Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 7
Þri&judagur 26. mars 1996 7 Stöövarhreppur er aö baksast viö aö halda áfram meö skólarw sinn sem hefur veriö 13 ár í byggingu og: Tekur þátt í Sorpsamlaginu og Samstarf Securitas hf. og Tákns hf.: Búnaöur til varnar innbrot- um í tölvukerfi byggingu hjúkrunarheimilis Lítið verbur um fram- kvæmdir á Stöövarfirði þetta árið að sögn Alberts Geirs- sonar, sveitarstjóra. „Það er svona eilífbarverkefni hér eins og sums staðar að reyna að klára skólabyggingu sem fór af stað fyrir 13 árum og þab er bara búið ab taka lít- inn hluta hennar í notkun. Þab er verið ab reyna ab mjaka þessu áfram en það gengur bara ákaflega hægt og rólega sakir peningaskorts," en tekjur sveitarfélagsins hafa dregist saman um 20% á síð- ustu fjórum árum, eru nú um 30 milljónir, bæði vegna fólks- fækkunar í hreppnum (úr 315 í 275) en „aðallega vegna þess að aðstööugjaldið var afnumiö á sínum tíma og það átti að bæta það upp en það var ekki gert." Albert segir tekjutapið hafa verið aö einhverju leyti bætt upp í útsvari en ekki nægilega og ekki hafi verið hlustað á viðvaranir sveitar- stjórnarmanna. Hann segir önnur sveitarfélög hafa stór- grætt á þessu „t.d. Seltjarnar- nes o.fl. sem sjúga bara ná- grannann." Atvinnan í bænum hefur rétt dugað bæjarbúum og er því ekki mikið skráð atvinnu- leysi en þegar það kemur upp er það iðulega tímabundið þegar t.d. frystihúsið lokar. A Stöðvarfirði er einsetinn skóli þó að einungis hluti nýja skólans hafi verið tekinn í notkun. Albert telur hins veg- ar að „þetta vitleysis- og van- þekkingartal" um einsetningu skóla hafi verið blásið út og telur að margir hafi álitið um- ræðuna snúast um samfelldan skóladag og einsetningin sem nú sé verið að keppast við hafi ekki verið það sem sveitar- stjórnarmenn hafi lagt upp með, þeir hafi viljað sjá sam- felldan skóladag. „Einsetinn skóli er bara stílaður inn á barnapössunarmál á Reykja- víkursvæöinu svo fólk geti nú losnað við börnin sín, þess vegna frá kl. 8 á morgnana og fram eftir degi." Albert segir dálítið annan veruleika vera úti á landi og t.d. sé útilokað að skólinn fari að standa fyrir mötuneyti á Stöðvarfirði þar sem börnin fari öil í mat með foreldrun- um. Engar aðrar framkvæmdir sem máli skipta eru áætlaðar en hins vegar tekur hreppur- inn þátt í tveimur samstarfs- verkefnum, annars vegar að koma á fót Sorpsamlagi Mið- Austurlands sem mun taka til starfa í sumar og hins vegar sameiginlegri byggingu hjúkr- unarheimilis aldraðra á Fá- skrúðsfirði með tólf plássum. Það eru þrír hreppar sem taka þátt í því, Stöðvarhreppur, Fá- skrúðsfjarðarhreppur og Búð- arhreppur og er áætlaður kostnaður kringum 85 millj- ónir. „Það var búið að gera samning við ríkið og átti að byrja nú í byrjun árs en sá undirritaði samningur var ekki virtur af ríkisins hálfu og þetta féll niöur en svo er verið að tala um að reyna að taka það upp aftur núna." En ríkið er skv. lögum skuldbundið til að greiða 85% kostnaðar við byggingu stofnunar sem þess- arar. -LÓA Frá Stöövarfiröi. Hugbúnaðarfyrirtækið Tákn hf. og öryggisfyrirtækið Securitas hf. hafa tekið upp samvinnu á svibi tölvuöryggismála. Securitas býb- ur vibskiptavinum sínum upp á úttekt á þeim þætti öryggismála sem varba tölvubúnab og nýtur vib þab þjónustu Tákns hf. sem hefur sérhæft sig í uppsetningu og þjónustu á öryggisbúnabi fyrir tölvur. Um er að ræða öryggisbúnað sem samanstendur af svonefndri skil- rúmsvél og öryggishugbúnabi. Þessi tækni tryggir innri tölvunet fyrir- tækja á fullkominn hátt og kemur í veg fyrir ab utanaðkomandi abilar geti brotist inn í tölvukerfi fyrir- tækja. í tilkynningu frá Securitas segir að innbrot i tölvukerfi fyrirtækja og þjófnaður á verbmætum upplýsing- um verði sífellt algengari. Þá séu mörg tilvik þar sem innbrot séu framin beinlínis í þeim tilgangi að fremja skemmdarverk. Innbrotin eru flest framin í kjölfar nettenging- ar á milli tölva t.d. Internettenging- ar en með henni verbur leibin greib í báðar áttir. ■ Verölækkun á dilkakjöti Sauðfjárbændur og sláturleyfishafar standa nú í mars fyrir 15% verðlækk- un á 100 tonna dilkakjöti. Kjötib er ýmist selt í hálfum skrokkum eða neytendapakkningum, gjarnan merktum sértilbobi. Skorab er á neytendur ab leita eftir lambakjöti á tilboðsverði í verslunum. -BÞ Staöa menntunar leikskólakennara sérkennileg eftir aö Háskólinn á Akureyri fékk heimild til aö hefja leikskólakennaranám til B.Ed-gráöu: Nemendur Fóstur- skólans í óvissu Starfsfólk Gróöurvara í breyttri og stœkkaöri verslun. Frá vinstri: Ellert j. Þorgeirsson, Gísli H. Sigurösson, Guöbjörg Kristinsdóttir, jóhanna Hilm- arsdóttir, Siguröur B. Gíslason, Gunnar Gunnarsson, Guöbrandur Guö- johnsen og Anna Viöarsdóttir. Cróöurvörur, verslun Sölufélags garöyrkjumanna: Stærri verslun, meira úrval Verslunin Gróðurvörur, sem er í eigu Sölufélags garöyrkju- manna, hefur verið stækkub til muna og samfara því hefur vöruúrvalib aukist og er nú fjöl- breyttara. Verslunin hefur um árabil sinnt þörfum garðáhugafólks, m.a. með sölu fræa, áburðar, véla og verk- færa, ýmissa efna, gróðurhúsa, garðskrauts, plöntulyfja og ráb- gjafar fagmanna. Eftir breyting- arnar hefur úrval í gróburhúsum, gosbrunnum, dælum og aukinni fjölbreytni af mótorverkfærum svo eitthvað sé nefnt. Auk þessa má telja til nýjunga túnþökusölu í stykkjatali og tækjaleigu. ■ Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri Fósturskóla íslands, segir ab mjög sérkennileg staba sé komin upp í menntun leikskólakennara. Hún fagnar því ab Háskólinn á Akur- eyri hafi fengib heimild til ab hefja menntun leikskólakennara en segir mikilvægt sé ab nemend- ur vib Fósturskóla íslands sitji vib sama borb og nemendur á Akur- eyri. Námið í Fósturskóla íslands er á svokölluðu gráu svæöi, þ.e. mitt á milli framhaldsskólastigs og há- skólastigs. Gyba Jóhannsdóttir, seg- ir þó ab námið hafi færst nær há- skólastiginu undanfarin áratug. Vegna mikillar ásóknar í Fóstur- skólann eru flestir nemendur sem fá inngöngu með stúdentspróf og hafa því fullgildan undirbúning fyr- ir háskólanám. Þeir hljóta hins veg- ar ekki háskólagráðu (B.Ed-grábu) eftir nám sitt vib skólann eins og nemendur á Akureyri munu gera. Gyba segir ab þessi munur á náminu í Reykjavík og því sem er í bígerð á Akureyri hafi sett Fóstur- skólann í mjög erfiða stöðu. „Margir nemendur sem ætla að sækja um skólavist fyrir næsta haust hafa hringt í skólann og spurt hvernig námi muni ljúka. Við get- um ekki svarab því en vib munum beita okkur fyrir því ab þeir siti vib sama borb og nemendur á Akureyri, hvernig sem farib verður ab því. Ég hef trú á því að það sé hægt að finna lausn á þessu máli ef allir leggjast á eitt og ákveða að vinna hratt." Gyba segir ab leikskólakennarar hafi lengi barist fyrir því að nám þeirra verði fært yfir á háskólastig. Hún segist þess vegna fagna því að Háskólinn á Akureyri hafi fengib heimild til að hefja kennslu leik- skólakennara. „Það styrkir stöðuna hér á landi og verður til þess að hægt veröur aö mennta fleiri leikskólakennara. Á þeim er gífurlegur skortur. Nú verb- ur bara ab taka til höndunum hér fyrir sunnan líka. Við erum búin ab vinna mikla undirbúningsvinnu í Fósturskólanum og þab yfir langan tíma. Hér er nú nefnd að störfum sem er ab huga ab breytingum á náminu meb tilliti til þess að skipta náminu upp í áfanga og einingar. Vib erum þess vegna í vibbragbs- stöbu og munum sækja um að fá heimild til að fara af stab á sömu forsendum og á Akureyri. Unnið er að frumvarpi um Uppeldisháskóla en þar munu sameinast Kennarahá- skóli íslands, Fósturskólinn, Þroska- þjálfaskólinn og íþróttakennara- skólinn ab Laugarvatni. Vonandi verbur hann að staðreynd sem fyrst." -GBK Sagnfrœöisjóöur dr. Björns Þorsteinssonar: Sigrún og Þór fengu styrk Sigrún Pálsdóttir og Þór Hjaltalín fengu hvort um sig 150 þúsund króna styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þor- steinssonar, en úthlutað var úr sjóðnum 20. mars sl. Sigrún fékk styrk til að vinna að doktorsritgerð við háskólann í Oxford um viðhorf til íslands á Viktoríutímanum á Englandi. Þór fékk hinsvegar styrk til að vinna að meistaraprófsritgerð um hirð Noregskonunga á ís- landi á miðöldum. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.