Tíminn - 20.03.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.03.1996, Blaðsíða 6
6 Mibvikudagur 20. mars 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Ætlunin er ab reka veitingahús, krá og ferbamannaþjónustu í Versiun- arfélagshúsinu í Borgarnesi. BORGNRDINGUR BORGARNESI Digranes ehf.: Veitingahús í gamla Verslunar- félagshúsinu Bæjarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 13. febrúar sl. að heimila bæjar- stjóra að semja við Digranes ehf. um kaup á fasteigninni Brákarbraut 13, eða gamla Verslunarfélagshúsinu. Að sögn Bjarna Steinarsson- ar, sem er einn kaupenda hússins, þarf að auglýsa breytta nýtingu á húsinu vegna skipulags áður en hægt er að undirrita kaupsamning- inn. Hann sagði að hlutafélagið Digranes, sem er í eign fimm manna, hafi um skeið leitað að húsnæði fyrir veitinga- rekstur. Það hafi orðið úr að gera tilboð í þetta hús. Húsið hefur verið endurnýj- að að utan, var klætt og settir í það nýir gluggar. En að öðru leyti er það nánast fokhelt. Fyrirhugað er aö gera húsið upp að innan og hafa það í svipaöri mynd og hús frá þeim tíma sem það var byggt. Ætlunin er að reka ferða- mannaþjónustu, veitingahús og krá í húsinu og tengja það sögu staðarins, e.t.v. með hliðsjón af því að fyrirhugað er að setja upp minnismerki við Brákarsund. Bjarni sagði að mikill áhugi væri á að gera húsið upp fyrir komandi sumar, en auðvitað væri óvíst hvort það tækist. „Það sem vakir fyrir okkur er að koma upp nokkurs kon- ar félagsmiðstöð fyrir full- orðna fólkiö á svæðinu og hafa þar jákvæða og skemmti- lega starfsemi. Auk þess vant- ar stað hérna niðri í bænum sem gæti laðað að ferðafólk." FRETTIR VESTMANNAEYJUM Skipstjórnarnám- ib út á land Menntamálaráðherra boðar róttækar breytingar á skip- stjórnarnámi í náinni framtíð. Meðal hugmynda, sem hann nefnir, er að Stýrimannaskól- inn í Reykjavík verði lagður niður og skipstjórnarnám verði flutt út á land. Þarna gætu skapast möguleikar til að styrkja Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum, sem átt hefur í vök að verjast undan- farin ár vegna minnkandi nemendafjölda. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra segir að nú sé unnið að endurskoðun á skip- stjórnarnámi í landinu. Er stefnt að því að gera það hluta af framhaldsskólakerfinu. Það þarf þó ekki að verða til þess að t.d. Stýrimannaskólinn í Eyjum verði lagður niður og færður undir Framhaldsskól- ann. Það verði metið eftir að- stæðum á hverjum stað. Nú eru stýrimannaskólarnir þrír, í Reykjavík, Vestmanna- eyjum og á Dalvík, og hefur nemendum fækkab í þeim öll- um undanfarin ár. Hlutfalls- lega þó mest í Reykjavík. Er nú svo komið að í fullri alvöru er talað um að leggja Stýri- mannaskólann í Reykjavík niður, að því er kom fram í máli Björns. Yrbi skipstjórnar- námið þá allt flutt út á land, samfara því að það yrði fært til nútímalegra horfs. Björn segir ekki ljóst á þess- ari stundu hver niðurstaðan verður, en ljóst er að þarna þurfa Vestmannaeyingar að fylgjast vel með. Stýrimanna- skólinn hér er mjög vel tækj- um búinn og hefur yfir að ráða húsnæði sem getur tekið á móti mun fleiri nemendum. Með samvinnu við Fram- haldsskólann, Vélskólann og jafnvel fleiri stofnanir ætti að vera hægt að byggja hér upp öflugan og alhliða sjávarút- vegsskóla. Fjarlægbln skiptir ekki máli Ungur piltur á Bakkafiröi, Halldór Gestur Bergsteinsson, er í vetur að ljúka sínu grunn- skólanámi eins og lög gera ráð fyrir. Nám hans fer þó fram með öðrum hætti en þekkst hefur áður innan grunnskól- ans, því hann stundar fjarnám við Gagnfræðaskóla Akureyrar tengdur í gegnum íslenska menntanetiö. Halldór Gestur er hinn ánægðasti með þetta fyrirkomulag, hann stundar námið heima en tekur þátt í félagslífi og íþróttum með fé- lögum sínum í skólanum á Bakkafirði. Halldór Gestur var á Akur- eyri vikutíma í haust og fékk þá þær námsbækur sem kenndar eru, ennfremur fær hann verkefni send í pósti eða með bréfasíma. Kennslan fer að mestu fram í gegnum tölvu, en próf eru tekin undir eftirliti umsjónarmanns, Val- bjargar Jónsdóttur, skólastjóra á Bakkafirði. Valbjörg er mjög ánægð með árangur þessarar tilraunar og vonast til að hún verði til þess ab fariö verði að nýta þá möguleika sem í fjar- námi felast. Hún nefnir sem dæmi, að samnýta megi kenn- ara í fámennum skólum og auðvelda fötluðum nám. Gísli Baldvinsson, kennari á Akureyri, kennir Halldóri Gesti m.a. dönsku. Hann segir námið ganga mjög vel, en tæknilegir örðugleikar hafi þó valdið töfum í byrjun. Erfitt verði þó að meta árangur Halldórs Gests sem dæmigerb- an í slíku námi, þar sem hann sé hörkuduglegur og áhuga- samur námsmaður. MUL I OLAFSFIRÐI Knattspyrnu- deildin leigi Tjarnarborg? Undanfarib hefur stjórn Tjarnarborgar leitað logandi ljósi aö einhverjum sem vill leigja rekstur Tjarnarborgar, en auglýsingar hafa engan ár- angur borið. Eftir að frestur, sem gefinn var til að sækja um leiguna, rann út hafði Knattspyrnu- deild Leifturs samband og óskaði eftir viðræðum vib stjórnina um þab hvort ein- hver flötur fyndist á því að þetta dæmi gengi upp. Eftir að menn voru búnir aö fara yfir þetta saman töldu þeir að hægt væri ab ná samningum. Hálfdán Kristjánsson sagði ab sá samningur, sem væri til umfjöllunar, ætti i raun að hafa í för með sér minni út- gjöld fyrir bæjarfélagiö til Tjarnarborgar en verib hefði. Málið var kynnt á fundi bæjarstjórnar Ólafsfjarðar í fyrrakvöld og kom þar fram að menn voru hlynntir fyrir- liggjandi leigusamningi. Félagsheimilib Tjarnarborg. Síldarvirwslan hf.: 165 miljón kr. hagnabur Hagnaður af rekstri Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaup- stað á sl. ári nam alls 165 miijónum króna. Þetta er veruleg aukning frá fyrra ári, þegar félagib skilaði 119 mi- ljón kr. hagnabi. Árib þar á undan var hagnaður félagsins 50 miljónir kr. og 79 miljónir árið 1992. Rekstrartekjur Síldarvinnsl- unnar í fyrra námu alls 2.620 miljónum króna, sem er 3% lækkun frá fyrra ári. Heildar- velta félagsins nam alls 3.095 miljónum króna að meðtöld- um innlögðum eigin afla. í árslok nam eigiö fé Síldar- vinnslunnar hf. 905 miljónum króna, en var 594 miljónir árið 1994, 480 miljónir 1993 og 328 miljónir árið 1992. Á sl. ári jókst eiginfjárhlutfallið úr 21% í ársbyrjun í 28% í árslok. Þá var arösemi eiginfjár 25% á sl. ári, en 24% árið 1994. Eins og kunnugt er þá er Síld- arvinnslan hf. burðarás í at- vinnulífi Neskaupstaöar og ger- ir út þrjá togara og tvö nóta- skip. Auk þess rekur félagið frystihús, loðnuverksmiðju, saltfiskverkun, síldarsöltun og dráttarbraut. Hjá félaginu störfuðu á sl. ári að meðaltali um 360 starfs- menn og heildarlaunagreiðslur námu tæpum 818 miljónum króna. Aðalfundur Síldarvinnsl- unnar hf. verður haldinn 13. apríl n.k. -grh Skeljungur hafbi 145 milljónir í hagnaö í fyrra og lagöi 77 milljónir í afskriftareikning krafna: Fjórir stjórar og stjórn með 30 millj. í árslaun Rekstrartekjur Skeljungs hf. jukust um nærri 8% í fyrra og námu tæpum 6,5 milljörðum króna. Reksturinn skilaöi 145 milljóna hagnaði eftir skatta, sem þýddi 5,8% arbsemi eigin fjár. Eigið fé jókst um hátt í 170 miiljónir á árinu í nærri 2.640 milljonir í árslok, sem þýddi um 46% eiginfjárhlut- fall. í ársskýrslu kemur m.a. fram ab Skeljungur afskrifaði um 23ja milljóna kröfur á árinu og lagði tæpar 77 milljónir króna í afskriftasjóð krafna, sem stóð í tæpum 184 milljónum í árslok. Skýrslan sýnir sömuleiðis að laun forstjóra, framkvæmda- stjóra (sem eru 3) og stjórnar- manna námu um 30 milljón- um á árinu. Laun starfsmanna Skeljungs námu um 455 milljónum á ár- inu. Fjöldi starfsmanna, um- reiknað í heilsársstörf, var um 250 á árinu, en stöbugildi í árs- lok um 237. Starfsmönnum var fækkað umtalsvert á fyrri hluta ársins og náði sú fækkun til allra starfssviða félagsins, þó hún hafi verið mest á bensín- stöðvum á höfuðborgarsvæð- inu, samkvæmt skýrslunni. Nokkur breyting varð síðan á starfsmannahaldi á haustmán- uðum vegna nýs skipurits, þar sem ýmsar nýjungar litu dags- ins ljós. Þá komu m.a. 5 nýir stjórnendur til starfa, þ.a. þrír forstöbumenn og tveir deildar- stjórar. Skeljungur fjárfesti rösklega 370 milljónir í fasteignum, bíl- um og búnaði í fyrra. Ný bens- ínstöb var byggð í Grafarvogi. Ný bensínstöö var innréttuð í Vestmannaeyjum, stöðvar á Akranesi og við Birkimel endur- nýjaðar og endurbætur voru gerðar á mörgum stöðum. Nýr 5.200 m’ geymir var smíðaður í Örfirisey og 160 m3 geymir tek- inn í notkun á Húsavík. ■ Afla meira á 20 bjóö nú en á 30 í fyrra, segir sveitar- stjóri Suöureyrar til marks um fískgengd: Sveitarstjóri veröur sparisjóðsstjóri Sparisjóbur Þórshafnar hefur tilkynnt um ráðningu nýs sparisjóðsstjóra frá miðjum maí, sem er Halldór Karl Her- mannsson, sveitarstjóri á Suð- ureyri. Ástæbu þessa flutnings yfir landið endilangt segir Halldór Karl þá helsta að þar sem sveit- arfélögin á svæðinu séu að sameinast, láti sveitarstjórinn á Suðureyri þar af störfum sam- kvæmt samningi þann 11. maí n.k. Halldór Karl segir líka allt lofandi við þennan flutning sinn. „Það er vingjarnlegt fólk sem býr á Þórshöfn, sem er kröftugur staður og starfið er spennandi." Varðandi helstu fréttir af Suð- ureyri nefnir sveitarstjórinn eðlilega vinnuna og aflabrögð- in. Smábátarnir hafi verið að koma með töluverðan afla að landi, mun meiri en á sama tíma í fyrra. „Sem dæmi um fiskgengdina má nefna menn sem réru með 30 bala í fyrra. Þeir hafa kannski leyfi til að róa með um 20 bala í dag og eru samt ab koma með meiri fisk að landi en í fyrra. Það segir manni að fiskgengdin hérna fyrir utan er töluverð. Og þetta hefur gert þab að verkum að það er blómlegt atvinnulíf á staðnum eins og er," segir Hall- dór Karl. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.