Tíminn - 19.03.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.03.1996, Blaðsíða 9
Þri&judagur 19. mars 1996 Wmwm P)ETUR SIGURÐSSON George Weah, líberíski knattspyrnumaöurinn hjá AC Milan, er ótvírœtt besti knattspyrnumaöur í heimi: „Mun líklega aldrei leika á HM" George Weah, líberíski knattspyrnumaöurinn sem leikur nú meb ítalska libinu AC Milan, var á dögunum valinn besti knattspyrnu- mabur í heimi, en þab eru landslibsþjálfarar um allan heim sem sjá um valib. Weah hefur vakib mikla at- hygli, annars vegar fyrir getu sína á knattspyrnuvell- inum og hins vegar fyrir framkomu utanvallar, sem er til fyrirmyndar, og vilja sinn til ab láta abra njóta velgengni sinnar á knatt- spyrnuvellinum. George Weah er fæddur í höfuðborg Líberíu, Monróvíu, 1. október 1966 og er því þrí- tugur á þessu ári. Hann lék meb fjórum félögum í Líber- íu, þar á meoal „Hinum ellefu ósýnilegu", áður en hann gekk til libs vib lib í Kamerún þar sem hann varb fyrst meistari árib 1988. Þaban fór Weah til Mónakó. Weah varb franskur meistari árib 1994 meb Paris St. Germain, bikar- meistari meb sama libi 1993 og 1995 og meb Mónakó árib 1991. Ári síbar varb hann Evr- ópumeistari bikarhafa meb sama libi. Weah segir sjálfur ab þjálf- ari sinn hjá Mónakó, Frakk- inn Arséne Wenger, eigi heib- urinn af frama hans. „Hann gerbi mig ab þeim knatt- spyrnumanni, sem ég er í dag," segir Weah yfirvegab, þegar hann tók vib verblaun- um sem besti knattspyrnu- mabur í heimi, og hann kall- abi strax á franska þjálfarann upp á svib. „Hann kenndi mér ab lifa heilbrigbu lífi og leika heibarlega. Hann hvatti mig til ab leika í Evrópu, en skildi jafnframt afrískan upp- runa minn og virti hann. Hann leyfði mér ab leika knattspymu á minn hátt." En Weah var ekki hættur og til þess ab koma í veg fyrir ab nokkur gæti efast um að hann væri virkilega ab meina þab sem hann sagbi um fyrrum þjálfara sinn, afhenti hann Frakkanum verðlaunagripinn sem hann fékk sem besti George Weah hvílir hér lúin bein á einkaköríuboltavellinum vib heimili hans íLíberíu. knattspyrnumabur í heimi. Meb því sýndi Weah reyndar enn og sannabi hvern mann hann hefur ab geyma: ósér- hlífinn og gjafmildan. En lífib í æsku var ekki dans á rósum fyrir Weah. Erfib æska hans leiddi hann inn á braut erfibleikanna, ábur en hann gerbist múslími og knattspyrnan tók hug hans allan. Weah, eba Oppong eins og hann heitir á afrísku, vakti fljótlega athygli fyrir leikni sína. Hann þroskabist hratt, en nábi samt ab finna réttu blönduna af líkamlegum styrk og knatttækni, sérstaklega ef hann kemst á skrib í vel- heppnabri skyndisókn. Þá hafa hin firnaföstu og hárná- kvæmu langskot hans skelft margan markvörbinn. En leibin lá til útlanda. Frá heimalandi Weahs, Líberíu, lá leibin til Mónakó þar sem hann lék meb samnefndu liði. Þaban til franska libsins Paris St. Germain þar sem Weah lék firnavel og vakti gríðarlega at- hygli í Frakklandi sem og annars stabar í heiminum, meb þeim árangri ab eitt besta félagslib í heimi fór ab kíkja á kappann og þab end- abi me& því ab AC Milan festi kaup á George Weah. Hlutverk hans hjá AC Milan var a& fylla skarb fyrrum besta knattspyrnumanns í heimi, Marcos van Basten, en meiðsli bundu enda á feril hann langt fyrir aldur fram. Weah þykir að mörgu leyti svipa til for- vera síns, enda báðir frábærir knattspyrnumenn. Þab er reyndar erfitt ab feta í fótspor van Bastens og þab virtist raunin fýrir Weah til að byrja meb, en fljótlega var þó öllum vafa um það mál eytt. Weah fór að finna sig á San Siro í Mílanóborg og fljótlega fóru mörkin ab koma á færi- bandi, mörg hver afskaplega glæsileg. Enda leib ekki á löngu þar til knattspyrnu- áhugamenn sem og aðrir fóru að líta á Weah sem forystu- mann þeirra 350 afrísku knattspyrnumanna sem leika í Evrópu, þó hann hafi reynd- ar ekki sóst eftir þeim „titli". Almenningur í heimalandi hans hefur fengið sinn skerf af vandamálum innanlands, þar sem borgarastríð hafa geisað í gegnum tíöina. Þar er Weah þjóðhetja og kunnugir segja að það væri formsatriði fyrir hann að tryggja sér for- setastólinn, svo vinsæll er kappinn, þrátt fyrir að knatt- spyrnan skipi nú ekki stóran sess í hugum Líberíumanna. Weah hefur svo sannarlega deilt velgengni sinni á knatt- spyrnusviðinu með löndum sínum, en hann hefur í gegn- um tíðina efnast vel. Hann greiddi fyrir flugfar og bún- inga á líberíska landslibib, sem tók þátt í Afríkukeppn- inni í knattspyrnu í vetur. Hann hefur fjármagnab bygg- ingu barnaspítala og stabib fyrir stofnun unglingalibs, Nissandeildin í handknattleik: Undanúrslit hefjast í kvöld „Junior Professionals". „Ég er farinn ab finna til fé- lagslegrar ábyrgbar, sem ég gerbi ekki hér á árum ábur. Þegar ég lít í kringum mig í Líberíu, þá sé ég litla drengi leika fótbolta um allt. Það er kominn tími til að Líbería komist á knattspyrnulanda- kortið," segir Weah. Hvenær sem Weah heim- sækir heimalandið er honum ávallt fagnað á götum úti sem þjóbhetju, hvar sem hann kemur. Þegar vopnahlé var gert í borgarastyrjöldinni á meðan Afríkukeppnin fór fram, söfnuðust 20 þúsund manns til aö hylla Weah áður en landsliðið lagði upp í ferð- ina til Suður-Afríku, sem hann hafði greitt fyrir. „Ég verð að vera raunsær. Líbería mun líklega aldrei tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM, þannig ab ég mun aldrei taka þátt í stærsta íþróttavib- burbi heims. Ég hef hins veg- ar tekib þátt í Afríkukeppn- inni meb þjóð minni og þá get ég unnið titla meö AC Milan. Ég ér ánægður með það og hamingjusamur." (Endursagt úr Fifa Magazine) Nú er þab ljóst hvaba fjögur lib mætast í undanúrslitum Nissan- deildarinnar í hand- knattleik. Þab eru annars veg- ar Valur og UMFA og hins vegar KA og FH. Fyrsti leikur- inn er í kvöld, en þá mætast Valur og UMFA ab Hlíbar- Hnefaleikar: ( Tyson meistari á ný Mike Tyson tryggbi sér heims- meistaratitilinn í þungavigt hnefaleikanna, meb því a& sigra Frank Bruno í þremur lot- um. Yfirbur&ir Tysons voru miklir og hann enda&i keppn- ina me& því a& slá Bruno ni&- ur, þannig a& hann hékk hálf- rænulaus í kö&lunum. Á&ur haf&i hann slegi& Bruno svo a& augabrúnir hans opnu&ust og blæddi úr. Bruno hefur því vart sé& miki&. Fyrr um kvöldiö keppti breski fjaðurvigtarmeistarinn Prince Haseme við óþekktan hnefaleik- ara, og sigraði hann í ótrúlegum bardaga sem tók aöeins sjö sek- úndur. Prince þurfti aðeins tvö högg. ¦ enda og hefst leikurinn kl. 20.00. A morgun mætast sí&- an KA og FH í KA-heimilinu á Akureyri. Aðeins ein viðureign í átta liða úrslitum kláraöist í tveimur leikjum. Það var viðureign Vals og Gróttu og urðu Valsmenn fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. KA lag&i Sel- fyssinga örugglega í þriðja leik liðanna 27-21. Þriðju viður- eignir FH og Hauka og Stjörn- unnar og Aftureldingar voru hins vegar hörkuspennandi. FH-ingar tryggðu sér sigurinn á síðustu sekúndum leiksins, þeg- ar Magnús Árnason varöi víta- kast frá Gunnari Gunnarssyni, þjálfara og leikmanni Hauka, í lok framlengingar. Það sama má segja um leik Stjörnunnar og Aftureldingar, þar sem Bjarki Sigurðsson tryggði þeim síöarnefndu sigur- inn meÖ marki skoruðu á síð- asta sekúndubroti leiksins í framlengingunni, eftir að Berg- sveinn Bergsveinsson hafði var- ið og sent ótrúlega sendingu fram völlinn á Bjarka. Leikirnir í undanúrslitum verða sem hér segir og þá er hugsanleg þriðja viðureign tek- in með: 19. mars kl. 20.00 Valur-UMFA 20. mars kl. 20.00 KA-FH 21. mars kl. 20.00 UMFA-Valur 22. mars kl. 20.00 FH-KA 23. mars kl. 16.30 Valur-UMFA 24. mars kl. 20.00 KA-FH VINNINGSTÖLUR I iR «-3 iooe I . Laugardaginn 1 16-03-1996 | | Vlrrtngir F|4ldl vlnnlngihil* Upphað á hvwn vlnnlngahafa 1 itfi 1 4.133.280 2.'-'* W 1 406.170 3. «¦" 101 6.930 4. j«*s 3.049 530 íSarrÍafc. 3.152 6.855.35<n Upplýinoaí un vnningstölur fðst einnig l ilmsvara S8B-15U eoaG(Briur«Jmaiia00-€6l1 og í toxtavarpt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.