Tíminn - 16.03.1996, Síða 10

Tíminn - 16.03.1996, Síða 10
10 Laugardagur 16. mars 1996 Haqyrðinqaþáttur Hagyrðingar segja nýjustu fréttir í dag, hver með sín- um hætti. Pétur Stefánsson segir það vekja furðu sína að fólk veikist á spítölum. Hérria blómstra œ og enn öfugmœli á fullu: Sjúkrahúsiö sýkir menn af salmonelludrullu. Um aðra furðu yrkir Pétur eftir að hafa frétt hvað þing- mannaveislan kostaði: Aldraðir heyja œvistríð á ölmusunnar fótum. Alþingi heldur árshátíð á elli- og sjúkrabótum. Þá er komið að því sem hæst ber og Pétur yrkir: Þar stendur orð gegn orði Við þjóðkirkjunnar fréttafár flestum pykir bogið. Þar veit aðeins Herrann hár hvað er satt og logið. Og fleiri láta skáldagamminn geisa. Guðsmanni vilja nú koma á kné kerlingar þrjár eða fleiri. Napur er þytur, í nálægð við spé, af nauðgunar-tilrauna-keyri. Afhvörmunum seytla nú saknaðartár, þótt sakleysið áreitni verðist; þær harma það víst, eftir öll þessi ár, hvað ósköp var lítið sem gerðist. Viðsjáll er vegur lasta Að grafa upp gamlar syndir oggrugga tærustu lindir, er varla afgóðum huggert. Viðsjáll er vegur lasta, varasamt grjóti að kasta, þó syndari lítill þú sért. Grámann Internet og forsetakosningar í Intérnetið ýmsir spá, annars heims og þessa. Aðrir fátt eitt ærlegt sjá utan staði Bessa. Sveinn Kristinsson Þá rekur gamall þulur fréttir vikunnar: Við-rekstur Leikhúsráðið rekur Viðar. Rekkar háðu oddaklið. Gleði, náð oggæfu friðar grimmir bráðum rekum við. Því dæmist rétt (stærð) vera Eftir karp og kjaftavaðal karlar út í Brussuseli gáfu út sinn góða staðal um gúmmídót á norðurhveli. Skák Norðmenn ógna vítt um vang voru stolti — því skal stöðva ykkar yfirgang, Agðasteinn og Tísdal. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Hluttekning eöa veislugleði? Heiðar snyrtir er ekki við eina fjölina felldur í leiðbeininga- starfsemi sinni. Auk litgrein- inga- og snyrtinámskeiða kennir hann framkomu og tek- ur að sér veislustjórn og leið- beinir um samkomuhald. Þótt umsjón með útförum sé ekki í hans verkahring, lét hann til leiðast að svara spurningum um hvort ekki séu til einhvers konar reglur um hvernig fóiki ber ab hegða sér gagnvart hin- um nánustu og við útför og við erfidrykkju. Heiöar: Það eru engar fast- mótaðar reglur um þessi atriði, en aftur á móti nokkuð ríkar hefðir. En þær vilja riblast eins og annab með breyttum þjóð- háttum og búsetu. Það, sem hér fer á eftir, er mín persónulega reynsla og skoðanir og megi þær verða einhverjum til leiðbeiningar, þá er vel. Ég var ab missa ungan frænda minn. Hann var sonur hálfsystur minnar sem dó frá sex börnum eftir ab fá ekki hjarta og lungu í tæka tíb. Það var fyrir um tveim árum. Móð- ir okkar dó 24 ára frá okkur þremur. Móðuramma mín dó um fertugt úr berklum frá níu börnum. Allt reynir þetta á. Skemmtilegar erfidrykkjur Sorgin er alltaf stór og alltaf erfiö. En það, sem vib Islend- ingar þurfum að minnast, er að þegar sorgina ber að garði þá er yfirleitt svo mikið að gera hjá syrgjendum að sorgin fellur ekki á okkur strax. Þá höfum 'við sem þjóð þann ósið að vera mikið í sambandi og vera mik- ið ab fara í heimsókn og vera mikið að bjóða fram okkar ab- stoð við athafnir eins og kistu- lagningu og jarðarför. En þetta er einmitt sá tími þegar syrgjandinn hefur nóg um að hugsa og þarf ekki nema þá utanaðkomandi hjálp sem hann biöur um. Síðan förum við í jarðarför- ina og vottum syrgjendum hluttekningu. Svo er kaffi og þar er hlegið og er voða gaman. Síöan látum við ekki heyra í okkur í marga mánuði vegna þess að þab er svo mikið hjá okkur að gera. En þá kemur tómarúmið hjá nánustu ást- vinum hins látna. Þá þurfa syrgjendur að vita hverjir eru vinir og þá þurfa þeir oft að tala og tjá sig og vera ekki einir. Því þá byrjar tómarúmið. Ab því kemur ab fólk þarf að hefja iífib aftur og takast á við hlutina. En þá eru þeir sem missa svo afskaplega einir, því kunningjarnir eru að vinna svo mikið að sínu eins og skiljan- legt er. Heiðar Jónsson, snyrtir svarar spurningum lesenda Hvernig áégað vera? Þegar flatkökurnar klárast Þab, sem ég vil reyna að koma á, er að við reynum ab breyta þessu. Að við leyfum syrgjendum ab sinna sínum látnu ættingjum í fribi fyrstu dagana, þannig að athafnir fari fallega og friðsamlega fram. Til dæmis ab byrja aldrei að þiggja veitingar í erfidrykkju fyrr en þeir sem fara í garðinn eru komnir til baka. Kaldir oft og hraktir. Því þá eru flatkök- urnar með hangikjötinu oft búnar. Það er mjög algengt að ekki fari allir út í garð þegar jarbsett er. Þá fara margir í erfidrykkj- una sem bobib er til og eru búnir að sitja lengi að snæð- ingi og klára hitt og þetta, þeg- ar fólkið sem fylgir kistunni í garðinn kemur til veislunnar. Mér finnst sjálfsagt að sýna þeim nánustu þá ræktarsemi að hefja ekki kaffidrykkju né þær veitingar, sem eru á boð- stólum, fyrr en þeir eru komnir frá greftruninni og geta sest niður meö gestum sínum. Látið veisluna bíöa Þessi siður að hefja erfi- drykkju jafnvel áður en hinn látni er Iátinn síga í gröf sína og hans nánustu eru komnir frá þeirri athöfn er eitthvert hugsunarleysi. Það er vel hægt að tilkynna að bobið sé upp á veitingar að greftrun lokinni. En þetta á yfirleitt við um Reykjavík og nágrannabyggðir þar sem langur vegur er oft á milli kirkjugarðs og veislustað- ar. Úti á landi er miklu algeng- ara að þeir sem fara í kirkju fylgja einnig til grafar. Þá er líka sjálfgefið að allir sem fylgja verða hinum nánustu sam- ferba í erfidrykkjuna eftir greftrunina. Þetta er hinn gamli íslenski siður, ab þab fylgdu allir kistu og urðu síðan samferba til erfi- drykkju. En þótt aðstæður hafi breyst, finnst mér sjálfsagt að þeir sem fara beint í veisluhús eftir at- höfn í kirkjunni bíði með að þiggja vott eða þurrt fyrr en þeir sem fara í kirkjugarð koma til baka. Það er alveg sama þótt bíba verði lengi. Það er líka spurning hvort þeir, sem ekki hafa tíma til ab fylgja í kirkjugarðinn, hafi tíma til að fara að háma í sig þann mat sem boðið er upp á. Þá má spyrja hvort erfi- drykkjur séu ekki orðnar óþarf- lega íburðarmiklar. En þar dregur hver dám af öðrum og enginn vill sýnast nískari en hinn. Afskiptasemi Hitt er svo annað aö útfarar- siðir eru yfirleitt í föstum skorðum og verður ekki vart viö annað en að fólk kunni þá. Allir klæða sig sómasamlega eins og vera ber og er saknaðar- og virðuleikablær yfir athöfn- unum. En vel má ítreka, að óþarfa afskiptasemi og átroöningur við nánustu syrgjendur skömmu eftir andlát og fram yfir útför ætti að takmarka. En nokkru síöar er hluttekning og vinsamlegt samband oftast vel þegið. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.