Tíminn - 21.03.1996, Qupperneq 9

Tíminn - 21.03.1996, Qupperneq 9
Fimmtudagur21. mars 1996 WfmSmm- 13 Breyting á starfsmannastefnu ríkisins á oð: Auka hagkvæmni í rekstri og bæta þjónustu við landsmenn Starfsmenn ríkisins, aörir en embættismenn, skulu ráönir ótímabundiö til starfa meö gagnkvæmum uppsagnar- fresti en einnig veröur heim- ilt aö ráöa starfsmenn til tímabundinna starfa. í slík- um tilvikum er gert ráö fýrir aö tekiö veröi fram í ráöning- arsamningi aö honum megi segja upp af hálfu hvors aöila áöur en ráöning fellur sjálf- krafa úr gildi viö lok samn- ingstíma. Embættismenn skulu skipaöir í embætti til fimm ára í senn en áöur en þrír mánuöir eru eftir af ráön- ingartíma þeirra skal þeim tilkynnt um hvort viökom- andi embætti veröi auglýst laust til umsóknar en aö öör- um kosti framlengist sá tími sem embættismaöur hefur verib skipaöur í fimm ár til viöbótar. Þetta eru megin ákvæöi frumvarps um rétt- indi og skyldur opinberra tarfsmanna hvaö ráöningar og starfsöryggi varöar sem nú eru til umf jöllunar á Alþingi. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir aö vikið verði að fullu frá æviráðningu og telur fjármála- ráðherra, sem er flutningsmað- ur þess, að með þeim ráðning- arformum, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, sé verið að sam- ræma mannaráðningar hins opinbera því sem gerist á al- mennum vinnumarkaði. Frum- varpið gerir ráð fyrir að al- mennur uppsagnarfrestur op- inberra starfsmanna verið þrír mánuðir en einnig er gert ráð fyrir að viðhalda ákvæði frá nú- gildandi lögum um að fram- lengja megi uppsagnafrest í allt að sex mánuði ef um fjölda- uppsagnir er að ræða. íslenskir ríkisborgarar og borgarar EES-ríkja Almenn skilyrði til ráðningar hjá opinberum stofnunum eru samkvæmt frumvarpinu meðal annars þau að viðkomandi starfsmaður hafi náð 18 ára aldri nema í undantekningar- tilfellum. Gerðar eru kröfur um lögræöi og nauðsynlegt heil- brigði og einnig íslenskan ríkis- borgararétt með undantekn- ingum er varða borgara frá ríkj- um Evrópska efnahagssvæðis- ins og einnig aðra erlenda borgara ef sérstaklega stendur á. Almennrar menntunar er krafist auk þeirrar sérmenntun- ar sem viðkomandi störf byggj- ast í hverju tilviki á og krefjast. Kröfu um fjárforræði er að finna í frumvarpinu ef viðkom- andi starfi fylgir meðferð fjár- muna og sá aðili sem hlotið hefur dóm fyrir refsiverðan verknað telst ekki fullnægja starfsskilyrðum. Heimildir til launa- umbunar Á meðal þeirra nýnæla, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, er að forystumenn ríkisstofnana fái heimildir til þess ab greiða ein- stökum starfsmönnum laun til viðbótar grunnlaunum, sem ákveðin eru í kjarasamningum. Gert er ráð fyrir að þessi viðbót- arlaun verði greidd fyrir sér- stakt álag, sem getur verið á viðkomandi starfsmann, eða fyrir góðan árangur í starfi. Þá er einnig gert ráð fyrir að ráb- herrar geti ákveðið að greiða forstöðumönnum einstakra stofnana viðbótarlaun þeim launum sem ákveðin eru í kjarasamningi. Með þessu er verið að sveigja launakerfi op- inberra starfsmanna í átt til hins almenna launakerfis í landinu þar sem yfirborganir af ýmsu tagi tíðkast án þess ab teljast yfirvinna. Gagnrýnend- ur frumvarpsins hafa bent á að þetta ákvæði bjóði heim hættu á mismunun og að einstökum yfirmönnum muni líðast að beita geðþóttaákvörðunum varðandi launauppbætur til undirmanna sinna. Aukið yfirmannavald Gagnrýnendur frumvarpsins hafa einnig bent á að með því sé verið að auka völd yfir- manna verulega frá því sem verið hefur og að starfsmenn eigi ekki rétt á að skjóta málum sínum til æðra stjórnvalds sker- ist í odda á milli yfir- og undir- manna. í frumvarpinu er tekið fram ab starfsmönnum sé skylt ab hlýða löglegum fyrirskipun- um yfirmanna um starf sitt. Heimilt sé að setja upp tíma- skráningarkerfi (stimpilklukku) og að dregið verði af launum þeirra starfsmanna sem eru fjarverandi án gildra forfalla allt að tvöfaldan þann tíma sem viðkomandi hefur verið frá vinnu. í frumvarpinu er gert ráð fyrir ab starfsmönnum sé skylt að vinna alla þá yfirvinnu sem forstöbumenn telja nauð- synlega en þó ekki meiri en sem nemur fimmtungi af lög- mætum vinnutíma í hverri vinnuviku. Gert er ráð fyrir að starfsmönnum sé skylt ab hlíta breytingum á störfum sínum og verkefnum en ef viðkom- andi breytingar valdi skertum kjörum þá skuli viðkomandi starfsmenn halda fyrri starfs- kjörum þótt verksvið breytist í þann tíma sem eftir er af skip- unartíma þeirra ef um embætt- ismann er að ræða en jafn í langan tíma og nemur upp- sagnarfresti ab öðrum kosti. Opinberum starfsmanni verbur gert skylt að tilkynna yfir- manni ef hann hyggst taka við öðru launuðu starfi eða taka sæti í stjórn atvinnufyrirtækis eða setja atvinnurekstur á stofn og hefur yfirmaðurinn tvær vikur til þess að meta hvort við- komandi áætlun starfsmanns geti verið ósamrýmanleg starfi hans hjá því opinbera. Verði starfsmanni bannað að hafa slíka starfsemi með höndum má bera slíkt bann undir ráð- herra viðkomandi málaflokks sem æðra stjórnvald. Þá verður forstöðumönnum stofnana heimilt að segja starfsmönnum upp eftir þeim ákvæðum er gilda í ráðningarsamningum. Um 26 milljarða launa- kostna&ur í athugasemdum meb frum- varpi um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins kemur fram að opinberir starfsmenn eru nú um 25 þúsund talsins. Ríkið greiðir laun samkvæmt um 140 kjarasamningum til einstaklinga í um 175 stéttarfé- lögum. Áætlab er að fjöldi op- inberra starfsmanna hafi verið um 8% af vinnuafli lands- manna árib 1955 en í dag er þetta hlutfall um 20%. Á árinu 1994 greiddi íslenska ríkið um 26 milljarða króna í laun og launatengd gjöld er námu á því ári nálægt fjórðungi af heildar útgjöldum ríkisins. A& draga úr kostna&i viö starfsmannahald í máli Fribriks Sophussonar fjármálaráðherra kom meðal annars fram, er hann mælti fyr- ir frumvarpinu á Alþingi, að eitt af markmiðunum með þessu frumvarpi væri að draga úr ríkisútgjöldum. Hann sagði að öllum sem láti sig fjármál ríkisins einhvers varða sé ljóst að eina leiðirt til þess ab ná jafnvægi í ríkisfjármálum, án þess að hækka skatta, sé að lækka ríkisútgjöld og það verbi ekki gert að neinu ráði nema að draga úr kostnaði við starfs- mannahald á vegum hins opin- bera. Hann sagði að ríkið minnti að ýmsu leyti á fyrir- tæki er orðið hafi undir í sam- keppni á frjálsum markaði. Rekstrarútgjöld væru hærri en tekjur og þjónustu við vib- skiptavinina sem væru fólkiö í landinu þyrfti að bæta á mörg- um sviðum þótt svigrúm til þess væri lítið. Hann sagði að sumum fyrirtækjum hafi tekist að standast samkeppnina með því að gerbreyta skipulagi sínu en önnur hafi setið eftir í sínu gamla fari og þannig orðiö undir á markaðinum. Fjármála- ráðherra sagði markmiðið með þeirri endurskoðun á starfs- mannastefnu ríkisins, sem nú standi fyrir dyrum, væri að auka hagkvæmni í rekstrinum, stuðla ab bættri þjónustu hins opinbera og gera starfsmanna- stefnuna skýrari frá því sem nú er. -ÞI LASKAÐ BARN - Bergþóra Aradóttir sem C ugga, átta ára, einræn og skróparí skóla. Dulin aöalpersóna sögunnar. Ný ísiensk kvikmynd frumsýnd í kvöld: Draumadísir eftir Ásdísi Thor- oddsen: Ekki meinlaust grín ab hlæja að óhamingjunni CELLURNAR - Ragnheiöur Axel og Silja Hauksdóttir. Ragnheiöur hefur veriö viö nám í Strasberg-leiklistarskólanum í New York þar sem Brando og Dean lœröu, en Silja er í Menntaskólanum viö Hamrahlíö. „Sannur ilmur karlmennsk- unnar, lykt af leðri, viskí og vindlum. Tvítugu vinkonurn- ar Steina og Styrja láta lok- kast. Þær verba ástfangnar af sama draumaprinsinum, Gunnari, myndarlegum ung- um ævintýramanni í viðskipt- um," segir Ásdís Thoroddsen lauslega um innihald Draumadísa, nýju kvikmynd- arinnar frá Gjólu hf., sem frumsýnd er í Stjörnubíói í kvöld. Það telst ekki meinlaust grín þegar hlegib er að óhamingj- unni í lífi náungans, nema maður finni til með náungan- um í leiðinni. Ásdís segir að mörg atriði í myndinni séu ekki til að vekja hlátur. Þar má nefna til drykkjusýki, vanrækt barn, svik við félaga á banasænginni, svik við barn, svik við vinkonu og fleira megi telja. Samt er ætl- unin að Draumadísir sé gaman- mynd. En undirtónninn er al- varlegur. Höfuðpersónurnar, Steina og Styrja, eru gellur. Þær kunna að svara fyrir sig á safaríku íslensku máli, em óvitlausar, en hafa ekkert markmið í lífinu. Þær þekkja Reykjavík, en allt utan Elliöaánna er þeim framandi. Tveggja tíma dvöl á Raufarhöfn mundi til dæmis ríða þeim aö fullu, telur Ásdís. Og nú er ab sjá hvernig þessi Reykjavíkurmynd lítur út. -]BP

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.