Tíminn - 19.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.03.1996, Blaðsíða 4
 Þribjudagur 19. mars 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 150 kr. m/vsk. Bræbralagib — Alþýðubandalagið „Sameinabir stöndum vér" Þaö þykir árangursríkt í stjórnsýslu og rekstri um þessar mundir aö skipa sér í stærri heildir. Fyrir- tæki sameina sína starfsemi og sveitarfélög sam- einast. Á alþjóðavettvangi ganga þjóðríki í banda- lög. Afstaðan til sameiningar á hvaða sviði sem er er eitt af pólitískum deilumálum samtímans. Umræður um sameiningu sveitarfélaga hafa staðið um nokkurra ára skeið og það urðu viss þáttaskil í því máli við allsherjaratkvæðagreiðslu sem efnt var til í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardótt- ur í félagsmálaráðuneytinu. Félagsmálaráðuneytið hafði á þeirri tíð forustu um þessar umræður, áætl- anir voru gerðar um sameiningu og starfsnefndir skipaðar. Árangurinn varð þó ekki mikill. Nú er sú stefna uppi í sameíningarmálum af hálfu núverandi félagsmálaráðherra að halda sér til hlés í þeirri umræðu, en ráðuneytið komi til að- stoðar ef heimamenn óska þess. Nú bregður svo við að umræðan blossar upp aftur, að frumkvæði heimamanna í hinum ýmsu byggðarlögum. Það virðist vera svo að sveitarstjórnarmenn kunna því ekki vel að ræða þessi máí undir þrýstingi ríkis- yaldsins eða sameinast eftir skipunum þaðan. Áhyggjur af byggðaþróun eru vafalaust stór þáttur í þessari nýju bylgju sameiningarumræðna. Því hefur verið haldið fram af þeim sem eru á móti sameiningu sveitarfélaga að sjálfsforræði smærri sveitarfélaga sé skert með sameiningu og fólk í dreifðum byggðum sætti sig við minni þjón- ustu ef því fylgir lægri álagning gjalda. Bæði þessi rök eru haldlítil. Ef ný kynslóð á að setjast að og búa í dreifbýli og smærri sveitarfélögum, þá kallar það á þjónustu sem er sambærileg og í nálægu þéttbýli. Þá þjónustu verður að veita í stærri heild- um. Það er einnig staðreynd að aukin verkefni sveitarfélaga kalla á stærri heildir ef þau eiga að vera vel af hendi leyst. Kröfur á hendur sveitar- stjórna aukast, og má nefna umhverfismál sem dæmi um það. Allt þetta kallar á samvinnu, en samvinna margra sveitarstjórna um fjölmörg mál- efni verður þung í vöfum pegar til lengdar lætur. Móti því að missa áhrif innan smærri heildar fyrir fólkið í minni sveitarfélögum koma mögu- Ieikar til þess að hafa áhrif á stærri heild. Með bættum samgöngum og samskiptum verða hin gömlu hreppamörk óraunverulegri og úreltari. Hins vegar verður aldrei árangur í sameiningar- málum með skipunum frá ríkisvaldinu. Sveitar- stjórnarmennimir og fólkið í viðkomandi sveitar- félögum verða að finna þessari umræðu farveg af sjálfsdáðum. Slík þróun virðist vera nú, og er það vel. Þá er von til að sú nýsköpun sveitarstjórnar- stigsins, sem nauðsynleg er, nái fram að ganga. Sveitarfélögin munu væntanlega á næstunni fá alla ábyrgð á rekstri grunnskólans og fækkar þá enn sameiginlegum verkefnum ríkis og sveitarfé- laga. Áframhald mun áreiðanlega verða á þeirri þróun að verkaskiptingin verður skýrari, óg sveit- arstjórnirnar munu fá meira valdtil þess að ráða ákveðnum málaflokkum. Til þess verður að styrkja sveitarstjórnarstigið með stærri heildum. Það vakti athygli manna þegar Ólafur Ragnar Grímsson upplýsti í DV á dögunum að af þeim fjölmörgu sem hvatt höfðu hann til aö fara í for- setaframboð væru fáir úr röðum Alþýðubanda- lagsmanna. Menn vissu ekki vel hvernig bæri að túlka þetta og víst er að ólíkir aðilar hafa lesið ólíka hluti út úr þessu. Sumir sáu í þessu upphaf nýs friðartímabils í flokki sem um áraraðir hefur beinlínis þrifist á ófriði. Rökin fyrir þessu sjónarmiði voru að úr því að svo fáir Alþýðubandalagsmenn vildu að Ólafur Ragnar færi í forsetaframboð og hætti í pólitík hlytu allir þessir flokksmenn, einkum andstæð- ingar hans, að vilja að hann væri áfram starfandi í flokknum. En aðrir sáu í þessu þveröfug skilaboð. Þau fól- ust í því að andstæðingar Ólafs í flokknum bæru svo mikla virðingu fyrir forsetaembættinu að eftir aö hafa starfað með Ólafi Ragnari allan þennan tíma gætu þeir hreinlega ekki ---------------------------- hugsað sér að láta hann komast GARRl þangað. En jafnvel þetta sjónarmið sýnir Alþýðubandalagið í nokkuð bandalagsins komu fram þegar uppsögn Einars Karls Haraldssonar var gerð opinber, sem og ágreiningur hans við nýja formanninn. Þá strax mátti sjá að þó tekist hafi um skeið að dylja ófrið- inn hafði kraumað undir niðri og bakstungur og bræðrabyltur voru enn á sínum stað. Síðan þegar í ljós koma að ónafngreindir heimildarmenn inn- an úr Alþýðubandalaginu tjáðu sig í fréttum um að fjármálaleg óreiða, sukk og svínarí hafi ráðið úrslitum varðandi uppsögn framkvæmdastjórans og að sú óreiða hafi ekki einungis náð til Einars Karls heldur líka til Ólafs Ragnars Grímssonar, var ljóst hvert stefndi. Ekki var hægt að skilja málatil- búnaðinn öðru vísi en að fjármálarústir Alþýðu- bandalagsins væru þessum tveimur mönnum að kenna og gott ef ekki var gefið í skyn að eitthvað væri bogið við fjármál flokksins líka. Þetta var strax farið að hljóma nokkuð Alþýðubandalags- legra, enda ljóst að það hlyti að verða erfitt fyrir — Ólaf Ragnar að fara í forsetafram- boð með slíkt fjármálahneyksli á __ bakinu! nýju ljósi því þessi ófriðarpottur var í hugum flestra, ólíklegastur allra flokka til að leika píslar- vott gangvart forsetaembættinu og halda „óhæf- um" fyrrverandi formönnum innan sinna vé- banda frekar en að koma þeim út. Náungakærleikurinn? Menn voru því eðlilega nokkuð spurulir í fram- an vegna þessara tíðinda allra eftir yfirlýsingu Ól- afs Ragnars í DV. Gat verið að hinn kristilegi ná- ungakærleikur sem menn virðast hafa týnt í kirkj- unni væri allt í einu allur samankominn innan raða Alþýðubandalagsins? Gat verið að Allaballar væru farnir að reykja friðarpípur sínaf af krafti og ætluðu bara að sameinast um að halda Ólafi Ragnari sem lengst í flokknum — raunar á mis- munandi forsendum? Slíkt hefði eflaust mátt flokka sem „heimssögulegan viðburð", svo gripið sé til oröalags sem Olafur Ragnar notar gjarnan sjálfur um það sem hann er að gera. En auðvitað voru hlutirnir ekki svona og ófrið- areðli Alþýðubandalagsins finnur sinn farveg, rétt eins og gangur himintunglanna fer eftir fyrirfram útreiknanlegum brautum. Merki þess að allt væri með felldu og í eðlilegu horfi innan Alþýðu- Borio til baka Að vísu var fjármálasukkið í þeim félögum Ólafi Ragnari og Einari Karli alllt meira og minna borið til baka af varaformanni flokksins þegar eftir var gengið í fréttum, en það breytir ekki því að í ljós er komið að Alþýðubandalagsmenn hafa ekki ver- ið að reykja einhverjar friðarpípur. Því síður eru samflokksmennirnir sem Ólafur Ragnar saknaði úr hópi þeirra sem hvöttu hann til forsetafram- boðs, fjarri góðu gamni vegna þess að þeir vilja ekki losna við hann úr flokknum. Þvert á móti sannast hið fornkveðna að í Alþýðubandalaginu er ekkert eins og það sýnist vera. Auðvitað getur slíkur „óreiðupési" í fjármálum, sem Ólafur Ragn- ar, ekki farið í forsetaframboð og allra síst unnið slíkar kosningar. Og auk þess getur maður sem er slíkur „óreiðupési" að hann flæmist frá forseta- framboði af þeim sökum varla orðið forustumað- ur í flokknum aftur. í stað friðarpípunnar sem menn þóttust sjá í flokknum fyrir viku kemur nú í ljós að andstæðingar Ólafs í hafa verið að uhdir- búa að taka tvöfaldan trompslag — og auðvitáð á kostnað síns fyrrverandi formanns. Garri Heimskir ofbeldisseggir Á víbavangi Einu sinni langaði skipuleggjendur umferðar í Bretlandi að vita hvers vegna sumit bílstjórar gefa helst ekki stefnumerki og svo meira og minnna brengluö þegar stefnuljós eru sett á. Gerð var könnun og niðurstaðan var einföld: Þeir, sem ekki gefa stefnuljós eftir kúnstarinnar reglum, eru þeir sem einfaídlega eru svo heimskir að þeir geta ekki lært hvenær og hvernig á að láta aðra skilja hvernig þeir ætla að haga akstrinum næstu sekúndurnar. Fleiri rannsóknir staðfesta að það er heimska og tor- næmi sem veldur því aö sumir ökumenn fara ekki að einföldustu umferöarlögum. Þeir geta ekki lært þau eða til- einkað sér reglurnar í akstri. Það var sagt um mætan forseta -------------------- í Bandaríkjunum að heilabúið setti honum þær skorður að geta ekki gengið og tuggið tyggigúmmí samtímis. Svipað er hægt að segja um bílstjórana sem ekki ráða viö hvortveggja í senn að stýra og gefa stefnuljós. Því skuluö þið ekki bölva hátt og í hljóöi, þegar afstýrt er árekstri á síðustu stundu af því að bíl- stjórinn á undan gaf stefnuljós til vinstri og beygbi til hægri. Heldur sýna kristilegt umburbar- lyndi og segja rétt si svona: Vesalingurinn, ekki er nú vitið meira en guð gaf. Heimilisbullur Kunnáttufólk í umferðarmálum og atferlisfræð- um settist á málþing um helgina til að reyna að komast að hvers vegna umferðaróhöpp eru nær helmingi tíöari hér á landi en meðal hinna menn- ingarþjóðanna. Atferlisfræðingur gaf skýr svör. Heimilisofbeldi og umferbarofbeldi fer saman. Ofbeldisfullu öku- mennirnir komast upp meb að brjóta á samferba- mönnum sínum og sýna þeim yfirgang án þess ab neinn skipti sér af, og refsingar og önnur óþæg- indi af fólskunni eru engar. Sömu karakterarnir og fara sínu fram í umferð- inni eru álíka viðurstyggilegir á heimili sínu. Þar komast þeir upp með að taka ekki tilíit til eins eöa neins nema sjálfra sín, vaða yfir aðra heimilis- menn með frekju og ofbeldi og halda að þeir séu að sýna einhvers konar sjálfstæði og yfirburði. Málið er líka það að þetta fólk kann enga mannasiði, hvorki heima fyrir né í umferðinni. Umferöarbullur Ef farið verður að líta á um- ferðarbullurnar þeim augum að þær séu heimskar og of- beldisfullar en ekki sem eld- klára ökumenn, sem skjóta öðrum bílstjórum ref fyrir rass, væri von til ab koma mætti umferðarmálum í skikkanlegt horf. Hraðakstur og allur sá djöful- gangur, sem honum fylgir, er ------------------ merki um að þar sé á ferð illa gef- ið fólk og frámunalega illa upp alið. Heimilisof- beldi er ekki liöið nema hjá skítapakki. Það er athyglisverð staðhæfing hjá Gabríelu at- ferlisfræðingi, sem hún hélt fram á málþinginu, að þeir sem komast upp með heimilis- og um- ferðarofbeldi halda því áfram. Þess vegna er borin von að þeir stórhættulegu menn, sem leggja undir sig fjölmiðla til að bulla um umferbarmál, geri hið minnsta gagn. Þeir jarma stöðugt um hvernig komast megi milli staða á sem skemmstum tíma og svo um helvítis tillitssemina. Hún er aðeins til að gefa ofbeldis- mönnum byr undir vængi. Það á að aka sam- kvæmt umferöarlögum en ekki tilfinningasemi og tiktúrum ruglukolla. Aðalstarf umferðarlögreglu er að gera skýrslur um slys og umferðaróhöpp sem þegar hafa átt sér stab. Hún gerir ekkert til ab koma í veg fyrir þau með því að stöðva umferðarofbeldi, sem hvarvetna blasir við. Það er vegna þess að lögreglan er hvergi, nema á blóðvellinum seint og um síðir. Á meðan heimskir og ósiðaðir ofbeldisseggir komast upp meb óþverraskapinn á heimilum og í umferðinni mun skálmöldinni ekki linna. Nú á eftir aö reyna á hvort löggæslan skilur bobskap at- ferlisfræbingsins, svo einfaldur sem hann er. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.