Tíminn - 15.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.03.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. mars 1996 <F if ipf IFP 7 Ráðherraskipuö nefnd leggur til byltingarkenndar hugmyndir um rannsóknir sem ríkiö hefur kostaö: Orkurannsóknir fari út á almennan markab Orkustofnun, 90 manna vinnu- staöur, á í framtíöinni aö hafa 20 starfsmenn í þjónustu sinni. Orkurannsóknir eiga aö hverfa frá stofnuninni til einkafyrir- tækja eöa sérstaks hlutafélags sem stofnaö yröi utan um orku- rannsóknir í landinu. Þá eiga Rannsóknastofa byggingariön- aöarins og Iöntæknistofnun aö sameinast í öflugri stofnun og Orkustofnun og Rannsókna- stofnun landbúnaöarins mögu- lega aö beina einhverjum verk- efnum til þeirrar stofnunar. Rábherra vill láta til skar- ar skríba „Ég legg áherslu á aö ég vil láta á þessar tillögur reyna," sagöi iön- aðarráðherra, Finnur Ingólfsson, þegar Tíminn leitaði til hans í gær. Nefnd sem ráðherrann skip- aði í september síðastliðnum til að endurskoöa starfsemi Orku- stofnunar og Iöntæknistofnunar hefur nú skilað lokaskýrslu, sem hefur aö geyma talsvert byltingar- kenndar hugmyndir um rann- sóknastarfsemi á íslandi. Finnur sagöi að gert væri ráö fyrir að lögbundið hlutverk Orku- stofnunar yrði óbreytt frá því sem er í dag, þótt þar yröu miklar breytingar. Þá er lagt til í skýrsl- unni að nágrannarnir á Keldna- holti, Iðntæknistofnun og Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins, verði sameinaðir í eina stofn- un. Orkustofnun — sífellt í könnun Orkustofnun hefur reyndar ver- iö könnuð í bak og fyrir síðustu 15 árin í það minnsta, og mun þetta vera fimmta endurskoðun Orkustofnunar á þessum tíma. Uppi hafa verið ýmsar skoðanir á íslenskum rannsóknum. Margir hafa talið, og það eflaust með réttu, að þær hafi verið of litlar miðað við aörar þjóðir. Aörir, einkum þeir sem halda um ríkis- sjób, hafa séð nokkrum ofsjónum yfir peningum sem varið hefur verið til rannsókna. Hvað sem um þau mál má segja, þá miða tillögur nefndar- innar að því að fá sem mest fyrir það fé sem til rannsókna rennur. Margar eru þessar hugmyndir án efa löngu tímabærar og miða í rétta átt. En lítum aðeins á tillög- ur fimmmenninganna sem sömdu skýrsluna til iðnaðarráð- herra. Orkustofnun — rábgef- andi stjórnsýslustofnun Orkustofnun á samkvæmt áliti nefndarinnar að afla sér upplýs- inga og rannsóknarniðurstaðna eftir öðrum leiðum en gert hefur verið. Hún á að leita út á markað- inn með útboð í verkefnin, en ekki nýta eigin mannafla. Stofn- unin á að minnka talsvert aö um- fangi, og eflaust munu margir telja að verið sé að leggja hana niður. Allavega er verið að draga úr henni allan mátt. Hún á ab sinna stjórnsýsluhlutverki, afla og varðveita þekkingu á sviði orku- mála og auölinda og vera ráð- herra og stjórnvöldum til rábgjaf- ar. „Ég vil að látið veröi á það reyna hvort Orkustofnun, eða rík- ið og orkufyrirtækin, hafi áhuga fyrir því að stofna meb sér félag um orkurannsóknirnar, þar sem orkufyrirtækin geti keypt þjón- usturannsóknir. Orkustofnun gæti líka keypt sínar rannsóknir af þessu félagi. Ég hef átt fund með fulltrúum orkufyrirtækjanna þar sem ég hef kynnt þetta mál," sagöi Finnur Ingólfsson í gær. I tillögum nefndarinnar er gert ráö fyrir að Orkustofnun geri framkvæmdaáætlun um innkaup sín á vinnu vib rannsókna- og þjónustuverkefnum þeim sem hún sinnir í dag. Áætlun um út- boð og innkaup fyrir yfirstand- andi ár og árið 1997 á að liggja fyrir í lok næsta mánabar. Fram- kvæmd þessarar tillögu á að vera lokiö í ársbyrjun 1998. 200 milljónir úr ríkissjóbi í fjáriagafrumvarpi 1996 er reiknað með rösklega 204 millj- Á myndinni er unnib ab virkjun jarbhita vib Þorlákshöfn. Borinn á myndinni mun vera jötunn. óna króna framlagi úr ríkissjóði til Orkustofnunar. Gert er ráð fyr- ir launakostnabi upp á 230 millj- ónir króna. Sértekjur stofnunar- innar eru þar reiknaðar 155,4 milljónir króna. Starfsmenn Orkustofnunar eru um 90 talsins og starfa mest í þrem deildum. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri stjórn Orkustofnunar hinnar nýju. Það þykir ekki nauðsynlegt eða eðlilegt með stjórnsýslustofn- un. Jaröhitaháskóli Sameinuðu þjóðanna veröur áfram undir væng Orkustofnunar. Orkumálastjóra, Jakobi Björns- syni, verður falið að hrinda í framkvæmd nýrri stefnu hjá stofnun sinni. Jakob sagði í gær aö hann vildi ekki ræða þessi mál í fjölmiðlum. „Ég vænti þess fast- lega að ráðherra komi inn á þetta á ársfundi Orkustofnunar á fimmtudaginn kemur. Þab liggur fyrir álit nefndar í iönaðarráðu- neytinu," sagöi Jakob Björnsson í gær. Hann sagði að vissulega ríkti nokkur spenna á vinnustaðnum eftir að fréttist í fjölmiðlum um niðurstöður nefndarinnar. Starfsmönnum verbur hjálpab Nefndin fjallaöi um vandamál starfsmanna Orkustofnunar. Gert er ráb fyrir að þeir fái aðstob við að hasla sér nýjan völl utan Orku- stofnunar, meðal annars meb því aö semja viö fyrirtæki, sem starfs- menn Orkustofnunar kynnu að stofna um einstök verkefni án út- boðs. Nágrannar í eina sæng saman Þriðja tillaga nefndarinnar varöar starfsemi Iðntæknistofn- unar. Þar lauk störfum nefndar- innar á nokkuð óvæntan hátt. Lagt var til að stofnunin samein- ist Rannsóknarstofu byggingar- ibnaðarins, en RB var ekki abili að nefndastarfinu enda ekki um þá stofnun rætt í upphafi. „Ég hef talað við fulltrúa þess- ara aðila og vinnuhópur kannar hagkvæmni þessarar hugmyndar nefndarinnar. Niðurstaða hóps- ins á að liggja fyrir um næstu mánaðamót," sagði Finnur Ing- ólfsson, iðnaðarráðherra, í gær. Nefndin segir ab fyrir hendi sé bæði fjárhagslegur og faglegur ávinningur með sameiningunni. Stofnanirnar muni mynda sam- stæða heild í rannsóknum, skapa öflugt ránnsóknarumhverfi — og sameining muni lækka rekstrar- kostnað. Starfsemi beggja sé lík í ebli sínu, enda starfi báðar stofn- anir fyrir iðnaöinn í landinu og séu í nágrenni hvor við aðra sem auðveldi út af fyrir sig sameining- una. í skýrslu nefndarinnar segir að ekki sé mikil skörun milli þessara tveggja stofnana, einna helst sé hún á efnatæknisviði, en einstak- ar deildir muni samt styrkja hver abra og að fagleg breidd verði meiri en nú er. Fullyrt er að ýmis rekstrartengd verkefni sem nú eru unnin í báðum stofnunum, sitt hvoru megin við götuna um Keldnaholtssvæðið, megi sam- eina, og er þar átt við fjármála- stjórn, starfsmannamál, kynning- ar- og markaðsmál, útgáfumál, fræðslumál, fagbókasafn og fleira. Lagt er til aö ný lög um nýja tæknistofnun kveði á um sjálf- stæði slíkrar stofnunar, enda sé það reynslan erlendis frá að slíkt sjálfstæði sé þeim nauðsyn, hvort heldur um er að ræða hlutafélags- form eða sjálfseignarstofnun. Nefndin leggur ekki til ab nýja rannsóknarstofnunin veröi „háeffuð". Þab muni hvorki henta stofnuninni né atvinnulíf- inu. Hinsvegar sé sjálfseignar- formið hentugra sé lagarammi um slíkt form fyrir hendi. Nefndin leggur til að enn lengra verði gengið í hagræöing- arátt í rannsóknastarfsemi ríkis- ins. Sameina megi ákveðna starfs- semi sem nú er hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, RALA, og hliðstæða starfsemi hjá hinni nýju stofnun. Er þab álit nefndar- innar að sameina beri matvælar- annsónir og efnagreiningar en í báðum þessum málaflokkum sé nokkur skörun á milli Iðntækni- stofnunar og RALA. Sameining slíkra verkefna muni þýða faglega sterkari starfsemi auk þess sem nýting á starfsmönnum og rann- sóknarbúnaði yrði betri. Er lagt til að iðnaðarráðherra ræði þessa hugmynd við flokksbróður sinn, landbúnabarráðherrann. Nefndin sem vann skýrsluna fyrir iðnaðarráðherra var þannig skipuð: Syeinn Þorgrímsson, deildar- stjóri iðnaðarráðuneytis, formað- ur; Ásbjörn Blöndal, formaður Samorku, samtaka raforku-, hita- og vatnsveitna; Eyjólfur Árni Rafnsson, stjórnarformaður Orkustofnunar; Sigfús Jónsson, stjórnarformaður Iðntæknistofn- unar Islands; og Sveinn Hannes- son, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. -JBP Cuömundur E. Sigvaidason, forstööumaöur Norrœnu eldfjallastöövarinnar, segir varasamt aö sundra Orkustofnun: Spurning um auðlindavöktun þjóðarinnar Guömundur E. Sigvaldason, forstöðumaður Norrænu eld- fjallastöðvarinnar, hefur miklar efasemdir um gildi þess að skipta upp orkustofn- un og leggja hana í raun niður í núverandi mynd. Guðmund- ur viröist raunar tala fyrir munn fjölmargra jarð- og náttúruvísindamanna í þessu máli en í samtali við Tímann í gær sagöist hann þó ekki hafa séð nákvæma útfærslu á því sem til stæði aö gera. „Ef það er hugmyndin, eins og fram hefur komið í fréttum, að það eigi að sundra stofnun- inni og búa til úr henni smáar einkafyrirtækiseiningar, þá er einsýnt að þessi fyrirtæki munu fá afmörkuö verkefni sem eru greidd af stofnunum sem vilja lausn á einhverju tilteknu vandamáli. Slíkt liggur í hlutar- ins eðli og slíkir verkkaupar kæra sig þá heldur ekkert um að vera að borga fyrir einhverjar fræðilegar rannsóknir eða vangaveltur. Þess vegna tel ég ab grunnrannsóknir yrbu al- gjörlega útundan, „sagði Guð- mundur í gær. Hann vildi minna á að hlut- verk Orkustofnunar væri að fylgjast með og vakta sumar af mikilvægustu auðlindum lands- ins, sem væm heitt og kalt vatn. „Fólk gleymir því gjarnan að það, að 80% þjóöarinnar skuli geta búib við hitaveitu má rekja til þess fræðilega grunns sem skapaður er við Orkustofnun. Menn gleyma því líka að til þess aö geta treyst á nægt framboð af köldu vatni til neyslu, fisk- vinnslu og iðnaðar þarf stöðug- ar rannsóknir. Það þurfa ein- faldlega stöðugt að vera í gangi grunnrannsóknir til þess að menn geti viðhaldið og nýtt á skynsamlegan hátt þessar orku- lindir. Þessar rannsóknir hafa farið fram og fara fram á Orku- stofnun," segir Guðmundur. Aöspurður um hvort eitthvað mæli gegn því að þessar grunn- rannsóknir fari fram annars stabar. t.d. í Háskólanum eða stofnunum hans sagði Guð- mundur það ekki vera þar sem Háskólinn geti ekki tekið að sér slíkt verkefni. „Þetta er auð- lindavöktun þjóbarinnar, en Háskólinn stundar frjálsar rann- sóknir og honum verða ekki sett fyrir verkefni með þessum hætti. Háskólinn hefur það hlutverk að mennta og rann- saka en þó ekki á einhverju ákvebnu fyrirfram skilgreindu svibi varðandi þekkingaröflun og þjónustu." Guðmundur sagðist óttast þá martröð að ef svona gengi í gegn myndi þekkingaröflun Orkustofnunar stöðvast nú á vormánuðum 1996. „Og um leið og þekkingaröflunin stöðv- ast og þekkingunni er ekki hald- ið við gerist það að við færumst aftar í tímanum að þessu leyti. Það sem nú er í fremstu röö í heiminum á sviði jarðhitarann- sókna verður ekki lengur með eftir nokkur ár. Forsenda þess t.d. ab reka jarðhitaskóla Sam- einuðu þjóðanna hér á landi er að þessir sérfræðingar á Orku- stofnun starfi saman sem ein heild, sem ein hljómsveit. Sé þeim tvístrað er stoðum kippt undan skólanum," sagði Guð- mundur ennfremur. Hann sagði það því sína niðurstöðu og margra annarra kollega sinna að í þessum efnum yrðu menn að fara hægt í breytingar svo barn- inu yrði ekki kastað út meö bað- vatninu. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.