Tíminn - 21.03.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.03.1996, Blaðsíða 10
14 8f$ni$$f$ Fimmtudagur 21. mars 1996 Gerbur Steinþórsdóttir: Kominn heim á Sölvhólsgötu Saga af brjóstmynd Laugardaginn 16. mars sl. birtist í Tímanum frétt um brjóstmynd af Jónasi JónSsyni frá Hriflu sem stób á horni Ingólfsstrætis og Lindargötu, en hefur nú verib flutt nibur fyrir Arnarhvál, á lób menntamálarábuneytisins. í fréttinni segir m.a.: „Stytta Jón- asar frá Hriflu var sett upp á sín- um tíma fyrir frumkvæbi Al- berts heitins Gubmundssonar og skólafélaga hans í Samvinnu- skólanum." Þetta þarfnast leibréttingar. Þann 1. maí 1985 átti Jónas Jónsson frá Hriflu aldarafmæli. Þess var minnst meb margvís- legum hætti. Á flokksþingi Framsóknarflokksins árib 1983 bar Haraldur Ólafsson, þá varaþingmabur, fram tillögu þess efnis ab Framsóknarflokk- urinn beitti sér fyrir því ab Jón- asi yrbi reistur minnisvarbi í Reykjavík. Var þab einróma samþykkt. Skipub var nefnd til ab sjá um framkvæmd málsins og var Halldór E. Sigurbsson, fyrrverandi rábherra, formabur hennar. Kom ég talsvert vib sögu þessa máls, þar sem ég átti sæti í nefndinni sem af- komandi Jónasar. Mér var falib þab hlutverk ab finna heppi- legan stab fyrir styttuna og benti á lóbina vib Ingólfsstræti og Lindargötu. Ástæban fyrir stabarvalinu var sú ab lóbin var í nágrenni þriggja bygg- inga, sem Jónas hafbi haft mikil afskipti af og voru hon- um kærar, en þab eru Arnar- hváll, Þjóbleikhúsib og Sam- bandshúsib. Síban kannabi ég einnig eignarrétt lóbarinnnar og var ríkib eígandi hennar. Albert Gubmundsson var þá fjármálarábherra, en hann hafbi verib nemandi Jónasar í Samvinnuskólanum og var mikill fjölskylduvinur. Féll þab í minn hlut ab fara meb teikn- ingar og upplýsingar til Alberts ásamt formlegri beibni um leyfi til ab reisa styttuna á um- ræddri lób. Veitti Albert leyfib góbfúslega, en mér er kunnugt um ab hann sætti ámæli fyrir þessa heimild mebal margra flokksmanna sinna. Tvær brjóstmyndir eru til af Jónasi, önnur eftir Ríkarb Jóns- son, hin eftir Einar Jónsson (afsteypa af henni stendur á Laugarvatni), og varb hún fyrir valinu. Sá Steinþór Sigurbsson listmálari um ab hanna um- hverfi styttunnar. Bréf var sent til ýmissa abila, m.a. nemenda Samvinnuskólans, og þeir Kominn heim á Sölvholsgotu Stiörv..------- stofnaoi tvo stjórnmalatlokka á cinu og sama Srlnu, Alþyf"- nokkinn og Framsóknarflokk- inn, var nánast týndur |>cgar til áttia&taka .lndargðlu, nioui hvál, á lóö mciíi, nevtisins. . . ,|Núna c, Jónas Irá Siguröur T. Sigurbsson Gerbur Steinþórsdóttir. bebnir um ab styrkja gerb af- steypunnar. Þab var í blíbskaparvebri ab morgni 1. maí 1985, á aldaraf- mæli Jónasar, ab Gerbur dóttir hans afhjúpabi brjóstmyndina vib hátíblega athöfn. Af því til- efni fluttu ávörp Steingrímur Hermannsson, formabur Framsóknarflokksins og for- sætisrábherra, Halldór E. Sig- urbsson, formabur nefndar- innar, og Albert Gubmunds- son fjármálarábherra. Árin libu. Þar kom ab ákveb- ib var ab reisa nýtt hæstarétt- arhús 1993 á þessari lób og var þá styttan fjarlægb og geymd. Mikil óánægjualda reis um stabsetningu hæstaréttarhúss- ins, urbu margir til ab mót- mæla og var framkvæmdum vib bygginguna frestab um tíma. Síban gerbist þab ab sumarib 1994 tók dómsmála- rábherra, Þorsteinn Pálsson, þá ákvörbun ab reisa nýtt hæsta- réttarhús á þessari lób og tók fyrstu skóflustunguna. Styttan af Jónasi virtist gleymd, hún stób vafin í plast bak vib menntamálarábuneytib. Þar kom ab ég hafbi tal af for- manni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, og bab hann ab ganga í málib. Þetta hefur verib haustib 1994. Hall- dór brást vib fljótt og drengi- lega, ræddi vib dómsmálaráb- herra og innan fárra daga hafbi styttan risib vib menntamála- rábuneytib, gamla Sambands- húsib vib Sölvhólsgötu. Þar sómir hún sér vel. Ég ræddi vib fréttastjóra Tímans um ab birta mynd af brjóstmyndinni á nýja stabn- um. Af einhverri ástæbu var ekki orbib vib því. Nú birtist loks mynd af henni, einu og hálfu ári eftir ab henni var fundinn nýr stabur, og tilefnib áttatíu ára afmæli Alþýbu- flokksins! Brjóstmyndin, sem verib hafbi í umsjá Framsókn- arflokksins, hefur nú verib af- hent ríkinu til varbveislu. Af þessu má ljóst vera ab Framsóknarflokkurinn átti frumkvæbib ab því ab koma upp þessari brjóstmynd af Jón- asi Jónssyni, en ekki Albert Gubmundsson. Þab er hins vegar óvíst hvort brjóstmynd- in hefbi verib sett upp í Reykjavík á þeim tíma, ef Al- berts hefbi ekki notib vib. Höfundur er sagnfræbingur. Sjónvarpsefni um náttúruna i. Eftir ab ég hafbi búib til nokkrar fyrstu heimilda- og fræbslumyndirnar mínar hjá sjónyarpinu upp úr 1980, lagbi ég til ab RÚV hæfist handa vib ab framleiba erlendar útgáfur til sölu á er- lendum markabi. Áhugi á því var vart í meballagi og ekki talib unnt ab verja til þessa fjármunum. Ég er ekki sá eini sem hefur haft slíkar hugmyndir og ör- fáum myndgerbarmönnum hefur tek- ist ab selja myndir um náttúruna, framleiddar á íslandi, til erlendra abila. II. Á því leikur ekki vafi ab abstæbur til þess ab gera vinsælar sjónvarpsmyndir um náttúru íslands eru mjög góbar hérlendis. Slíkt efni er mjög eftirsótt, sé þab vandab, hugmyndaríkt og f jöl- breytt: sjávarlíf, fuglar, jarbfræbi, veb- urfar, sambúb manns og náttúru, um- hverfisvandi og margt fleira. Auk þess geta íslenskir myndgerbarmenn, sem margir eru m]ög hæfir, sinnt fram- leibsiu efnis sem tekib er upp annars stabar, t.d. á norburslóbum. Mér hefur alltaf fundist borbleggjandi ab ísland væri nú orbib vörumerki vandabra og sérstæbra þátta, hefbu menn haft framsýni til ab byrja á þróun þess fyrir UM- HVERFI Ari Trausti Guömundsson jarbeblisfræbingur 20 árum. Af þeim væru verulégar tekj- ur. III. Æ erfibara veröur að komast inn á markab fyrir sjónvarpsefni um náttúr- j una. Hér heima hefur takmarkabur áhugi eða skilningur á möguleikum okkar vissulega leitt til þess ab hvorki ríkið né einkaaðilar hafa fjárfest í mynd- , iðnaði. En hitt er líka þungvægt að ávallt hefur reynst snúið að selja efniö, og nú sem aldrei fyrr. Gífurlegt framboð er af efni og sölukerfið frumskógur. Hér i hafa menn ekki sérhæft sig í markaðs- starfi af þessu tæi eba verið gerðir út til slíks af framleiðendum eða ríki. Sam- framleibsla er líka nær óskrifað blað. Nú síðustu ár hafa fáeinar sölustefnur og fjármögnunarþing leyst svolítib af vandanum og einmitt þar hafa hinir ör- fáu íslensku myndgerðarmenn komist spönn áfram. Og með EES-aöildinni opnuðust fleiri sjóðir en áður voru opn- ir. IV. Þegar öllu er á botninn hvolft tel ég næsta öruggt að íslendingar geti enn gerst gildir í efnisgerð fyrir sjónvarp, á 10-15 árum, ef til þess er lagt fé af skiln- ingi og kunnáttu. Þar er tækifæri sem ætti ekki að vera látið ónotað. Sérstök rök mæla ehnfremur meb þessu: Þab stefnir í að fræbslusetur handa erlend- um nemum og ferbamönnum rísi í nokkrum landshlutum, fleiri alþjóba- stofnanir gætu risið hér og sinnt bæbi fræbslu og rannsóknum og ný tækni er aö koma til sögunnar. Á ég þar 'm.a. við margmiðlun með geisladiskum, sem er ein tegund sjónvarps þótt í tölvum sé. Þar nýta menn tal, ritaðan texta, ljós- myndir og hreyfimyndir (videó) til þess að miöla efninu. Ef vib hefjumst handa nú, getur skynsamlegt starf fært okkur góba stöðu í upplýsingaiðnaði framtíð- arinnar. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.