Tíminn - 21.03.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.03.1996, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 21. mars 1996 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM EGILSSTOÐUM Sorpsamlag Mib-Austur- lands: Margir sýna útbobinu áhuga Margir hafa sýnt áhuga á út- boöi Sorpsamlags Mið-Austur- lands, en óskað var eftir til- boðum í rekstur Sorpsamlags- ins og rennur umsóknarfrest- ur út þann 22. mars. Að sögn Valgeirs Kjartanssonar, verk- fræðings hjá Hönnun og ráð- gjöf, sem hefur umsjón með útboðinu, hafa aðilar alls stað- ar að af landinu fengið út- boðsgögn. í útboðinu felst sorphreinsun í þéttbýli og dreifbýli á svæöinu frá Nes- kaupstað til Stöðvarfjarðar, rekstur flokkunarstöðva, flokkunarmiðstöövar á Reyð- arfirði og urðun sorps. Hér er því um umfangsmikið fyrir- tæki að ræða sem kemur að öllum líkindum til með að skapa nokkur störf. Sorpið verður urðaö í landi Beruness eða Þernuness en farið hafa fram umfangsmiklar rann- sóknir á væntanlegum urðun- arstöðum. Fyrir liggja niður- stöður úr frumathugunum og úrskurður Skipulagsstjóra rík- isins, en leitað var umsagnar Náttúruverndarráðs og Holl- ustuverndar um staöarval. Með tilkomu Sorpsamlagsins munu gamlir brennslu- og uröunarstaðir heyra sögunni til. Einnig verður leitast við að draga úr~ sorpmagni með flokkun, endurvinnslu og endumýtingu. BOROríRDINGUR BORGARNESI Samstarf Bændaskólans, Landgræöslu og Skógræktar: Mibstöb fræbslu og leibbeininga á Hvanneyri Bændaskólinn á Hvanneyri, búvísindadeild, Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins gerðu nýlega með sér sam- starfssamning um uppbygg- ingu fræðslu og leiðbeininga til bænda og búvísindamanna á sviði landgræðslu og skóg- ræktar. Markmið samstarfsins er að efla og auka fræðslu og leið- beiningar til bænda á Vestur- landi um landnotkun í víðasta skilningi. Markmiðum sínum hyggjast samstarfsaðilar ná með uppbyggingu fræðslu og leiðbeiningamiðstöðvar á Hvanneyri í tengslum viö aðra starfsemi Bændaskólans á Hvanneyri, sér í lagi búvís- indadeildar. í því skyni verður héraðs- Frá fyrirhugubu urbunarsvæbi ílandi Beruness. miðstöð Landgræðslu ríkisins á Vesturlandi og leiðbeininga- starfsemi Skógræktar ríkisins á Vesturlandi staðsett á Hvann- eyri. Áhersla verður m.a. lögð á áætlanagerð og eftirlit með nytjaskógrækt á bújörðum á Vesturlandi, kortlagningu á skógræktaraðstöðu á Vestur- landi, ráðgjöf við bændur og annað áhugafólk í svéitum um landgræðslu og skógrækt og gildi skógræktar í tengslum við landbætur, umsjón með verkefninu „Bændur græða landið" á Vesturlandi, aðstoð við bændur við gerð land- græðsluáætlana fyrir einstakar jarðir, eftirlit með beitarálagi og ástandi haga, umsjón með landgræsðluframkvæmdum á Vesturlandi, kennslu á nám- skeiðum fyrir bændur um landgræðslu og skógrækt, þátttöku í kennslu í náms- greinum er lúta að landnýt- ingu og skógrækt fyrir verð- andi bændur og búvísinda- menn, þátttöku í skipulagn- ingu, rannsóknum og tilraun- um og mótun kennslu og fræðsluefnis auk kynninga- starfs. Samstarfssamningurinn fel- ur í sér ráðningu tveggja manna annars vegar hjá Landgræðslu ríkisins og hins vegar Skógrækt ríkisins. Bændaskólinn á.Hvanneyri leggur til húsnæði og veitir nauðsynlega starfsaðstöðu og aðgang að þjónustuaðstöðu og skrifstofuaðstoö. ÍFRETTIR, VESTMANNAEYJUM Risavaxib sjónvarpsverkefni í undirbúningi: Fimm beinar út- sendingar á dag í hálfan mánub Ráðgerðar eru miklar sjón- varpsútsendingar frá Vest- mannaeyjum á næsta ári til skólabarna víðs vegar um heim í tengslum við svokallað Jason verkefni. Búist er við að fjöl- miðlarisar eins og BBC, hinn heimsfrægi þáttur Good Morn- ing America og tímarit eins og Sveinn Runólfsson, landgrœbslustjóri, jón Loftsson skógrœktarstjóri og Magnús B. jónsson, skólastjóri undirrita samstarfssamning. National Geographic sýni þessu einnig áhuga og verði með beinar útsendingar frá Vest- mannaeyjum. Að sögn Páls Marvins Jónssonar, forstöðu- manns Rannsóknasetursins í Eyjum, er hér um magnab tæki- færi að ræða og án efa besta auglýsing sem Vestmannaeyjar geta fengið. í síðustu viku kom fulltrúi frá Jason stofnuninni, Monica Hindmarch, Haraldur Sigurðs- son jarðfræðingur frá Háskólan- um á Rhode Island ásamt full- trúum sjónvarpsframleibanda og frá stuðningsfyrirtækinu EDS Communications, til Eyja að skoða aðstæður. Jason stofnun- in var stofnuð 1989 í kjölfarið á því aö flak hins fræga Titanic fannst á hafsbotni. Vegna fjölda fyrirspurna var ákveðið að koma verkefnum til barna og unglinga með því að setja upp beinar útsendingar þar sem rannsóknirnar eiga sér stað. Til- gangurinn með verkefninu er að örva áhuga barna og ung- linga á rannsóknum. „Þau munu nota örbylgju- og gervihnattasendingar til ákveð- inna móttökustaða, m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og Mexíkó. Skólarnir eru móttöku- staðirnir þar sem krökkunum verður safnað saman og þau fá að fylgjast með því hvað er að gerast. Búist er við að fimm milljónir manns nái útsending- unum og fylgist með verkinu. Þetta er það tæknilegt að barn í Bandaríkjunum getur stýrt neb- ansjávarmyndavél í höfninni í Eyjum með stýripinna," segir Páll Marvin. Fulltrúi Jason verkefnisins rakst á heimasíðu Rannsókna- setursins á veraldarvefnum og var það upphafið að því að Páll Marvin komst í samband við þau. Fjórmenningunum var svo kynnt sú aðstaða sem hér er fyr- ir hendi og þau rannsóknar- verkefni sem unnið er að í Rannsóknasetrinu. Ef af verk- efninu verður, sem allt bendir til, verða fimm útsendingar á degi hverjum frá Vestmanna- eyjum og ofan af landi klukku- tíma í senn í tvær vikur. Beinu útsendingarnar verða í apríl á næsta ári en inn á milli verða sýndar upptökur sem teknar veröa í sumar frá fugla- og nátt- úrulífi Eyjanna. Ekki er vitað hve stór híuti verkefnisins verð- ur tekinn hér í Eyjum en hug- myndir eru um að setja upp myndavélar í Ysta-Kletti, Eld- felli og í Klifinu. Um 40 manna hópur mun væntanlega koma til Eyja vegna þessa. Einnig er hugsanlegt að ýmis vinna verði keypt af heimamönnum en þar má nefna, myndatöku, leigu á bátum o.s.frv. Samhliöa þessu verkefni eru hliðarverkefni þar sem boðið er ýmsum áhrifa- mönnum og fjölmiðlum sem ekki yrði síður frábær auglýsing fyrir Vestmannaeyjar. Hátt í 3.000 Islendingar dvelja erlendis um páskana: Langflestir kjósa að sleikja sólina Ferðir ferðaskrifstofanna til útlanda um páskana hafa selst vel. Ljóst er ab stóru ferðaskrifstofurnar, keppi- nautarnir Samvinnuferbir- Landsýn og Úrval- Útsýn, meb um 80% markabarins samanlagt, verba meö um 2 þúsund ferðalanga á sínum snærum í útlöndum um pásk- ana, minni ferðaskrifstofurn- ar, sem eru allmargar, leggja líka sitt til. Goði Sveinsson hjá Úrval-Út- sýn sagði í gær aö fólk veldi ýmsa kosti í páskafríinu: sólar- strendur, golf í Skotlandi, sér- ferðir, borgarpakkaferðir, flug og bíl, íþróttahópferðir og fleiri kosti sem bjóöast. Flestir kjósa sól og strendur, á Mallorka, á Kanaríeyjum, í Portúgal og í Agadir. „Við verðum með nálægt þúsund manns erlendis um páskana þegar allt er talið. Á Kanaríeyjum einum verða um 160 íslendingar um páskana," sagði Goði Sveinsson. Kristján Gunnarsson, fjár- málastjóri hjá SL, sagði einfald- lega í gær: Allt uppselt. Kristján sagði að áhuginn væri langmestur fyrir sólinni á Spáni, Benidorm og Mallorca, einkum fyrrnefnda staðnum. Ferðamenn á vegum SL erlendis verða nokkuð á annað þúsund- ið og þar af talsvert margir sem kaupa þjónustu en sjá um ferð- ir sínar sjálfir að mestu. -]BP Réttindamál löggiltra ibngreina. Samtök ibnabarins: Ákæruvaldið hefur brugðist Samtök ibnabarins telja ab ákæruvaldib hafi brugbist skyldum sínum í kærumálum sem þangab hafa borist vegna ólöglegrar starfsemi í ýmsum löggiltum þjónustuibngrein- um, m.a. í hárgreibslu og snyrtifræbi. Samtökin átelja ákæruvaldib fyrir ab afgreiba slík kærumál án þess ab fara meb þau fyrir dómstóla. Þetta kemur m.a. fram í árs- skýrslu Samtaka iðnaðarins 1995-1996"á Iðnþingi. Þar kem- ur einnig fram að „ef menn vilja ekki fylgja lögum eftir eins og þau eru þarf að breyta þeim. Eblilegt er ab Samtökin beiti sér fyrir því ef forsendur ákæru- valdsins breytast ekki," segir í ársskýrslunni. Samtökin telja þó að þegar mál sem þessi koma upp, þá hafi lögreglan brugbist vel viö í flestum tilfellum og rannsakað meint brot án tafar. En nokkub mun vera um það að fólki sé boðið uppá snyrtingu eða klippingu í heimahúsum þar sem oft er boðið uppá betri kjör en hjá þeim sem reka löglegar stofur. Það helgast m.a. af því að þeir sem stunda þessa iðju í heimahúsum greiða t.d. ekki tilskyldin gjöld af starfsemi sinni, öndvert við þaö sem þeim er gert að gera sem stunda atvinnurekstur á stofum og hafa aflað sér fullgildrar mennt- unar í greininni. -grh Akureyri og Reykjavík: Vilja losna úr Landsvirkjum: Bandarískt mat a eignarhlutnum J.P. Morgan, virt bandarísk fjármálastofnun, mun koma til skjalanna og verba til ráb- gjafar vibræbunefnd sem kom saman í fyrsta sinn á mánudag og fjallar um eign- arabild Reykjavíkur og Akur- eyrar ab Landsvirkjun. Morgan mun meta áhrif mis- munandi rekstrarforms á stöðu Landsvirkjunar á alþjóðlegum mörkuðum og auk þess meta verðmæti eignarhluta í fyrir- tækinu. Eins og kunnugt er hefur gætt vantrúar annars stóru eig- endanna í Landsvirkjun, Reykjavíkurborgar, á ágæti þess að eiga 44,5% í Landsyirkjun, þar eð sú eignaraðild skilar engu í borgarsjóö. Akureyri, eigandi 5,5% í Landsvirkjun, mun svipaðs sinnis. Bæjarfélögin tvö hafa form- lega lagt til við Finn Ingólfsson iðnaðarráðherra að eignaraðilar að Landsvirkjun taki upp við- ræður um endurskoðun á eign- arhaldi, rekstrarformi og hlut- verki fyrirtækisins. Ráðherra hefur af þessu tilefni skipað sér- staka viðræðunefnd eignarað- ila. Af hálfu ríkisins sitja í nefndinni Halldór J. Kristjáns- son, skrifstofustjóri iðnaðar- ráðuneytis, sem er formaður, og Guðmundur Jóhannsson viðskiptafræðingur í fjármála- ráðuneyti. Borgarráð Reykjavík- ur tilnefndi borgarfulltrúana Alfreð Þorsteinsson og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í nefndina og bæjarráb Akureyrar þá Jakob Björnsson bæjarstjóra og Sigurb J. Sigurðsson bæjarfulltrúa. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.