Tíminn - 27.03.1996, Síða 6

Tíminn - 27.03.1996, Síða 6
6 Mibvikudagur 27. mars 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM FnÉTTnrunnin SELFOSSI Lög um útfararkostnað frá 1993 koma illa vib Stokks- eyrarkirkjugarb: Greiba laun presta vegna útfara í öbrum sóknum Stokkseyrarkirkjugarbur greiddi á síbasta ári tæplega 80.000 krónur í laun til presta í öbrum sóknum. Kirkjugarb- urinn hefur um árabil greitt kostnab vib útfarir íbúa hreppsins, en í þessum tilvik- um er um ab ræba fólk af elli- heimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri sem kemur annars stabar ab af landinu og er jarbsett annars stabar. Samkvæmt lögum frá 1993 ber kirkjugarbinum í sókninni þar sem viðkomandi hefur síbast átt lögheimili ab greiba laun prests vib útför. Þetta hefur í för með sér stóraukinn kostnab fyrir kirkjugarba þeirra sókna þar sem eru stór elliheimili. Vistmenn á Kumbaravogi eru yfirleitt skrábir meb lög- heimili á Stokkseyri. Á dvalar- heimilinu Kumbaravogi eru í dag um 60 vistmenn og sumir þeirra hafa aldrei búið á Sub- urlandi né eiga rætur þar. Ein- staklingar, sem hafa borgað gjöld til kirkjugarðsins í sinni sókn árum saman og koma til dvalar á Kumbaravogi á ævi- kvöldinu, eru taldir vera Stokkseyringar. Vibkomandi búa þar kannski 1-2 ár, en Stokkseyrarkirkjugarður þarf, vegna þessara nýju laga, að greiba kostnab vib útför þessa fólks, þó svo að þab hafi greitt sín gjöld í öðrum sóknum alla tíð. Fjóla Ægisdóttir, formaður sóknarnefndar Stokkseyrar- kirkju, segir það vera óréttlátt að Stokkseyrarkirkjugarður borgi útfararkostnab þessara einstaklinga: „Það er undar- legt að Stokkseyrarkirkjugarð- ur borgi laun presta t.d. á Ak- ureyri. Við erum ekki að setja út á vistheimilið á nokkurn hátt. Kirkjugarðurinn fær vissa upphæb á ári í kirkju- garðsgjöld vegna dvalar- manna á Kumbaravogi. Lögin eru óréttlát." Bæjarráb: Samþykkt aö stofna Þróunarfélag Vm Sjálfstæbismenn hafa lagt fram tillögu aö stofnun Þró- unarfélags Vestmannaeyja, sem m.a. á að yfirtaka starf at- vinnu- og ferðamálafulltrúa. í tillögunni er gert ráb fyrir að stofnendur félagsins verði Vestmannaeyjabær, Rann- sóknasetur HI, Hafnarsjóður og Bæjarveitur Vestmanna- eyja. Gera á samning um framlag frá Atvinnuþróunar- sjóði Suðurlands vegna samn- ings sjóðsins við Byggbastofn- un um atvinnuráögjöf á Suð- urlandi. Starf atvinnu- og ferðamálafulltrúa verbur lagt Nokkrir hressir strákar ab háma í sig pizzur frá Flatbökunni í tilefni af opnun félagsmibstöbvarinnar. niður, en forstöðumaður Þró- unarfélagsins mun taka að sér verkefni hans. Guðjón Hjörleifsson bæjar- stjóri fylgdi tillögu um Þróun- arfélagið úr hlabi í bæjarrábi í síðustu viku. í gögnum meb tillögunni kemur fram aö fé- laginu er ætlab að stuðla að jákvæbri þróun atvinnulífs í Vestmannaeyjum meb nánu samstarfi vib Rannsóknasetr- ib, atvinnufyrirtæki, einstak- linga og Vestmannaeyjabæ. Menn eiga að snúa sér til fé- lagsins varðandi ráðgjöf og því er ætlað að leita uppi möguleg tækifæri, sem leitt gætu til fleiri atvinnutækifæra í bænum. í skilgreiningu á þjónustu félagsins fyrir einstaklinga segir að það skuli leggja mat á nýjar hugmyndir, afla upplýs- inga og aðstoða við útvegun fjármagns og ráðgjöf við stofnun og rekstur fyrirtækja. Fyrirtækjum verbur m.a. boðið upp á aðstoð vib mark- aðsvinnu, mat á hugmynd- um, upplýsingaleit, gerð greiðslu- og rekstraráætlana og verkefnis- og framleiðslu- stjórnun. Þróunarfélagið á einnig ab vinna ab stefnumörkun í ferbamálum sem hagsmuna- aðilar standa að. Ný félagsmiöstöö opnuö Endurbætt félagsmiðstöð var opnuð á neðri hæð félags- heimilisins Gimlis á Stokks- eyri á föstudagskvöld. Hús- næðið er í eigu hreppsins, en unglingarnir unnu vib breyt- ingarnar ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins. Egilsstabaflugvöllur: Fullnægir skilyrö- um sem alþjóöa- flugvöllur Egilsstaðaflugvöllur full- nægir nú öllum skilyrðum sem alþjóblegur varaflug- völlur, en frá miöjum mars- mánuði hefur verið fullnægt öllum skyldum um veður- þjónustu og veðurathuganir sem krafist er á alþjóðaflug- völlum. Veðurupplýsingum og veðurspá fyrir svæðið er nú miölað gegnum alþjóöleg dreifikerfi veðurstofa, þann- ig að auðvelt er að nálgast þær erlendis. Þetta kom fram í máli Magnúsar Jónssonar veðurstofustjóra, sem heim- sótti Egilsstaðaflugvöll síð- astliðinn miðvikudag í til- efni þessara tímamóta, ásamt Þorgeiri Pálssyni flug- málastjóra, Jóhanni H. Jóns- syni, framkvæmdast jóra flugvallaþjónustu, og Hauki Haukssyni varaflugmála- stjóra. Enn sem komið er hefur völlurinn verið lítið notaður sem varavöllur, en ab sögn Jóhanns Þ. Jónssonar er hann þýbingarmikill, ekki síst sem neyðarvöllur fyrir tveggja hreyfla þotur sem eru í ferðum yfir hafið. Jó- hann sagðist vera mjög ánægður með þá samvinnu sem tekist hefur milli Bruna- varna á Hérabi og Flugmála- stjórnar um slökkviliðið, en þessir aðilar hafa ákveðið að standa saman að kaupum á fullkomnum slökkvibíl og er verið að vinna í þeim mál- um. íblíbvibri á svölunum vib flugturninn á Egilsstabaflugvelli. F.v. Haukur Hauksson, Ingólfur Arnarson, umdœmisstjóri Flugmálastjórnar á Aust- urlandi, Þorgeir Pálsson, jóhann H. jónsson og Magnús jónsson. Verkalýbsfélög í S.-Þingeyjarsýslu hvetja til samn- inga um samskiptareglur á vinnumarkabi: Aratuga hefb og sátt rofin Sameiginlegur fundur verka- lýðsfélaga í Subur-Þingeyjar- sýslu krefst þess ab frumvarp til laga um breytingar á lög- um um stéttarfélög og vinnu- deilur verbi dregib til baka. Jafnframt mótmælir fundur- inn framkomnum tillögum til breytinga á lögum um at- vinnuleysistryggingar. í ályktun fundarins kemur m.a. fram að meb frumvarpinu um stéttarfélög og vinnudeilur sé rofin áratuga hefb fyrir þrí- hliða samstarfi og víðtækari sátt um samskiptareglur á vinnumarkaði. Þá verði ekki þolab að breytingum á vinnu- löggjöfinni verði þröngvað uppá launafólk án samráös við verkalýðshreyfinguna, enda sé þarna um að ræða alvarlega árás á sjálfsögð réttindi launa- fólks og tilvist stéttarfélaga. Fundurinn krefst þess að aöil- um vinnumarkaðarins verði gefinn kostur á ab semja um samskiptareglur á vinnumark- aði án hótunar stjórnvalda um lagasetningu. Verkalýðsfélögin telja einnig ab tillögur til breytinga á at- vinnuleysistryggingum feli í sér lakari rétt þeirra, sem eru í at- vinnuleit og þurfa ab nýta sér þann neyðarrétt sem felst í at- vinnuleysisbótakerfinu. Nær sé að stjórnvöld leggi fram heild- stæða atvinnustefnu í stab til- lagna sem hafa í för meb sér ab fólk þarf í auknum mæli ab leita á náðir félagsmálastofnana um framfærslu. -grh Sex hlutu viburkenningu fyrir sitt framlag til „Hreins Suburlands": Verðlaun fyrir veit- ingar og gistingu öll í V.-Skaft. Sex abilum voru veitt vibur- kenningarskjöl fyrir sitt fram- lag til „Hreins Suburlands", á abalfundi Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga sem haldinn var á Hvolsvelli um helgina. Viburkenningarnar voru veittar eftirlitsskyldum abilum í eftirfarandi flokk- um: Hótel og veitingahús, gistihús og ferbaþjónusta bænda, sundlaugar, tjald- svæbi, matvöruverslanir og umhverfismál. Matib byggðist á heilbrigðis- og umhverfiseftirliti 1995-96. Hótel Edda á Kirkjubæjar- klaustri fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi gæöi: Hreinlæti og snyrtimennsku í veitingasal, eldhúsi og her- bergjum, fjölbreyttan matseðil og góða rétti. Ragnheiður og Hörður, feröa- þjónustubændur á Hunkubökk- um, fengu viðurkenningu fyrir einstakt hreinlæti og snyrti- mennsku í gistiskálum og sér- lega snyrtilegt umhverfi. Sundlaugin að Geysi í Bisk- upstungum hlaut viðurkenn- ingu fyrir framúrskarandi hreinlæti og snyrtimennsku í búningsaðstöðu gesta og laug og vel hönnuð og snyrtileg mannvirki og umhverfi. Tjaldstæðið að Kirkjubæ II í Skaftárhreppi hlaut viðurkenn- ingu fyrir framúrskarandi hreinlæti og snyrtimennsku á tjaldstæði og umhverfi og fyrir- myndar gestaaðstöðu. Matvörudeildir Kaupfélags Árnesinga á Selfossi hlutu við- urkenningu fyrir framúrskar- andi gæði, fjölbreytni og holl- ustu matvæla, auk þess sem heilbrigðisþættir í matvöru- deild væru til fyrirmyndar. Sorpstöð Rangárvallasýslu hlaut viðurkenningu fyrir for- göngu í þróun umhverfismála á Suðurlandi. Rekstur flokkunar- og móttökustöðvar fyrir úrgang að Strönd, móttaka spilliefna, flokkun á úrgangsefnum og merkingar á gámasvæðum væri til fyrirmyndar, sem og góð þjónusta við viðskiptavini. ■ Tryggingastofnun ríkisins fyrst norrœnna trygginga- stofnana á Internetiö: Á undan öðrum á Internetið Tryggingastofnun ríkisins hefur sett upplýsingahand- bók sína á Internetib og varb þar meb fyrst norrænna tryggingastofnana til ab setja upplýsingaefni á Internetib. Handbókin hefur ab geyma víbtækar upplýsingar um ís- lenska almannatrygginga- kerfib: um bótarétt, upphæbir bóta, hvernig sótt er um ein- staka bótaflokka og sömu- leibis um tekjutengingu bóta og fleira. Meb útgáfu hand- bókarinnar á Internetinu hef- ur almenningi opnast leib til ab kynna sér rétt sinn á aub- veldan og þægilegan hátt. Norðurlöndin eru að þróa með sér samstarf á vettvangi Internetsins, samkvæmt til- kynningu frá Tryggingastofn- un. Hugmyndin er sú, að trygg- ingastofnanir á Norðurlöndum verði með sameiginlega heima- síbu, þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um al- mannatryggingakerfi allra land- anna. Heimasíba TR hefur slób- ina http://www.tr.is/. í tilefni 60 ára afmælis stofnunarinnar 1. apríl n.k. er verið ab setja upplýsingar um sögu hennar inn á netið. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.