Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 10
14 Mibvikudagur 13. mars 1996 Framtíöarrekstur Stóöhestastöövarinnar: A5 glata tækifærunum Á nýafstöönu Búnabarþingi voru málefni hrossaræktar- innar talsvert á dagskrá. Bæöi var þar um aö ræöa stööu Fé- lags hrossabænda sem bú- greinafélags, svo og málefni Stóöhestastöövarinnar í Gunnarsholti. í þessari grein veröur fjallaö um Stóöhesta- stööina, en HESTAMÓT mun síöar birta viötal viö Berg Páls- son, sem skipar sæti formanns hjá hrossabændum. Málefni Stóðhestastöövarinn- ar hafa verið í sviðsljósinu frá því landbúnaöarráöherra ákvaö aö ríkiö hætti rekstri þar. Gerö var þá skýrsla um framtíðarrekst- ur stöövarinnar og er hún þaö raunhæfasta sem enn hefur ver- iö sett fram um þessa starfsemi. Hrossarækt á íslandi þar sem miðað er við ræktun reiðhesta hefur eflst mikið á undanförn- um árum. Þar held ég að engum sé gert rangt til þegar því er hald- ið fram að þar hefur Stóbhesta- stöð ríkisins haft mest áhrif. Áhrifin hafa kannski ekki orðið mest vegna kynbótagildisins, heldur þess hve stöðin vakti mikinn áhuga á búgreininni og hafbi afgerandi áhrif þegar litið er til markaðarins. Því hlutverki mun stöðin í Gunnarsholti enn geta gegnt og nú því fremur sem aðstaðan þar er orbin slík sem hún er. Aö kynna starfib Suðurlandsfjóröungur er hrossflesti fjórðungur landsins og hefur jafnframt mesta breidd í stofninum. Af þeim sökum þá er það glapræði að kippa burtu þeirri opinberu starfsemi sem þar hefur veriö. Reynslan hefur sýnt ab aðrir landshlutar hafa hvergi fengið betra tækifæri til ab kynna framleiðslu sína hvab stóðhesta varbar en einmitt þar. Þar hefur því verið vakin veruleg athygli á þeirri ræktun sem HEJTA- MOT |<CARI ARNORS- SON menn eru aö vinna aö annars staðar á landinu. Ætli Búgreina- félagið aö stuðla að því að þessi starfsemi verði lögð niður, eins og mátt hefur skilja á málflutn- ingi sumra forystumanna þess, þá eru þeir að vinna hrossarækt- arstarfinu í landinu verulegt tjón. Á hverju vori hafa hópast þús- undir manna til að sjá þau hross sem sýnd hafa verið á Stóðhesta- stöðinni, til að fá samanburð við sína ræktun og ekki síst til að grennslast fyrir um velættaða og hæfileikamikla gripi til undan- eldis. Gunnarsholt liggur þannig vib landfræðilega að þangað er auðvelt að sækja fyrir alla lands- menn. í tengslum við þessar vor- sýningar hefur svo verið komið upp sýningum í Reiðhöllinni i Viöidal, vegna þess aö menn vita að svo margir áhugamenn um ræktun og hestamennsku eru á ferðinni þessa Stóðhestadags- helgi. Hrossaræktin þarf allt annars konar kynningu á sinni framleiðslu en aðrar búgreinar. Miðstöð af því tagi, sem verib hefur í Gunnarsholti, er því ómetanleg. Þab á aö vera metnaðarmál hrossaræktenda að halda uppi öflugri starfsemi í Gunnarsholti. Sú stafsemi á að hafa þrennskon- ar markmið: í fyrsta lagi stóð- hestastöð þar sem ströngu vali er beitt við inntöku hesta, í öðru lagi tilraunastarf varðandi stóð- hesta og í þribja lagi rannsóknar- starfsemi sem mikil þörf er á að auka. Stóðhestar á Austurlandi, í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum í tenqslum við starf- semina á Hólum Landbúnaðarráðuneytið hef- ur ákveðið ab miðstöð kennslu og rannsókna skuli vera tengd Bændaskólanum á Hólum. Það er gott mál. Sú starfsemi, sem fram færi í Gunnarsholti, ætti að vera í nánum tengslum við Hólaskóla og skólinn að hafa þar staðsettan starfsmann. Rannsóknar- og tilraunastarf Hólaskóla í Gunnarsholti gefur tækifæri til að vekja áhuga á því og kynna það sem gert er norð- ur á Hólum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir skólann til að víkka út sína starfsemi og taka þar afgerandi forystu. Þess vegna er það með ólíkindum, ef þeir sem efla vilja þessa búgrein koma ekki auga á þennan möguleika. Að eiga þess kost að geta kynnt þúsundum manna ár hvert það, sem verið er að gera í greininni, hefur gífurlega þýð- ingu fyrir markaðinn. Þarna væri t.d. gott tækifæri fyrir skól- ann að kynna á hverju vori það sem gert er heima á Hólum. Til þess að framkvæma rann- sóknir og tilraunir er ekki nauð- synlegt að vera í sviðsljósinu, en til þess að fá fjármagn til þeirrar starfsemi þurfa stofnanir að vekja á sér athygli. Afkvœmi heibursverblaunahestsins Stígs frá Kjartansstöbum á landsmót- inu 1994. Stígur verbur í Eyjafirbi í sumar. Þá er komið ab því að greina frá Hrossaræktarsambandi Ey- firöinga og Þingeyinga. Þeir eiga fjóra stóðhesta og hafa auk þess leigt aðra fjóra til notkunar í sumar. Hrossarækt- arsambandið nær eins og nafn- ib bendir til yfir Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslur bábar. Á þessu svæði hefur löngum verið góður kostur hrossa og ræktun Eyfirðinga stendur á gömlum merg. Stóðhestar sambandsins verða á svæðinu sem hér segir: Gustur frá Hóli II verður fyrra tímabil í Eyjafirði. Baldur frá Bakka verður fyrra tímabil í Suður-Þingeyjarsýslu. Andvari frá Ey verbur síðara tímabil í Eyjafirði. Hjörtur frá Tjörn verður í hús- notkun á Grund í Eyjafiröi og fyrra tímabil í Eyjafirbi. Geta má þess að þessa stób- hesta á sambandið í félagi við önnur hrossaræktarsambönd þar sem hestarnir veröa einnig í notkun. Leiguhestar verða: Stígur frá Kjartansstöðum verður fyrra tímabil í Eyjafirði. Dagur frá Kjarnholtum verður síöara tímabil í Eyjafirði. Kjarval frá Saubárkróki verður síöara tímabil i Suður-Þingeyjar- sýslu. Otur frá Sauðárkróki verbur síðara tímabil í Norður-Þingeyj- arsýslu. Kvittur er móvindóttur ab lit með næstum hvítt fax og tagl. Þetta er sá litur sem mest er eft- irsóttur um þessar mundir. Bú- ast má við því að þessi foli nái mikilli athygli á næstu árum og vel verði fylgst með tamningu hans. Hver veit nema hann komi fram á landsmótinu fyrir norðan eftir tvö ár? Formabur Hrossaræktarsam- bands Eyfirðinga og Þingeyinga er Guðmundur Birkir Þorkels- son á Húsavík. HRAUST eingöngu meö hesta frá Sauð- árkróki Hjá Hrossaræktarsambandi Austurlands, sem skammstafað er HRAUST, verða eingöngu hestar úr ræktun Sauöárkróksfeðga. Á fjórðungsmótinu í fyrrasumar leyndi það sér ekki að Sauðár- krókshestarnir komu vel út í bland við austfirsk hross. Þar voru þab reyndar hálfbræðurnir Kjar- val og Otur sem hvab mest voru áberandi. En í þetta sinn eru það faðir þeirra og frændur sem þjóna hryssum Austfiröinga í sumar. Glaður frá Sauðárkróki verður fyrra tímabil í Breiödal og seinna tímabil á Hérabi. Hervar frá Sauðárkróki verður seinna tímabil í Vopnafirði. Hilmir frá Sauöárkróki veröur seinna tímabil á Hérabi. Hilmir, sem sagt var frá í HESTAMÓTUM síðast, er bleik- álóttur skjóttur. Hann er nú í tamningu og fer vel af stað. Hann er undan Ófeigi frá Flugumýri og Hervu frá Sauðárkróki, en Herva er undan Gáska frá Hofsstöðum og Hervöru frá Sauðárkróki. í þessum hesti eru saman komnir þrír heiðursverölaunahestar. Þaö eru Ófeigur faðir hans. Gáski afi hans og Hrafn frá Holtsmúla langafi. Ein langamma hans er svo Síða frá Sauðárkróki. Um þekkta stóbhesta í eigu Austfirðinga, svo sem Kjark frá Egilsstaðabæ, Hjörvar og Stefni frá Ketilsstöðum og Hrannar frá Höskuldsstöðum, er ekki vitað hvar þeir verða. Áður hefur kom- ið fram hvar Svartur verður. For- maður Hrossaræktarsambands Austurlands er Gunnar Jónsson, Egilsstöðum. ■ Ab henda verbmætum Á Búnaðarþingi var sú ákvörðun tekin að leitað skyldi eftir því hvort hagsmunaaðilar í hrossaræktinni hefðu vilja til aö nýta aðstöðuna í Gunnarsholti, þegar núverandi ieigutíma lýkur 31. ágúst. Þessi tillaga verbur vart skilin öðruvísi en svo ab Bændasamtökin ætli ab hætta þar rekstri og skilja málið eftir opið. Jafnframt tekur Búnaðar- þing undir þá stefnumörkun að kennsla, rannsóknir og tilraunir séu best komnar í tengslum viö Bændaskólann á Hólum. Meiri reisn hefði nú verið yfir því ef Búnaðarþing hefði sam- þykkt stefnumörkun í þá veru að öflug starfsemi í þágu kyn- bóta skyldi rekin í Gunnarsholti í tengslum vib Hólaskóla eða undir forræði skólans. Slík stefnumörkun væri heildarsýn fyrir kynbótastarfið í iandinu öllu og ekki síst veigamikill þáttur í markaðssetningu. Músarholusjónarmið ein- stakra forystumanna í Félagi hrossabænda eiga ekki að ráða för í þessum efnum. Þau skemma, en bæta ekki. Áningahólf í Jökulsárgljúfrum Þsngeyingar meb tískulit Haustib 1994 keyti deild hrossaræktarsambandsins í S,- Þing. hestfolald frá Víðivöllum fremri í Fljótsdal. Sá foli veröur í notkun í sumar. Hann nefnist Kvittur og er undan Þorra frá Þúfu og Mey frá Víðivöllum. Mey er undan Ófeigi frá Hvann- eyri og Madonnu frá Sveina- tungu og því hálfsystir stób- hestsins og gæbingsins Seims frá Víðivöllum. Smám saman batnar abstaða þeirra sem ferbast á hestum um landib. Áningahólf hafa veriö að sjá dagsins ljós hingað og þangab um landið. Áninga- hólfasjóbur Landssambands hestamannafélaga styrkir byggingu slíkra mannvirkja. A síðasta ári kom Hesta- mannafélagib Feykir í Öxarfirði upp áningahólfi á Svínadal í Jök- ulsárgljúfrum. Félagið fékk leyfi Náttúruverndarráös fyrir þessari framkvæmd í Svínadal, sem er gamalt eyðibýli innan þjóð- garðsins í Jökulsárgljúfrum. Staburinn er vinsæll áningar- staður þeirra sem leið eiga um þjóbgaröinn á hestum. Hólfib er staðsett í túni Svínadals viö reið- leibina í gegnum þjóðgaröinn. Stærð hólfsins er 120 x 50 metrar. í gegnum hólfið rennur lækur og þar eru einnig gamlar hesthúsrústir sem veita skjól. Hólfiö er byggt úr rekavibar- staurum og rafgirðingarvír og efsti strengur einangraður frá staurunum í því skyni að hægt sé ab tengja hann við litla rafstöb, þegar hólfið er í notkun. Við enda hólfsins er gerði, svo auð- velt er að taka þar hross. Hólfib er grösugt, auk þess sem mikið graslendi er í næsta nágrenni. í því samkomulagi, sem gert er við Náttúruverndarráb um upp- setningu hólfsins, er kveðið á um að hólfið verði í eigu þjóð- garðsins og viðhald þess á kostn- að Náttúruverndarráðs. Um hálftíma gangur er frá Svínadal að húsi landvarða í Vesturdal. Ekki er leyfö umferð ökutækja á Svínadal nema í neyðartilfellum. Nauðsynlegt er að þeir, sem ætla ab nota hólfið, tilkynni landvörðum um ferðir sínar með góðum fyrirvara. Áningahólfasjóður LH veitti 100.000 króna. styrk til þessarar framkvæmdar. Þetta er gott dæmi um farsæla samvinnu hestamanna og Nátt- úruverndarrábs. LH hefur kapp- kostað gegnum tíðina að eiga gott samstarf vib Náttúruvernd- arráð, Landgræbslu ríkisins og önnur þau samtök sem vinna að góbri umgengni um landið. Því miður er þess sjaldnar getið sem vel er gert í þessum efnum, meira fjallað um þaö sem miöur fer. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.