Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 26. mars 1996 Evrópu- boltinn England Úrslitalcikur deildarbikarsins Aston Villa-Leeds ......3-0 Milosevic, York, Taylor - Úrvalsdeildin Arsenal-Newcastle.......2-0 Marshall, Wright - Bolton-Sheffield Wed......2-1 Sellars, Curcic - Whittingham Chelsea-QPR...............1-1 Spencer - Barker Everton-Wimbledon ......2-4 Short, Kanchelskis - Gayle, Clarke, Goodman, Castledine Manchester Utd-Tottenham .1-0 Cantona - Nottingh. Forest-Liverpool ...1-0 Stone - West Ham-Manchester City . 4-2 Dowie 2, Dicks, Dani - Quinn 2 Staban í úrvalsdeild Man. Utd „32 20 7 5 59-30 67 Newcastle. 30 20 4 6 55-28 64 Liverpool „31 17 8 6 46-30 59 Aston Villa 32 16 8 8 46-30 56 Arsenal ..32 15 9 8 44-28 54 Tottenh. ...31 14 9 8 40-31 51 Everton..32 13 9 10 50-38 48 Blackburn .31 14 6 11 47-36 48 Nott. For. „30 12 11 7 40-40 47 Chelsea..32 11 12 9 37-35 45 West Ham 32 13 6 13 39-44 45 Leeds ...29 11 6 13 35-42 39 Middlesbr. 32 9 9 14 29-42 36 Sheff.Wed. 32 9 8 15 43-51 35 Wimbled. .31 7 9 15 46-63 30 Man. City .32 7 9 16 26-49 30 Coventry „30 5 12 13 37-55 27 Southamp. 29 5 10 15 28-43 25 Bolton ..32 7 4 20 35-62 25 QPR .....32 6 6 20 28-50 24 1. dcild Barnsley-Southend.........1-1 Charlton-Stoke............2-1 Crystal Palace-Portsmouth ...0-0 Huddersfield-Grimsby .....1-3 Leicester-Millwall........2-1 Norwich-Derby..............1-0 Port Vale-Ipswich.........2-1 Sheffield Utd-Luton .......1-0 Sunderland-Oldham .........1-0 Tranmere-Reading..........2-1 Watford-WBA ..............1-1 Wolves-Birmingham..........3-2 Staba efstu liba Sunderl...37 19 12 6 49-26 69 Derby.....38 17 14 7 56-42 65 Cryst. Pal. .38 16 14 8 54-41 62 Charlton ...36 15 14 7 51-40 59 Stoke..... 36 14 12 10 47-38 54 Ipswich...36 14 11 11 66-54 53 Huddersf.. 36 14 11 11 47-43 53 Leicester ...38 13 13 12 55-57 52 Barnsley ....37 13 13 11 51-54 52 Southend „38 13 12 13 45-49 51 Skotland Úrvalsdeildin Rangers-Falkirk...........3-2 Aberdeen-Hibernian .......2-1 Kilmarnock-Raith..........2-0 Motherwell-Celtic.........0-0 Hearts-Partick............0-0 Staba efstu liba Rangers 30 22 6 2 67-19 72 Celtic....30 19 10 1 54-20 67 Aberdeen „30 14 5 11 45-33 47 Hearts.....30 12 5 13 45-50 41 Aöeins tveir staöir, Reykjavík og Akureyri, opnir fyrir skíöamenn, vegna snjóleysis: Skíbaíandsmótib haldib í Bláfjöllum Skíbalandsmótib verbur haldib í skíbalöndum Reykvíkinga, Bláfjöllum, dagana 4.-7. apríl næstkomandi, en samhliba því ab hluta verbur haldib Alþjób- legt skíbamót í Reykjavík og á Akureyri. Raunar eru þetta einu staðirnir þar sem hægt er aö halda skíða- mót í dag, og ab sögn Friöriks Einarssonar hjá Skíðasamband- inu var upphaflega ætlunin að halda alþjóðlega mótið í Reykja- vík og á ísafirði, en því hefur hins vegar verib breytt. Friðrik segir að dagskrá Skíðalandsmóts- ins sé ekki endanlega frágengin. Alþjóblega mótið hefst þann 6. mars, laugardaginn fyrir páska, og stendur í viku. Keppt verður þrjá daga sunnan heiða og þrjá daga á Akureyri. Ekki er vitaö um fjölda keppenda á þessu lands- móti. Enginn erlendur keppandi hefur enn skráð sig, en fyrir- spurnir hafa komið frá Hollandi, Slóveníu og Grikklandi, en engin staðfesting komib. Reyndar segir Friðrik að Grikkir hafi tilkynnt að þeir muni senda fjóra karlmenn og þrjár konur, en engin nöfn séu komin. Lokamót Landsglímunnar fór fram á laugardag: Orri sigurvegari Orri Björnsson, KR, sigrabi á Iokamóti Landsglímunnar, sem fram fór á laugardag. Hann hafbi ábur tryggt sér landsglímumeistaratitilinn, en Landsglíman samanstendur af fjórum mótum. Orri fékk 3,5 vinninga á mót- inu á laugardag. Annar varð Ingibergur J. Sigurðsson, Ár- manni, með þrjá vinninga og Jón Birgir Valsson varö í þriðja sæti með 2,5 vinninga. Alls fékk Orri 18 stig í Lands- glímunni, en Jón Birgir Valsson, einnig úr KR, fékk 12 vinninga, sem og Ingibergur J. Sigurðson. Jón Birgir er skráður í annab sætið. Lárus Kjartansson, HSK, sigr- aði í Landsglímu unglinga með 17 stig, en hann varð í öðru sæti á mótinu á laugardag. í öðru sæti í Landsglímunni varð hins vegar Ólafur Kjartansson, HSÞ, en hann sigraöi hins vegar á mótinu á laugardag. KR varð stigahæst félaga í Landsglímunni í vetur og fékk 42 stig. Ármann varð í öbru sæti með 16.5 stig. í unglingaflokki varð HSÞ efst meb 38 stig og HSK í öðru sæti með 33 stig. ■ Enska knattspyrnan: Brolin vill frá Leeds Svíinn Tomas Brolin til- kynnti þab eftir leik Leeds og Aston Villa í úrslitaleik deild- arbikars ensku knattspyrn- unnar ab hann vildi fara frá Leeds. Útslagib geröi ab hann var ekki í byrjunarlibi félags- ins í leiknum. Brolin lék aðeins 25 mínútur í úrslitaleiknum. „Ef ég get ekki verið í byrjunarliði í leik sem þessum, verb ég að hugsa minn gang. Auðvitað vil ég fá að spila, en framkvæmdastjórinn hefur sínar skoðanir og ég mín- ar, svo að kannski ættu leiðir okkar ab skilja," sagði Brolin eftir leikinn. Howard Wilkinson, fram- kvæmdastjóri Leeds, hefur æ ofan í æ látiö Brolin sitja á bekknum, eða hreinlega ekki verið meb þennan skemmtilega leikmann á bekknum. Brolin var keyptur fyrir 4,5 milljónir punda frá Parma í nóvember síöastliðnum, en nú er þolin- mæði hans á þrotum. Hann hefur aðeins verið í byrjunarlibi Leeds 16 sinnum frá því hann var keyptur, verið varamaöur 10 sinnum og komiö inn á í fimm af þeim leikjum, þar með töldum úrslitaleiknum á sunnudag. Stuöningsmenn Leeds baul- uðu á Howard Wilkinson, sem talinn er líklegur í stöðu lands- liösþjálfara Englendinga, aö leik loknum á sunnudag. „Mér finnst að fólkib kenni mér um þetta tap, en ég get ekki séð að ég eigi þaö allt skilib. Þetta sær- ir mig mjög. Núna á ég í erfið- leikum meö aö hugsa rétt. Þetta var eins og löng martröb, sem ég mun aldrei gleyma," sagöi Wilkinson í gær. ■ Alþjóölegt fímleikamót í Ósló: gull hjá Rúnari Rúnar Alexandersson vann til tveggja gullverðlauna á alþjóð- legu móti í Ósló um helgina fyrjr æfingar sínar á bogahesti, sem er hans sérgrein, og á tví- slá. Rúnar vann yfirburðasigur á bogahesti, fékk einkunnina 9,7, sem er frábær árangur. Hann varö fimmti í fjölþraut, en 13 keppendur frá Kína, Dan- mörku, Rúmeníu, íslandi, Rúm- eníu, Svíþjóð og Noregi tóku þátt í mótinu. ■ Rúnar Alexandersson. Molar... ... Les Ferdinand var kjörinn knattspyrnumabur ársins af leikmönnum í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Ann- ar í kjörinu varb Alan Shearer hjá Blackburn og í þribja sæti varö Frakkinn og félagi Ferd- inands hjá Newcastle, David Ginola. Robbie Fowler, Li- verpool, var kjörinn efnileg- asti leikmabur deildarinnar. ... Fram tók á móti ÍR á sama velli á sunnudagskvöld og sigrubu Framarar 3-0, eftir að staban í hálfleik hafbi ver- ib 1-0. Þab var Þorbjörn Atli Sveinsson, sem gerbi öll mörkin, en auk þess brenndi hann af einu víti. Yfirburðir Fram voru miklir í þessum leik. Yfirlýsing frá bcejarstjórn í Mosfellsbœ vegna frétta um uppsagnir starfsfólks og libsmanna Afturelding- ar í handknattleik: Boðin end- urrábning „í frétt á íþróttasíðu Morgun- blaösins í dag er greint frá því að fjórum liðsmönnum handknattleiksliðs UMFA hefði veriö sagt upp störfum sama dag og leikur UMFA og Vals fór fram og líkur leiddar að því aö það hafi haft ein- hver áhrif á úrslit leiksins. Það sem ekki kemur fram í fréttinni er að þessar upp- sagnir eru liður í endurskipu- lagningu á vaktafyrirkomu- lagi og að þessum starfs- mönnum var jafnframt til- kynnt að þeim verbur boðin endurráðning á grundvelli nýs vaktafyrirkomulags. Bent er á að máliö snertir fleiri starfsmenn en þá sem tengj- ast handknattleiksliöinu. Eins og kemur fram í frétt blaðsins, hefur nú á undan- förnum mánuðum farið fram endurskoðun á rekstri íþróttamannvirkjanna með tilliti til mögulegs sparnaðar í rekstri. Leiddi sú úttekt í ljós ab ná má fram sparnabi meö breytingu á vaktafyrir- komulagi og útfærslu á verk- efnum, auk annarra þátta sem að íþróttamannvirkjun- um snúa. í ljósi þessa var ákveðiö að endurskipuleggja vaktafyrirkomulagiö, sem þýðir uppsagnir og endur- rábning starfsfólks. Á bæjarstjórnarfundi mib- vikudaginn 20. mars sam- þykkti bæjarstjórnin einróma aö fara í þessar breytingar, og var ákveöiö að kynna þær fyrir starfsfólki strax daginn eftir, tii þess aö eyða allri óvissu í málinu. Málið hefur veriö í undirbúningi lengi og því alger tilviljun aö þetta ber upp á sama dag og þessi mikilvægi leikur. Bæjaryfir- völd í Mosfellsbæ hafa stutt handknattleiksdeild UMFA í gegnum tíðina með beinum og óbeinum hætti, meöal annars meö því að starfs- menn íþróttamiöstöbvarinn- ar hafa getað sótt æfingar og kappleiki í vinnutímanum, ef þannig ber undir." Virbingarfyllst, Jóhann Sigurjónsson bcejarstjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.