Tíminn - 19.03.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.03.1996, Blaðsíða 16
mmm Þriðjudagur 19. mars 1996 Vebrib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: Austan kaldi eða stinningskaldi og smá skúrir vib ströndina. Hiti frá 7 stigum niöur í 2 stiga frost. • Faxaflói og Breibafjörður: Austan og norðaustan kaldi og skýjað meb köflum. Hiti frá 4 stigum nibur í 3 stiga frost. • Vestfirðir: Hægvibri og skýjab meb köflum. 3 til 4 stiga hiti. • Strandir og Norburland vestra og Norburland eystra: Norban og norbaustan kaldi og skýjab. Hiti 3 til 4 stig yfir hádaginn. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Norbaustan kaldi og skýj- ab. Hiti 1 til 5 stig. • Subausturland: Norðaustan og austan stinningskaldi og hætt vib skúrum viö ströndina. Hiti 3 til 8 stig. Flokkapólitíkin ekki eins áberandi og oft áöur í þreifingum manna vegna forsetakjörs á ASI- þingi í maí: VR getur ekki hugsab sér VMSÍ-mann í forsetastól „Það er athyglisvert at> í þess- um samtölum á milli manna minnist enginn á flokkapólit- íkina," segir áhrifamaöur inn- an verkalý&shreyfingarinnar um þær þreifingar sem þar eiga sér sta& í leit manna a& heppilegum frambjóöenda til embættis forseta ASÍ. Hann segir a& innan raöa Verslunar- mannafélags Reykjavíkur sé lagt aö Benedikt Davíössyni forseta ASÍ aö gefa kost á sér til endurkjörs, enda geti þeir ekki hugsaö sér VMSI mann í forsetastól ASÍ. Innan VMSÍ er enn lagt hart aö Kára A. Kárasyni fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Noröurlands að bjóða sig fram en minna fer fyrir frambjóðend- um meöal iðnaðarmanna og verslunarmanna. Meðal annars er fullyrt að Grétar Þorsteinsson formaður Samiðnar muni ekki bjóða sig fram og látið í veðri Forsetaframboö: Frambobum skilaö fyrir 24. maí Forsætisráöuneytiö sendi í gær frá sér tilkynningu þess efnis aö framboðum til forsetakjörs skuli skilaö til dóms- og kirkju- málaráöuneytis, ásamt sam- þykki forsetaefnis, eigi síöar en fimm vikum fyrir kjördag, þ.e. föstudaginn 24. maí en kjör for- seta veröur 29. júní. Forsetaefniö þarf meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna en mest 3000 og verða þeir aö skiptast þannig eftir lands- fjóröungum: 1141-2282 úr Sunn- lendingafjórðungi, 88-176 úr Vestfiröingafjórðungi, 194-387 úr Norölendingafjórðungi og 77- 155 úr Austfiröingafjórðungi. ■ vaka að þaö sé einfaldlega vegna þess að hann muni ekki valda embættinu. Þá veltur framvind- an mikið á því hvort Benedikt býður sig fram til endurkjörs eða ekki, því það er mikill mun- ur á því hvort menn séu að leita að frambjóðenda til að fara í slag við Benedikt eða taka við af honum. Þessi áhrifamaöur sem ekki vill láta nafns síns getið segir að í umræðum manna á milli tak- ist annarsvegar á fylkingar iðn- læröra og verslunarmanna og hinsvegar fylking ófaglærðra innan Verkamannasambands- ins. Þótt ástandið í þreifingum manna á meðal sé pólitískt frá- brugðið því sem verið hefur, þá sé viðbúið að flokkapólitíkin muni hafa sín áhrif þegar kemur á sjálft ASÍ-þingið sem haldið verður í Kópavogi í maí nk. „Ætli fléttan sé ekki sú að menn eigi að standa með allt niörum sig þegar komið er til þings og þá eigi Benedikt að segja á réttu augnabliki: Ja, ég verö þá bara að vera í þessu áfram úr því þetta er svona," segir þessi áhrifamaöur innan verkalýðshreyfingarinnar. Hann segir að þrátt fyrir að Benedikt hafi lýst því yfir oftar en einu sinni að hann hafi að- eins hugsað sér að gegna for- setaembættinu í eitt kjörtímna- bil, þá séu verslunarmenn farnir að leggja aö honum að bjóða sig fram til endurkjörs. Hann segir að það sé það eitt það skelfileg- asta sem VR-menn gætu hugsað sér að næsti forseti ASÍ kæmi úr röðum Verkamannasambands íslands. Hinsvegar sé engin launung á því að ef fulltrúar aöildarfélaga innan VMSÍ bera gæfu til að koma skipulagðir til ASÍ-þings með sameiginlegan forsetafram- bjóöenda, þá muni hann verba sigurvegari þingsins. Þab sé hinsvegar ekki á vísan að róa hvaö samstöðuna varðar, þótt enn sé hiti í kolunum frá því í haust sem leið þegar ágreining- ur varð í launanefnd ASÍ vegna endurskobunar á núgildandi kjarasamningum. í þeim átök- um voru mörg þung orb látin falla í garð forystu ASÍ frá ein- stökum forystumönnum abild- arfélaga VMSÍ þar sem m.a. var fullyrt að verkalýðshreyfingin mundi aldrei láta það endurtaka sig aö félög yrðu dæmd til að framlengja kjarasamninga í Fé- lagsdómi. Fyrsta skrefið í þeim efnum væri að skipta um for- ystu í ASÍ og vinna bug á þeim miklu áhrifum sem iðnlærðir og VR hafa í höfuðstöðvum ASÍ á Grensásvegi. -grh Biskup til út- landa Hr. Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, fór til Strasburgar í morg- un til undirbúningsfundar fyrir aðalfund . guðfræbistofnunar Lúterska heimssambandsins þar sem Ólafur er stjórnarformaður. Að fundum loknum mun bisk- up dveljast erlendis í nokkra daga í einkaerindum ásamt frú Ebbu Sigurðardóttur eiginkonu sinni. Vígslubiskupar eru staðgengl- ar biskups hvor í sínu stifti og annast þau störf sem hann felur þeim. ■ Islander flugvélin á bandarísku skráningarnúmeri á slysstabnum vib Njarbvík. Slökkvilib flugvallarins komib á vettvang. Eins og sjá má er flugvélin tcett í sundur og er þab kraftaverki líkast ab Ferguson slapp lítt meidd. Tímamynd: ÆMK Janette Ferguson, 67 ára atvinnumaöur í ferjuflugi brotlenti rétt viö íbúöabyggö í Njarövík: „Þessi kona er ekki feig" Eitthvert óskiljanlegt lán hvílir yfir ferjuflugkonunni Janette Ferguson, 67 ára Breta. Sjónar- vottar ab flugslysinu sem varö Stórkaupmenn: Visa taki upp aöhaldssamari reglur varöandi hverjir fá kort og hverjir ekki: Aukin útlánatöp benda til fjármálaóstjórnar Aukin útlánatöp Visa ísland segja íslenskir stórkaupmenn benda „til fjármálaóstjórnar og þess a& veriö sé a& útdeilda grei&slukortum til fólks sem ekki getur talist traustveröugt". Vegna slíkrar óábyrgrar korta- útgáfu hafi félagiö oröiö fyrir tapi, sem þaö hyggst bæta sér upp meö hækkun þjónustu- gjalda á kostnaö þeirra sem standa í skilum. Boöuö 50% hækkun ábyrg&argjalds vegna raögreiöslusamninga sé hreint ótrúleg hækkun. í bréfi Félags íslenskra stórkaup- manna til Samkeppnisstofnunar er þess krafist ab Visa ísland verði meinuð fyrirhuguð hækkun. „Þess er jafnframt krafist að fyr- irtækiö taki upp mun aðhalds- samari reglur varöandi hverjir fái kort og hverjir ekki", segir í bréfi stórkaupanna. Enda hljóti sú tefna sem til þessa hafi verið rekin af báðum kortafyrirtækjunum að vera í hróplegri andstöðu við þá umræðu sem fram fer um skuld- aö hafi segja setningu heimilanna. Þau rök fyrirtækisins, prósentuhlutfall gjaldsins ekki hækkað frá 1990 stórkaupmenn afar léttvæg. Athugasemdir endurskoöanda Visa ísland um nauðsynlega hækkun gjaldskrár vegna aukinna útlánatapa bendi hins vegar til fjármálaóstjórnar. Ekki sé annaö hægt en að mótmæla því að kostnaðinum vegna þessa vandamáls sé velt yfir á skilvísa korthafa. ■ viö Njar&vík á sunnudag, þegar Islander-flugvél konunnar skall í jöröina, segja a& útilokað sé ab skýra þá mildi aö hún slapp lítt meidd. „Þaö hvílir einhver verndarhendi yfir Ferguson. Þessi kona er ekki feig," sögðu menn í flugbransanum í gær. Þeir sögbust aldrei hafa séb „krass" af þessari gráöu sem leiddi til svo lítilla meiösla. Ferguson hefur komiö tugum skipta með flugvélar til Reykjavík- ur síðan á sjöunda áratugnum og hefur notið þjónustu Flugþjón- ustunnar hf. sem Sveinn Björns- son rekur. Flugkonan hefur at- vinnu af að ferja flugvélar og hef- ur flogiö um allan heim með vél- ar. Á sunnudaginn hélt Janette Ferguson af stað frá Reykjavík áleiðis til Grænlands í hinu besta veðri, en þaðan ætlaði hún áfram til Bandaríkjanna. Fljótlega gerb- ist þaö að frúin missti GPS-tæki sitt á gólfið og nábi ekki til þess. Tækib er notað við staðarákvarð- anir og bráðnauösynlegt á flug- inu. Óskaði hún þá að fá lending- arleyfi á norðurbraut Keflavíkur- flugvallar. Leyfi var veitt og hófst þá aðflug sem liggur yfir Njarðvík. Allmörg vitni voru að fluginu og sáu hvar flugvélin tók lækk- andi stefnu til jarðar og endaöi með nefib í kargaþýfi skammt frá íbúbarbyggð. Hjálp barst fljótt, og hún ekki af verri endanum, Ólaf- ur Eggertsson er slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli og kann til verka. Hann aftengdi þegar raf- kerfiö, en enginn eldur kom upp í vélinni sem var fullhlaðin bensíni og auk þess meö varabirgðir í tunnum. Slysstaðurinn var því umflotinn flugvélabensíni. Ferguson var meðvitunarlaus þegar að var komiö, en vaknaöi fljótt. Hún var flutt á sjúkrahús í Keflavík og síðan ákvab hún að gefa skýrslu, sem varð henni um megn. Var hún síðan flutt á Land- spítalann til aðhlynningar. „Hún er að braggast og líður vel eftir atvikum. Hún verður hjá okkur til eftirlits fram á morgun," var okkur sagt af deildarlækni á brjóstholsskurðdeild á Landspít- alanum þar sem Höröur Alfreðs- son sérfræðilæknir hefur sinnt Ferguson. Reiknað var með að konan færi aö spítalanum í dag, þriðjudag. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.