Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 1
.......¦¦"------------------------------------"-------------------------------------- Búnabarþing WiW Stefnumörkun 1 hfrænni land- búnaöarframleiöslu samþykkt Stefnumörkun í lífrænni landbúnabarframleibslu hefur verib samþykkt á Búnabarþingi. Stefnumörk- unin var unnin á vegum VORS — Félags bænda 1 líf- rænni ræktun og lagt fyrir stjórn Bændasamtaka ís- lands, auk þess sem félagib - fór þess á leit vib Búnabar- þing ab þab fjallabi um stefnumörkunina. í stefnumörkuninni segir að taka verði upp aðlögunar- styrki vegna lífrænnar fram- leiöslu líkt og gert er í öðrum löndum. Styrkirnir veröi bæði tengdir framleiðslu og einnig að greitt verði fyrir hvern hektara sem breytt verði til lífrænnar ræktunar. Greiðslur verði inntar af hendi beint til bænda í samræmi við vottorð vottunarskrifstofu, en einung- is verði greitt til þeirra bænda sem hlotið hafi viðurkenn- ingu löggiltrar vottunarstofu og um verði að ræða aðlögun- arstyrki í fimm til tíu ár, auk þess sem Bændasamtökin pg Félag bænda í lífrænni ræktun komi vinnuhópi á fót, sem semji nánari tillögur um út- færslu þeirra. Þá segir að taki styrkjakerfi ekki gildi á þessu ári, verði að gera sérstakar ráðstafanir til þess að þeir, sem þegar séu farnir að framleiða stóran hluta af afurðum sínum með lífrænu móti, geti haldið áfram. Endurskoða verði þá stefnu sem unnið hafi verið eftir varðandi Áform-sjóðinn, þannig að hann nýtist til þess að byggja upp framleiðslu og markaðssetningu lífrænna landbúnaðarafurða. Með lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu nr. 162 frá 1994 og reglugerð um lífræna landbúnaðarfram- leiðslu hafa fyrstu skrefin ver- ið stigin á þessu sviði. Þá hef- Ur vottunarstofan Tún hlotið faglöggildingu frá Löggilding- arstofu ásamt undirskrift landbúnaðarráðherra. Þá hafa Sláturfélag Suðurlands og Ágæti hf. fengið vottun til þess að selja lífrænar vörur og Mjólkurbú Flóamanna hefur lýst sig reiðubúið til að taka á móti lífrænt framleiddri mjólk. I stefnumörkun í lífrænni landbúnaðarframleiðslu segir að í öllum löndum hins vest- ræna heims sé lífrænn land- búnabur viðurkenndur sem eitt stærsta skref er unnt sé að taka í átt til aukinnar um- hverfisverndar. Stjórnvöld geri sér grein fyrir því að framleiðendur einir geti ekki borið þann kostnað sem samfara sé slík- um grundvallarbreytingum og því séu þeir bændur, sem vilji hefja lífræna framleiðslu, styrktir af stjórnvöldum þess- ara landa. -ÞI Frá setningu Búnaöarþings. Brýnt ab endurskipu- leggj a sláturhúsin Málefni afurbastöbva voru í brennidepli á Búnabarþingi og segja má ab þau hafi ver- ib eitt af stóru málum þings- ins. Stjórn Bændasamtaka íslands lagbi ályktun frá for- mannafundi búnabarsam- bandanna í landinu um skipulag afurbasölu og hag- ræbingu í slátrun og úr- vinnslu fyrir þingib. í álykt- un formanna búnabarsam- bandanna, sem er frá því í nóvember á síbasta ári, segir mebal annars ab afar brýnt sé ab nú þegar hefjist mark- viss endurskipulagning og hagræbing í málefnum slát- urhúsa, náb verbi aukinni samstöbu í sölumálum og vöruþróun aukin á kjöti. Búnabarþing gerbi ályktun formannafundarins ab sinni, þegar hún var sam- þykkt í óbreyttu formi á þinginu. í greinargerð Búnaðarþings með ályktuninni segir aö vinna verði með markvissum hætti að stofnun slátursam- laga, er hafi að minnsta kosti eitt útflutningshæft sláturhús innan sinna vébanda. í því efni verði veitt fjármunum af hagræðingarlið búvörusamn- ingsins og einnig úr Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins til búnaðarsambanda, sem beiti sér fyrir stofnun slátursamlaga og vilji léggja fjármuni í þau. Einnig veröi leitað eftir stuðn- ingi Byggðastofnunar til þeirra hluta. í greinargerbinni er lagt til að sett verði á stofn sérstök sölusamtök, „Sölumið- stöð landbúnabarins", sem hafi umsjón með öllum út- flutningi kjötafurða og eftir atvikum annarra landbúnaö- arafurða. Verkefni þeirrar stofnunar verði meðal annars að skipuleggja og samræma útflutning, standa fyrir mark- aðsrannsóknum utan lands og innan, vinna með afurða- stöðvum að þróun afurba fyrir mismunandi markaði og setja ákveðna gæðastaðla. Þá komi til greina að stofnunin annist vörukynningar og gerð aug- lýsinga. Búnaðarþing leggur til að kannað verði hvort byggja megi þessa sölumið- stöð á einhverjum þeim grunni sem þegar sé fyrir hendi. Miklar umræður urðu á Búnaðarþingi um sölumál kindakjöts, en þar hefur skór- inn kreppt mjög að á undan- fornum misserum. Þingið leggur til að gerbreyta verði allri markaðssetningu og út- rýma verði þeirri ímynd, sem kjötið hafi á sér, að það sé einskonar útsöluvarningur. í því efni verði að taka upp nýtt kjötmat, sem byggist annars vegar á vaxtarlagi og vöðvafyllingu en hins vegar á fitustigi. Þá verði einnig ab stórauka snyrtingu kjötsins og henda skrokkhlutum á borö við slög, bringu og síbast en ekki síst hæklum. Búnaðar- þing leggur til að reynt verði að hafa ferskt dilkakjöt sem lengst á markaði og vinna að því að fýsilegt geti verið fyrir bændur ab slátra utan hefb- bundinnar sláturtíbar. í því efni veltir Búnabarþing upp þeim möguleika að það kjöt, sem selt verbi ferskt utan tímabilsins frá 15. ágúst til 1. desember, verbi undanþegið útflutningskvöð og birgða- kostnaður eða vaxta- og geymslugjald verði notað til þess að verðbæta kjötið. Búnaðarþing leggur mikla áherslu á að til þess aö geta stundað eðlilegt markaðsstarf með kjötafurðir verði að nást jafnvægi á kjötmarkaðnum og því sé það algert forgangsmál ab flytja úr landi þær um- frambirgðir af kindakjöti, sem nú séu fyrir í landinu, jafnvel þótt ekki fáist fyrir þær annab en léleg verb. -M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.