Tíminn - 21.03.1996, Síða 6

Tíminn - 21.03.1996, Síða 6
6 Fimmtudagur 21. mars 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Frá fyrirhuguöu urbunarsvœbi ílandi Beruness. Sorpsamlag Miö-Austur- lands: Margir sýna útbobinu áhuga Margir hafa sýnt áhuga á út- boði Sorpsamlags Mib-Austur- lands, en óskað var eftir til- boðum í rekstur Sorpsamlags- ins og rennur umsóknarfrest- ur út þann 22. mars. Að sögn Valgeirs Kjartanssonar, verk- fræðings hjá Hönnun og ráð- gjöf, sem hefur umsjón með útboðinu, hafa aðilar alls stað- ar að af landinu fengið út- boðsgögn. í útboðinu felst sorphreinsun í þéttbýli og dreifbýli á svæöinu frá Nes- kaupstaö til Stöðvarfjarðar, rekstur flokkunarstöðva, flokkunarmiðstöðvar á Reyð- arfirði og urbun sorps. Hér er því um umfangsmikið fyrir- tæki að ræða sem kemur að öllum líkindum til með að skapa nokkur störf. Sorpið verður urðað í landi Beruness eða Þernuness en farið hafa fram umfangsmiklar rann- sóknir á væntanlegum urðun- arstööum. Fyrir liggja niöur- stöður úr frumathugunum og úrskurður Skipulagsstjóra rík- isins, en leitað var umsagnar Náttúruverndarráðs og Holl- ustuverndar um stabarval. Með tilkomu Sorpsamlagsins munu gamlir brennslu- og urðunarstaðir heyra sögunni til. Einnig verður leitast við að draga úr' sorpmagni með flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu. BORGFIRDINGHR BORGARNESI Samstarf Bændaskólans, Landgræbslu og Skógræktar: Mibstö’ó fræóslu og leióbeininga á Hvanneyri Bændaskólinn á Hvanneyri, búvísindadeild, Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins gerðu nýlega með sér sam- starfssamning um uppbygg- ingu fræðslu og leiðbeininga til bænda og búvísindamanna á sviði landgræbslu og skóg- ræktar. Markmið samstarfsins er að efla og auka fræðslu og leið- beiningar til bænda á Vestur- landi um landnotkun í víðasta skilningi. Markmiðum sínum hyggjast samstarfsaðilar ná með uppbyggingu fræðslu og leiðbeiningamiðstöbvar á Hvanneyri í tengslum vib aðra starfsemi Bændaskólans á Hvanneyri, sér í lagi búvís- indadeildar. í því skyni verður héraðs- mibstöð Landgræöslu ríkisins á Vesturlandi og leiðbeininga- starfsemi Skógræktar ríkisins á Vesturlandi staðsett á Hvann- eyri. Áhersla verður m.a. lögð á áætlanagerð og eftirlit meb nytjaskógrækt á bújörðum á Vesturlandi, kortlagningu á skógræktaraöstöðu á Vestur- landi, ráðgjöf við bændur og annað áhugafólk í svéitum um landgræðslu og skógrækt og gildi skógræktar í tengslum við landbætur, umsjón með verkefninu „Bændur græða landið" á Vesturlandi, aðstoð við bændur vib gerb land- græðsluáætlana fyrir einstakar jarðir, eftirlit með beitarálagi og ástandi haga, umsjón með landgræsðluframkvæmdum á Vesturlandi, kennslu á nám- skeiðum fyrir bændur um landgræðslu og skógrækt, þátttöku í kennslu í náms- greinum er lúta að landnýt- ingu og skógrækt fyrir verö- andi bændur og búvísinda- menn, þátttöku í skipulagn- ingu, rannsóknum og tilraun- um og mótun kennslu og fræösluefnis auk kynninga- starfs. Samstarfssamningurinn fel- ur í sér ráðningu tveggja manna annars vegar hjá Landgræðslu ríkisins og hins vegar Skógrækt ríkisins. Bændaskólinn á Hvanneyri leggur til húsnæbi og veitir nauðsynlega starfsaðstöðu og aðgang að þjónustuabstöðu og skrifstofuaðstoð. Risavaxið sjónvarpsverkefni í undirbúningi: Fimm beinar út- sendingar á dag í hálfan mánuó Ráðgerðar eru miklar sjón- varpsútsendingar frá Vest- mannaeyjum á næsta ári til skólabarna víðs vegar um heim í tengslum við svokallað Jason verkefni. Búist er við að fjöl- miðlarisar eins og BBC, hinn heimsfrægi þáttur Good Morn- ing America og tímarit eins og National Geographic sýni þessu einnig áhuga og verði með beinar útsendingar frá Vest- mannaeyjum. Að sögn Páls Marvins Jónssonar, forstöðu- manns Rannsóknasetursins í Eyjum, er hér um magnað tæki- færi að ræða og án efa besta auglýsing sem Vestmannaeyjar geta fengið. í síðustu viku kom fulltrúi frá Jason stofnuninni, Monica Hindmarch, Haraldur Sigurðs- son jarðfræbingur frá Háskólan- um á Rhode Island ásamt full- trúum sjónvarpsframleiðanda og frá stuðningsfyrirtækinu EDS Communications, til Eyja að skoða aðstæður. Jason stofnun- in var stofnuð 1989 í kjölfarið á því að flak hins fræga Titanic fannst á hafsbotni. Vegna fjölda fyrirspurna var ákveðið að koma verkefnum til barna og unglinga meb því ab setja upp beinar útsendingar þar sem rannsóknirnar eiga sér stað. Til- gangurinn með verkefninu er ab örva áhuga barna og ung- linga á rannsóknum. „Þau munu nota örbylgju- og gervihnattasendingar til ákveð- inna móttökustaða, m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og Mexíkó. Skólarnir em móttöku- stabirnir þar sem krökkunum verður safnað saman og þau fá að fylgjast meb því hvað er að gerast. Búist er vib að fimm milljónir manns nái útsending- unum og fylgist meb verkinu. Þetta er það tæknilegt að barn í Bandaríkjunum getur stýrt neð- ansjávarmyndavél í höfninni í Eyjum með stýripinna," segir Páll Marvin. Fulltrúi Jason verkefnisins rakst á heimasíðu Rannsókna- setursins á veraldarvefnum og var það upphafið að því að Páll Marvin komst í samband við þau. Fjórmenningunum var svo kynnt sú aðstaða sem hér er fyr- ir hendi og þau rannsóknar- verkefni sem unnið er að í Rannsóknasetrinu. Ef af verk- efninu verður, sem allt bendir til, verða fimm útsendingar á degi hverjum frá Vestmanna- eyjum og ofan af landi klukku- tíma í senn í tvær vikur. Beinu útsendingarnar verba í apríl á næsta ári en inn á milli verða sýndar upptökur sem teknar verða í sumar frá fugla- og nátt- úrulífi Eyjanna. Ekki er vitaö hve stór hluti verkefnisins verb- ur tekinn hér í Eyjum en hug- myndir eru um að setja upp myndavélar í Ysta-Kletti, Eld- felli og i Klifinu. Um 40 manna hópur mun væntanlega koma til Eyja vegna þessa. Einnig er hugsanlegt að ýmis vinna verði keypt af heimamönnum en þar má nefna, myndatöku, leigu á bátum o.s.frv. Samhliða þessu verkefni eru hlibarverkefni þar sem boðið er ýmsum áhrifa- mönnum og fjölmiðlum sem ekki yrði síður frábær auglýsing fyrir Vestmannaeyjar. Sveinn Runólfsson, landgrœbslustjóri, jón Loftsson skógrœktarstjórí og Magnús B. jónsson, skólastjóri undirrita samstarfssamning. Hátt í 3.000 íslendingar dvelja erlendis um páskana: Langflestir kjósa a& sleikja sólina Ferðir ferðaskrifstofanna til útlanda um páskana hafa selst vel. Ljóst er ab stóru ferðaskrifstofurnar, keppi- nautarnir Samvinnuferðir- Landsýn og Úrval- Útsýn, með um 80% markabarins samanlagt, verða meb um 2 þúsund ferðalanga á sínum snærum í útlöndum um pásk- ana, minni ferbaskrifstofurn- ar, sem eru allmargar, leggja líka sitt til. Goði Sveinsson hjá Úrval-Út- sýn sagði í gær ab fólk veldi ýmsa kosti í páskafríinu: sólar- strendur, golf í Skotlandi, sér- ferðir, borgarpakkaferðir, flug og bíl, íþróttahópferðir og fleiri kosti sem bjóbast. Flestir kjósa sól og strendur, á Mallorka, á Kanaríeyjum, í Portúgal og í Agadir. „Við verbum meö nálægt þúsund manns erlendis um páskana þegar allt er talið. Á Kanaríeyjum einum verða um 160 íslendingar um páskana," sagði Goði Sveinsson. Kristján Gunnarsson, fjár- málastjóri hjá SL, sagði einfald- lega í gær: Allt uppselt. Kristján sagði að áhuginn væri langmestur fyrir sólinni á Spáni, Benidorm og Mallorca, einkum fyrrnefnda stabnum. Ferðamenn á vegum SL erlendis verða nokkuð á annað þúsund- ið og þar af talsvert margir sem kaupa þjónustu en sjá um ferð- ir sínar sjálfir að mestu. -JBP Réttindamá! löggiltra iöngreina. Samtök iönaöarins: Akæruvaldiö hefur brugbist Samtök iðnaðarins telja að ákæruvaldiö hafi brugöist skyldum sínum í kærumálum sem þangað hafa borist vegna ólöglegrar starfsemi í ýmsum löggiltum þjónustuiðngrein- um, m.a. í hárgreiðslu og snyrtifræði. Samtökin átelja ákæruvaldið fyrir aö afgreiða slík kærumál án þess að fara með þau fyrir dómstóla. Þetta kemur m.a. fram í árs- skýrslu Samtaka iðnaðarins 1995-1996 á Iðnþingi. Þar kem- ur einnig fram að „ef menn vilja ekki fylgja lögum eftir eins og þau eru þarf að breyta þeim. Eðlilegt er að Samtökin beiti sér fyrir því ef forsendur ákæru- valdsins breytast ekki," segir í ársskýrslunni. Samtökin telja þó að þegar mál sem þessi koma upp, þá hafi lögreglan brugðist vel við í flestum tilfellum og rannsakað meint brot án tafar. En nokkuð mun vera um það að fólki sé boðið uppá snyrtingu eða klippingu í heimahúsum þar sem oft er boðið uppá betri kjör en hjá þeim sem reka löglegar stofur. Það helgast m.a. af því að þeir sem stunda þessa iðju í heimahúsum greiöa t.d. ekki tilskyldin gjöld af starfsemi sinni, öndvert viö það sem þeim er gert að gera sem stunda atvinnurekstur á stofum og hafa aflað sér fullgildrar mennt- unar í greininni. -grh Akureyri og Reykjavík: Vilja losna úr Landsvirkjum: Bandarískt mat á eignarhlutnum J.P. Morgan, virt bandarísk fjármáiastofnun, mun koma til skjalanna og verba til ráð- gjafar viðræðunefnd sem kom saman í fyrsta sinn á mánudag og fjallar um eign- araðild Reykjavíkur og Akur- eyrar að Landsvirkjun. Morgan mun meta áhrif mis- munandi rekstrarforms á stöðu Landsvirkjunar á alþjóðlegum mörkuðum og auk þess meta verðmæti eignarhluta í fyrir- tækinu. Eins og kunnugt er hefur gætt vantrúar annars stóru eig- endanna í Landsvirkjun, Reykjavíkurborgar, á ágæti þess að eiga 44,5% í Landsvirkjun, þar eb sú eignaraðild skilar engu í borgarsjóð. Akureyri, eigandi 5,5% í Landsvirkjun, mun svipaðs sinnis. Bæjarfélögin tvö hafa form- lega iagt til við Finn Ingólfsson iðnabarráðherra aö eignaraðilar að Landsvirkjun taki upp við- ræður um endurskoðun á eign- arhaldi, rekstrarformi og hlut- verki fyrirtækisins. Ráðherra hefur af þessu tilefni skipaö sér- staka viðræðunefnd eignarað- ila. Af hálfu ríkisins sitja í nefndinni Halldór J. Kristjáns- son, skrifstofustjóri iðnaðar- ráðuneytis, sem er formaður, og Gubmundur Jóhannsson viðskiptafræðingur í fjármála- ráðuneyti. Borgarráð Reykjavík- ur tilnefndi borgarfulltrúana Alfreð Þorsteinsson og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í nefndina og bæjarráð Akureyrar þá Jakob Björnsson bæjarstjóra og Sigurð J. Sigurðsson bæjarfulltrúa. -JBP

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.