Tíminn - 19.03.1996, Síða 2

Tíminn - 19.03.1996, Síða 2
2 UlíWl Þribjudagur 19. mars 1996 Tíminn spyr... Hvernig finnst þér framlag íslands til Evróvisjón? Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður: Ég hef heyrt þetta lag tvisvar og mér þótti þab betra í seinna skiptiö. í ljósi þess aö tungu- málib hefur aldrei verib okkur til framdráttar í þessari keppni þá má kannski segja ab þab sé skynsamleg lausn (ab hafa text- ann einfaldan). Ég horfi ein- hvern veginn á þessa keppni af Dvalarheimili aldrabs poppara og af því ab hún er meb þeim formerkjum sem hún er þá held ég ab íslendingar eigi bara ab vera ófeimnir vib ab fara bæbi trobnar og ótrobnar slóbir í þessari. Jabarþjóöir eiga mjög undir högg ab sækja á þessum vettvangi og ég held því ab lag- ib sé ekki líklegt til sigurs. Geirmundur Valtýsson, tónlistarmabur: Mér finnst nafniö, Sjúbídúa, ekki alveg nógu gott. Þab var dönsk vinsæl hljómsveit sem hét þessu nafni, En þaö er nátt- úrulega veriö ab reyna ab hitta á nafn sem gæti sest til í höfö- inu á fólki. En ég verb nú ab segja aö mér finnst vanta eitt- hvert aktíft viölag. Ég hef alveg trú á því ab Anna Mjöll geti staöiö sig, hún hefur útlitiö meö sér og er hress stelpa. Þaö er greinilegt aö Ólafur, sem hef- ur samiö mörg gób lög, hefur ætlaö aö hafa þetta eitthvaö öbruvísi en venja er og þá getur alveg skeb þaö ómögulega ab laginu bara gangi vel. Bubbi Morthens: Því er nú fljótsvaraö. Ég hef ekki heyrt lagiö og fylgist ekk- ert meb þessu og hef ekki gert þab árum saman. Ég hef bara ekki áhuga á Júróvisjón. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir talar yfir áttrœbum Alþýöuflokki og telur aö sameiningarumrœöan gangi aöeins út á vœntingarnar um völd: Áhættufjármagn nýrra hugmynda skortir Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, vék ab sameiningu vinstri manna, fé- lagshyggjufólks, jafnabarmanna, kvenfrelsiskvenna, á 80 ára af- mælisfagnabi Alþýbuflokksins um helgina. Hún hefur vissar efa- semdir. „Allt samfylkingartaliö hefur tek- iö miö af einu markmiöi: ef viö ná- um nógu mörgum saman munum við sigra í kosningum. Ná völdum. Og þá spyr ég: valdanna vegna? Ekki yrði það vegna nýju hugmynd- anna sem við höfum ekki," sagöi borgarstjóri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir virð- ist þó hallast ab sameiningu jafnaö- armanna og segir tíma til kominn aö fólk hætti að tala, en skapi sér farveg til aö tala saman og hugsa upphátt. Ingibjörg talar um að þab væri kominn tími til aö breyta og átti þá væntanlega vib nýjan flokk jafnaðarmanna og flokksleysingja. „Flokkarnir okkar eru of mátt- lausir til aö láta til sín taka, of smá- ir til að hugsa stórt og of litlir til aö vera til — þótt þeir geti ekki annað. Hver um sig hefur ekki það andlega áhættufjármagn sem þarf til að setja í þróun nýrra hugmynda, vibra þær og láta reyna á. Úthaldiö brestur um leib og einhver keppi- nautanna sýnist þess albúinn aö Ingibjörg Sólrún Císladóttir. græba á raunverulegum eöa ímynd- uöum stundaróvinsældum „and- stæöingsins" — jafnan meö ódýr- um skyndilausnum," sagöi Ingi- björg Sólrún í krataafmælinu. Hún segir ab þessi tegund pólitíkur dugi ekki fyrir nýja öld. Hún sér fyrir sér vettvang þar sem fólk þorir að varpa fram hugmyndum án þess það jafn- gildi því að ganga í björg útskúfun- ar, ab ungt fólk finni frjóan jaröveg fyrir sköpunarkraft í staðinn fyrir lémagna flokksapparat sem lifir til aö borga skuldirnar frá í fyrra. Ingi- björg vill hugmyndabanka þar sem menn leggja inn eftir getu og taka út eftir þörfum. Og hún vill færa umræðuna út fyrir tortryggilegt rat- sjársvið flokkanna. „Bjóöum fleirum að vera með, líka þeim sem engan flokk eiga, samtökum, félögum verkafólks og fyrirtækjum. Hættum að tala um að sameina flokka, sameinum hug- myndir, atgervi, fólk. Þá mun hitt koma," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sagt var... Týndir pabbar „Til dæmis hringja mæbur aballega vegna vandamála varbandi um- gengni og þab kom mér á óvart ab býsna margar mæbur hringja vegna óánægju með litla umgengni febra." Segir Helgi Birgisson, lögmabur hjá Foreldralínu Barnaheílla, sem er vor- kunn vegna þess ab þab prómill karl- manna sem er meinab ab hitta börnin sín kemst í kastljós fjölmibla. Tubib í kvenfólki sem vill ab ormarnir hitti pabbana reglulega fer hins vegar inn um eitt og út um hitt. Tíminn um helg- ina. í upphafi skyldi endinn skoba „Fyrirtæki sem stofnab var fyrir rúm- um 40 árum til að vinna gegn kommúnisma og útgáfufyrirtækinu Máli og menningu er því hætt störf- um og komiö í gjaldþrot." Tíminn greinir frá gjaldþroti AB um helgina. Hvar eru spottarnir, Dabbi? „Þab uröu margir hissa í gær þegar Davíb Oddsson forsætisrábherra steig í ræðustól á Alþingi og lýsti því yfir aö frumvarpið um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna yrbi ekki lagt fram." Þetta gengur nú bara ekki lengur. Dav- íb verbur uppvís ab því ab vera undir- sáti Frikka í annab sinn á kjörtímabilinu og þurfa ab sæta lagi þegar Fjárinn skreppur til útlanda. DV um helgina. Fegrum malbikib — plöntum trjám „Gárungar hafa haft á orði ab rétt væri ab fá Vigdísi Finnbogadóttur aftur til Leikfélags Reykjavíkur en hún var sem kunnugt er leikhússtjóri í Ibnó áöur en hún fór til Bessastaba." DV um helgina. Óheppinn „Þetta er í annað skiptib á einni viku sem rábist er á umræddán sendil og honum veittir áverkar." DV, í gaer, stób sig vel í áverkafréttun- um ab venju. Stjarna Sigurbar Arnórssonar fyrr- um forstjóra Lindu á Akureyri er sögð kulnuð innan Alþýðuflokks- ins. Segja má að barátta norðan- krata á flokkskontórnum við Hverf- isgötu sé nú á lokastigi og báöir sárir eftir. Sigurbur Tómas Björg- vinsson frá Siglufirbi hrökklaðist úr stóli framkvæmdastjóra, að sagt var fyrir tilverknað nafna hans, Ak- ureyringsins. Nú er Sigurbur Arn- órsson hins vegar líka horfinn úr Alþýbuhúsinu — og sagan segir ab talsverður þrýstingur sé á ab hann hætti sem gjaldkeri flokksins, án þess þó að hann sé sakaður um neitt misjafnt og hafi tvö-, eða þre- falt sibferbisvottorb flokksfor- mannsins... • Önnur kulnandi stjarna er sögb Gubmundur Oddsson skólastjóri og leiðtogi krata í Kópavogi. Hann er sagður á leib út úr bæjarpólitík, en vildi komast í toppstöðu hjá VÍS, þar sem hann situr í stjórn. Þab mistókst og sagt að kratar hafi ekki séð ástæðu til ab abstoða hann í valdabröltinu — frekar ab sjálfstæðismenn hafi unnib í hans þágu í fyrra, en síban látið af öllum stuðningi... -JBP />(/ £ÆT AÍO V/?/?lO VF/A/S /vrrro/fGUZ? og 3/p/v/y- 5£rr S///AZO/VG///9/Z, b//?FOZ? A7/A//V ? Landlœknir: Eru fordómar meöal heilbrigöisstétta? Ólafur, kom þú ekki nálægt þessu! u FRAMHALDS- SAGA Skólalíf EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Þab var greinilegt ab skammirnar í Furstanum höföu stórbætt mætinguna á kennarafundina. Doddi sá strax ab þarna voru mættir kennarar sem nánast aldrei sáust á kennarastofunni. Og deilsrstjóranir hans voru líka mættir í löngum röbum. Ekki þó Sópurinn, sem var í fríi í útlönd- um meö konunni. Doddi var nú frekar ósáttur við hvab Sópurinn var alltaf laginn við að koma sér undan því ab taka þátt í leiðindakvabbi sem í raun heyrbi þó undir hann. Raunar var Dodda alveg sama ef Sópnum tókst ab koma hlutum yfir á abra, en þegar hann, sjálfur skólastjór- inn þurfti aö dekka þessa fjársýslukennslu Sópsins var ann- að uppi á teningnum. Nú var einmitt eitt þessara mála í deiglunni, mál sem Sópurinn átti ab sjá um en var í bull- andi uppnámi. Yfirstjóm skólans var búin ab ákveba ab skera niöur útskriftarpeninga nemenda, en skólinn hafbi 36 árum saman lagt til ákveöna upphæð meö hverjum nemenda sem útskrifaðist.gegn því að nemendurnir þrifu skólann á kvöldin. Doddi var einmitt ab velta því fyrir sér hvern- ig hann gæti vanið Sópinn af því aö flýja sífellt af hólmi og fara í frí þegar leibindamál komu upp í skólanum. Og nú voru nokkrir kennaranna ab spyrja um þessi mál á kennarafundi, og aubvitað tóku þeir upp hanskann fyrir nemendur sem sögðust ætla ab hætta ab þrífa skólann ef greiðslur yrbu skertar. Dodda datt snjallræbi í hug, til ab þagga niður í kennur- unum og kenna Sópnum aö vera ekki aö æða í frí á örlaga- stundu. Hann gaf Furstanum merki um ab hann vildi tala á þessum kennarafundi. Doddi fór í rólegheitum í ræbu- stólinn og lýsti því yfir ab auövitað dytti engum í hug að skerða útskriftarframlagib einhliba og bótalaust. Hér væri á ferðinni mikilvægur tekjustofn fyrir nemendur sem hjálp- aði jreim ab ná endum saman þegar skólanum sleppti og því yrði breyting á jaessu gjaldi aö vera ákveöin í samráði viö fulltrúa nemendafélagsins. (Aögefhu tilefnl skal tekld fram ad persónur og atburðlr íþessari sögu eiga sér ekki fyrirmyndlr í raunveruleikanum. Öll samsvörun við raunverulegt fólk eða atburðl er hrein tilviljun.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.