Tíminn - 16.03.1996, Side 6

Tíminn - 16.03.1996, Side 6
6 Laugardagur 16. mars 1996 Félögin viröast hafa tapað áttum í eftirsókn eftir titlum Frá landsleik í knattspyrnu. Eftir Jón Birgi Pétursson S þróttafélög höfuö- borgarinnar eru sum hver í gífurlegum peningavandræöum. Fé- lagsandi er líka víöa í molum. Þar er um aö ræöa nokkur þau stærstu og jafnframt metnaöar- fyllstu. Sum íþróttafélög á landsbyggöinni eru í sömu sporum aö sögn, en viröast búa ögn betur en höfuöborgarfélögin. Ástæöan? Óstjórnlegur metnaöur eftir titlum hefur kostaö sum félögin milljónir á milljónir ofan vegna stjórnlausra kaupa á leikmönnum, innlend- um og erlendum, og ráöningu dýrra þjálfara. Og ofboöslegar bygginga- framkvæmdir hafa reynst fé- lögunum um megn, einkum rekstur stórra íþróttahalla. Engu aö síöur greiöir Reykja- víkurborg 80% byggingar- kostnaöar og styrkir rekstur íþróttafélaga höfuöborgarinn- ar um samtals hálfan milljarö á ári, sem hlýtur aö teljast talsverö rausn. Ofan á allt þetta kemur sáralítil aösókn aö flestum leikjum liöanna, leikirnir eru allt of margir á smáu markaössvæöi, og gefa þar af leiöandi litlar tekjur. ís- lendingar geta ekki Ieikiö stórþjóö. Skuldahali reykvískrar íþróttahreyfingar er 350-400 milljónir króna, en sem betur fer ekki 614 eins og Mogginn sló upp nýlega. Mestar munu skuldirnar hjá stórklúbbnum Val, yfir 100 milljónir aö sögn. Víkingar skulda aö sagt er yfir 50 milljónir. Fylkir mun einnig eiga um sárt aö binda, jafnvel Fram og KR líka. Formenn boba&ir til Hverager&is Reynir Ragnarsson, löggiltur endurskoöandi og formaöur íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, sagði í samtali viö Tím- ann í gær að íþróttaforysta borgarinnar heföi vissulega miklar áhyggjur af stöbu mála og að þaö yrði aö takast alvar- lega á við vandamálin, sem steöja aö mörgum stærstu fé- lögum borgarinnar. „Viö héldum formannafund og kynntum úttekt okkar á þessum málum í lok janúar. Nú er búið aö boða til annars formannafundar í Hverageröi í lok þessa mánaðar. í þeirri stefnumótunarvinnu sem er í gangi hjá okkur ieggjum viö áherslu á að félögin séu meö- vituð um skyldur sínar gagn- vart borgurunum," sagöi Reynir Ragnarsson. A fundinn í Hverageröi munu koma allir forystu- menn hverfafélaganna í Reykjavík, en þau eru 10 tals- ins, en félög innan ÍBR eru 45, mörg þeirra sérgreinafé- lög, júdófélög, golfklúbbar og fleira. „Félögin eru afar misjafn- lega stödd fjárhagslega og viö lögðum áherslu á í okkar út- tekt aö benda ekki á einhverja syndara, sem væru búnir aö klúöra sínum málum. Lögð var áhersla á umfang starf- seminnar og hversu miklar skuldirnar væru, en einnig það hversu misvel ýmsar greinar væru staddar," sagði Reynir. Kaup á bolta- mönnum óhæfa Reynir sagöi þaö ljóst aö vandamálið væri mest hjá fé- lögum sem sinntu boltaíþrótt- um. Þar væri hreinlega of miklu til kostað. „Mér finnst þaö algiör óhæfa að vera aö greiöa mönnum laun í boltaíþrótt- unum sem eru langt, langt yf- ir því sem almennt gerist í þjóöfélaginu. Þaö er verið að kaupa leikmenn á milli félaga fyrir hundruö þúsunda, og auk þess er verið að greiöa leikmönnunum stórfé fyrir aö spila," sagöi Reynir. Leikmenn liöa í Reykjavík hafa tjáð undirrituöum ab í sjálfu sér séu leikmannakaup- in hiö erfiðasta mál. Leik- menn, tryggir sínum félögum, hafi ef til vill æft um árabil með sínu félagi án þess aö ætlast til að fá peninga fyrir. Þeir vakna síðan upp viö það að stjórn félagsins hefur „keypt" leikmann úr öðru fé- lagi. Þaö sem gerist er þetta: Sauötryggi félaginn fær ekkert fyrir puöið, hinn aðkeypti fé- lagi fær hundruð þúsunda fyr- ir aö leika. Hann þarf þó ekki aö vera hætis hót betri leik- maður og fellur oft illa inn í liöið. Oft snýst þetta upp í önnur félagaskipti. Sá að- keypti rennur beint inn í liö- ið, en sá sem fyrir var kann aö þurfa ab víkja úr liöinu á vara- mannabekk. Hann vill gjarn- an leika, og hverfur því til annars félags, þar sem hann telur að kraftar hans verbi nýttir. Ævintýra- menn í inn- kaupadeild- um félaganna Margir telja aö „innkaupa- deildir" félaganna hafi gert meira ógagn en gagn. Heilu liðin hafi splundrast, félagar sem höfðu náö vel saman upp í meistaraflokk, hverfi hver í sína áttina. í staö þeirra komi alls konar leikmenn sem margir hverjir finna sig aldrei meö nýjum félögum. Bent er á aö þessi „mansöl" á milli fé- laga hafi verið sjálfskaparvíti metnaöarfullra innkaupa- manna félaganna. Þeir hafi tapað tvennu: Einingu innan hópsins, og miklum pening- um. „Ég varö að hætta meö mínu félagi og fara annaö til aö fá leiki. í mínu gamla félagi voru einhverjir uppar komnir í stjórn deildarinnar. Þeir vissu ekkert hvað þeir voru aö gera. Árangur þeirra af öllum inn- kaupunum varö enginn og minna en þab. Deildin er búin ab vera á hvínandi kúpinni í mörg ár," sagði leikmaöur í samtali viö blaöið. Stjórnarmabur í ööru félagi sagöi ab hann heföi komið aö ömurlegu búi í sínu félagi. Fé- lagiö hefði verið í tugmilljóna skuldum og algerlega væng- stíft eftir misheppnaðar til- raunir til aö ná í titla meö kaupum á leikmönnum og þjálfurum. Formaður í félagi um árabil sagði þaö rétt aö ýmiskonar „ævintýramenn" heföu valist til aö fara með ýmsar deildir félaga, þaö þekkti hann af eig- in raun. Aðalstjórn heföi oröiö aö taka á gífurlegum skulda- vanda undirdeilda, það hafi veriö gert tímanlega. Önnur félög og metnaöarfyllri heföu hins vegar ekki tekið nægilega fljótt á vandanum. Björgunara&- ger&ir borg- arinnar „Viö sem höfum sýnt ábyrgð sættum okkur illa viö þessar eilífu björgunaraögeröir borg- aryfirvalda við þá sem hafa staðið í ruglinu. Þetta kemur auðvitaö í bakiö á okkur þegar snaran er tekin af hálsinum á keppinautum okkar, og þaö trekk í trekk," sagöi þessi for- maður. Formaðurinn sagöi aö starfið fyrir íþróttirnar væri þyrnum stráö. „Menn eru aö eyða frítíma sínum í þágu samfélagins ókeypis viö að stjórna félögun- um. Á sama tíma erum við upp fyrir haus í vandamálum, gagnvart skattayfirvöldum of- an á allt annað. Viö erum ekki aö reka fyrirtæki og hér verður Ceigvœnleg peningavandomál íþróttafélag- anna. Tugmilljóna kaup á leikmönnum og skattavandamál á boröinu. Auk þess er efast um uppeldisgildi íþróttafélaganna

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.