Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 12
12 fy-if'WroffiWW Laugardagur 23. mars 1996 Vibar Eggertsson segir ab magnabur hafi verib upp hrœbsluáróbur innan Leik- hússins um ab hann vaeri á leib meb „ab höggva mann og annan". Hann lýsir sig sakiausan afþví, heldur hafi œtlunin verib ab mjaka LR inn á nýtt blóma- skeib í sögu félagsins, halda uppi merkjum þessa félags sem eitt sinn kappkostabi ab sýna sem skjótast athyglisverb leikrit. Leikhússkelfirinn gengur laus Tíðindalítið getur misserið ekki kallast í Borgarleikhúsinu þó inn- anfélagsmenn í Leikfélaginu séu nú farnir aö eygja hugnanlegt vor og rósamt afmælisár nú þegar bú- ið er að losa sig við Leikfélags- skelfinn, Viðar Eggertsson. Greinilegt er aö afar misjafnar skoðanir eru á kreiki um lýðræö- isfyrirkomulag Leikfélags Reykja- víkur og nú hafa fulltrúar Reykja- víkurborgar ákveðiö að draga sig í bili út úr viðræðum um endur- skoðun sarhstarfssamnings milli LR og borgarinnar. Samningurinn sem gerður var árið 1992 fellur úr gildi í lok þessa árs en framlag borgarinnar til rekstrar LR er óháð þessu samkomulagi. Hins vegar opnast sú heimild sem er inní stofnskrá Borgarleikhússins að borgin geti krafið Leikfélagið um leigu á húsinu, en í gildandi samkomulagi er LR veitt endur- gjaldslaus afnot af húsinu. í greinargerð sem fulltrúar Reykjavíkurborgar lögðu fram í viöræðunefndinni kréfjast þeir svara frá stjórninni um hversu mikiö uppsögn Viðars og sam- starfsmanna hans kosti Leikfélag- ið og hvernig LR muni mæta þeim kostnaði. Afslappa&ur og laus vib pirring Nú þegar tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Viðar fékk reisupass- ann hafði Tíminn samband við hann og bauð honum aö opna fyrir flóðgáttirnar og ryðja út sér reiðinni í garð LR en hann hafði ekki erindi sem erfiði þar sem Viðar sagðist afslappaður og all- sendis óargur í garð kollega sinna í Leikfélaginu enda sé hann stolt- ur yfir þeirri vinnu sem hann hafi skilað innan leikhússins. Viðar hefur lauslega kannað lagalega stöðu sína en eingöngu til að geta brugðist við ef á hann verði hallað sem hann býst ekki viö því hann hafi fariö að lögum og reglum í einu og öllu. -Nú hefiir þú fetigið tóm til að líta yfir sviðið síðusta daga. Finnur þii eitthvað sein gat fengið stjómina sem réð þig einhuga til að skipta um skoðun, að því er virðist nokkrum dögum eftir að þú hófst störf? „Það urðu vatnaskil við það að ég fékk frjálsar hendur um mannaráðningar og að losa samninga við leikara. Þar byrjaði þetta svokallaða ófremdarástand sem ég lýsi að fullu á ábyrgð stjórnar leikfélagsins. Ófremdar- ástandið var aðallega af hálfu starfsmanna hússins sem ein- hvern veginn mögnuðust upp í einhverjum hræðsluáróðri um að ég væri að fara að höggva mann og annan, sem var ekki rétt." Mönnun leikhúsráös breyttist á fyrstu vikum Viðars í starfi. Við það varð annað viðhorf til um- boðsins umdeilda sem Viðar hafði til að losa um samninga fastráðinna leikara. Þegar leikar- arnir í leikhúsráði þurftu að fjalla um kollega sína var komin upp sú staða, sem Viðar og fyrri meiri- hluti hafði óttast, að erfitt yrði fyrir meirihluta leikhúsráðs aö taka faglega afstöðu til breytinga á samningum þar sem hann sé mjög tengdur félögum LR per- sónulega. Tilvonandi hópur átti hins veg- ar að leika meira og minna allan veturinn. „En ekki eins og gjarn- an hefur verið að fólk er verklaust mánuðum saman og kannski heilu misserin. Mér finnst það ómanneskjuleg vinnubrögð í leik- húsi að halda fólki á samningi og nýta það ekki." Viðar segir ekki hafa verið mikla andstöðu við verkefnavalið sem slíkt enda hafi þaö varla komist til umræðu og lenti í skugganum af illindum sem spruttu af valdaframsali leikhús- ráðs. Því hafi það ekki geta valdið stefnubreytingu leikhúsráðs en sjálfur segist hann mjög stoltur af verkefnavalinu og telji það metn- aðarfullt, spennandi og skemmti- legt. „Og svolítiö nýr kúrs, nýtt andlit, þaö var nú það sem ég var m.a. ráðinn til." í vi&ræbum vib Björk Eftir því sem blaðamaður Tím- ans kemst næst var nánast kú- vending í vændum á næsta leik- ári Leikfélagsins þegar litið er á verkefnaval Viðars. Þar er um að ræða verkefni sem við fyrstu sýn gætu hitt í mark í dag og náð að marka sér spor í umræöuna í þjóðfélaginu og bjóða leikhús- gestum upp á ýmislegt af því sem nýlega hefur verið að gerjast á sviðum leikhúsa annars staöar í heiminum. Um leið hefði Leikfé- lagið veriö að taka nokkra áhættu enda ekki fyrirsjáanlegt hvort leikhúsgestir hefðu tekið á móti nýju andliti Borgarleikhússins með ygglibrún eða bros á vör. En á meðal verkanna er hin títt- nefnda afmælissýning þar sem sjóða átti saman í eina uppfærslu 4 gríska harmleiki og átti hún að standa yfir í nokkrar klukku- stundir með matarhléi. Fram kom í Alþýðublaðinu, „Fréttabréfi Leikfélagsins", eins og Viðar nefnir það, að Björk myndi semja tónlistina. Að sögn Viðars hafði hann verið í viðræðum við Björk sem hefði verið mjög áhugasöm og sérstaklega spennt fyrir aö vinna með leikstjóranum Simon McBurney sem starfar með bresk- um leikhóp, Theatre de Complic- ité. Hins vegar hafi hún þurft að draga sig til baka vegna anna. Spútnikk í leikritun Á listanum var einnig nýtt verk eftir Austurríkismann að nafni Werner Schwab og er að sögn Viðars „einn helsti spútnikk í leikritun í Evrópu á síðustu árum, tókst bæði að lifa og deyja. Þetta var ungur maöur sem tók upp á því að skrifa árið 1987 og náði að skrifa yfir 20 leikrit áður en hann dó árið 1994." Ætlunin var að sýna eitt þekktasta verk hans, Die Prasidentinnen, sem sýnt hefur verið um alla Evrópu. „Þetta er al- veg þrumuverk sem fólk annað- hvort elskar eða hatar út af lífinu. Annaöhvort situr fólk og hlær viðstöðulaust þar til því fer að líöa illa, því þetta er harmþrungið í aðra röndina, eða fólk gengur út." „Leikfélag Reykjavíkur var í eina tíð, á blómaskeiöum þess, einmitt þekkt fyrir að vera fljótt að sýna verk athyglisverðra leik- ritahöfunda eins og Schwab. Mig langaði til að taka upp þann þráð aftur og gera það aftur að ein- kennismerkjum Leikfélagsins." Bófaflokkur kvenna í Reykjavík 19. aldar Um 60 íslensk handrit lágu inni hjá Leikfélaginu sem ekki höfðu fengiö endanlega af- greiðslu. Viðar og dramatúrgur hans, Bjarni Jónsson, fóru að fara í gegnum þau og fundu þá upp- lagt leikrit til að sýna á afmælisári LR. „Viö rákum augun í verk sem var búiö að liggja þarna nokkurn tíma, eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur. Það heitir Systur í syndinni og fjallar um bófaflokk kvenna sem stofnaður var í Reykjavík á síðustu öld og er skrifað eftir sannsögulegum heimildum. Þab væri einmitt dá- lítið spennandi verkefni á afmæl- isári að geta lýst mannlífi í Reykjavík á seinni hluta síðustu aldar sem LR spratt svo upp úr." Viöar hvatti systurnar til aö halda áfram með verkiö og þær hafa verið aö leggja lokahönd á það síöustu vikurnar. Hann taldi þennan fund þó ekki dæmi um aö í handritasjóðum leikhúsanna væru fólgnir fjársjóðir fýrir leik- húsbókmenntirnar og nefndi í því sambandi aö kollegi hans hefbi farið til Bandaríkjanna í fyrra og heimsótt þar leikhús sem er þekkt fyrir að frumflytja ný bandarísk leikrit. Því leikhúsi ber- ast kringum 1000 leikrit á ári en einungis 10 komast á svið og þykja sýningarhæf og því væri hlutfall nýrra ísienskra leikrita á stakkaskiptum með Armor All ARM0R ALL hreinsiefnin eru heimsþekkt gæðavara. Þau eru sérlega hraðvirk og handhæg í notkun, smjúga inn í hverja glufu og kalla fram og vernda upphaflega áferð, lit og gljáa. ARM0R ALL hreinsiefnin fást á bensín- og þjónustustöðvum ESS0 Olíufélaglflhf Ekki Rice, Web- ber eba Cart- wright — heldur Wil- son, Waits, Borroughs og mögulega Björk sviðum leikhúsanna hér líklega ekki óeblilegt. Söngleikur vetrarins átti að vera eftir Robert Wilson sem aö sögn Viðars er einn þekktasti leikhús- maöur í heiminum síðustu 20 ár- in. Hann vann söngleikinn The Black Rider með hinum víðfræga tónlistarmanni Tom Waits og í leiknum eru einnig textar eftir meistara William Borroughs sem bíógestir þekkja kannski af kvik- myndinni Naked Lunch sem er gerð eftir skáldsögu hans. Slíkt innlegg í söngleikjaflóruna hér gæti orðið hressandi eftir flóö- bylgju hinna klassísku leikja eftir Tim Rice, Andrew Lloyd Webber og fleiri. Óvíst er að Leikfélagið geti tekiö þennan söngleik til sýninga þar sem Viðari sjálfum, sem leikhússtjóra Borgarleikhúss- ins, var veittur réttur til uppfærsl- unnar sem hann náði eftir króka- leiðum í gegnum sambönd sem hann hefur erlendis. The Black Rider var frumsýnt árið 1990 og er byggt á gömlu þýsku ævintýri sem segir frá ást- föngnu ungu pari þar sem piltur- inn þarf að selja kölska, The Black Rider, sál sína til að fá samþykki foreldra stúlkunnar fyrir rába- hagnum en kölski veröur svo brúðinni ab bana. í mebförum Wilsons er ævintýrib fært til nú- tímans, þar sem skógurinn er stórborgin með eiturefnum djöf- ulsins, alsælu og heróín, og þem- að um að selja sál sína kölska fær- ist inn á firringu nútímans þar sem hver maður þarf ýmislegt á sig að leggja til ab falla í kramið. Afdrif verkefnavals- ins Þó að Viðar viti ekkert um af- drif þeirra verka sem hann var búinn ab raða saman á verkefna- skrá næsta vetrar á hann frekar von á að einhver þeirra verði tek- in til sýninga þar sem hann hafi sótt um sýningaréttinn í nafni Leikfélagsins, t.d. nýtt verk eftir Árna Ibsen, verk Kristínar og Iö- unnar enda koma þessi tvö verk beinlínis úr sjóði Leikfélagsins auk nýs leikrits eftir Harold Pint- er, Moonlight, og leikrit Schwabs. „Mér væri akkur í því vegna þess að mér þykir vænt um þessi verk og ég væri óskaplega glaöur ef þau væru unnin." Fyrrverandi tilvon- andi leikhússtjóri Vibar segist ekki hafa fengið nein atvinnutilboö en hins vegar hafi sest að hjá honum ýmsir draumar og langanir síöan hann settist fyrst á leikhússtjórastól vorið '93. „Það safnaðist í sarpinn og ég á sjóð af ýmsum hugmynd- um sem vonandi komast ein- hverjar í framkvæmd." -Ætlarðu að stofha eigið leikhús aftur? „Ég á eigið leikhús enn, EGG- leikhúsið var aldrei lagt niður. Það er spurning hvort ég taki upp þráðinn. Ég sé til." Viðtal: Lóa Aldísardóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.