Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. mars 1996 -- wtniyifi 7 Tryggingastofnun ríkisins er 60 ára. Lög um almannatryggingar tóku viö afýmsum ákvœöum laga allt frá fornöld. Karl Steinar Cuönason í viötali viö Tímann um Tryggingastofnun: Eitthvert sterkasta tækið til að reka burtu fátæktina ví miður er enn í dag allt of víða nístandi þörf og mikil neyð í þjóðfélagi okkar. Okkur hefur vissulega miðað vel við að byggja upp velferð- arþjóðfélag, þótt stund- um hrikti í undirstöö- unni, en víða er þörfin fyrir samfélagslega að- stoð enn brýn og verö- ur víst ævinlega," sagði Karl Steinar Guðnason, áttundi forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins, í viðtali við Tímann. Tryggingastofnun er 60 ára um þessar mundir og er þess áfanga nú minnst tilhlýðilega, enda hefur stofnunin ýmsu breytt til batnað- ar í þjóðlífi íslendinga á þessum tíma. Framfærsla fátækra og vanheilla „Það Ieikur enginn minnsti vafi á að almannatryggingar á íslandi voru heillaspor og ár- angurinn af stofnun Trygg- ingastofnunar fór að sýna sig strax. Þróunin í starfseminni er mikil og sviðið í dag auðvitað gjörbreytt frá því sem var á ár- um heimskreppunnar. ímynd stofnunarinnar er allt önnur, enda umhverfið allt gjörbreytt, og bætur hafa sem betur fer farið hækkandi, þó margir telji ekki nóg ab gert í þeim efn- um," sagði Karl Steinar Guöna- son forstjóri. íslenskt þjóbfélag hefut breyst, ekki síst síðustu áratug- ina, og á Tryggingastofnun — samfélagslegar skyldutrygging- ar þar sem allir vinna fyrir einn og einn fyrir alla — ekki lítinn heiður skilinn fyrir sitt lób á vogarskálarnar. Framfærsla fá- tækra og vanheilla á íslandi, fólks sem ekki gat séð sér far- borða af eigin rammleik, var um aldir hin ljótasta saga sem nær allt fram á þessa öld. í fyrstu lögum þjóðveldisins frá 10. öld, Grágás, var gert ráð fyrir að hægt væri að taka fólk upp í skuldir, sem var gert. Hér viðgekkst því þrælahald, og það mun lengur en í öðrum löndum. Og í upphafi 18. ald- ar, eftir mikil harbindi, voru 7.800 samkvæmt manntali Árna Magnússonar og Páls Ví- dalíns, eba 15,5% þjóðarinnar, taldir til þurfalinga, sem bjuggu við rýran kost í hrepp- um sínum. Konur voru í stór- um meirihluta í þessum hópi, en í honum voru nærri fjögur hundruð taldir vera flakkarar. „Það má segja að breytingar á fátækralöggjöf hafi ekki breyst svo neinu næmi á íslandi um aldir, og jafnvel fram á þessa öld voru í gildi ákvæði frá Karl Steinar Cuönason. fyrstu lagasetningum landsins. Það var ekki fyrr en árið 1920, meb tilkomu Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins, að bar- áttan fyrir betri kjörum fátækra fór að bera árangur. Almanna- tryggingar voru í gildi meðal annarra þjóba á þessum tíma, en hér á landi var lítið farið að gerast," sagði Karl Steinar Guðnason. Karl Steinar segir ab hug- myndir hafi verið sóttar til Norðurlandanna og annarra nágrannalanda, sem stýrt hafi þessum málaflokki í anda jafn- aðarmennskunnar. Hann segir að íhaldsmenn annarra flokka hér á landi hafi í fyrstu tekið illa í hugmyndir um almanna- tryggingar, en helsti talsmaður Alþýðuflokksins á þessu sviði var Haraldur Guðmundsson, þá formaður flokksins. í dag mundu þó allir þá Lilju kvebib hafa sem Tryggingastofnun er. Var kallað „kratabæli" Á vegg í skrifstofu forstjórans eru myndir af fyrstu sjö for- stjórum Tryggingastofnunar. Þab kemur í ljós ab flestir eru þeir alþýðuflokksmenn. Oft hefur verið talað um Trygg- ingastofnun sem „kratabæli". Svo er þó ekki í dag, þótt nú- verandi forstjóri komi úr röb- um alþýðuflokksmanna. Starfs- menn í dag styðja hina ýmsu flokka og auðvitað er ekki spurt um flokksskírteini þeirra sem um vinnu sækja í stofnuninni. Fyrr á tíð kvað nokkuð rammt aö klíkuskap, að sagt er, og kratar sagðir sitja fyrir um vinnu. Eitthvað mun hæft í því. Karl Steinar Guðnason var rábinn forstjóri með talsverðu braki og brestum. Hann kom beina leið úr þingflokki Al- þýðuflokksins í mikilli pólit- ískri hrókeringu sem fram fór 1993. Ráðning hans var harð- lega gagnrýnd af pólitískum andstæðingum. En þingmað- urinn úr Keflavík gekk inn í þýðingarmikla stofnun, vinnu- stað þar sem miklir eldar log- uðu. Hann hafði á orði strax í byrjun að þar þyrfti að taka til, og hann gerði það. Trygginga- yfirlæknir sem þá sat hafði gerst ber að stórfelldum skatt- svikum, en hugðist sitja áfram. Að margra mati hafði stofnun- in staðnað í tímanna rás og mætti ekki kröfum tímans, hvorki rekstrarlega séb né þjónustulega. Mesta peningastofn- unin Tryggingastofnun er mikið peningabákn. Þar fer um garb um það bil fjórðungur fjárlaga ríkisins, eða 25-30 milljarðar króna á þessu ári. Ábyrgðin, sem lögð er á Tryggingastofn- un, er því mikil, ekki síst á tím- um þegar illa árar, þá þarf að kreista sem mest út úr hverri krónu. Karl Steinar segir að allt sé reynt til ab slíkt megi takast. Hann nefnir til dæmis útbob sem fór fram vegna hjálpar- tækja og olli miklu fjaðrafoki. Það útboð hafi þýtt 27 milljón króna lækkun á útgjöldum fyr- ir stofnunina. Þannig megi vinna á ýmsum svibum, lækka útgjöld án þess ab skerba þjón- ustu. Menn verði ab hætta að líta á Tryggingastofnun sem sjóð þar sem hver geti skammt- að sér að vild sinni. Of mikiö hafi borið á slíkum hugsunar- hætti hjá þeim sem selja Trygg- ingastofnun þjónustu og vöru. Enginn félagsráðgjafi var í starfi hjá félags- legri stofnun „Auðvitað má alltaf gera bet- ur og að því hefur verið og er unnið. Til dæmis hefur stofn- unin gengist undir mikla tölvuvæðingu. Á því sviöi vor- um við farin að dragast mikið aftur úr. Nýtt og betra tölvu- kerfi í lífeyristryggingum hjá okkur hefur þó átt við nokkra barnasjúkdóma að stríða, en því var komið upp á síðasta vori og er eitthvert flóknasta tölvukerfi landsins. Þessi tækni á eftir að koma að góðum not- um hér í stofnuninni og fyrir viðskiptavini okkar," sagði Karl Steinar. „Eitt af því, sem kom mér mjög á óvart þegar ég kom hingað til starfa, var að hér starfaði enginn félagsráðgjafi og hafbi aldrei gert. Einmitt fólk með slíka menntun getur unnið ómetanlegt gagn. Fyrsti félagsrábgjafinn, Sigríður Ól- afsdóttir, var ráðinn hingað og hefur ótvírætt sannað gildi slíkrar rábgjafar. Auðvitað þyrftu félagsráðgjafar að vera fleiri við stofnunina. Við vilj- um að þjónustan batni og ab því er unnib að hún verði sem best fyrir þá sem við okkur eiga erindi. Ég tel að ímynd stofn- unarinnar megi halda áfram að batna, hún á ekki að vera þunglamaleg og kerfisleg, og þarf ekki ab vera það," sagði Karl Steinar. Hart tekið á afbrotum í kerfinu Oft gustar um Trygginga- stofnun og hún þá vænd um slaka þjónustu og stundum litla lipurð vib skjólstæðinga sína. Karl Steinar segir þab ekki undarlegt í sjálfu sér að gagn- rýnisraddir heyrist. Hann segir að kvartað sé undan ýmsu, en þó aðallega lágum bótum sem starfsmenn stofnunarinnar bera þó enga ábyrgð á. Þar sé um að ræða ákvörðun Alþingis. Tekin er viðmiðun af tíma- kaupi verkafólks, og taxtarnir eru allt of lágir, segir Karl Stein- ar. Hjá Tryggingastofnun eru líka teknar ákvarðanir sem skipta einstaklinga miklu. Oft eru úrskurðirnir ekki í sam- ræmi vib þab sem viðkomandi hafði vænst, en hjá slíku verð- ur ekki komist. Karl Steinar sagði að það væri rétt að of margir reyndu að beita stofnunina brögðum og komast í fé hennar eftir ólög- legum leiðum. Þab væri vissu- lega leitt, en í dag er eftirlit meb slíku mun meira og tekiö hart á misnotkun á kerfi al- mannatrygginganna. Lyfjaskammtur fyrir milljón Tryggingastofnun býr við stöðugt dýrara ytra kerfi, dýra sérfræbiþjónustu og dýr lyf. Sem dæmi má nefna að alnæm- islyf, sem nýlega komu á mark- að, geta kostað allt að eina milljón skammturinn. Marga sjúklinga verður að flytja til dýrra aðgerða í útlöndum. Allt er gert sem í mannlegu valdi stendur til að bjarga lífi fólks. Þá er ekki litið á kostnaðinn. Tryggingastofnun er deilda- skipt stofnun. Samkvæmt lög- um um hana frá í desember 1993 hefur Tryggingastofnun umsjón með lífeyristrygging- um, slysatryggingum og sjúkra- tryggingum. Um það bil 18% landsmanna njóta árlega þjón- ustu stofnunarinnar af ýmsu tagi. Vibskiptavinir stofnunar- innar koma úr öllum þjóðfé- lagsstéttum. Karl Steinar benti á að öldr- uðum íslendingum fjölgar nú mjög og greiðslur ellilífeyris aukast því stöbugt. Það sé áhyggjuefni ab þeir yngri, sem eru á vinnumarkabi og þurfa að standa undir kerfinu, séu færri en æskilegt væri. Búast mætti viö mikilli sprengingu vegna þessa, og við því yrði að bregð- ast með góðum fyrirvara. Megum vera stolt „Það er auðvitað alveg ljóst að Tryggingastofnun hefur ver- ið eitthvert sterkasta tækib til að reka burt fátækt og hefur stuðlað að jafnrétti og velferð almennings um áratuga skeið. Hugmyndir um að færa al- mannatryggingar inn í kerfi frjálsu tryggingafélaganna eru afar slæmar hugmyndir og ganga aldrei upp. Þegar litið er yfir farinn veg, mega Islending- ar vera stoltir af því félagslega öryggisneti sem á sínum tíma var strengt. Þaö hefur reynst vel og skapað það velferðarþjóðfé- lag sem við erum stolt af í dag," sagði Karl Steinar Guðnason að lokum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.