest selda dráttarvélin á Norðurlöndum? að VALMET dráttarvélin er framleidd á Norðurlöndum fyrir norrænar aðstæður? að VALMET dráttarvéla-verksmiðjurnar eru fyrstu fram- leiðendur dráttarvéla, sem hlotið hafa staðfestingu gæðastaðalsins ISO 9001? Kröfuharðir neytendur, sem dæmi kjarnorkuver eða bandaríski herinn, fara eftir gæðastaðii ISO 9001 við vöruinnkaup sín. VALMET var þriöja söluhæsta dráttarvélin frá Vestur- Evrópu á íslandi 1995. Að VALMET hefur hlotið frábærar viðtökur hér á landi. J Að VALMET er nú komin í alla landsfjóróunga. VALMET til afgreiðslu strax. Leitaðu upplýsinga — það borgar sig. Verðið kemur þér vissulega á óvart. BUiJÖFUR VALMET íverkin VIÐ ERUM FLUTT í Krókháls 10,110 Reykjavík. Umboðsmenn um allt land. Sími 567-5200. Fax 567-5218. Farsími 85-41632.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.