Tíminn - 19.03.1996, Page 5

Tíminn - 19.03.1996, Page 5
Þriðjudagur 19. mars 1996 ^ ~ ^ A>/ íJöíiíftO. kÍub. 5 Kaffileikhúsib: ENGILLINN OG HÓRAN eftir Lesley Ann Kent. Þýbing: Didda jónsdóttir. Leikstjóri: Jón Einars Gúst- afsson. Leikmynd: Þorger&ur Sigur&ar- dóttir. Ljósahönnun og tæknistjórn: Björgvin Franz Gíslason. Frumsýnt í Hla&varpanum 13. mars. Þetta er einþáttungur eftir unga bandaríska skáldkonu og er í rauninni eintal. Þa6 er hér ein kona, hóran, sem rekur reynslusögu sína, eða svip- myndir úr henni. Ég veit ekki hvort hinn ungi leikstjóri, Jón Gústafsson, hefur haft fyrir- mynd að þeirri aðferð að skipta textanum á milli þriggja kvenna. En hugmyndin er gób og verkaði vel í Hlaðvarpan- um, þökk sé leikkonunum þremur — að ógleymdum dansaranum Láru Stefánsdótt- ur, sem lagði mikið til sýning- arinnar. Það er hún sem táknar hugsýnina í líf hórunnar — engilinn. Engillinn og hóran er lítið leikrit og ristir að sönnu hvergi djúpt. Þetta er verk ungs höf- undar og ungæðislegt eftir því, sálfræðin óbrotin. í rauninni er hér ekkert sem kemur flatt upp á áhorfandann, þegar hann er byrjaður ab fylgjast með orb- ræbu hórunnar, allt fremur fyr- irsjáanlegt. En hins vegar eru alveg nógir bjórar í því fyrir leikhúsfólk sem kann til verka, og sýning Kaffileikhússins er vel og fagmannlega unnin af hálfu allra sem að henni standa, svo að leikhúsgestir geta sem oft áður átt góða stund í Hlaðvarpanum í því návígi við leikendur sem þar er boðib upp á. „Einu sinni vár ég hóra, þab var gaman." Þetta er stefið í leiknum. Hóran er afarfær í sinni grein, en sem vænta má eru •líkamsmökin henni ekki fullkosta, hún þráir andlegt samband og talar mikið um ab sökkva sér í augu karlmanns- ins. Svo kemur að því að hún hittir mann sem hún fer að elska. Og hvernig skyldi það enda? Ég þarf varla að rekja fleira; ástfangin hóra er auðvit- að í senn hlægilegt og sorglegt fyrirbæri. Hins vegar hefur saga hennar sammannlega skírskotun. Hér er rætt um bæl- ingu, deyfingu tilfinninganna sem gerir lífið umberanlegt. Og hér er brugðið upp mynd af því hve háskalegt það er að elska. Er hóran ekki verr farin í lífi sínu eftir að hafa látið það eftir sér? Eða er þaö kannski sárs- aukinn sem færir henni heim sanninn um að hún er mann- eskja? Engillinn og hóran er mynd af hamingjuþrá konu við nið- urlægjandi abstæður. Gæti orðið loftkennt, en hefur góð- an bakstuðning í raunsæislegu sviði. Leikurinn missir aldrei fótfestuna í einhverri tilfinn- ingaólgu. Þar reynir á leikend- ur og leikstjóra. Hugsjón og veru- leiki hórunnar Leikkonurnar þrjár, sem skipta texta hórunnar á milli sín, eru Bergljót Arnalds, Bryn- dís Petra Bragadóttir og Ragn- hildur Rúriksdóttir. Þær gera þetta allar vel. Þær tákna þrjár hliðar á persónuleika konunn- ar. Hér er hin ljósa, barnslega, auðsærða stúlka, sem hrópar á einhvern sem hún getur elsk- að. Þab er hin dökka, grimma kona í hörðum bransa, sem hefur nautn af ab niðurlægja karlkynið. Og svo sú þriðja, sem breiðir yfir andstæðurnar, jafnvæg og þroskuð. Ragnhild- ur myndar þennan jafnvægis- ás, og að því skapi verður hún sterkust í sýningunni, en Berg- Ijót (sú ljósa) og Bryndís Petra (sú dökka) skila sínu líka af ör- yggi. Jafnvægið milli þeirra allra var gott og áhorfandinn LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON átti hér fágætan kost á að fylgj- ast úr miklu návígi með breið- um tilfinningaskala í leik. Það eitt var skemmtileg leikhús- reynsla. En hlutur Láru Stef- ánsdóttur var líka mikill. Henni tókst meb dansi sínum að birta konuna ekki síður en leikkonurnar með öllum sín- um texta. Mikill er máttur danslistarinnar. Didda hefur þýtt textann lip- urlega, þó ekld alveg hnökra- laust, og hann er síst grófari eða groddalegri en viö mátti búast. En það sem mestu sætir hér er að leikstjórinn Jón Gúst- afsson tekur verkið skynsam- legum tökum. Með leikkonun- um þrem og dansaranum lán- ast honum að búa til stílhreina sýningu og sérstaklega er mynd kvennanna á sviðinu falleg, uppstilling þeirra oft býsna malerísk og áhrifamikil. Þá sýnir leikstjórinn tilfinn- ingu fyrir hraða og hrynjandi, kann að láta þagnirnar verka. Jón Gústafsson vakti á sér at- hygli sem útvarps- og sjón- varpsmaður fyrir allmörgum árum. Síðan hefur hann numið leikstjórn í Bandaríkjunum og þreytir hér frumraun sína. Má vænta góðs af þessum manni í leikhúsi okkar og við bjóðum hann velkominn til starfa. Leikmyndin er haganleg og ljósabeiting markviss, en þar er við erfiðar aðstæbur að búa. „Hægra megin vi& íhaldif)" Jón Baldvin Hannibalsson. Fróölegt var að lesa viðtal Tímans 12. jr.m. við Jón Baldvin. Hann staðfesti afdráttarlaust, að hann sé ekki lengur alþýðuflokksmaöur, þó að hann stýri stjórnmálaflokki með því nafni, enda reiðubúinn að eigin sögn að leggja þaö nafn niður. Hann vill fríverslun í stað verndar- stefnu og aukna samkeppni í stað einokunar. Þetta er svonefnd „frjálshyggja", sem jafnvel sjálfstæbismenn hika við að gangast undir. Margir þeirra hafna henni alfarið, enda meðvit- andi um ýkjur og ógnir óhefts markaösbúskapar. Má því með sanni segja, að Jón Baldvin sé kom- LESENDUR inn „hægra megin við íhaldið", eins og lengi hefir verið fram haldið. Hann er ekki heldur jafnaðarmað- ur. Það sannaði hann í stöðu fjár- málaráðherra, þegar hann setti á svonefndan „matarskatt" og afnam stighækkun tekjuskattsins, hvort tveggja til tjóns fyrir hina tekju- lágu. Jón Baldvin vísar í viðtalinu á Harald Guðmundsson, höfund al- mannatryggingalaganna. í hans tíö, segir Jón, var litið á fátæklinga sem sakamenn, sbr. hreppaflutninga og sveitarstyrki, er sviptu þá kosninga- rétti. Við erum þó í dag ekki langan veg þar frá. Fyrir liggur nefndarálit til frumvarpsdraga, sem gerir at- vinnulausa hába vinnumiðlun og svæðisstjórnum, og sá, sem hefir verið án starfa í 3 ár, skal sviptur bótum og „segja sig til sveitar", þ.e. leita á náðir Félagsmála- eða Trygg- ingastofnunar, líkt og aldnir eða ör- yrkjar. Kratar hafa enn verk að vinna, en Jón Baldvin má fara sína leið. Alþýðuflokksmaður afgamla skólanum Kaffihúsið er svo intímur staður að það hæfir vel sem umgjörð utan um leik af þessu tagi. Það hefur fest sig í sessi og er enginn vafi á að andrúm staðarins á ekki lítinn þátt í hversu vel hefur oft tekist til með sýningar í Hlaðvarpanum. Eftirmáli: Ótíbindi úr Borgarleikhúsinu Leikhúsheimurinn hefur að undanförnu verið í uppnámi vegna brottreksturs Viðars Egg- ertssonar úr starfi leikhússtjóra Borgarleikhússins. Þegar þetta er ritað, er engan veginn séb hverjar verða afleiöingar þessa tiltækis meirihluta leikhúsráðs, sem taldi sig bundinn af sam- þykktum félagsfundar Leikfé- lags Reykjavíkur. Virðist félag- ið raunar hafa beitt fulltrúa sína hinni harðvítugustu kúg- un til að koma þessum gjörn- ingi fram. Það hefur um langt skeið ver- ið flestum ljóst að Borgarleik- húsið þurfti þess með að fast væri tekið í tauma, ef takast mætti að koma því upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í síðustu ár. Hér þurfti bæði metnaðarfyllra verkefna- val og einbeittari listræna for- ustu. Ástæða var til að ætla að Viðar Eggertsson gæti veitt slíka forustu. Hann var valinn úr allstórum hópi umsækjenda að vel athuguðu máli og mun hafa sett fram ýmsar athyglis- verðar hugmyndir. En Viðar fékk ekki að reyna sig. Ástæbur þær, sem meiri- hluti leikhúsráðs hefur til- greint fyrir uppsögn hans, eru ófullnægjandi. Fyrir þann, sem utan við stendur, virðist aug- ljóst að eitthvað er þarna á bak við sem stjórn Leikfélagsins vill ekki gefa upp. Nútíma atvinnu- leikhúsi í harðri samkeppni verður ekki stýrt svo vel sé án þess að þab komi vib einhverja sem hagsmuna eiga að gæta. Það reyndi Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri óþyrmilega um árið. Hann stóð þann storm af sér og hefur síöan tek- ist vel að leiða starf Þjóðleik- hússins, svo að staða þess er nú meb sterkasta móti. Viðar Eggertsson fékk ekki tækifæri til að prófa hugmynd- ir sínar í Borgarleikhúsinu. Ráðandi öfl í Leikfélaginu komu í veg fyrir það. Starf og stefnumótun Borgarleikhúss- ins er nú í uppnámi og hljóta leiklistarunnendur að hafa af því áhyggjur. Þetta stóra leik- hús er eign allra Reykvíkinga. Við gerum þær afdráttarlausu kröfur að þar sé haldið uppi vönduðu, þróttmiklu og djörfu leikstarfi. Hagsmunir fárra ein- staklinga í Leikfélagi Reykja- víkur mega ekki verða til að leggja stein í götu þess. Haraldur Cubmundsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.