Tíminn - 15.03.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.03.1996, Blaðsíða 10
10 ' * *-ft. X- y Föstudagur 15. mars 1996 Þorgrímur Jónsson bóndi, Kúludalsá Fæddur 27. mars 1913 Dáinn 10. mars 1996 / dag er til moldar borinn frá Akraneskirkju Þorgrítnur Jónsson bóndi, Kúludalsá. Hann var faeddur í Höfn á Akranesi, sonur hjónanna Ragnheiðar Lárettu Guðmundsdóttur frá Belgsholti í Melasveit, f. 5. apríl 1876, d. 6. maí 1961, og Jóns Auðunssonar sjómanns og bónda frá Grund í Skorradal, f. 16. september 1867, d. 14. febrúar 1947. Þau eignuðust þrjú böm. Elst er Magnhildur Vilborg, sem býr nú í hárri elli á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, þá Guðmundur Sig- urður bóndi á Innra-Hólmi, en hann lést síðastliðið haust. Þor- grímur var yngstur. Þorgrímur kvœntist eftirlifandi kortu sinni, Margréti Aðalheiði Krisiófersdóttur, þann 8. maí 1945. Hún er fcedd 28. október 1920, dóttir hjónanna Guðríðar Emilíu Helgadóttur hjúkrunar- konu frá Litla-Ósi í Miðftrði og Kristófers Péturssonar gullsmiðs og bónda frá Stóru-Borg í Víðidal. Þorgrímur og Margrét eignuðust fimm böm og einn fósturson. Þau eru: Jón Ragnar bifvélavirkja- meistari, Akranesi, f. 9. júlí 1945, d. 8. júní 1995, eftirlifandi kona hans er Anna Jóna Gísla- dóttir. Kristófer Emil bifvéla- virkjameistari, Keflavík, f. 31. janúar 1949, kvaentur Ágústu Þorleifsdóttur. Ragnheiður Jóna kennari, Akranesi, f. 2. júlí 1950. Auðunn Þorgrímur vinnuvéla- stjóri, Reykjavík, f. 23. febrúar 1957, sambýliskona er Stefanía Ragnarsdóttir. Magnús Þorgríms- son leirlistamaður, Reykjavík, f. 22. júlí 1959, sambýlismaður er Rúnar Lund. Kristófer Pétursson vélstjóri, Teigarási við Akranes, f. 15. desember 1959, kvaentur Ól- afíu Guðn'mu Bjömsdóttur. Einn- ig ólust upp hjá þeim að nokkm leyti Guðmundur og Þórður Guð- mundssynir, fraendur Margrétar, sem báðir eru búsettir í Garði í Gullbringusýslu. Bamabömin em sextán og barnabamabörnin eru þrjú. Elskulegur faðir minn, Þorgrím- ur Jónsson, var fæddur á Akra- nesi í litlu húsi viö Vesturgöt- una sem afi byggði og heitir Höfn. Hann var þriðja barn for- eldra sinna og yngstur. Þegar pabbi var að aiast upp var Akra- nes lítið þorp og flestir lifðu á því sem sjórinn gaf. Þó vélvæð- ing væri gengin í garð í útgerð- inni, fóru fleslir stærri bátarnir til Sandgerðis og reru þaðan á vertíöinni. Því voru það mest árabátar og önnur lítil skip sem reru frá Akranesi. Menn reru á opnum bátum og ekkert víst aö aliir næðu landi ef veður breyttist skyndilega. Pabbi sagöi okkur krökkunum stund- um frá uppvaxtarárum sínum og gaf okkur þannig innsýn í líf sjómannsfjölskyldunnar á þess- um tíma. Þar skiptust á gleði og áhyggjur eins og gengur. Það hvíldi þungt á ömmu og börn- unum þegar afi var að fara á sjóinn og veðurútlit var ótryggt. En svo var líka margt til gamans gert og brallað eins og gengur. Hann gekk í skóla hjá Svövu Þorleifsdóttur í gamla barnaskólanum og átti mörg fermingarsystkini í bæn- um. Nafngreindi hann þau oft og talaði hlýlega um þau eins og reyndar allan sinn uppvöxt, enda átti hann rætur sínar hér á Akranesi. Afi og amma áttu alltaf dálít- inn bústofn. Afi var laginn við hesta og sennilega fyrstur manna á Akranesi til að taka hesta í tamningu. Þannig kynntist pabbi snemma góðum hestum hjá afa. Svo var líka reynt að sitja um aðkomumenn sem komu ríöandi í bæinn, skoða hestana og helst að reyna aö fá að fara á bak. Þegar þau afi og amma höfðu búið í nokkur ár í Höfn, byggði afi annaö hús, sem stendur nánast beint á móti Höfn og heitir Ný-Höfn. Þar bjó fjöl- skyldan þar til pabbi var fjórtán ára aö þau fluttu að Innsta- Vogi við Akranes árið 1927. Hugur afa stefndi alltaf til bú- skapar, en amma var heilsuveil. Þegar hér var komið sögu voru eldri börnin orðin fullorðin og þeir feðgar unnu allir saman að búinu í Innsta-Vogi. Innsti- Vogur, sem nú tilheyrir Akra- nesi, skipaði sérstakan sess í huga pabba. Einkum minntist hann kvöldsólarinnar, iðandi fuglalífs á vorin og hins stór- kostlega útsýnis vestur á Snæ- fellsnesið og til fjallanna í austri og norðri. í Innsta-Vogi átti pabbi góð ár. Hann varð fullorðinn maður, vann við að- gerð og önnur fiskverk og svo við bústörfin með foreldrum sínum og bróður. Árið 1936 flutti fjölskyldan að Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi. Þar var heimili hans alla tíð síöan. Sumarið 1944 kom í sveitina ung stúlka. Ætlaði hún að vinna sem ráöskona hjá Svan- laugu Sigurbjörnsdóttur á sum- ardvalarheimili fyrir börn. Svanlaug kenndi litlum börn- um lestur og skrift, ljóð og lög. Þetta var á stríðsárunum og reykvískir foreldrar sóttust eftir að koma börnum í sveit af ótta við loftárásir á höfuðborgina. Þarna ráku þær heimilið um sumarið af miklum dugnaði, ásamt tveimur hjálparstúlkum, í skólahúsi hreppsins sem nú hefur verið endurbyggt sem fé- lagsheimili og heitir Miðgarður. Fátt var þar um þægindi. Allt drykkjarvatn var sótt á næsta bæ og ekki var nein aðstaöa til aö þvo þvott, svo eitthvaö sé nefnt. Hér var sem sagt komin móðir mín, Margrét Kristófers- dóttir. Hún er af húnvetnsku bergi brotin, en á einnig ættir að rekja til Borgarfjarðar. Fór hún nú fljótlega ab líta í kring- um sig hvort ekki fyndust í sveitinni þokkalegir reiðhestar og svo reyndist vera. Faðir minn átti ágæta hesta, meðal annars gráan, háreistan töltara sem hann lánaði henni. Upp frá því tókust nánari kynni meö þeim. Hennar fyrsta til- finning gagnvart honum var sú að þar færi afar traustvekjandi maður. Þau giftu sig 8. maí 1945 og svo vel entist þeirra samband aö þau héldu upp á gullbrúökaupið sitt fyrir tæpu ári. Jörðina Kúludalsá keyptu þau svo 1945. Guðmundur föð- urbróbir og Jónína Gunnars- dóttir kona hans keyptu Innra- Hólm. Afi Jón og amma Ragn- heiður fluttu þangaö með þeim. Áriö 1946 fluttu amma Emil- ía og afi Kristófer frá Litlu-Borg í Víðidal til dóttur sinnar og tengdasonar að Kúludalsá. Á Kúludalsá voru næg verk- efni fyrir vinnufúsar hendur. Nú vill svo til að starfsævi pabba spannar mestu umbrota- tíma í sögu íslensks landbúnað- ar. Þegar þau pabbi og mamma hófu búskap, var til dæmis tæp- ast akfær vegur um sveitina. Tvær óbrúaðar ár voru fyrir innan bæinn. Mjólkin var flutt á bíl út á Akranes, en í slæmri færð á vetrum þurfti að reiöa hana á hestum út að Innra- Hólmi til að koma henni í veg fyrir mjólkurbílinn. Eftir stríðið jókst áherslan á markaðsframleiðslu og í kjölfar- ið kom áhersla á ræktun túna. Pabbi lét ekki sitt eftir liggja og landið, sem var mjög grýtt og erfitt til ræktunar, breyttist smám saman í tún. Mikið óskaplega var þab nú þreytandi vinna að tína grjót úr flagi, en við krakkarnir fögnuðum hverri nýrri túnspildu sem bættist við. Og þó vinnan væri ekki skemmtileg, fórum við ævin- lega til verksins með góðu, því pabbi var einstakur verkstjóri. Hann gætti þess alltaf að umb- una okkur fyrir vel unnið verk og gerði árangurinn ab sameig- inlegum sigri okkar. í sínum daglegu störfum sást pabbi sjaldan flýta sér, en hann var fyrirhyggjusamur og honum vannst ákaflega vel. Svo höfðu þau bæði áhuga á félagsmálum. Pabbi var einn af stofnendum skógræktarfélags- ins sem stofnað var í Innra- Hólmskirkju vorið 1938. Félag- ið starfaði í allmörg ár og lét t MINNING ýmis málefni til sín taka, svo sem skógrækt, skemmtanahld og ferðalög. Fyrsta ferðalagið var þriggja daga hópferð austur í Múlakot í Fljótshlíð. Þar hafði þá verið ræktabur einn fegursti trjágarður í sveit á íslandi. Far- artækið var vörubíll meö far- þegaskýli úr tré, óupphituðu og meb trébekkjum til að sitja á. Skoðaðir voru allir merkustu sögustaðir á leiðinni. Nokkru seinna eða 1956 var svo Bændafélag Innri- Akranes- hrepps stofnað. Var faöir minn einn af stofnendum og lengst af formaður. Bændafélagið beitti sér mebal annars fyrir samhjálp, ef veikindi eba óhöpp hentu félagsmenn, bættri umgengni á bæjum, dýravernd og sameiginlegri uppskeruhátíð ab heyskap loknum, svo eitthvað sé nefnt. Mamma tók virkan þátt í starf- semi kvenfélagsins. Því er stundum haldib fram að félags- líf þrífist illa í sveitum sem liggja nærri kaupstöðum. Ekki sannaðist það í Innri-Akranes- hreppi, en mikið held ég að mannlífið í sveitinni hefði orð- ib fátæklegra án þessara félaga. Ýmis framfaramál voru pabba ofarlega í huga. Var hann lengi í stjórn Ræktunarsambands Hvalfjaröar. Formaður sóknar- nefndar Innra- Hólmskirkju var hann um skeið og hafði forystu um endurbyggingu hennar, sem hann vann við af dugnaöi og með vandvirkni. Meðal ann- ars fékk hann þekkta lista- menn, þau Grétu og Jón Björnsson, til að skreyta kirkj- una að innan. Hann fylgdist líka vel með þjóðfélagsmálum og umræða um þau var honum mjög kærkomin. Honum var mjög annt um að rétta hlut hinna vinnandi stétta, taldi framleibslustörf til sjávar og sveita þau mikilvægustu sem unnin væru í landinu og fólk- inu sem ynni þau seint full- launað. Einnig taldi hann það til vansa að etja stéttum saman til átaka, í stað þess ættu allir ab vinna að sameiginlegum þjóðarhag. Ég tel hann hafa gert sér glögga grein fyrir því að í okkar litla, harbbýla landi þyrftum við að leggja okkar lóð á vogarskálina öll saman og það væri veruleg hætta á ferð- um ef yfirbyggingin í þjóöfélag- inu losnaði úr tengslum við líf- æöina, hið vinnandi fólk. Pabbi var alla tíð trúr samvinnuhug- sjóninni og hefur án efa verið talinn talsvert róttækur sem ungur mabur, enda var sú hug- sjón byltingarkennd í þá daga. Eflaust hefur hann á stundum mætt mótbyr ráðandi manna vegna skoðana sinna, sem hann lét óhikað í ljós og var ævinlega tilbúinn aö rökræða. Alla tíð bar hann hagsmuni sveitarinnar sinnar fyrir brjósti og velti ýmsu fyrir sér sem til framfara mætti verða, svo sem lagningu hitaveitu um allan hreppinn, betri samgöngum og skilvirkari stjórnun. Pabbi var afar barngóður maður. Þab höfum við börnin og barnabörnin reynt hvert af öðru. Þegar hann var inni við, sátu gjarnan eitt til tvö kríli í fanginu á honum, jafnvel þrjú. Og meira ab segja þegar börnin fóru ab stálpast þótti þeim gott að tylla sér á hnéð á afa, enda var ekki stuggað við þeim þar. Árið 1973 byggðu pabbi og mamma nýtt og stórt íbúðar- hús. Oft var það fullt af börn- um, ekki bara þeirra eigin af- komendum, heldur voru öll börn velkomin. Reyndar held ég ab fáir hafi farið um hlabið á Kúludalsá án þess ab vera boðið í bæinn til að þiggja góðgjöröir. Strax sem lítill krakki sóttist ég eftir að vera í návist pabba. Ég reyndi að elta hann í úti- verkin eins og ég mögulega gat og hef þá sjálfsagt ekki alltaf flýtt fyrir. Skemmtilegast var að sinna hrossunum. Handtökin hans við hrossin voru svo róleg og örugg. „Þetta voru allt vinir mínir," sagði hann seinna þeg- ar hann talaöi um reiðhestana sína. En þó að pabbi væri mjög hesthneigður maður, þá lét hann ævinlega skyldustörfin við búið ganga fyrir útreiðum eða öðrum skemmtunum. Heimilið var stórt og það þurfti að nýta kraftana vel til að hlut- irnir gengju upp. Samt gætti hann þess að eiga alltaf tamda hesta og efnilegt ungviði. Við kölluðum þetta okkar á milli „blómin í haganum". Og vissu- lega eru þessi yndislegu dýr gleðigjafi, þó heilsunnar vegna gætu hvorki pabbi né mamma lengur stigiö á bak síðustu árin. Það er mikil gæfa ab fá að sinna sínu ævistarfi allt til þess er yfir lýkur. Þegar veikindin fóru að gera vart við sig og þrekið minnkaöi, þá fækkaði hann í bústofninum. Æðruleys- ið var alltaf hið sama. Hann var reiöubúinn að fara þegar kallið kæmi, en þangaö til var hann líka tilbúinn að takast á vib þau verkefni sem lífiö færöi hon- um, framsækinn og duglegur. Síðasta verk pabba í þessu lífi var að fara í fjárhúsin og sinna kindunum sínum. Eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Akraness kvaddi hann og ég er innilega þakklát fyrir að hafa auðnast að vera hjá honum á þeirri stundu. Við fjölskyldan viljum færa starfsfólkinu á Sjúkrahúsi Akraness okkar bestu þakkir fyrir þá góðu aðhlynningu og hlýju sem hann naut þar. Pabbi var alla tíð minn besti vinur. Hann gaf mér eins og öllum sínum börnum og barna- börnum dýrmætt veganesti, sem við munum öll búa að og vonandi takast að miðla áfram. Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt og Guð blessi minningu þína. Þín dóttir Ragnheiður Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel. Svo kvað Jónas Hallgrímsson fyrir meira en 150 árum til ís- lenskra bænda er Alþingi var endurreist. Þá var landbúnaður nánast eini atvinnuvegur ís- lendinga og hver bóndi hafði mikilvægu hlutverki að gegna. Þannig hafði það verið allt frá landnámstíö. í sveitum lands- ins varð saga þjóðarinnar til. Menning hennar og bók- menntir. Þótt síbar hafi nánast orðið bylting í atvinnuháttum og búsetu landsmanna, mun bændastéttin ætíð skipa virðu- legan sess í sögu þjóðarinnar. Vegna fortíðar sinnar og ekki síður þess hlutskiptis sem hún gegnir í þágu þjóöarinnar og mun gera um ókomin ár. Þorgrímur Jónsson var bóndi af lífi og sál í meir en 50 ár. Hann unni moldinni og þekkti mátt hennar. Hann ræktaði, sáði og uppskar. Hann átti arð- saman búpening. Fóðraði vel og byggði vönduð hús yfir hann. Umhirða öll var eins og best gerist. Ekki haföi Þorgrím- ur á sér neitt stórbændasnið, en gætti þess vel að ekkert skorti, svo hver skepna gæfi af sér sem mestan arð. Gilti þar einu hvort um var að ræða kýr, sauöfé eða hænsni. Snyrti- mennska og hreinlæti sat í fyr- irrúmi og allt unnið af fyrir- hyggju. Hann var í stuttu máli sagt myndarbóndi, hagsýnn og útsjónarsamur. Faðir Þorgríms var Rangæing- ur að ætt, en móbir hans úr byggðum Borgarfjarðar. Heim- ili sitt stofnuðu þau á Akranesi. Þar fæddist Þorgrímur og þar sleit hann barnsskónum. Hann var yngstur þriggja systkina. Árib 1929 flytur fjölskyldan að Innsta-Vogi og stofnar þar til búreksturs. Hún flytur svo næst að Kúludalsá í Innri-Akranes- hreppi, en það var árið 1936. Þar er útsýni mikið og fagurt og skýlt í suðurhlíðum Akrafjalls. Fljótlega tekur Guðmundur bróöir hans þar við búsforráð- um, en hann var 6 árum eldri. Hann flytur síðan að Innra- Hólmi 1945 og þá hefst bú- skaparsaga Þorgríms á Kúlu- dalsá. Við nám í Reykholti var Þorgrímur veturinn 1932-'33. Þorgrímur kvæntist 8. maí 1945 Margréti Kristófersdóttur bónda og silfursmiðs Péturs- sonar á Stóru-Borg í Víðidal, mikilli ágætiskonu sem verið hefur honum dýrmætur lífs- förunautur. Giftingardagur þeirra er einn af merkustu dög- um mannkynssögunnar, friöar- dagurinn þegar heiminum var tilkynnt að mannskæöustu styrjöld veraldarinnar væri lok-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.