Tíminn - 16.03.1996, Qupperneq 19

Tíminn - 16.03.1996, Qupperneq 19
Laugardagur 16. mars 1996 19 Agnes Kristín Eiríksdóttir frá Egilsstöbum Agnes Kristín Eiríksdóttir var fœdd á Egilsstöðum í Villinga- holtshreppi 13. september 1940. Hún lést aðfaranótt 9. mars sl. Eftirlifandi eiginmaður Agnes- ar er Óli Jörundsson frá Mið- hrauni, fœddur 23. maí 1933, mjólkurbílstjóri. Dœtur þeirra eru tvœr: Kristbjörg Óladóttir, gift Gesti Haraldssyni og eiga þau þrjár dœtur: Agnesi Krist- ínu, Karenu og Elínu; María Óladóttir, gift Svani Ingvarssyni og er sonur þeirra Ari Steinar. Foreldrar Agnesar: Gunnbjörg Sesselja Sigurðardóttir, dáin 1985, og Eiríkur Júlíus Guð- mundsson. Seinni kona Eiríks og stjúþmóðir Agnesar: Margrét Benediktsdóttir. Agnes Kristín verður jarðsung- in frá Selfosskirkju í dag kl. 16.30. Kvebja til Öddu ömmu Elsku Adda amma. Okkur lang- ar aö minnast þín og þakka þér fyrir samverustundirnar á okkar fyrsta æviskeiöi og lýsa okkar hug til þín með þessum erind- um: Fædd 24. ágúst 1894 Dáin 4. mars 1996 Hádegisfjallið heima horfið er fyrir löngu. Leggst ég í mjúkan mosann, tnaður þreyttur afgöngu. Undan myrkrinu mjakast mosans deyjandi slikja. Örœfi á alla vegu um mig þegjandi lykja. Sál mín, útlagans andi, einskis vœntir né biður. Tár mitt, hart eins og haglið, hrýtur í mosann niður. (Jóhannes úr Kötlum) Mig langar að minnast elsku Gunnu ömmu minnar, eða þeirr- ar einu sem ég haföi af að segja. Ég var svo lánsöm að hún var í tvíbýli með foreldrum mínum, en Gísli maður hennar ól pabba minn upp, en Gísli var þá búinn að missa fyrri konu sína. Þeim fækkar nú óöum sem unnu að mótekju og þurrkuðu tað og hreyktu til eldsneytis eins og hún gerði, og það alla tíð til ársins 1968, en þá flutti hún frá Lambastöðum að Litla- Vatns- horni til Ásu dóttur sinnar og Lauga manns hennar, en þá voru þau búin að stofna saman bú. Ég man hana fyrst þegar verið var aö blása hana eftir að hún kom frá Vífilsstöðum, þar sem hún var á annað ár, víst mikið veik, en Gísli, Ása og Jóhannes bróðir hennar báðu heitt til Guðs um bata henni til handa og fleiri vinir og kunningjar. Svo man ég eftir þegar Jóhann- es bróðir hennar úr Kötlum og Jói Ásgeirs komu í heimsókn. I>á var nú kátt í kotinu, bæði hjá henni og okkur krökkunum og Jóhannes bróðir hennar stríddi henni þá svo oft með því að hún væri bíldótt, en hún gekk oftast meö klút um höfuðið og komu þá litaskil þegar hún tók hann af sér. Hún Gunna amma mín gekk að öllum verkum, sló með orfi og ljá, rakaöi, batt í sátur eins og t MINNING Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá umbunar þess, er við hlutum ávallt þinni liendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum eins og þegar sólin hlý vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkœr amma, far í friði fóðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlum vinum frá. Vertu sœl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Þín ömmubörn, Agnes Kristín, Karen, Ari Steinar og Elín Ég kynntist Agnesi eða Öddu eins og hún var kölluð, þegar viö unnum saman um tíma á sauma- stofu fyrir rúmum 20 árum. Adda var góð saumakona, lagin t MINNING karlmaður, stakk út úr fjárhúsum og hirti búpening eins og þurfti. Gunna amma mín var kær- leiksrík og haföi læknishendur bæði fyrir menn og málleysingja. Ég veit með vissu að hún tók á móti þremur börnum, sem öll eru á lífi og eiga börn og barna- börn. Hún var kona sem vann sín störf meö hægð og án fums. Hún var kona stálminnug allt fram á það síðasta, vel gefin og vel lesin. Þegar amma flutti að Litla- Vatnshorni var Ása búin að eiga eitt barn sem dó í fæðingu, en börn Ásu eru fimm á lífi; öll fæddust þau með stuttu millibili. Svo það geta nú allir séð að hún var lengi í hlutverki uppalandans og ekki síst eftir að Asa missti manninn sinn þegar yngsta barnið var í vöggu, en þá voru ömmurnar sterkari en nokkru sinni fyrr við að hjálpa til, sem þeim tókst svo yndislega vel. Þær bökuðu og prjónuðu, en nú eru prjónarnir hennar þagnaðir, en þeir gengu fram yfir síðastliðin áramót. Fjölskyldan flutti inn að Horn- stöðum árið 1984 og þar var elsku amma síðustu ár ævi sinn- ar, en tæpa viku var hún á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Hún var ekki munaðarkona, en eitt veitti hún sér og þab var að fá sér korn í nefið og eftir að hún flutti að Litla-Vatnshorni mun hún hafa fengið sér staup af sérríi ábur en hún fór ab sofa. Þegar ég var á ferðinni fyrir vestan, var eins sjálfsagt að koma til Gunnu og Ásu eins og að koma til pabba og mömmu. Og nú er þessi góða kona farin yfir til Guðs. Nú, þegar jörð fer ab gróa og blóm að lifna, veit ég líka að hún tekur á móti sól og sumri þarna uppi. Ég get víst aldrei þakkab eins og vert væri henni elsku ömmu fyrir allt sem hún kenndi mér og það ætla ég að reyna aö varb- veita. og þolinmóð og vannst vel. Hún var ekki allra, eins og sagt er, en þegar búið var að kynnast henni og ná vináttu hennar var hún sannur vinur vina sinna, traust, trú, hlý og góð. Hún var mynd- arleg húsmóbir, það var sama hvað hún gerði heima fyrir, eld- abi, bakaði, prjónaði, saumaði eba heklaði. Öddu langaði í listnám þegar hún var ung stúlka. Hún hafði hæfileika í þá átt, sem hana lang- aði til að þroska, en ekkert varö úr því. Þö fékkst hún töluvert við að mála á tréplatta og hafði gam- an af. Eitt sinn kom hún færandi hendi til mín og færði mér einn slíkan. Ég man hve brosandi og glöð hún var þá, hreykin yfir vel unnum hlut, því bara það besta tók hún og færði ættingjum og vinum. Þennan platta geymi ég nú til minningar um hana og hef til skrauts á heimili mínu. Adda var afar trúub kona. Oft ræddum við um trúmál og ég vissi hve oft og mikið hún bað til Guðs síns og æðri máttarvalda um betri heilsu. Allt var reynt í þeim efnum þegar henni leib illa. Ég og fjölskylda mín biðjum góban Guð að varðveita hana og styrkja Ásu, börnin og barna- börnin hennar og okkur öll í sorg og söknuði. Blessuð sé minning þín, elsku Gunna amma. Við kveðjum þig með þessum orðum: Þökk fyrir langa trú og tryggð og tár og strit og raun. Þökk fyrir langa dáö og dyggð og Drottinn sé þín laun. Kristín og fjölskylda Kallið er komið, komin er nú stundin. Gamla Dalakonan okkar, Guð- rún frá Lambastöðum, er dáin. Þessi orð voru mér sögö í stuttu símtali einn morguninn. Mér kom þessi frétt ekki á óvart, því ég vissi að hún var orðin lúin og þreytt kona. Guðrún átti líka langa ævi. Mig setti samt hljóða um stund, því ég þekkti Guðrúnu vel frá því ég fæddist. Okkar leiðir hafa alltaf verið góður vinarhugur, hvar sem við höfum verið. Ekki verða línur mínar langar um hana. Guðrún var mér og mínum góð. Sam- band okkar hefur alltaf veriö beint og hreint. Hvernig okkur leið og hjálp mín að henni hef ég alltaf verib til staðar. Mér er þaö efst í minni, þegar ég var einu sinni beðin af dóttur hennar ab heimsækja gömlu konuna á sjúkrahúsib. Þegar ég kom þá þekkti hún mig um leið. Það kemur alltaf söknuður að manni þegar gamlir sveitungar deyja. Þetta var kona sem ég átti oft stundir með. Guðrún fræddi mig á mörgu og maður kunni líka margt frá hennar verkum að segja. En nú verða þetta allt gamlar minningar, sem betur verba geymdar innst inni í manni. Ég á henni Gubrúnu svo margt að þakka. Ekki verða línur mínar margar um okkar góbu stundir sagðar hér. En það er eitt sem Guðrún gat verið stolt af. Hún nábi því meti ab verða há- öldruð og með á öllu fram á sína Það er sagt að Guð leggi ekki meira á hvern einstakling en hann getur þolað eða umborið, en þessi kenning stenst ekki allt- af. Það er svo misjafnt hvernig fólk kemst frá lífshlaupi sínu. Sumir virðast sleppa betur en abrir. Kannski erum við mislangt komin á þroskabrautinni og verðum þess vegna að taka á okkur misstóran skammt af erfið- leikum, en allir fá samt eitthvað. síðustu viku áður en hún dó, hundrað og eins árs gömul, heima hjá dóttur sinni. Alltaf voru þær mæðgur saman nær öll þeirra ár. Hún vissi líka um alla sína fjölskyldu. En mínar stundir og líðan vissi hún um og alltaf þekkti hún mig. En það er samt svo ótal mörgu af að taka. En eigum þaö bara í góðum minningum frá hennar liðna tíma. Þakka þér allt meb þessum fátæku orðum mínum. Bið Guð að styrkja alla þína nán- ustu ættingja, sem standa í sorg- ar missi. Erla Þórðar Síöast þegar ég talaði viö Öddu, harmaði hún hve lítið hún gæti haft barnabörnin hjá sér sökum lélegrar heilsu, en þau sóttu mikið til þeirra hjóna; sér- staklega var Karen litla mikil ömmu- og afastelpa. Ung að árum kynntist Adda eftirlifandi manni sínum, Óla Jörundssyni. Betri mann hefði hún ekki getab fengið. Óli hefur verið hennar stoð og stytta í öll þau ár sem þau hafa verið sam- an. Ég hef oft dáöst að því æbru- leysi og þolinmæði sem hann haföi ti) aö bera. Þeirri miklu umhyggju, ást og tillitssemi sem hann sýndi henni. Oft, ef ekki alltaf, hringdi hann heim úr vinnunni, einu sinni tvisvar á dag, til að vita hvernig konan hefði það. Allt vildi hann fyrir hana gera. Hvatti hana ef hana langaði til aö fara eitthvað, eða fá sér ný föt, því Adda hafði gaman af því að klæðast falleg- um fötum og var alltaf vel og snyrtilega til fara. Þau Oli og Adda eignuðust tvær dætur, Kristbjörgu og Mar- íu, og eru barnabörnin orðin fjögur. Þetta eru fátækleg orð um góþa vinkonu, en ég veit að hún Adda mín hefði ekki ætlast til að skrif- abar væru miklar og langar greinar um hana. Ég vil að lok- um þakka henni okkar samveru- stundir og þá vináttu og traust sem hún bar til mín. Eg kveð hana með þessum versum: Þinn andi, Guð, til Jesú Krists mig kalli Og komi mér á hina réttu leið, Svo œtíð ég að brjósti hans mér halli íhverri freisting, efa, sorg og neyð. Þinn andi, Guð minn, upp mig sífellt lýsi Með orði þínu, Ijósi sannleikans, í lífi' og dauða það mér veginn vísi Til vors hins þráða, fyrirheitna lands. (Vald. Briem) ÓIi minn og fjölskylda, ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð, en minn- ingin um góöa konu mun lifa. Guð veri með ykkur öllum og styrki. Gróa K. Bjarnadóttir Húsverndarsjóður í apríl verbur úthlutað lánum úr Húsverndarsjóöi Reykjavíl<ur. Hlutverk sjóbsins er ab veita lán til vib- gerba og endurgerbar á húsnæbi í Reykjavík sem hefur sérstakt varbveislugildi af sögulegum eba byggingarsögulegum ástæbum. Umsóknum um lán úr sjóbnum skulu fylgja verk- lýsingar á fyrirhugubum framkvæmdum, kostnab- aráætlun, teikningar og umsögn Árbæjarsafns. Umsóknarfrestur er til 26. mars 1996 og skal um- sóknum stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur komið á skrifstofu Garöyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. úftit (toltc iSmux ctn yUMFERÐAR RÁÐ Guðrún Sigurlaug Jónasdóttir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.