Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 4
4 Þriöjudagur 26. mars 1996 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Mánabaráskrift 1550 kr. m/v< Tímamót hf. Jón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Gubmundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Jæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. <. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Stjórnarandstað- an og þingleg meðferð mála Frumvarp um breytingar á vinnulöggjöfinni olli mestum umræðum þingmála síðustu viku, en fyrsta umræða málsins stóð í tvo daga áður en því var vísað til félagsmálanefndar Alþingis til nánari yfirferðar. Við atkvæðagreiðslu bar það til tíðinda að þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út, að einum undanskildum, í mótmælaskyni við það að málið gengi til frekari þinglegrar meðferðar. Þetta er óvanalegt, en á þó fordæmi í þingsögunni. í gagnrýni stjórnarandstöðunnar á frumvarpið voru það nokkur atriði sem stóðu upp úr. í fyrsta lagi var því haldið fram að hér væri verið að setja lög um innbyrðis málefni aðila vinnumarkaðarins sem bryti í bága við félagafrelsi og væri jafnvel stjórnarskrárbrot. Með öðrum orðum leiftursókn ríkisstjórnarinnar á hendur verkalýðsfélögum sem yrði að mæta með viðeigandi hætti. í öðru lagi var frumvarpið talið ótímabært vegna þess að hægt hefði verið að semja um þessi mál án inngrips frá stjórnvöldum. í þriðja lagi voru einstök efnisatriði gagnrýnd, t.d. ákvæðin um heimildir til stofnunar vinnustaðafélaga. Hinar löngu umræður stað- næmdust nokkuð við þessi atriði. Um fyrsta atriðið má segja það að tæplega er hægt að segja að ákvæði um hvernig að boðun vinnustöðvana og sáttastörfum í vinnudeilum skuli háttað séu innri málefni verkalýðsfélaga. Þessi framkvæmd hefur víðtæk áhrif og getur snert nánast allt þjóðfélagið sé um víðtækar vinnu- stöðvanir að ræða. Um þessi mál hlýtur löggjafinn að setja skýrar reglur. Það er hins vegar deilumál sem aðilar verða seint sammála um hvernig þessar reglur eigi ab vera. Það er erfitt fyrir þá sem hafa ekki verið með í leiknum að kveða upp úr um hvort félagsmálaráð- herra hefur gripið of snemma inn í málið og samningar aðila vinnumarkaðarins um það hefðu verið á næsta leiti. Hins vegar benti ekkert til að svo væri, þó svo að við núverandi stöðu þess séu uppi fullyrðingar um annað. Vinnustaðafélög og staða aðila fyrir og eftir lög- in verða efnisákvæði sem koma til meðferðar Al- þingis. Sömuleiðis hlýtur það að vera verkefni Al- þingis að ganga úr skugga um að öll ákvæði frum- varpsins standist stjórnarskrá. Það er ein af undir- stöðum þinglegrar meðferðar mála. Sú afstaða stjórnarandstöðunnar að leggjast ein- dregið gegn þinglegri meðferð málsins er gagnrýni verð. Við þá meðferð gafst gott tækifæri til þess að hafa samráð um þessa mikilvægu lagasetningu, ekki síst við samtök launþega. Stjórnarandstaðan hefur þar að auki verkstjórn í því máli, því stjórn- arandstæðingur er formaður félagsmálanefndar. Viwltm Drakúla og leikhúsvampýrurnar Þab þykir nokkub táknrænt fyr- ir þab sem gerst hefur í Borgar- leikhúsinu upp á síbkastib ab formabur leikhúsrábs, Sigurbur Karlsson, tók þátt í uppfærsl- unni á Drakúla greifa í fyrra hjá Leikfélagi Akureyrar og lék þar einmitt dr. Van Helsing, mann- inn sem banabi sjálfum myrkra- greifanum meb tréflein í hjarta- stab. Eins og alþjób veit var þab sjálfur leikhússtjórinn, Vibar Eggertsson, sem lék Drakúla greifa í þeirri uppfærslu. í ljósi þess ab Vibar þótti meb fram- göngu sinni á stuttum ferli sem leikhússtjóri fara nokkub óvar- lega ab erfbaablinum í leikfélag- inu voru margir farnir ab velta fyrir sér hvort hann ætti eitthvab erfitt meb ab alinn — sjálfa vini og vandamenn forustumanna losna úr hlutverki sínu sem Drakúla greifi. leikhússins. Sigurbur Karlsson meb fleininn Þegar svo Sigurbur Karlsson kom fram og stakk Vibar í leihússtjórahjartab þótti mönnum sem endursköpun leik- verksins og jafnvel uppfærslunnar ab norban væri nánast fullkomn- ub. En þótt ekkert leikhússtjórahjarta hafi slegib í Borgarleikhúsinu um hríb og menn verib ab velkjast í vafa um hvort þab muni nást ab stilla upp fyrir næsta leikár þá er óvissu nú eytt og kom- ib ab næsta þætti í hinum margraddaba örlagaleik íslenska leikhússins. Þórhildur Þorleifsdóttir, sem þótti efnilegur umsækjandi á sínum tíma en laut í lægra haldi fyrir hinum norblenska Drakúla, hef- ur nú veriö köllub til leiks og henni falin listræn umsjón og leikhússtjórn hjá Leikfélagi Reykajvík- ur. Garri hefur af því spurnir ab í Borgaríeikhús- inu hangi nú uppi hvítlauksknippi og krossar í öllum sölum, göngum og herbergjum, til ab foröa því ab fórnarlömb Drakúla, sem þá eru orbnar blóösugur leikhúsanna, nái fótfestu í húsinu á ný. Augljóst er aö Þórhildur hefur stabist „hvítlauks- próf" leikhúsráös og er ekki talin eitt þeirra fórn- arlamba sem Drakúla hefur bitib og breytt í leik- húsblóbsugu, sem nærist á því aö reka leikhúsaö- En Þórhildur? Enda til þess tekiö ab Þórhildur er jú einmitt systir eins af fórnarlömbunum sem Viöar rak, og á þab því sam- eiginlegt meb stjórnarmönnum félagsins ab þekkja í gegnum fjöl- skyldu eöa vinabönd hversu erfib lífreynsla þaö er fyrir leikara ab fá starfslokasamning. Til öryggis hefur þó þannig verib haldib á spilunum aö allir lögboönir uppsagnarfrestir í leikhúsinu eru liönir þannig aö hinn nýi leikstjóri hefur bundnar hendur, a.m.k. allt næsta leikár hvab brottrekstra og mannarábningar snertir. Þórhildur er þó rábin til fjögurra ára og Ieikhúsaöallinn getur í raun — þrátt fyrir hvítlaukinn — ekki verib viss um ab hún sé ekki leikhúsvampíra fyrr en hún fer aö undirbúa þarnæsta leikár. Því er þaö aö þrátt fyrir tímabundiö spennufall nú, mun nagandin óviss- an þó búa undir niöri, allt þar til sól næsta leikárs hnígur til vibar. Spurningin er hvort viö þab sólar- lag muni vakna úr dvala ný leikhúsvampýra, sem kallar á dramatískar abgeröir frá leikhúsrábi og Siguröi Karlssyni, sem er ab verba nokkuö laginn meö tréfleininn og ab finna hvar vampýruhjörtu leikhússtjóranna slá. Garri GARRI Rangur mabur í vitlausu húsi í fyrra kom út dægurlag meb hljómsveitinni Sól- strandargæjarnir, sem varb geysivinsæll sumar- smellur. Þetta var lag í reggae-takti, glumdi lát- laust í útvarpinu og hét „Rangur maöur". Þó lagib hafi ekki heyrst lengi, muna eflaust margir eftir hendingum úr því, sem voru nokkuö grípandi í einfaldleika sínum, þó ekki væri kveöskapurinn upp á marga fiska aö ööru leyti. Viblag þessa dæg- urlags hljóöaöi svona: „Ég er rangur mabur, á röngum tíma í vitlausu húsi. Af hverju er lífiö svona ömurlegt? Ætli þaö sé skárra í Simbabwe?" Á öörum staö í þessu athyglisveröa lagi segir á þessa leiö: „Af hverju get ég ekki / gert neitt af viti? / Af hverju fæddist ég loser, je, je, je, je, je?" Ekki er ástæöa til aö vitna frekar í þetta bók- menntaverk Sólstrandargæj- anna, en hitt má nokkub ljóst vera ab þeir myndu ekki fá ab flytja þetta lag í Langholtskirkju, ef sóknarpresturinn fær einhverju ráöib, því í út- varpsþætti á sunnudag kom fram sú skoöun hans aö ómerkilegri tónlist, af þeirri tegund sem sung- in er á öldurhúsum, ætti ekki heima í kirkjum. Til- beibslutónlist hins vegar væri þab sem leika ætti í Guöshúsi. Ekki pappírsins virbi En Flóki Kristinsson sóknarprestur kom raunar víbar viö í þessu útvarpsvibtali vib þá Ingólf Marg- eirsson og Árna Þórarinssop og þab var áberandi í málflutningi hans aö hann! taldi fyrirskipaöar og úrskuröaöar sættir sem vígslubiskupinn á Hólum, Bolli Gústavsson, kvaö upp varla pappírsins virbi. Sóknarprestur Langholtskirkju vísabi meö mikilli lítilsviröingu til þessa starfs yfirboöara síns og gaf auk þess þær skýringar — sem hann ab vísu seldi ekki dýrara en hann keypti — ab Bolli hafi veriö svo hræddur viö Ólaf Skúlason ab hann hafi ekki þoraö aö taka á málum. Þess utan voru tilvísanir hans til organistans v kirkjunni, Jóns Stefánssonar, á svipuöum nótum og þess eölis ab þar væri á ferö „afbrotamabur" og „hrybjuverkamaöur". Þar fetar sr. Flóki í fótspor formanns Prestafélagsins, sem meö skorinoröum hætti hefur tjáö sig bæöi um organistann og úr- skurö sr. Bolla. Þrátt fyrir þetta kvabst sr. Flóki þó mundu lúta kirkjuaga og umbera organistann í kirkjunni gegn geöi sínu, sannfæringu og sýn á helgihaldiö. Hitt er ljóst ab þab er síöur en svo sáttahljóö í Flóka og augljós óvilji af hans hálfu til þess ab nokkrar sættir takist milli hans og organistans. Bæöi hann og formaöur Prestafélagsins viröast ekki ætla ab una annarri niöurstööu en þeirri aö organistinn veröi látinn fara og í sjálfu sér getur svo sem vel veriö aö þaö sé eina endanlega lausnin í málinu, þó vígslubiskup hafi ekki áttab sig á því. Sálfræðistrfó í uppsiglingu Hitt er augljóst ab í uppsiglingu er mikib sál- fræöistríö í Langholtskirkju, þar sem máliö mun snúast um ab deiluaöilar munu hvor um sig gera hvaö þeir geta til ab fá hinn til ab springa á limminu og gera eitthvert axar- skaft. Þessa stundina viröist þaö vera presturinn sem er í hlutverki sækjandans og í því ijósi hljóta menn ab sjá ögrandi yfirlýsingar sóknarprestsins í títtnefndum útvarpsþætti. Organistinn verst hins vegar fimlega og tekst aö ieika hlutverk hins sátt- fúsa listamanns — enn sem komiö er í þaö minnsta. Mörgum þykir sem deilan í Langholtskirkju sé í raun fáránlegri en tárum taki. Til marks um þaö er rétt aö benda á aö aöeins í skjóli slíks fáránleika gæti þaö gerst aö öllum þætti merkilegustu um- mæli sóknarprests Langholtskirkju í útvarpsþætt- inum á sunnuþag í raun bara sjálfsögö. Þetta eru ummæli hanslum stöðu sína sem sóknarprests í söfnubi sem héfur í grundvallaratriðum aðra lífs- sýn á safnabarstarf og helgihald en hann sjálfur. Sr. Flóki sagbist vel geta fallist á að hann væri „vit- laus maöur á vitlausum stað á vitlausum tíma", eins og þab vaj orðað. En þrátt fyrir þetta er hann tilbúinn aö leggja á sig mikla baráttu til að vera áfram „vitlaus mabur á vitlausum staö á vitlaus- um tíma"! í því ljósi kemur ekki á óvart þó fjöldi sóknarbarna sé farinn aö spyrja sig líkt og Sói- strandargæjarnir í bókmenntatextanum um ranga manninn á ranga tímanum í vitlausa húsinu: „Af hverju er (safnaðar)lífið svona ömurlegt, ætli þaö sé skárra í Simbabwe?" -BG Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.