Tíminn - 21.03.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.03.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. mars 1996 3 W* W.IF Davíö Oddsson, forsœtisrábherra: Frumvörp ekki lögb fram í tilefni af afmælum „Frumvörp eru ekki lögð fram í tilefni af afmælum," sagbi Davíö Oddsson, for- sætisrábherra vib upphaf umræbna á Alþingi í gær. Tilefni þess voru ummæli Jóns Baldvins Hannibalsson- ar þess efnis ab frumvarp um breytingu á lögum um stétt- arfélög og vinnudeilur, sem Páll Pétursson, félagsmála- rábherra kynnti í fyrradag og lagbi fram á Alþingi í fyrrakvöld, væri afmælis- kvebja til Alþýbudambands íslands á 80 ára afmæli þess Sjúkraflutningaráb Landlœknis: Fagmenn svari Sjúkraflutningaráð Land- læknis fagnar því ab samræmt neyðarnúmer sé komið fyrir landið allt. Ráðið telur ennfrem- ur mjög brýnt að fagþekking sjúkraflutningamanna, lögreglu og slökkviliðsmanna verði áfram nýtt við neyðarsímsvör- un í landinu. ■ og nokkrir þingmenn tóku undir. Jón Baldvin hafði kvatt sér hljóðs utan dagkrár til að ræða um störf þingsins. Hann sagði ab aðeins væru eftir um fimm vikur af starfstíma þingsins og samkvæmt þingsköpum væri óheimilt að leggja fram mál án þess að leita afbrigða. Hann sagði að á síðustu dögum hefði ríkisstjórnin lagt fram stór mál og fleiri væru ókomin fram og spurði forsætisráðherra í fram- haldi af því hvort ríkistjórnin sefndi að því að fá þessi mál af- greidd á þessu þingi. Hann nefndi frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna, frumvarp um lífeyris- sjóð, opinbera starfsmanna, frumvarp félgsmálaráðherra um samskipti á vinnumarkaði og frumvörp um erlendar fjár- festingar á Islandi sem dæmi. Nokkrir fleiri þingmenn tóku þátt í þessum umræðum og sagbi Svavar Gestsson aö í vet- ur hafi nokkur stór og tæknileg þingmál hlotið afgreiðslu sem nokkur sátt hafi verið um en með þeim þingmálum sem rík- isstjórnin hafi nú lagt fram hafi öll sátt verið rofin innan veggja Alþingis. Davíð Oddsson forsætisráb- herra sagði að stefnt væri að því að afgreiða þessi frumvörp nú á vorþinginu en eins og Jón Baldvin Hannibalsson þekkti af langri reynslu sem ráðherra þá vissi hann að ekki ynnist alltaf tími til að ljúka viðamikl- um málum fyrir þinglok. Hvað varðaði frumvarpið um lífeyr- issjóð opinbera starfsmanna sagöi Davíð að yfirlýsing sín frá síðustu viku stæði og það frumvarp yrði ekki keyrt í gegnum þingið í andstöðu við kennarasamtökin í landinu. Það þýddi hins vegar ekki að frumvarpið yrbi örugglega ekki lagt fram. Það yrbi yfirfarið og kæmi hugsanlega fram í þing- inu þótt það yrði ekki afgreitt í andstöðu vib kennara. -Þ/ Borgarráö: Fagnar tillögu samgöngu- ráöherra Fulltrúar meirihluta og minni- hluta í borgarráði fagna þings- ályktunartilögu samgönguráð- herra um að ráðist skuli í endur- bætur á Reykjavíkurflugvelli. í bókun meirihlutans á fundi borgarráðs í gær segir ab ljóst sé að innanlandsflugið verði ekki flutt frá Reykjavíkurflugvelli án stórbættra samgangna á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflug- vallar. Jafnframt er minnt á að í staðfestu aðalskipulagi er af ör- yggisráðstöfum lögð áhersla á flutning alls annars flugs frá Reykjavíkurflugvelli en áætlun- arflugs innanlands. -GBK Landsbankinn vill yngja upp starfslibib og býbur ab- stob vib starfslok vib 65 ára aldur: 16% starfsmanna á sjötugsaldri Allmargir einstaklingar innan komulag fyrir alvöm. þúsund manna starfsliðs Landsbankans eru á aldrinum 60 til 70 ára. Samkvæmt heimildum Tímans munu um 16% starfsmanna vera 60 ára og eldri og þar af allmargir komnir yfir 65 árin. Nú hefur bankinn óskab eftir því ab starfsmenn geri þab ab reglu ab hætta störfum vib 65 ára aldurinn og gert þeim tilbob til ab láta af því verba. Arndís Guðmundsdóttir hjá starfsmannahaldi Landsbank- ans sagði í gær að hugmyndum og tilboöi um starfslok við 65 ára aldur væri vel tekið innan bankans, allir sem málið varð- aði hefðu tekið tilmælunum vel. Arndís sagði að enn væri ekki farið aö reyna á þetta fyrir- I dag má bankafólk hætta störfum 65 ára samkvæmt kjara- samningum, en margir starfs- menn með góða heilsu hafa kosið að halda áfram störfum sínum til sjötugs. -JBP Stéttarfélög og vinnudeilur viöurkenndar Láru V. Júlíusdóttur var í gœr veitt viburkenning vib hátíblega athöfn hjá Félagi bókasafnsfrœbinga fyrír bók sína Stéttarfélög og vinnudeilur sem ASÍ gaf út á síbasta ári. Þetta er í fjórba sinn sem félagib veitir viburkenningu fyr- ir frumsamda íslenska frœbibók en ab þessu sinni var engin viburkenning veitt í flokknum frœbiboekur fyrir börn enda afar sjaldan gefnar út vandabar frœbibœkur fyrír þann aldurshóp. Markmibib meb viburkenningunum er ab hvetja menn til ab láta ekki frá sér frœbibœkur nema faglega og vel unnar. Tímamynd sc Launahœkkanir velta af fullum þunga út í húsaleiguna: Hækkun húsaleigu gleypir alla kauphækkun ársins Launahækkanirnar undan- farna mánubi velta núna af fullum þunga út í húsaleig- Gildur Nýsköp- unarsjóöur Borgarráb hefur ákvebib ab veita 10 milljónum króna til Nýsköpunarsjóbs námsmanna. Ábur hafbi Alþingi samþykkt til hans 15 miiljóna króna framlag og er hann því 25 milljónir og stærri en nokkru sinni fyrr á þessum árstíma. Sjóðurinn styrkir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir til að ráða námsmenn til rannsóknarverk- efna yfir sumartímann þar sem áhersla er lögð á nýsköpunargildi verkefnisins og sjálfstæö vinnu- brögð námsmannsins. í fyrra styrkti sjóðurinn um 150 náms- menn til álíka margra vérkefna. Meöal þeirra má nefna Ráögjafar- forrit fyrir vinnslustjóra í fisk- vinnslu sem þrír verkfræðinemar unnu og hlutu fyrir þaö Nýsköp- unarverðlaun forseta íslands. Þeir hafa nú gengið frá sölu á forritinu til Marels hf. Vonir eru bundnar við aö frek- ari framlög fáist til að hægt verði að gefa fleiri stúdentum tækifæri til aö vinna að rannsóknum á sumrin. Umsóknarfrestur í sjóð- inn er til 3. apríl nk. ■ una. Húsaleiguhækkun 1. apríl virbist í mörgum tilfell- um gleypa allt þab sem launamaburinn heldur eftir af 2.700 kr. almennu launa- hækkuninni um áramótin og mörgum dugar hún ekki einu sinni. Leiga fyrir íbúbarhús- næbi og atvinnuhúsnæbi sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu húsnæbis- kostnabar hækkar um 3,9% frá 1. apríl, eba nokkurn veg- in sama hlutfall og launavísi- talan hefur hækkab undan- farna þrjá mánubi. Þetta þýbir að dæmigerð leiga fyrir 2ja til 3ja herbergja íbúð, sem var frá 30.000 til 45.000 kr. núna í mars mun hækka um 1.170 til 1.750 krónur í apríl. Til samanburöar má benda á að launþegar halda aðeins eftir um 1.400 kr. af hinum almennu 2.700 króna kauphækkunum sem þeir fengu í byrjun ársins, þ.e. eftir að staðgreiðslan, lífeyrisið- gjaldið og félagsgjöldin hafa verið dregin frá. Samkvæmt þessu mun 2.700 kr. kaup- hækkunin ekki einu sinni duga fyrir hækkun húsaleigunnar hjá þeim sem nú borga yfir 36.000 kr. húsaleigu á mánuði. Þessi mikla hækkun húsa- leigunnar (vísitölu húsnæbis- kostnaðar) sýnist m.a. athygli- verð í ljósi þess að húsnæðis- kostnaður í grundvelli neyslu- verðsvísitölunnar hefur þvert á móti lækkað um nærri 1% undanfarna þrjá mánuði — sem reiknað er launþegum til hagsbóta þegar kemur að venjubundnum kaupmáttarút- reikningum, t.d. á vegum Kjararannsóknarnefndar. Þeir kaupmáttarútreikningar virb- ast a.m.k. verulega hæpnir fyr- ir þá sem greiða húsaleigu á al- mennum leigumarkaöi. Sömuleiðis má benda á að þessi 3,9% hækkun húsaleig- unnar frá ársbyrjun er um tvö- falt meira heldur vísitala bygg- ingarkostnabar hefur hækkað síðustu þrjá mánuðina. ■ Lyfjaverslun íslands hf.: Arösemi eigin fjár yfir 11% Um 51 milljónar króna hagnab- ur varð eftir af tæplega 1.140 milljóna rekstrartekjum Lyfja- verslunar íslands hf. á síðasta ári. Eigið fé var 496 milljónir í árslok og arðsemi eigin fjár lið- lega 11%. Starfsmenn voru að jafnaði 84 á árinu og fjölgaði um 10% á milli ára, eða í sam- ræmi við aukna veltu. Hluthafar voru rúmlega 1.580 um áramót- in og átti enginn þeirra meira en 2% hlut í félaginu. ■ Ibnemasamband íslands: Kona tekur viö formanns- embætti Hallfríður Einarsdóttir, varafor- maður Iðnemasambands ís- lands, tók við formannsemb- ættinu sl. laugardag þegar Jón Ingi Sigvaldason sagði af sér af persónulegum ástæðum. Bjarni Þorkell Jónsson fyrrum gjaldkeri var þá skipaður varaformaður INSÍ. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.