Tíminn - 27.03.1996, Síða 5

Tíminn - 27.03.1996, Síða 5
Mi&vikudagur 27. mars 1996 5 María Finnsdóttir: • t 011 börn eiga aö sitja vel varin í bíl — alltaf Flest börn ferðast daglega um í bílum. Alltof mörg þeirra nota ekki þann ör- yggisbúnað sem til er og eru því í stöðugri lífshættu. En hvers vegna? Vita forráðamenn þessara barna ekki aö krafturinn við árekstur á 50 km hraða er sá sami og að detta ofan af fjórðu hæð á húsi? Dettur nokkrum í hug að láta barnið sitt vega salt í slíkri hæð? Sennilega ekki, ekki einu sinni í nokkrar sekundur. Öll börn eiga að sitja vel varin í bíl — alltaf. Þetta er ein af grundvallarreglwn í góðu bama- uppeldi, og sjálfsögð réttindi barnins. Því miður virðast enn ein- hverjir halda að börn þurfi ekki að nota barnabílstól eða bílbeltið þegar ekið er hægt eða þegar aðeins á að skreppa í stutta ökuferð, t.d. til kaup- mannsins á horninu, í skól- ann eða leikskólann. Skyldu þeir hinir sömu vita að flestir árekstrar verða í næsta ná- grenni heimilisins? Ekki má heldur gleyma að við erum ekki ein á ferð í umferðinni. Hvað með hina bílstjórana, er alltaf hægt að treysta þeim? Börn sem eru laus í bílum verða mjög oft fyrir alvarlegri áverkum en þau sem nota ör- yggisbúnað, þurfi að snögg- hemla bílnum. Við slíkar að- stæður þarf ekki mikinn öku- hraða til svo að barn kastist til VETTVANGUR í bílnum og lendi jafnvel út um bílglugga. Við heyrum líka um þá sem enn halda að nóg sé að barnið sitji í aftursæti bílsins. Rann- sóknir sýna hins vegar að lítill munur er á slysahættu, hvort sem farþegar sitja lausir í fram- eða aftursæti. Laus farþegi í aftursæti eykur þess utan áhættu þeirra sem sitja í fram- sætum. Ef barn sem er 20 kg aö þyngd og situr laust í aftur- sætinu og bíllinn snarstansar á 50 km hraða kastast það fram með þyngd sem samsvarar 1250 kg. Samkvæmt umferðarlögum eiga allir í bílum að nota bíl- belti og barn yngra en 6 ára skal í stað öryggisbeltis eða ásamt með öryggisbelti nota barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börn- um. Hve mörg börn slasast árlega í bílum? Ef litið er 5 ár aftur í tímann, kemur í ljós að svipaður fjöldi barna 14 ára og yngri slasast ár- lega í bílum, þ.e. um 85 börn á ári að meðaltali. Á sl. ári slösuðust 128 börn í bílum. Ef þessar tölur eru skoð- aðar nánar, sést að mikil fjölg- un hefur átt sér stað í yngri ald- urshópunum, þ.e. hjá 6 ára börnum og yngri. Þar slösuðust 40 böm í bílutn af þeim 49 sem slösuðust í umferðarslysum árið 1995 (samkv. slysaskráningu Umferðarráðs). í eldri hópnum slösuðust 165 börn og þar af 88 í bílum. Um helmingur allra bama, sem slasast í bílum, notar ekki viðeig- andi öryggisbúnað. Á hvaö ber aö leggja áherslu? Foreldrar bera ábyrgð á að börn noti þann öryggisbúnað sem hentar hverju sinni. Þeir bera einnig ábyrgð á að örygg- isbúnaðurinn sé rétt notaður, þ.e. að hann sé rétt festur í bíl- inn og barnið rétt fest í búnað- inn. Hvers konar öryggis- búnaöur er til? í dag er á markaði hér á landi mjög góbur öryggisbúnaður, sem hentar börnum á öllum aldri, og eru foreldrar hvattir til að kynna sér hann vel. Við getum ekki komið í veg fyr■ ir öll slys á bömum í umferðinni, en með góðum öryggisbúnaði get- um við dregið úr alvarlegum áverkum. Höfundur er leikskólafulltrúi hjá Um- fer&arráöi. Fjölskyldupælingar Albees Kjallaraleikhúsib: ÞRJÁR KONUR STÓRAR eft- ir Edward Albee. Þýbing: Hallgrímur H. Helgason. Leikstjórn: Helgi Skúlason. Leik- mynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Cubmundsson. Frumsýnt í Tjarnarbíói 24. mars. Það er rétt sem Helgi Skúlason sagbi í útvarpsviðtali á dögunum: Þetta er dæmigert leikaraleikrit, — þab gef- ur góbum leikkonum margvísleg færi sem voru meb köflum vel nýtt í sýningu Kjallaraleikhússins. Ann- að mál er hitt hversu merkilegt skáldverk þetta nýja verk Albees er, almennt skobab. Þab er aubvitab ljóst ab þarna heldur kunnáttumab- ur á penna. Albee var á sínum tíma ein skærasta stjaman í bandarískri leikritun og ber hæst af verkum hans Hver er hræddur vib Virginíu Woolf? sem tvívegis hefur verib sett upp hér á landi. Fyrst kom reyndar einþáttungurinn Saga úr dýragarb- inum, seinna A Delicate Balance sem á íslensku hét Ótrygg er ögur- stundin. Fleiri verk Albees munu ekki hafa verib svibsett hérlendis fyrr en Þrjár konur stórar, nýjasta verk höfundar, kemur nú upp í Kjallaraleikhúsinu, en það er reynd- ar ekki í kjallara lengur heldur í Tjarnarbíói, sem er ágætur salur fyr- ir leiksýningar. I fróblegri grein þýbanda í leik- skrá er ferill Albees rakinn og lýst þeirri blöndu raunsæis og fjar- stæðna sem honum tókst ab brugga meb svo eftirminnilegum hætti fyrrum. í seinni tíb hefur áhuginn á höfundinum dvínab, enda vib- fangsefnib orbib „æ furbulegra og LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON sérviskulegra", eins og þýbandinn segir. Þrjár konur stórar er nokkub undarlegt og „sérviskulegt" verk. Þab er út af fyrir sig ekki galli. En þab hefur komib fram í kynningu á verkinu ab þarna sé höfundurinn ab glíma vib sína eigin persónulegu reynslu, erfib samskipti hans vib kjörmóbur sína og sálarkreppu vegna samkynhneigbar. Hér er oft rætt um soninn sem hljópst ab heiman og kom ekki fyrr en ab tutt- ugu árum libnum. Þessi sonur er meira ab segja þögult hlutverk í leiknum. Að mínum dómi tekst höfundinum aldrei ab gera þessar pælingar um soninn og fjölskyldu- málin áhugaverbar eba lifandi. Af því ab þetta er kvika leiksins verbur þab ab miklu leyti „tóm sérviska", persónuleg pæling, en án þeirrar dýptar og skáldlega frumleiksanda sem mabur væntir af slíku leik- skáldi. Verkib skiptist í tvennt. Fyrri hluti er nokkub raunsæisleg mynd af gamalli konu sem er ellihrörnub og minnislaus, komin á síbasta snúning og rekur ruglingslegar minningar og birtir heldur kaid- ranalega sýn á samferbafólkib. Hjá henni er mibaldra kona, í þjónustu hennar og annast hana, og loks ung kona, fulltrúi lögfræbings hennar. Gamla konan er í mibpunkti og stýrir umhverfinu, sú mibaldra reynd og ablagar sig abstæbum, meb ósentímentalt vibhorf til hrörnunar og dauða. Sú yngsta er dæmigerbur ungur fáráblingur, sem stendur í ab leibrétta þá gömlu, sú í miðið sussar jafnan á hana. Fyrri hlutanum lýkur svo á því ab sú gamla fær slag. Þessi hluti var einfaldur og tíb- indalítill, — Helga Bachmann er þar í sjónarmibju sem elsta konan. Helga ber sig vel og beitti sínum þrautreyndu brögbum, en texta- mebferbin var nokkub óörugg. Á hinar reynir minna þarna, þær eru eins konar undirspil við ræbu gömlu konunnar. Ef þessi þáttur er tekinn út af fyrir sig, var þetta bara smámynd af ellhrörnun gamallar ríkiskonu og ekki meira um það ab segja. En í seinni hlutanum er alveg snúib vib og nú kemur í ljós ab kon- urnar þrjár eru ein og sama konan á mismunandi aldursskeiðum. Og fær nú hin unga ab vita þab frá hin- um eldri ab hennar bíbur óglæsilegt líf og ástardraumar og annab slíkt á fyrir sér ab fölna. Ófarnaburinn stafar ekki síst af ýmiss konar kyn- ferbislegri ófullnægju og vangetu, kynkulda, framhjáhaldi og svo framvegis — sem reyndar var búib ab ýja ab í fyrri hlutanum. Inn í þetta kemur svo uppgjörib vib son- inn sem situr vib dánarbeb móbur sinnar baksvibs. Þab er að sönnu býsna sniðugt ab leika sér meb æviskeib manneskj- Edda Þórarinsdóttir, Helga Bachmann og Halla Margrét jóhannesdóttir í hlutverkum sínum. unnar eins og hér er gert. Albee hef- ur ekki ab ófyrirsynju lagt rækt vib absúrdleikhúsib, og hér nýtir hann sér ýmsa tækni þess, án þess þó ab víkja nokkru sinni í grundvallarat- ribum frá rökrænni orbræðu. Gall- inn er hins vegar sá, ab mér finnst ab þessir tveir hlutar lobi ekki vel saman. Og þegar ab er gáb, verbur kynferbisþátturinn, eins og hann kemur fyrir hér, hreinlega of veik undirstaba. Sú sálfræbilega fjöl- skyldukönnun, sem lagt er upp með, ristir ekki nógu djúpt. Hins vegar er leikni höfundar í samræbu- list slík ab þátturinn verbur meb köflum býsna skemmtilegur, jafn- vel neistar af þessu öðru hverju. Blossinn dugir þó ekki til ab gera sýninguna í heild ab þeirri tilfinn- ingalegu upplifun sem mabur hefbi getab búist við. Svibsmyndin er falleg og stíl- hrein, mjúk og kvenleg, og búning- ar nokkub góbir líka, nema hvab seinni búningur Höllu Margrétar var of banall, sem ekki mátti vib. Leikstjórnin miðast vib ab leikkon- urnar njóti sín. Hlutverkin eru þó mjög misvel mótuð frá höfundar hendi. Það hefbi vísast þurft svip- meiri leikkonu en Höllu Margréti Jóhannesdóttur til að gera yngstu konuna lifandi, en hún verbur nán- ast utanveltu á svibinu, bæbi hreyf- ingar, raddbeiting og framganga eins og úr samhengi. Edda Þórarins- dóttir leikur mibaldra konuna. Hún hefur afar fallega svibsframkomu og raddbeitingu, en persónugerbina skortir nokkub á dýptina, líklega fullt eins frá höfundar hendi. Hún nábi þó góbum sprettum, til dæmis í gebshræringaratribinu þegar hún ræbst ab syninum. — Þab þögla hlutverk er í höndum Þorsteins M. Jónssonar. Helga Bachmann er vitaskuld prímadonna sýningarinnar og náði sér vel á strik í seinni hlutanum. Hún gaf elstu konunni bæbi reisn og dýpri tóna aldurs og reynslu, hlutverkib er vel unnib, raddbrigbi og svipbrigbi nutu sín vel og valdið á textanum varb eins og meira vib öflugri mótleik, einkum frá Eddu. Þýðingin er nokkub hrá, heyrbist mér, en sæmilega lipur. Aldrei get ég fellt mig vib hina enskulegu notkun sagnarinnar ab elska. Þab er ekki íslenska ab tala um „ab elska ab ríba út" og annab í þeim dúr. Og óþarfa tilgerb sýnist mér ab snúa upp á orbaröb í nafninu eins og gert er. Three Tall Women er bara Þrjár stórar (eba háar) konur. Kjallaraleikhúsib er sem sagt komib upp á yfirborbib og vonandi á þab líf fyrir höndum. Hver veit nema það komist upp á efri hæbir!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.