Tíminn - 21.03.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.03.1996, Blaðsíða 5
Rmmtudagur 21. mars 1996 fWJrfir**- ^-^l* *¦¦***. ** Bragi Michaelsson: Stjórnarkosning í Starfs- mannafélagi ríkisstofnana Nú standa yfir kosningar til stjórnar í Starfs- mannafélagi ríkisstofn- ana. Að þessu sinni eru tveir frambjóöendur sem bjóba sig fram í formannskjöri og tíu manns hafa gefiö kost á sér í framboð í aðalstjórn félagsins. Þessar kosningar fara þannig fram að öllum félagsmönnum hafa veriö send kjörgögn, sem þeim ber að endursenda að kosningu lokinni til skrifstofu félagsins í Reykjavík. Um hvaö snúast þessar kosningar? Kosningar til stjórnar í verka- lýðsfélögum ná afar sjaldan út fyrir þröngan hóp manna sem sitja í trúnaðarráði félaga og í reynd hafa gert félögin að eins- konar sjálfseignarstofnunum. Þetta hefur þó verið að breyt- ast, því í tveimur félögum, það er í Dagsbrún í Reykjavík og Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar, hafa farið fram al- mennar kosningar til stjórnar og um formenn. Nú standa yf- VETTVANCUR „Er ekki kominn tími til að við sjáum eitthvað af þeim bata, sem sést hef- ur í uppgjöri fyrirtœkj- anna að undanfórnu? Viljum við ekki ná fram bœttum launakjörum? Eða á stefna félagsins að vera sú að félagsmenn í SFR verði að tilheyra lœgstlaunuðu launþegum í landinu?" ir kosningar í SFR og er eins og fyrr segir kosið milli tveggja manna í formannskosningu. Það er fagnaðarefni að félags- menn í jafn stóru verkalýðsfé- lagi og SFR hafi áhrif-á það hvernig forusta félagsins er saman sett. SFR er eitt af þeim félögum sem teljast til láglaunafélaga og er ég viss um að mörgum myndi bregða í brún ef þeir kynntu sér hvernig þeir launa- taxtar eru sem félagsmenn fá greitt eftir. Konur eru í meiri- hluta innan félagsins, eba um 70%, fæstar þeirra vinna yfir- vinnu og verða því að láta launataxtann duga til fram- færslu. Við, sem höfum gefið kost á okkur til forustu með framboði gegn tillögu trúnaðarmanna- ráðs, viljum meb því leggja áherslu á að breytinga er þörf hjá félaginu. Er forustan starfi sínu vaxin? Sú forusta, sem setið hefur í félaginu síðastliðin sex ár, hef- ur gert þrjá kjarasamninga sem litlu hafa skilað í launaumslag félagsmanna. Ég vil þó taka fram að það er mitt álit að ekki sé við stjórn fé- lagsins eina að sakast í þeim efnum. Formannsframbjóðandi trúnaðarmannaráðs hefur þeg- ar lýst því yfir að hann ætli að fylgja sömu stefnu. Því hljót- um við að spyrja um það, góð- ir félagsmenn, hvort ekki sé kominn tími til að breyta um forustusveit í SFR. Er ekki kom- inn tími til ab við sjáum eitt- hvað af þeim bata, sem sést hefur í uppgjöri fyrirtækjanna að undanförnu? Viljum við ekki ná fram bættum launa- kjörum? Eða á stefna félagsins að vera sú að félagsmenn í SFR verði að tilheyra lægstlaunuðu launþegum í landinu? Þessu getum við breytt með því að kjósa nýja forustu í fé- íagið og með því leggja grunn að nýrri launastefnu félagsins. Ég hef lagt á þaö áherslu að félagið setji fram kröfur um að starfsmat verði notað sem grundvöllur að nýjum kjara- samningi. Það liggur þegar fyrir að starfsmannafélög sveitarfélag- anna hafa náö fram kjarabót- um umfram okkar félagsmenn með því að nota starfsmat til grundvallar í sínum kjara- samningum. Um leið og ég skora á ykkur að taka þátt í kosningunni og veita mér stuðning, vil ég benda ykkur á að þau Hulda Theodórsdóttir, Óli M. Lúð- víksson, Lovísa Þorleifsdóttir og Ingólfur Þórarinsson hafa stutt mig og vænti ég þess að þið sýnið þeim einnig stuðning í stjórnarkjöri. Höfundur er frambjóbandi í formanns- kjöri SFR. Handritasýning í Þjóbarbókhlöðunni: Eiginhandarrit eld- prestsins og Jóns forseta I tilefni af því að 150 ár eru lið- in síðan stofnað var til hand- ritasafns, sem síöar varð ab handritadeild Landsbókasafns- ins, var opnub handritasýning í síðustu viku sem stendur til 18. maí. Eingöngu verður sýnt úr hand- ritum sem vistuð voru fyrsta árið í Landsbókasafninu, 1846, m.a. eiginhandarrit ýmissa þjóð- kunnra manna, svo sem Brynjólfs Sveinssonar biskups, Árna Magn- ússonar prófessors í Kaupmanna- höfn, Skúla Magnússonar land- fógeta, Eggerts Ólafssonar skálds, Jóns Steingrímssonar eldprests og Jóns Sigurðssonar forseta. Frumstofn handritadeildarinn- ar má rekja til séra Jóns Halldórs- sonar (1665-1736) prófasts í Hít- ardal. Safnið varðveittist í ætt- inni, en á síðari hluta 18. aldar og fram á þá 19. var safnið í eigu Steingríms Jónssonar biskups, • sem jók það mjög um sína daga. Ári eftir dauða biskups fékkst konungsúrskurður sem gaf leyfi til kaupa á safninu. Útgáfudagur úrskurðarins, 5. júní 1846, er nú talinn afmælisdagur handrita- deildar. Nú, 150 árum síðar, verða því haldnar þrjár handritasýningar á afmælisárinu. Fyrsta sýningin verbur á 1. hæð Þjóðarbókhlöð- unnar og er opin á sama tíma og safnið, VI. 8.15-19 mán.-fös., en 10-17 á laugardögum. ¦ / þessu handríti, sem er til sýnis á handritasýningunni, er m.a, kvœbi sem Steingrímur jónsson orti vib andlát Hannesar Finnssonar, forvera síns á biskupsstóli. Tap lánastofnana Á þessum árstíma birtast árs- reikningar stórfyrirtækjanna. Sem betur fer virðast mörg vera að rétta úr kútnum eftir aö hafa átt erfitt lengi og loksins hefur þjóðin skilning á að til þess að allir geti haft það sem best er nauðsynlegt að atvinnu- starfsemin á landinu sé blóm- leg. Þær raddir eru sem betur fer hljóðnaðar sem formæla þegar einhverjum tekst að sýna hagn- að eða „gróða", sem svo oft var talað um eins og þar væri eitt- hvað óheiðarlegt á ferbinni. En það græða ekki allir og þótt heildarniðurstaða í fyrirtæki sýni hagnað er alltaf eitthvað um að kröfur tapist í viðskipt- um. Þetta er nokkuð sem fylgir öllum rekstri, það er áhætta að selja út á „krít". Á liðnum árum hafa mörg fyr- irtæki orðið gjaldþrota og stundum hafa stór gjaldþrot leitt af sér önnur gjaldþrot. Sam- keppnisaðilar þeirra sem urðu gjaldþrota hafa líka tapab þegar þeir hafa þurft að keppa við undirboð, byggð á þeirri ósvífni sem felst í að halda éfram rekstri eftir að löngu er siglt í strand. Enginn vorkennir þeim sér- staklega sem tapa fé í almenn- um rekstri sínum, hvorki vegna tapaðra krafna né ósanngjarnrar samkeppni. Menn verða bara að bíta á jaxlinn, hagræba í rekstri sínum og vona að þeim takist smám saman að vinna sig út úr vandanum. Og það verður að vera á þeirra eigin ábyrgb, þeirra eigin áhættu. Þeir geta ekki sagt vib vibskiptavini sína: „Ég tap- aði svo miklu á þessu og hinu Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE fyrirtækinu sem fór á hausinn að ég verð ab hækka reikning- inn til þín." Slíkt gengur ekki í frjálsri samkeppni, þá snúa við- skiptavinirnir sér bara annab. Lánastofnanirnar eru kapítuli út af fyrir sig í þessum efnum. Engum finnst neitt athuga- vert þegar þaö heyrist að vegna útlánatapa þurfi þær aukinn vaxtamun og öllum virðist finn- ast hræðilegt þegar þær tapa peningum. Hvers vegna gætir þessarar vorkunnsemi gagnvart Iána- stofnunum? Eiga þær eitthvað frekar skilið samúð en önnur fyrirtæki? Eiga þær að geta látið skilvísa viðskiptavini sína greiða tapið af eigin útlánamistökum? Að sjálfsögðu ekki. Lánastofn- anir eiga jafnvel enn síður en abrir skilib ab vera sýnd vor- kunnsemi. Eru þab ekki helst þær sem eiga ab geta séð hvenær farið er að halla undan fæti hjá viðskiptavinunum? Og eru það ekki einmitt þær sem eiga að stöðva rekstur vonlítilla aðila sem eru að skemma fyrir öllum í viðskiptalegu umhverfi sínu? Mér finnst taka steininn úr þegar menn tala um það með miklum alvörusvip að útlána- töpin séu svo og svo mikil, jafn- gildi verðs svo og svo margra skuttogara, leikskóla eða annars. Það er talað eins og verðmætin hafi gufað upp. Svona lagað heyrist jafnvel frá hagfræði- menntubum mönnum. Vissulega er hægt að tala svona þegar verðmæti farast í bruna eða slysum. En peningar sem farið hafa út í þjóðfélagib hafa komib ab nákvæmlega sama gagni þar, hvort sem þeir eru endurgreiddir til lánastofn- ananna eba ekki. Það hefur ekk- ert farið forgörðum þótt lána- stofnunin geti ekki fært þetta fé til eignar, það nýtist þá bara annars staðar í þjóðlífinu. Eigum við ekki að færa pen- ingamálaumræðuna á hærra plan og hætta að vorkenna lána- stofnunum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.