Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.03.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. mars 1996 7 Ford Esc- ort 1999 Innan Ford verksmiöjanna eru í gangi vinnuhópar, sem starfa undir nafninu Global 2000, sem vinna ab þróun nýrra bíla víðs vegar um heim. Hinn nýi Ford Escort, sem væntanlegur er á markaöinn 1999, er ein- mitt eitt afkvæma þessara vinnuhópa. Á svipuðum tíma mun einnig veröa sett á mark- að ný og endurbætt Fiesta. VW Golf 1997 Volkswagen verksmiöjurnar hyggjast gera einhverjar breytingar á Golfinum á næsta ári. Breytingar veröa ekki miklar, aöeins straum- línulagaöri, en helsta breytingin veröur sú aö ytra byröið veröur sinkhúöað áður en bíllinn er lakkaöur, sem auka á endinguna. Nýir bílar í nánustu framtíð Bílaframleiöendur víös vegar um heim hugsa ávallt vel fram á veg- inn og er þá ekki aðeins átt við þá framúrstefnubíla, sem gjarnan er fjallað um, heldur um þær gerðir sem fyrirtækin hyggjast setja á markaðinn á næstu árum. Viö lítum hér á eftir yfir nokkuð af því sem helstu framleiöendur heims hyggjast setja á markaðinn. BMWZ3 Coupé Þessi glæsilegi sportbíll kemur á markaöinn í lok þessa árs, reyndar aöeins áöur en Porsche Boxter, sem viö sýndum í síö- asta bílablaði, kemur á mark- aðinn og er þetta svar BMW viö hinum nýja Porsche. Z3 er þriggja sæta, þriggja dyra með 2,8 lítra vél. Hinn nýi Smart-smábíll, sérstaklega lipur í innanbœjarakstri í stór- borgum Evrópu. Smart smábíllinn á markaö áriö 7 998: Árangur samstarfs Swatch og Benz Fyrstu Smart-smábílarnir eru væntanlegir á markaðinn áriö 1998, en bíllinn er afar smágeröur og aöeins tveggja sæta. Smart-inn er afrakstur samstarfs Benz bílaverksmiðjanna þýsku og Swatch úraframleiðendanna svissnesku. Talib er aö bíllinn muni kosta um sjö þúsund ensk pund á meginlandi Evrópu, en þó er talið líklegra aö þeir verði vinsælli í stór- borgum Evrópu og þá sem bílaleigubílar. Forráöamenn fyrirtækjanna tveggja sjá fyrir sér aö bílarnir veröi til taks í rööum fyrir utan járnbrautarstöðvar, flugvelli og fleiri slíka staöi og til að geta notað þá verði keypt eða leigt svokallaö Smart-kort, sem stungið er í þar til gert tæki í mæla- boröi bílsins. Bíllinn veröur búinn 1,2 lítra bensín eöa diesel vél og verö- ur mjög sparneytinn og mjög lipur í innanbæjarakstri. -PS Nýr Ren- ault Clio Renault verksmiöjumar eru aö undirbúa breytingar á hinum vinsæla Renault Clio, sem hef- ur reynst vel hér á landi. Hinn nýi Clio veröur straumlínulag- aöri en fyrirrennari hans, ekki ólíkur Opel Corsa. Innrétting- arnar veröa ríkulegri og hann allur rúmbetri að innan. -PS Saumakonur - frábær lausn ** G ' ** t ) lí W%wwm . r f > ; ú að koma skipulagi á tvinna- keflin - þá er þetta lausnin! Standur fyrir 48 kefli kr. 3.100.- Standur fyrir 70 kefli kr. 4.100,- Standur fyrir 120 kefli kr. 5.900.- Sendingarkostnaður bætist við vöruverð Pöntunarsími 567 5484 B.G.Á. HEILDVERSLUN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.