Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 26. mars 1996 5 í bílum Margrét Sœmundsdóttir: 10% bama em án öryggisbúnaðar Veist þú hvort barniö þitt er vel variö í bíinum? Allir vita aö ein virkasta leiöin til þess aö koma í veg fyrir alvarleg slys í bílum er aö nota öryggisbúnað. Notkun bílbelta var lögleidd á íslandi áriö 1981, Áriö 1990 var umferðarlögum breytt á þá leið að sett var inn sérstakt ákvæöi um öryggisbúnað fyrir börn. í 71. gr. núgildandi umferðar- laga segir um öryggisbúnað fyr- ir börn: „Barn yngri en 6 ára skal í stað öryggisbeltis eða ásamt með öryggisbelti nota barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börn- um. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið, skal barnið nota örygg- isbelti ef það er unnt." Umferð- arlögin leggja einnig þá skyldu á herðar ökumanna að þeir sjái um að farþegar yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað. Þrátt fyrir lögin er vitað að 10% barna eru laus í bílum hér á landi og það sem verra er, mörg þeirra sitja í barnabílstólum sem ekki eru tryggilega festir og gera þá lítið gagn. Áróðursvika 25.-30. mars Slysavamafélag íslands, Um- ferðarráð og verkefnið „Betri borg fyrir börn" standa að átaki fyrir bættri notkun öryggis- búnaðar vikuna 25. til 30. mars. Lögreglan mun á sama tíma beina athyglinni sérstak- lega að búnaði barna í bifreið- um, auk þess sem hún mun fylgjast með notkun bílbelta hjá ökumönnum og farþegum. Á sama tíma fer fram könnun á notkun öryggisbúnaðar barna víðs vegar um landið. Enn- fremur verður gert yfirlit um öryggisbúnaði á markaði hér á landi í samvinnu við innflytj- endur. Þarfir barna eru a&rar en fullorðinna Það er nú löngu viðurkennt að börn geta ekki notað sama öryggisbúnað og fullorðnir. Ungbarnabílstólar þykja nú jafn sjálfsagður búnaður og kerra og barnavagn, og barna- bílstólar fyrir börn allt að 5 ára aldri eru einnig taldir nauðsyn- legur öryggisbúnaður. Öðru máli gegnir um bílbelti fullorðinna. Lítil börn geta ekki notað þau án aukabúnaðar vegna þess að stærð þeirra, lík- amsbygging og álagsþol er ann- að en fullorðinna. í fyrirlestri, sem Claes Tingvall, læknir og sérfræðingur í umferðarslysa- vörnum, hélt hér á landi, kom fram að meiðsli barna, sem eru farþegar í bifreibum, eru með öbru móti en tíðkast hjá full- orbnum. Á sama tíma og 30- 40% fullorðinna sem slasast hljóta höfubmeibsl, hljóta rúmlega 80% ungra barna höf- uðmeiðsl eða skaddast í andliti. Verndun höfuðs og háls skiptir því meginmáli. Claes Tingvall og fleiri sér- fræðingar halda því fram að börn eigi að snúa baki í aksturs- stefnu eins lengi og mögulegt er. Ástæðan er sú að sitji barn í barnabílstól, sem snýr með bakiö í akstursstefnu, dreifist höggib við áreksturinn um stærri hluta líkamans (þegar ekið er framan á bifreið) og höfuðið hreyfist einungis lítil- lega meira en búkurinn og VETTVANCUR spennist þá hálsinn lítið. Allir ungbarnabílstólar sem seldir eru hér á landi eru þannig að ætlast er til að þeir snúi baki í akstursstefnu. Einnig eru til barnabílstólar sem hafa þá eig- inleika að hægt er að snúa þeim á bába vegu. Á Norðurlöndunum er sú skoðun ríkjandi að öryggi ungra barna sé best borgið í barnabílstólum sem snúa baki í akstursstefnu. Það tekur tíma fyrir nýjungar að ná útbreiðslu, en æ fleiri foreldrar hér á landi velja að láta börn sín vera í barnabílstólum sem snúa baki í akstursstefnu. Sem betur fer bjóða verslanir hér á landi nú upp á mjög fjölbreytt úrval af bakvísandi stólum, ennfremur hefur m.a. eitt tryggingafélag leigt þess konar barnabílstóla fyrir börn frá fæðingu og þar til þau geta notað venjuleg bíl- belti. Ranglega notaður ör- yggisbúnaður gerir ekkert gagn í Svíþjóð kom í ljós að um helmingur öryggisbúnaðar fyrir börn var ekki rétt notaður. Ann- að hvort vegna þess að fólk hafði ekki fengið réttar leiðbein- ingar eða vegna þess að það kynnti sér þær ekki. Miklar líkur eru því á því að ástandið sé svip- að hér á landi og í Svíþjóð. Góð- ar leiðbeiningar seljenda og ár- vekni foreldra eiga að koma í veg fyrir að öryggisbúnaður sé ranglega notaður. Algengustu mistökin Nýlega gaf Umferöarráð út bækling um öryggisbúnað fyrir börn í bílum. Markmiðið er að benda á hvað hentar hverju ald- ursstigi og hvernig á að nota hann. Algengustu mistökin, sem fólk gerir, eru eftirfarandi: • Barnið er stundum í barnabíl- stól og stundum ekki. • Öryggisbúnaðurinn er notað- ur öðruvísi en leiðbeiningar segja til um. • Barnið er fest í barnabílstól- inn, en það gleymist að festa stól- inn í bílinn. • Barn fer of ungt úr barnabíl- stól á bílpúða. • Barn er látið nota bílbelti fyrir fullorðna of snemma og án hjálp- arbúnaðar svo sem bílpúða. • Barnið er án bílbelta. Höfundur er fræöslufulltrúi hjá Um- feröarráöi. Fjötur um fót: Leikþáttur um dag- legt líf Fals Atla Undanfarnar vikur hefur leik- þátturinn Fjötur um fót verið sýndur fyrir grunnskólanem- endur á Litla sviði Þjóðleik- hússins og verbur sýningum haldið áfram í apríl. Fjötur um fót er gamansam- ur leikþáttur ætlaður til upp- lýsingar og fræðslu um að- gengis- og ferlimál fatlaðra. Áthygli áhorfenda er vakin á öllum þeim fjölda hindrana sem blasa við hreyfihömluð- um í daglegu lífi þeirra, jafn- framt því sem reynt er að vekja fólk til vitundar um að þarfir fatlaðra eru þær sömu og allra annarra, s.s. samneyti við aðrar manneskjur á jafn- réttisgrundvelli. Segir verkið frá Fal Atla, sem er fatlaður í hjólastól, og stórfurðulegri martröð hans um Fatlavík. Leikþátturinn vann til 1. verðlauna í leikritasamkeppni sem Sjálfsbjörg í Reykjavík, Halaleikhópurinn og Sam- band íslenskra sveitarfélaga efndu til í haust og var þáttur- inn frumfluttur í leiklestri á al- þjóðadegi fatlaðra í Háskóla- bíói þann 3. desember sl. Höf- undar eru Unnur Guttorms- dóttir, Anna Kristín Kristjáns- dóttir og Fríða B. Andersen. Þær eru allar sjúkraþjálfarar að mennt, hafa starfað mikið með fötluðum og hreyfihöml- uðum og ber leikþátturinn þekkingu þeirra á málefninu greinilegt vitni. Leikhópinn skipa Guð- mundur Magnússon leikari, Gunnlaugur Helgason leikari, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikari, Hlín Gunnarsdóttir leikmyndarhöfundur, Ægir Ás- björnsson ljósahönnuður og Hávar Sigurjónsson leikstjóri. Sýningin Fjötur um fót, sem er samstarfsverkefni Sjálfs- bjargar og Þjóðleikhússins, tekur um 40 mínútur í flutn- ingi og til sýninganna á Litla sviðinu hafa verið sérstaklega boðnir nokkrir skólar á Reykjavíkursvæðinu. Undir- tektir hafa verið með slíkum ágætum að í undirbúningi er að bjóða skólum á Stór-Reykja- víkursvæðinu sýninguna á hausti komanda fyrir efri Nemendur og kennarar í Laugalcekjarskóla koma sér fyrir á fyrstu sýningunni á Litla svibinu 11. mars. bekki grunnskólans (7.-10. bekk), enda er sýningin hugs- uð með ferðasniði frá upphafi. Leikarar og abstandendur sýningarinnar. Á myndina vantar þó Fríbu Andersen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.