Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. mars 1996 ---x.----- TOltllli Xfl Th| 15 „Af hverju ertu ekki í neinum nærbuxum?!" 9. maí 1989 var lögreglunni í Pompano Beach, Flórída, til- kynnt um byssuskot í fjöl- býlishúsi klukkan 5 um morguninn. Dominick Di- perna yfirfulltrúi var kom- inn á stabinn ásamt tveimur starfsfélögum 5 mínútum síöar. Fjöldi manns haföi safnast saman fyrir framan blokkina. „Hvaö er aö gerast?" spuröi Diperna. Tvær konur gáfu sig fram, önnur um þrítugt en hin á táningsaldri. „Þaö var ég sem hringdi. Ég heiti Maria Tomas og þetta er dóttir mín, Evange- line." Diperna bjó sig undir aö spyrja næstu spurningar, en komst ekki til þess. „Ég held aö þau séu dáin," sagöi Tomas. „Hver?" „Fólkiö sem viö gistum hjá. Viö vorum gestkomandi. í íbúö 3." Lögreglan hraöaöi sér inn í íbúöina. Dyrnar voru opnar. Diperna kveikti ljós og sá mann liggjandi á gólfinu með svöðusár á höfði. Hann var á lífi, en illa haldinn. Hjúkrun- arlið hóf strax aðhlynningu, en Diperna og félagar fundu annan mann, látinn, og viö hlið hans meövitundarlausa konu. Hinn látni hét Rodney Grant en hin fórnarlömbin Tonia Allen og Michael Jame- son, hálfsystkin. Ungur sonur Toniu hafði einnig búið í íbúð- inni, en Maria bjargaði honum og fór með hann í næstu íbúð. Gestur í íbúöinni Að sögn Mariu Tomas hafði hún veriö gestkomandi hjá vinkonu sinni, Toniu. Hún var í fastasvefni þegar hún vakn- aði viö skarkala. Síöan upphóf- ust átök og formælingar. „Þekktirðu rödd gestsins?" spurði Diperna. „Já, þetta var Darryl Richard- son, fyrrverandi kærasti Toniu." „Sástu hann?" „Nei, en ég þekki rödd hans." Samkvæmt því sem Maria Tomas haföi heyrt, hafði Darr- yl skotið Toniu þar sem hún lá með barni sínu. Áður hafði Ri- chardson skotið Jameson og fleiri skot heyrðust úr þriðja herbergi hússins. Þegar yfir lauk, heyrðust ekki önnur hljóð en barnsgrátur. Maria og Evangeline voru dauðhræddar um að byssumaðurinn ryddist inn til þeirra og tæki þær af lífi. Þeim létti því mikið þegar þær heyrðu að hann yfirgaf húsið með hurðaskelli. Þær flýðu með barnið inn í næstu íbúð og hringdu þaðan í lögregluna. Ástríbuglæpur? Maria sagði að Tonia og Darryl Richardson hefðu kynnst hálfu ári áður, en Ton- ia hefði nýlega slitið samband- inu. Maria vissi að Richardson var æfur vegna þessa og af- brýðisemi hans svo mikil að hann njósnaði um hvert fót- mál fyrrverandi kærustu sinn- ar. Spurningin, sem lögreglan stóð frammi fyrir, var hvort Darryl Richardson. heiftarleg afbrýðisemi hefði verið orsök morðsins/morð- anna, eða hvort eitthvað fleira hékk á spýtunni. Um klukkustundu síöar var hringt í Diperna af stöðinni og honum sagt að Darryl Richard- son væri búinn að gefa sig fram. Önnur saga Richardson staðhæfði að hann hefði fengið upphring- ingu frá Toniu fyrr um kvöldið SAKAMAL og hún sagt honum að hún myndi koma og ná í hann síð- ar um kvöldið. Hún hefði stað- ið við það og þau hefðu farið saman heim til Toniu þar sem hún leigði með vini sínum, Grant. Þegar þangað var kom- ið, lá hálfbróðir Toniu sofandi í sófa í herbergi Toniu. Ri- chardson sagði að þau hefðu nánast afklæðst, en skyndilega hefði harkalegt bank á hurðina breytt atburðarásinni. Tonya bað hann að fela sig inni í klæðaskáp, en um leið hafði Rodney Grant, sambýlismaður Toniu, ruðst inn og öskrað á Toniu. Grant hafði tekið eftir hvítri skyrtu Richardsons liggj- andi á gólfinu og spurt hver ætti hana. Tonia sagði einn af vinum bróður síns vera eig- andann, en þá reif Grant hana úr náttbuxunum. „Af hverju ertu ekki í neinum nærbux- um?" hafði Grant öskrað og Um þab bil er yfirheyrslunni lauk bárust þau tíöindi frá sjúkrahúsinu aö bœbi Tonia Allen og Michael Jameson hefbu látist afsárum sínum. Diperna sá strax ab Richardson var ab Ijúga, enda ekkert samrcemi í sögu hans. Hann spurbi því beint hvort Richardson hefbi vitab ab þab voru fleiri i íbúb- inni þessa nótt. það næsta sem Richardson heyrði voru skothvellir. Þá sagðist Richardson hafa stokk- ið út úr skápnum og reynt að ná byssunni af Grant. Systkin- in lágu þá meövitundarlaus í blóði sínu. Áður en yfir lauk hljóp skot úr byssunni og Grant hné máttvana niður. í skelfingu sagðist Richard- son hafa flúið af vettvangi, enda ekki hugsað rökrétt. Mótsagnir Um það bil er yfirheyrslunni lauk bárust þau tíðindi frá sjúkrahúsinu ab bæði Tonia Allen og Michael Jameson hefðu látist af sárum sínum. Diperna sá strax að Richard- son var að ljúga, enda ekkert samræmi í sögu hans. Hann spurði því beint hvort Richard- son hefði vitað að það voru fleiri í íbúðinni þessa nótt, en hann neitaði. Nokkur atriði í frásögninni stóðust engan veginn tækni- lega. í fyrsta lagi fannst engin byssa. í öðru lagi fannst engin hvít skyrta. í þriðja lagi hafði Richardson sagt að Tonia hefði læst að sér, en það var ekki hægt ab læsa íbúðinni að inn- an. í fjórða lagi var ekkert pláss í skápnum fyrir mann að fela sig. Þá kom fleira til. Bæði Tonia og Jameson höfðu verið full- klædd þegar þau fundust. Darryl Richardson var því handtekinn að þessu öllu sam- anlögðu, grunaður um þrefalt morð. Bróðirinn til verndar Maria Tomas var aftur yfir- heyrð af lögreglunni og sagði hún að Tonia hefbi bebið bróður sinn að gista hjá sér af því ab hún var hrædd við Ri- chardson. Hún var þó treg til að segja lögreglunni allt af létta af ótta við Richardson. Diperna fullvissaði hana um ab Richardson yrði bak við lás og slá það sem eftir væri æv- innar. Eitt þýðingarmikið vitni gaf sig síðar fram í málinu. Lög- reglumaður, sem Richardson hafði talaö við skömmu fyrir morðin, hafbi hitt Richardson og sá síðarnefndi spurði hann spjörunum úr hvernig and- rúmsloftib væri innan veggja fangelsisins. Þetta styrkti enn grunsemdir um að hann heföi skipulagt morbib meb góbum fyrirvara og spáb í afleibing- arnar. Til ab gera langa sögu stutta var Darryl Richardson fundinn sekur um þrjú morö og dæmd- ur í margfalt lífstíðarfangelsi. Dominick Diperna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.