Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 18
'18 Laugardagur 16. mars 1996 Þorsteinn Ágúst Bragason Vatnsleysu Mikill harmur ásótti hug okkar og hjarta þegar fréttir bárust af andláti frænda okkar og vinar, Þorsteins Ágústar Bragasonar frá Vatnsleysu. Okkur langar til að minnast hans meö fáum orbum. Þegar Þorsteinn Ágúst kom í heiminn 16. desember 1967, bjó í austurbænnm á Vatnsleysu í tvílyftu húsi samheldin stórfjöl- skylda. Á efri hæbinni bjuggu foreldrar Þorsteins, Halla Bjarna- dóttir og Bragi Þorsteinsson, með börnin sín tvö, Ingu Birnu og Ragnheiði, en á nebri hæðinni bjuggu afi og amma, Þorsteinn Sigurðsson og Ágústa Jónsdóttir. Þetta umhverfi var hollt litlu barni að alast upp í. Og það bar snemma á hæfileikum Þorsteins til að nýta sér þá möguleika, sem lítil börn geta notfært sér til framdráttar í faðmi stórfjölskyld- unnar. Ef maturinn hjá mömmu var ekki eins spennandi og það sem kraumaði í pottunum hjá ömmu, var einfalt fyrir barna- barnið aö ganga niður stigann og setjast að borðum með gömlu hjónunum. Þorsteinn Ágúst hændist fljótt að Ágústu ömmu sinni, sem tal- aði við hann eins og fullorðinn mann. Þegar Þorsteinn afi féll frá, fékk „litli sólargeislinn" að sofa inni hjá ömmu sinni, sem var þá líka besta vinkona hans. Samband þeirra var mjög náið og kunni amma margar sögur af einlægni og hnyttnum tilsvörum barnsins. Þegar amma fór með bænirnar með Þorsteini Ágústi á kvöldin og hann var syfjaður og þreyttur, þá sagði hann oft: „Æ, amma mín, getum við ekki bara haft bænirnar í styttra lagi í kvöld?" Þessi litli glókollur var auga- steinn allra á bænum, hafbi mikla persónutöfra og svo fallegt bros að erfitt var að skamma hann fyrir sín barnslegu uppá- tæki. Hann var bráðgáfaður og fljótur að skilja samhengi hlut- anna og orðaforði barnsins gerði fólk orðlaust af undrun. Eitt sinn sem oftar er amma að baka, þegar Þorsteinn Ágúst læð- ist inn í eldhús, teygir sig í kard- imommudropa á eldhúsborðinu og teygar til botns. Þegar amma sér þetta, rífur hún af honum glasið með þeim orðum að svona megi lítil börn alls ekki gera. Þor- steinn Ágúst lítur þá upp til ömmu sinnar alvarlegur í bragði og segir: „En amma, þú veist ósköp vel að ég er óviti." Þorsteinn Ágúst átti dásamlega barnæsku á Vatnsleysu. Ég veit þetta af því að ég var svo lánsam- ur að fá að dvelja í æsku minni sumrin löng á Vatnsleysu. Þetta er og var kærleiksheimili. í vest- urbænum og austur á Heiði bjó frændfólk og krakkaskari sem lék sér saman. Allt um kring blasti við ævintýraheimur. Álfar, nykur og aðrir vættir voru skammt undan og íslensk bannhelgi og álög voru í heiðri höfð. Óþrjót- andi sagnabrunnar Höllu og ömmu gerðu mann gapandi af undrun yfir hinum ósýnilegu leyndardómum tilverunnar. Æskuveröld krakkanna á Vatnsleysu var í menningarlegu umhverfi — alislenskur veruleiki á fallegum stað í blómlegri sveit — og þetta var heimur sem Þor- steinn Ágúst elskaði af öllu sínu hjarta og skildi til fullnustu. Mik- ill systkinakærleikur var á Vatns- leysu og þau yngstu, Þorsteinn og Kristrún, urðu mjög samrýnd þegar fram liðu stundir. Þorsteinn Ágúst fór í Bænda- skólann á Hvanneyri og kom heim að námi loknu. Þá hóf hann búskap með foreldrum sín- um og bjó þar þar til hann féll frá. Þorsteinn var góður búmað- ur, unni skepnum sínum mikið og hafði einstakt lag á þeim. Þorsteinn Ágúst var vel lesinn, var hafsjór af fróðleik og gat rætt um allt milli himins og jarðar af t MINNING mikilli list og þekkingu. Hvort sem um var að ræða tilgátur um afdrif Neanderdalsmanna í Evr- ópu eða arfgengt mjaðmalos í ís- lenskum fjárhundum, þá kom maður sjaldan að tómum kofun- um hjá Þorsteini. Hann var líka hlédrægur og flíkaði ekki visku sinni að fyrra bragði, en þegar hann opnaði sig þá var virkilega gaman að eiga við hann orða- stað. Oft var hann þá gamansam- ur eins og pabbi hans. Þorsteinn hafði fallegt bros, sem í rúmaöist mikil hlýja, en á bak við það leyndist viska og hógværð. Elsku Þorsteinn, það var gott að vera í návist þinni. Bros þitt var svo smitandi að þegar þú brostir þá ljómuðu allir í kring- um þig. Og þannig munum vib ávallt minnast þín, frændi: við bústörfin eða við eldhúsborðíð á Vatnsleysu, uppi á Brún gamla með smalahundinn Tinna þér við hlið eða í réttunum í gleði og söng, geislandi af persónutöfr- um. Þorfmmir, Bryndís og Thelma Guðrún Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Biskupstungur eru blómleg sveit og gjöful, smjör drýpur af hverju strái eins og sagt er. Blóm- legast af öllu er þó unga fólkið, sem á að erfa sveitina og taka við af fullorðna fólkinu. Unga fólkið sem á að erfa landið. Því er það mikill harmur og söknuður fyrir byggðarlagið, hvað þá fyrir for- eldra og systur, þegar ungur mað- ur fellur frá í blóma lífsins. Þorsteinn Ágúst lést aðeins tuttugu og át.ta ára gamall. Hann haföi fyrir nokkru lokið búfræði- námi frá Hvanneyri. Skömmu eftir námið kom hann heim og hóf búskap með foreldrum sín- um. Innan tíðar voru allar dyr opnar fyrir hann að taka við bú- skap, fara ab búa sjálfstæðu búi með hjálp foreldra og systur. Þegar fólk fer að fullorðnast, er ekkert ákjósanlegra en að fá börnin til sín og að þau taki við búi af frjálsum vilja. Foreldrar geta lagt lib við búskap og miðl- að af sinni lífsreynslu. Þorsteinn Ágúst var afar ljúfur og góður drengur, vinnusamur og reglusamur. Hann tranaði sér hvergi fram, lagði gott til mál- anna með stuttum og hnitmið- uðum setningum. Vatnsleysu- torfan, eins og við segjum stund- um, er fátækari eftir þetta þunga högg. Aldrei kastaðist í kekki í sambýli við Þorstein. Ungu frændurnir tveir, sem eftir sitja á torfunni, sakna hans á góðum stundum, í fjallferðum og oftar. Frændi og vinur er kvaddur hinstu kveðju með söknuði, genginn á vit feðra sinna, lagður við hlið ömmu og afa frá Vatns- leysu. Ævisól hans er til viðar gengin. Bráðum vor í nánd, inn- an tíðar blóm og grös að lifna, en dauðinn er ganga inn til nýs lífs í vorsins ríki. Allt frændfólk frá Heiði þakkar samveruna. Friður sé með þér, kæri vinur. Sigurður Þorsteinsson Öllu er afinörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. (Prédikarinn, 3.k. l.v.) Enn ein greinin er fallin af ætt- artrénu góða á Vatnsleysu. Nú var það ekki gömul og feyskin grein sem féll, þvert á móti var hún ung og æskuþrungin og manni fannst að hún ætti alla möguleika á að vaxa, þroskast og dafna. Litla samfélagið í austurbæn- um á Vatnsleysu er harmi slegið yfir fráfalli einkasonarins og bróður þriggja systra, hans Þor- steins Ágústs Bragasonar. Hann hafði verið stoð og stytta foreldra sinna við búskapinn, enda hafði hann lagt grunninn að því að feta í fótspor feðranna, sem mann fram af manni höföu verið bændur. Þar á meðal afi hans og nafni, Þorsteinn Sigurðs- son, einn glæsilegasti foringi sem bændastéttin hefur átt. Þorsteinn var náttúrubarn, góbur og snyrtilegur skepnuhirð- ir. Eins og aðrir unglingar, sem alast upp í sveit, verða heillaðir af sjónarspili sköpunarverksins og þeim undramætti sem moldin hefur, kaus hann að kynna sér sem best allt sem laut að land- búnaði. Bændaskólinn að Hvanneyri varð fyrir valinu. Hann sagbi mér ab skólavistin hefði verið góð og gagnleg, sam- veran með skólafélögunum hefði verið sá fjársjóður um vináttu og velvilja, sem alltaf hefbi verið í öndvegi. Þetta gaf skólaverunni ótvírætt aukið gildi. Þar eignaðist hann suma af sínum bestu vin- um. Bjarta brosið hans Þorsteins gleymist ekki. Hlýleg framkoma, látleysi og eðlislæg hlédrægni var honum í blóð borin. Lífið er svo margslungib. Á slíkum stundum vakna upp fjöl- margar spurningar um tilgang þess og markmib. Oftast fást eng- in svör. Víst er um það að vegir Guðs eru órannsakanlegir. Elsku Halla, Bragi, Inga Birna, Ragnheiður, Kristrún, Eymundur, Bragi Steinn og Bjarni afi sem nú liggur á sjúkrahúsi. Senn fer að bjarma af páskasól- inni. Ég biö þess ab hún megi lýsa í gegnum sorgarmyrkrið, hug ykkar og hjörtu og baði ljós- geislum sínum yfir minninguna um elskulega drenginn ykkar. Huggun er það og styrkur að hugsa til þess í öruggri vissu, að einmitt í dauðanum eygjum við von um nýtt og betra líf. Innileg- ar samúðarkveðjur. Þorstein vin okkar og frænda kveðjum við hinstu kveðju. Með þökk fyrir samfylgdina. Björn Erlendsson Framsóknarflokkurinn | HallgrímUr PálSSOn Selfoss — Framsóknarvist Spilum félagsvist a& Eyrarvegi 15, Selfossi, þrjá næstu þri&judaga þann 19. og 26. mars og 2. apríl kl. 20.30. , Kvöldverölaun og heildarver&laun. Allir velkomnir. Framsóknorfélog Selfoss FUF í Reykjavík stjórnarfundir Stjórnarfundir Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík eru opnir og viljum vi& hvetja félagsmenn til aö mæta á þá og taka þátt ístarfinu. Fundirnir eru haldnir á fimmtudögum kl. 19.30 í Hafnarstraeti 20, 3. hæ&. Allir velkomnir. Stjórn FUF í Reykjovík Félagsmálanámskeiö Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavfk, ásamt FUF í Kópavogi, FUF í Hafnarfir&i og FUF á Seltjarnarnesi, ver&ur me& félagsmálanámskei& í lok mars, þ.e. 26. mars, 27. mars og 29. mars. Námskei&i& hefst kl. 20.00 og lýkur um 23;00 alla dagana. Lei&beinendur veröa þeir Páll Magnússon og Pétur Óskarsson. Áhugasamir hafi samband vi& Ingibjörgu Davi&s, í síma 560- 5548. Allir velkomnir. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Abalfundur félagsins verbur haldinn þribjudaginn 19. mars kl. 20.30 á flokkskrif- stofunni vib Lækjartorg. Dagskrá: 1. Venjuleg abalfundarstörf 2. Önnur mál Stjárnin frá Asvelli Hallgrímur Pálsson var fæddur á Kirkjulæk í Fljótshlíð 10. apríl 1913. Foreldrar hans voru Páll Jónsson, bóndi á Kirkjulæk, f. 5.9. 1889 á Kirkjulæk, og kona hans Ingibjörg Þórðardóttir frá Lambalæk, fædd 21.8. 1886 í Háamúla í Fljótshlíb, dáin 12.6. 1972. Páll maður hennar drukknaði við Landeyjasand 5. febrúar 1919. Börn þeirra hjóna vom þrjú: Jón, f. 10.10. 1911, d. 16.4. 1951, Hallgrímur, sem hér er kvaddur, og Ingibjörg, f. 14.10. 1915, lengi húsfreyja í Borgarkoti á Skeibum. Öll voru börnin fædd á Kirkjulæk. Eftir lát Páls stób IngibjÖrg ein uppi meb börnin sín þrjú á Kirkjulæk, en lét svo af búskap þarvoriðl920. Hallgrímur fór ungur frá móbur sinni til vandalausra, var um árabil í Teigi hjá þeim ágætu hjónum Jóhanni Jens- syni og Margréti Albertsdóttur og tók þar þátt í öllum algeng- um bústörfum. Hann var ágæt- ur verkmaður, enda kominn af miklu dugnaðarfólki, og hafði ungur áhuga á ab stunda bú- skap í sveit. Árib 1937 fékk hann ábúb á hálfri jörbinni Deild í Fljótshlíb og gerðist Ingibjörg systir hans þá bústýra t MINNING hjá honum. Árib 1945 fékk hann svo alla jörðina til ábúðar og bjó þar áfram til ársins 1955. Þab ár flutti hann frá Deild að Fljótsdal, innsta bæ sveitarinn- ar, og kom þá Ingibjörg móbir hans til hans sem bústýra. í Fljótsdal bjó Hallgrímur til 1966. Fljótsdalur er landmikil jörb, sem liggur ab afrétti og er talin meb bestu fjárjörbum í Fljóts- hlíb. Mun hún hafa verið ákjósanlegt býli fyrir Hallgrím, sem var mikill áhugamabur um fjárrækt, mjög glöggur og gób- ur fjármaöur og hafbi yndi af smalamennsku og fjallaferbum, átti góban fjárstofn og hesta. Öll umgengni hjá Hallgrími var til fyrirmyndar og þess jafnan gætt ab hafa nógan vetrarforba fyrir búféb, enda fóbrun öll í besta lagi. Fjárgæsla var nokkub mikil í Fljótsdal og Hallgrímur ólatur ab sinna fénu. Kom svo lokum ab því ab hann fór ab finna fyf- ir bilun í fótum og ákvab því ab flytja þaban árib 1966. Árib 1967 fékk hann jöröina Ásvöll í Fljótshlíð til ábúbar, sem er hæg jörb og flatlend. Þar bjó hann svo áfram meb móbur sinni og síbast meb bústýru, Þrúbi Jónsdóttur. Árib 1988 hætti Hallgrímur búskap og flutti á dvalarheimili aldraöra, Kirkjuhvol í Hvolsvelli, og hafbi þá verib bóndi í 51 ár. Hallgrímur var mebalmabur á hæb, prúbur í framgöngu, ljós- h-ærbur og bjartur yfirlitum. Snyrtilegur í klæbaburbi, greindur og gat verib fastur fyr- ir þegar hann hafði tekið af- stöðu til mála. Jákvæður félags- hyggjumaður, greibugur og góbur nágranni og skemmtileg- ur í allri vibkynningu og gest- risinn. Ég held að allir sem kynntust honum hafi metið hann mikils og þab ab verðleik- um. Hér er nú kvaddur einn af góbbændum Fljótshlíbar, mab- ur sem allir munu sakna sem kynntust honum. Hann lést 6. mars 1996 í Reykjavík. Ab lokum vil ég og kona mín Gubfinna þakka honum vin- áttu frá fyrstu tíb. Eftirlifandi systur hans og öbrum abstand- endum vottum vib okkar inni- legustu samúb. Oddgeir Guðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.