Tíminn - 21.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.03.1996, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 21. mars 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Tímamót hf. Jón Kristjánsson Oddur Ólafsson Birgir Cuömundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 563 1600 55 16270 125 Reykjavík Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 150 kr. m/vsk. Innlegg í umræbuna um sjúkrahúsin Sjúkrahús og sjúkrastofnanir em endastöðin í heilbrigðiskerfinu og sú starfsemi sem kostar mesta fjármuni. Fast að tuttugu milljarðar króna fara til þessarar starfsemi og miklar kröf- ur eru um viðbótarfíamlög til þess að mæta þeim verkefnum sem fyrir liggja. Miklar framfarir hafa orðið í læknavísind- um, ný lyf koma á markaðinn, ný tækni við aðgerðir og aukin þekking. Allt þetta breytir þeirri starfsemi sem fram fer á sjúkrahúsunum og knýr á um endurmat. Framlög til sjúkrahúsa eru ákveðin á fjárlög- um hverju sinni og mikil átök hafa verið um þessi mál, tengd fjárlagagerðinni fyrir árið 1996. Heilbrigðisráðherra hefur lýst þeim vilja sínum að láta kanna möguleika á auknu sam- starfi stóru sjúkrahúsanna á höfuðborgar- svæðinu og nálægra sjúkrahúsa. Einnig mögu- leikana á aukinni verkaskiptingu og betri nýt- ingu þeirra mannvirkja og tækja sem fyrir hendi eru í þessum stofnunum. Nokkur upp- hæð var tekin til hliðar í því skyni að nota til hagræðingar í þessum sjúkrahúsum. Nefnd hefur unnið að þessum málum síð- ustu mánuðina og hefur nú skilað frá sér til- lögum um ýmsar aðgerðir. Hér skal ekki lagt mat á þá tillögugerð, en ekki er annað að sjá en nefndin hafi haft bærilegan vinnufrið og unnið sitt verk án stöðugrar umfjöllunar op- inberlega. Tillögugerðin er mikilvægt innlegg í umræðumar um sjúkrahúsin og hlutverk þeirra. Ríkisendurskoðun hefur á undanförnum ár- um dregið að sér miklar upplýsingar um rekst- ur sjúkrahúsanna í landinu. Stofnunin hefur komist að þeirri niðurstöðu eftir þá vinnu að nauðsynlegt sé fyrir heilbrigðisyfirvöld að kveða á um verksvið og verkaskiptingu sjúkra- húsanna, þannig að þeirri þjónustu, sem hverju sjúkrahúsi er ætlað að veita, sé sem hagstæðast fyrirkomið. Sú vinna, sem unnin hefur verið á Reykjavíkursvæðinu, hlýtur að verða gagnlegt innlegg í þetta verkefni. Nokkuð ber á því að í umræðunni um sjúkrahúsin stangist á gagnstæð sjónarmið um hlutverk sjúkrahúsanna á landsbyggðinni og í höfuðborginni. Annars vegar að bættar samgöngur hljóti að verða til þess að safna sem flestum landsmönnum inn á sjúkrahúsin í höfuðborginni og hins vegar að bættar sam- göngur virki í báðar áttir og bjóði upp á frekari verkaskiptingu en nú er. í anda síðara sjónar- miðsins verður að vinna, ef tryggja á sjúkra- húsþjónustu í öllum landshlutum. Skipt um sjávarútvegsráðherra Þá eru íslendingar búnir að skipta um sjávarútvegs- ráðherra. Samkvæmt frétt í Tímanum í gær er Krist- ján Ragnarsson ekki lengur í ekilssætinu í sjávarút- vegsdrossíu þjóðarinnar, eins og hann hefur verið um nokkurra ára skeið. Arthur Bogason, formaður smábátasjómanna og æðstistrumpur í Breiðmagafé- laginu, hefur nú hrifsað völdin og heldur um strengina sem stjórna Þorsteini Pálssyni. Það er reiður maður sem nú hefur verið sviptur völdum, og hinn óíorm- legi fyrrverandi sjávarútvegsrábherra á erfitt meö að skilja hvað þab er sem veldur því að hann hefur skyndilega misst völdin. Hann sem gerði allt rétt, var góður viö Þorstein, sinnti sínu í flokknum og hefði þess vegna verið tilbúinn til að kjósa Guðrúnu Péturs- dóttur sem forseta, bara ef Þorsteinn hefbi leyft honum að vera raunveru- legur sjávarútvegsráðherra áfram og ráða bak vib tjöldin. Verstur þeim sem unna honum mest Og Kristján bendir á í Tímanum að það veki nátt- úrlega sérstaka athygli að Þorsteinn sé verstur þeim sem unna honum mest, en sé svo góður við þá sem eru vondir við hann. Þetta er náttúrlega rakið óeðli í Þorsteini. Smábátasjómenn hafa vaðið uppi með sérkröfur og frekju, uppnefnt Þorstein og gert lítið úr honum á almannafæri milli þess sem þeir halda uppi stöðugum flaumi gífuryrða. Og í stað þess að ráða sér lögfræðing og heimta opinbera rannsókn hjá saksóknara eins og abrir kirkjunnar menn, þá brosir Þorsteinn bara og kyssir á vöndinn. Stórútgeröin hins vegar, sem Kristján er fulltrúi fyrir og hefur hegöaö sér nánast óaðfinnanlega allt þetta og síðasta kjörtímabil, má hins vegar eta það sem úti frýs. Þeir, sem allan þennan tíma hafa séð um að Þorsteinn sé ósnertanlegur í sínum ráðherra- stól, þurfa nú á áfallahjálp að halda eftir þessi dram- GARRI atísku vinslit. En það er ekki eins og LÍÚ sé eitt um að þurfa áfallahjálp. Smábátasjómenn hafa nánast frá stofn- un félagsskapar trillukarla troðið illsakir við stjórn- völd og þá sérstaklega núverandi sjávarútvegsráð- herra, Þorstein Pálsson. Þessi ágreiningur er raunar orðinn svo inngróinn að það er orðið hluti af sjálfri skilgreiningu þess að vera trillukarl, að hata Þor- stein Pálsson og þá ríkisstjórnina. Nú er þessum mikilvæga þætti í sjálfsímynd smábátasjómanna skyndilega kippt burt og í staðinn er Þorsteinn allt í einu orðinn að hetju trillukarla. Er furða að smá- bátasjómenn um land allt séu nú' hver af öðrum að leita sér áfalla- hjálpar og sálfræðiþjónustu gjör- samlega eyðilagðir og í leit að sjálf- um sér? Heimsendiskenningar Því er það að nú þegar þorskurinn er loksins farinn að gefa sig og árangur veiðistjórnunar virðist vera að koma fram, þá er sjávarútvegurinn meira og minna lamaður vegna þess sálræna áfalls sem Þorsteinn Pálsson hefur nú kallað yfir veiðihluta íslensks sjáv- arútvegs. Það skyldi því engan undra þó Vottum Je- hóva gangi vel að safna áhangendum að heimsend- iskenningu sinni þessa dagana. Með Leikfélagið, biskupsmálið, Langholtsmálið, réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, forsetaframboðin, svíns- hausa á þingtröppunum, sparnaðinn í heilbrigðis- kerfinu og eyðingu ósonlagsins í öllum fréttatímum og blöbum dag eftir dag er ekki nema eblilegt að ein- hverjum detti heimsendir í hug. Og nú þegar Arthur Bogason er orðinn sjávarút- vegsráðherra í stað Kristjáns Ragnarssonar, er Garri farinn að hallast að því að eitthvað mjög dramatískt sé að gerast í jafnvægi náttúrunnar og þjóðfélaga á jörðinni. Kannski það sé tímabært að fara ab kynna sér þessar heimsendiskenningar? Garri Verkalýbsforingjar í villum? Páll Pétursson félagsmálaráðherra lagði fram í fyrradag frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Þetta frumvarp er búið að vera lengi í bígerð og aðilar vinnumarkaðarins hafa verið með í gerð þess og mótun nánast á öllum stigum, enda byggir frumvarpið á áfangaskýrslu vinnuhóps um samskipti á vinnumarkaðnum, en í þeim hópi áttu aöilar vinnumarkaðarins fulltrúa og réðu miklu um starfið. Alþýðusambandið hefur hins vegar brugðist óvenjulega hvasst við framlagningu frum- varpsins og síður en svo sparað stóru orðin. For- seti ASÍ talar um að stríðshanska hafi verib kastað og hótar öllu illu í samskiptum á vinnu- markaði. Stjórnarand- staðan á þingi hefur gripið tóninn og Svavar Gestsson bobar ragna- rök ríkisstjórnarinnar út af þessu máli. Allir í sama flokki p rélassruábraooerra um slslurlilSí •JRáðherra hefur kastaðj stríftshanskanum tir forscti Alþýousa""""'"'1" segir hins vegar í DV að það hafi verið framlagn- ing frumvarpsins orsakaði þessa sprengingu í fyrradag, og að menn hafi samstundis boðað mið- stjórnarfund. Verkalýbsforingjarnir segjast hafa verið í miðj- um klíðum að semja við atvinnurekendur um málið og að þeir hefðu getað náð niðurstöbu meb samningum. Fresturinn til slíkra samninga, sem allir vissu um, rann út fyrir 3 vikum. Síban hefur ekkert nýtt gerst í málinu, þrátt fyrir ab ljóst væri ab efnisatribin sem á milli bar voru ekki stór- vægileg, ekki ab mati atvinnurekendanna í það minnsta. Fram- lagning frumvarpsins lá því í loftinu, enda hafbi hún verið boðub af ráðherra ef formleg niburstaða kæmi ekki út úr samningaviðræð- um. Priálstóháðdagblaö x vioouMur veto tetalos vlobnW . Ubn.ll timoSpro,,|3=. srortornuttlorV A ví&avangi ónýttmál? Viðbrögb af þessu tagi eru fyrir ýmissa hluta sakir athyglisverb, ekki síst þar sem þeir sem mest- an hávabann framkalla eru allir flokksbundnir í stjórnarandstöbuflokkum og raunar flestir for- ustumenn í Alþýðubandalaginu. Spyrja má hvort ekki sé pólitísk beintenging milli þingmanna Al- þýðubandalagsins, sem flytja stóryrtar ræbur á þingi, og svo þeirra forustumanna í Alþýbubanda- laginu sem halda um stjórnvölinn í verkalýbs- hreyfingunni. Og ef slík beintenging er fyrir hendi, sem flest bendir til ab sé, þá hljóta menn ab spyrja hvernig hún virki; eru þab stjórnarand- stöbu-sjónarmib sem rába málflutningi ASÍ, eba eru það fagfélagsleg sjónarmið verkalýðsbarátt- unnar sem rába málflutningi þingmanna Alþýbu- bandalagsins? Því miöur komast menn ekki hjá því að hallast ab hinu síbarnefnda í ljósi þess hvernig málflutningur verkalýðsforustunnar hef- ur verið. í fyrsta lagi eru verkalýðsforingjar a.m.k. tvísaga um hvernig og hvenær félagsmálaráðherra hafi kastab þessum mikla stríbshanska. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segir í Tímanum í gær að honum hafi verið kastað fyrir nokkru, þegar fé- lagsmálaráðherra kynnti frumvarp sitt fyrir ein- staka þingmönnum stjórnarliðsins. Forseti ASÍ Loks er það vægast sagt einkennileg niðurstaða ef það að leggja fram frumvarpið á þingi „ónýtir málið", eins og verkalýðsforingjar fullyrtu í DV í gær. Hvab er ónýtt? Samningavibræburnar þar sem ekkert var ab gerast? Frumvarpib fer til þing- nefndar þar sem væntanlega eru gerðar einhverjar breytingar á því, og þab vakti athygli ab félags- málarábherra minnti á þá skyldu þingnefnda að taka tillit til utanabkomandi athugasemda frá ab- ilum máls. Nú kann ab vera ab á frumvarpinu séu gallar og jafnvel stórir gallar. Málflutningur verkalýbsfor- ingjanna er hins vegar ótrúverbugur, misvísandi og ekki boðlegur okkur sem viljum teljast til verkalýðssinna. Hann er í rauninni lítiö annað en slagorð og maður fær á tilfinninguna að með gíf- uryrbaflaumnum eigi að vega upp á móti þeirri gagnrýni, sem komib hefur fram á getuleysi verka- lýbsforustunnar í kjaramálabaráttunni. Vonandi kemur fram vel útfærð og undirbyggb gagnrýni á frumvarp rábherrans frá ASÍ, eitthvab sem hægt er ab leggja mat á og taka til. Stóryrbasúpa ein sér gerir engum gagn og spillir abeins fyrir verkalýbs- hreyfingunni til lengdar — ekki síst þegar hún gefur með svo áberandi hætti til kynna ab þab kunni ab vera einhverjir flokkslegir stjórnarand- stöbuhagsmunir sem rába ferbinni. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.