Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. mars 1996 WWtWm 11 GINSENG — lœkningamáttur byggöur á goösögunni einni er nú rannsakabur afmeira kappi en nokkru sinni fyrr. Innihaldsrýrar ginsengafuröir á markaöi hér. María Ásgeirsdóttir lyfja- frœöingur um vibamiklar erlendar rannsóknir: Ginseng virbist gagnast sem vörn gegn krabbameini Ýmsar heilsuvörur, sem innihalda ginsengrót og fluttar voru inn fyrir nokkr- um árum, reyndust haldlitl- ar svo ekki sé meira sagt. Vörur þessar voru seldar í apótekum og stórmörkuöum og voru nánast innihalds- lausar af ginsengrótinni. „Innihaldiö var stundum þannig aö í þessu voru engin virk efni, en margt af þessu hvarf af markaöi, annað er því miður enn í umferð. Háskóli íslands rannsakaði innihaldið á sínum tíma og þá kom ýmis- legt í ljós, sumt var nánast á núlli varðandi innihald gin- sengs," sagði María Ásgeirs- dóttir lyfjafræðingur hjá Lyf hf. Hún hefur fylgst vel með ginsengrannsóknum, enda þótt hún eigi engra hagsmuna að gæta varðandi ginseng, því fyrirtæki hennar selur ekki slíkar afurðir. Ginseng gegn krabbameini María skrifar um ginseng- neyslu í síðustu Lyfjatíðindum og varpar fram spurningunni um það hvort ginseng sé vörn gegn krabbameini í mönnum. Samkvæmt niðurstöðum um- fangsmikilla rannsókna bend- ir flest til að þarna sé samband á milli. Vitnar María í grein sinni til stórrar rannsóknar sem gerð var í háskólanum í Seoul í Kór- eu, en Kóreumönnum er að sjálfsögðu málið skylt, því úr ginsengi vinna þeir hollustu- afurðir sem þeir selja um heim allan. Þrátt fyrir notkun gin- sengrótarinnar um árþúsundir í Asíulöndum og á Vestur- löndum á síðari áratugum, liggja sáralitlar rannsóknir á efninu fyrir, en goðsagnir hafa myndast um áhrifamátt rótar- innar. Þessi rannsókn dr. Taik-Koo, sem nú starfar við rannsóknar- stofnun í krabbameinsrann- sóknum, og dr. Soo- Yong Choi og samstarfsmanna þeirra, náði til 1.987 para. Samkvæmt grein Maríu Ás- geirsdóttir er niðurstaðan ótvíræð, ginseng virðist gagn- ast sem vörn gegn krabba- meinum af ýmsum toga. Ýmsar verkanir ginsengext- rakts hafa verið skráðar síð- ustu 30 árin, segir María í grein sinni. Má þar nefna ým- is áhrif á taugakerfið, róandi áhrif, vörn gegn magasári af streituálagi, minnkun þreytu, áhrif á innkirtlastarfsemi, styrking á ónæmiskerfinu og margt fleira. ÖKUMENN Athugio að lil þess að við kooiumsl Iflfða okkar þuiium við aö tosna v>ðbilreiöaralgangsiénum Ka;rar þakkir Blrndir og sjónskertir yUMFEROAR RAÐ © Blindrafélagið reynd að vísindamenn vita ekki fullkomlega hvaða efni það eru í ginsengrótinni sem hafa þessi áhrif. Auknar rannsóknir síðari ára munu eflaust svara þeirri spurningu. „Ég hef haft mikinn persónu- legan og faglegan áhuga á rannsóknum á ginsengi og fylgist vel með þeim málum í frístundum," sagði María As- geirsdóttir. „Ég hef haft sam- band við dr. Yun og fengið bréf frá honum um rannsóknirnar. Þetta eru hálærðir menn með víst fimm síðna tilvitnanir í lærdómstitla og rannsókna- störf og hafa afbragðs tækni- lega aðstöðu til rannsókna í sínu heimalandi," sagði María Ásgeirsdóttir. -JBP Fundur um sögu- kennslu í fram- haldsskólum Sagnfræðingafélag íslands, í samráði við Félag sögukenn- ara, heldur ráðstefnu um sögukennslu í framhalds- skólum í dag, laugardag, kl. 13.30 í Kornhlöðuloftinu (bak viö veitingahúsið Lækj- arbrekku). Stutt erindi flytja: Erlingur Brynjólfsson, Fjöl- brautaskóla Suðurlands: Námsmat í sögu og staöa sögu- kennslunnar. Ragnar Sigurðsson, Kvenna- skólanum: Hugleiðing um kennslu íslenskrar miðaldasögu. Gunnar Karlsson, Háskóla íslands: Hvers vegna eigum við íslendingar að hafa samband við miðaldir? Baldur Sigurðsson, Kennara- háskóla íslands: Gerð og gildi ritgerða. Lóa Steinunn Kristjánsdótt- ir, Menntaskólanum við Sund: Hvað á að kenna í íslandssögu eftirl94S? Allir áhugamenn um sögu og sögukennslu velkomnir. Kaffiveitingar. Húsbréf Ginsengplantan: rót hennar hefur verib notub sem lœkningalyf um þús- undir ára.. Þrátt fyrir takmarkabar rannsóknir bendir flest til ab jurtin búi yfir miklum lœkningamcetti. Afeitrar krabbameins- valdandi efni Á markaði hér á landi og víð- ar í Evrópu ber mest á rauðu eð- alginsengi, gerikomplexi, sem er bætt vítamínum, og ginsana. í rannsókninni í Kóreu kom rauða ginsengið best út, en það er unnið úr 6 ára rót ginseng- plöntunnar. Tilraunir þeirra Yun og Choi hófust árið 1978 með tilraun- um á músum. Tilraunin þá leiddi í ljós að sannað þótti að rautt ginseng afeitraði krabba- meinsyaldandi efni af ýmsu tagi. „Áhrifin eru að sumu leyti fólgin í aukinni virkni dráps- frumunnar (natural killer cell) til að vinna á krabbameins- frumunni," segir í grein Maríu Ásgeirsdóttur. Rannsóícnir á mönnum í Kór- eu hófust 1990 með rannsókn á 905 x 2, eða 905 pörum. Sú rannsókn þótti sanna að „þeir sem neyttu ginsengs væru í minni hættu á því að fá krabba- mein en hinir sem ekki neyttu þess". Stærsta rannsóknin kom síð- an í kjölfarið, 1.987 pör úr hópi sjúklinga Krabbameinssjúkra- húss Kóreu, fjölbreyttur hópur í samsetningu, hvað varðaði aldur, menntun og störf. Niðurstöður þessarar rann- sóknar hafa nú verið kynntar í læknablöðum á Vesturlöndum og vekja athygli, en þar er enn staðfest að þeir sem taka inn ginseng séu í minni áhættu að fá ýmsar tegundir krabba- meins. Enn stendur eftir sú stað- Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 og 4. flokki 1994 Innlausnardagur 15. mars 1996. 4. flokkur1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.452.881 kr. 1.290.576 kr. 129.058 kr. 12.906 kr. 4. flokkur1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.497.121 kr. 1.099.424 kr. 109.942 kr. 10.994 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka Islands Suðurlandsbraut 24. £xn HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ RÚSBRÉFADEIED • SUCURLANÐSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 SINFONIUHLJOMSVEITIN A FERÐALAGI HLJÓMSVEITARSTJÓRK Lan Shui ElNLEIKARK Sigurour Flosason kynnir: Sverrir Guojónsson £/rus&Á/HÍ Johann Strauss: Forleikur úr Leourblökunni Ulf Adáker. Saxofónkonsert P. Tchaikovsky: Sinfónía nr. 4 & ÍÞRÓTTAHOSIÐ DlGRANES, KÓPAVOGI laugardaginn 16. mars, kl. 14.00 ÍÞRÓTTAHÚS SÓLVALLASKÓLA, SELFOSSI mánudaginn 18. mars, kl. 20.00 Kór Fjölbrautaskólans ó Selfossi tekur þátt í tónleikunum ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN, BORGARNESI þriojudaginn 19. mars, kl. 20.00 ÍÞRÓTTAHÚS GRINDAVÍKUR miSvikudaginn 20. mors, kl. 20.00 ÍÞRÓTTAHÚSIÐ, KEFLAVÍK fimmtudaginn 21. mars, kl. 20.00 Karlakór Keflavíkur tekur þátt í tónleikunum. Andrés Björnsson leikur 1. þátt úr trompet- konsert eftir Hummel. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.